Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 13
KJÖTMJÖL EHF., sem vinnur
mjöl og fitu úr sláturúrgangi sem
meðal annars nýtist sem áburður
á gróður og til framleiðslu á líf-
dísil, stefnir í að verða gjaldþrota
komi ekki til aðstoð frá ríkinu. Á
aðalfundi félagsins sem var hald-
inn nýverið kom fram að ítrekað
hefur verið leitað eftir aðkomu
ríkisvaldsins að málinu. Sam-
þykkt var á aðalfundinum að
beina því til stjórnar að knýja
fram formleg svör um stuðning
frá ríkinu fyrir 30. maí nk.
Segja forsvarsmenn félagsins
að ef ríkissjóður eða stofnanir á
hans vegum keyptu um 500 tonn
af kjötmjöli á ári á 25 kr./kg þá
myndi reksturinn standa undir
sér. Segja þeir að það verð sé
mun hagstæðara en fæst fyrir
tilbúinn torleysanlegan áburð af
sömu gæðum sem notaður er við
skógrækt. Ennfremur segja þeir
að málið snúist að stórum hluta
um umhverfissjónarmið enda
þyrfti að hefja aftur urðun slát-
urúrgangs leggist verksmiðjan
af en um er að ræða rúmlega
5.000 tonn á ári eða um 50% af
öllum úrgangi af þessu tagi í
landinu. Segja þeir að slíkt væri
afturhvarf til fortíðarfyrirkomu-
lags og komi niður á svæðum þar
sem urðað er og hefði í för með
sér mikinn kostnaðarauka fyrir
urðunaraðila sem aftur leiddi til
hækkunar á urðunargjöldum.
„Það er afar einkennilegt að
notkun á þessum áburði sé ekki
hluti af þeim stórhuga skógrækt-
aráætlunum sem ríkisstjórnin og
Alþingi hafa nýverið samþykkt,“
sagði Karl Björnsson, fráfarandi
stjórnarformaður félagsins, á að-
alfundinum og bætti við að félag-
ið hefði sent erindi til ráðherra,
ráðneytisstjóra og aðstoðar-
manna ráðherra landbúnaðar-
ráðuneytis og umhverfisráðu-
neytis auk þess sem þingmenn
kjördæmisins hefðu fengið afrit
af sumum erindanna. „Áhuga-
leysi allra þessara aðila á þessu
mikilvæga umhverfismáli er mér
hreinlega óskiljanlegt,“ sagði
Karl.
Miklar áhyggjur
Á fundinum var bókað að aðal-
fundurinn lýsti yfir miklum
áhyggjum af bágri fjárhagsstöðu
félagsins en við óbreyttar að-
stæður er ekki til lausafé til að
greiða laun, vörsluskatta og aðr-
ar skammtímaskuldir. „Ljóst er
að fyrirtækið getur ekki staðið
undir þeim fjármagnskostnaði
sem fylgir þeim skammtíma-
skuldum sem það nú ber,“ sagði
Karl á fundinum.
Í máli hans kom fram að horf-
ur í rekstri félagsins eru slæmar,
ekki er raunhæft að hækka skila-
gjald enn meira til sláturleyfis-
hafa og kjötvinnsluaðila en þegar
hefur verið gert og tekjur ekki
fyrirsjáanlegar úr þeirri áttinni.
Jafnframt eru ekki líkur á að út-
flutningsverð á kjötmjöli hækki á
næstu árum. „Af þessum sökum
er eina leiðin til að auka fram-
legðina að fá hærra verð fyrir af-
urðirnar og er það í raun ein-
ungis á valdi ríkisins að gera þær
ráðstafanir sem nauðsynlegar
eru svo slíkt geti tekist.“
Í máli Karls kom fram að að
auki hefur ítrekað verið beðið
formlega um beinan fjárstyrk frá
ríkinu sem líta má á sem stofn-
styrk þess til framþróunar á
sviði umhverfismála.
Að mati Karls yrði það mikil
afturför í umhverfislegu tilliti ef
aftur yrði farið að urða sláturúr-
gang, sem myndi vera eina úr-
ræðið eftir að verksmiðjunni yrði
lokað. „Þessi lífræni úrgangur
mun þá væntanlega fara til urð-
unar um ókomin ár sem telja
verður til algerrar öfugþróunar á
sviði umhverfismála ef litið er til
þeirra skuldbindinga sem lagðar
hafa verið á herðar landsmönn-
um í því alþjóðlega samstarfi
sem þeir nú taka þátt í. Þær
skuldbindingar eru á ábyrgð rík-
isins.“
Kúariðan eyðilagði
rekstrarforsendurnar
Kjötmjöl ehf. tók til starfa um
miðjan september á árinu 2000.
Hluthafar eru skráðir 11 og eru
stærstu hluthafarnir Sorpstöð
Suðurlands Sáturfélag Suður-
lands, Sorpa, Búnaðarfélag
Hraungerðishrepps, Gámaþjón-
ustan hf. og Eignarhaldsfélag
Suðurlands.
Í tilkynningu til fjölmiðla segir
að fyrirtækið hafi farið vel af
stað en í desember árið 2000 hafi
ógæfan brostið á. „Kúariða
greindist í mörgum V-Evrópu-
löndum, en hafði áður verið talin
einangruð við Bretlandseyjar.
Bann var sett á notkun beina-
mjöls og Evrópumarkaðurinn
fyrir mjölið lokaðist, ásamt því
að heimsmarkaðsverð féll. Þar
með voru upphaflegar rekstrar-
forsendur kjötmjölsverksmiðj-
unnar brostnar,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Á árinu 2001 voru teknar
ákvarðanir um aðgerðir sem mið-
uðu að því að styrkja stöðu fé-
lagsins. Heimild var veitt til að
auka hlutafé um 55 milljónir
króna og ákvörðun tekin um
hækkun vinnslugjalda. Einnig
tókst að koma öllu mjöli á mark-
að til Asíu og einnig til loðdýra-
ræktar innanlands.
Á miðju ári 2001 kom upp riða
í sauðfé í Árnessýslu sem gerði
það að verkum að stjórnvöld
settu bann á að sláturúrgangur
frá því svæði færi til vinnslu í
Kjötmjölsverksmiðjunni. Þessar
aðstæður minnkuðu verulega
tekjur Kjötmjöls af vinnslugjöld-
um og gerði það einnig að verk-
um að ekki hefur verið hægt að
framleiða gæðamjöl í sláturtíð
sem gaf fyrirtækinu í upphafi
meiri tekjur af mjölsölu.
Kjötmjöl ehf. hefur einnig
unnið ásamt Iðntæknistofnun að
samvinnuverkefni um fram-
leiðslu á lífdísil úr ýmiskonar
fitu.
Ágætt rekstrarár í fyrra
Í fréttatilkynningu félagsins
segir að starfsemin hafi gengið
ágætlega rekstrarárið 2002.
Rekstrartekjur jukust úr 28
milljónum árið 2001 í tæpar 57
milljónir á síðasta ári en á sama
tíma jukust rekstrargjöld án
fjármagnsliða um 36%. Hlutafé
fyrirtækisins er 95,6 milljónir
króna og eigið fé í lok árs 2002
39,7 milljónir.
„Sala afurða gekk ágætlega
fyrstu 10 mánuði ársins 2002 en
síðan dró ský fyrir sólu og ekki
hefur selst gramm af mjöli á er-
lendan markað síðan í október.
Birgðastaða kjötmjöls núna í maí
2003 er rúm 700 tonn. Erfiðleik-
ar í búgreinum eins og svínabú-
skap, kjúklingarækt og loðdýra-
eldi hafa gert það að verkum að
innheimta hefur ekki gengið sem
skyldi og hefur þurft að afskrifa
skuldir af þeim sökum. Allt þetta
hefur leitt til þess að greiðslu-
staða Kjötmjöls ehf. hefur farið
hríðversnandi og sér ekki til sól-
ar í þeim efnum þessa dagana.“
Greiðslustöðv-
un yfirvofandi
hjá Kjötmjöli
● HAGNAÐUR Eskju hf., sem áður
hét Hraðfrystihús Eskifjarðar, nam
264 milljónum króna eftir skatta á
fyrsta ársfjórðungi 2003. Árið áður
var hagnaðurinn 568 milljónir á
sama tímabili.
Í tilkynningu frá Eskju segir að
rekstrarniðurstaða tímabilsins á
þessu ári sé nokkuð á skjön við áætl-
anir félagsins. Búist hafi verið við
meiri loðnuveiði og minni styrkingu
íslensku krónunnar á tímabilinu. Fé-
lagið hafi þó gert samninga til varnar
hluta af tekjuflæði sínu á árinu. Í til-
kynningunni segir að ljóst sé að
áframhaldandi sterk staða íslensku
krónunnar muni hafa verulegan tekju-
samdrátt í för með sér fyrir íslenskan
sjávarútveg.
Rekstraráætlun Eskju gerði ráð fyr-
ir 303 milljóna hagnaði á fyrsta árs-
fjórðungi en reyndin varð tæpar 264.
Er stærri hluti þess hagnaðar vegna
meiri fjármagnstekna en áætlaðar
voru.
Rekstrartekjur Eskju námu 903
milljónum króna á tímabilinu janúar
til mars á þessu ári og rekstrarkostn-
aður 623 milljónum. Árið áður voru
rekstrartekjurnar 1.394 milljónir og
rekstrargjöldin 770 milljónir. Segir í
tilkynningu félagsins að ástæður
tekjusamdráttar í rekstri megi helst
rekja til samdráttar í loðnuveiðum og
-vinnslu en 52 þúsund tonn veiddust
á yfirstaðinni loðnuvertíð samanborið
við 91 þúsund tonn árið áður. Þá seg-
ir að gengi íslensku krónunnar hafi
styrkst um 11,81% frá sama tímabili
árið áður, sem hafi í för með sér
beina tekjuskerðingu fyrir félagið.
Heildarveiði skipa Eskju voru rúm
53 þúsund tonn, að verðmæti 373
milljónir, samanborið við rúm 92 þús-
und tonn, að verðmæti 771 milljón,
árið áður. Framleiddar afurðir í mjöl
og lýsisvinnslu námu tæpum 16 þús-
und tonnum miðað við rúm 20 þús-
und tonn árið áður. Framleiddar bol-
fiskafurðir jukust lítillega á milli ára
en rækjuvinnslu félagsins hefur verið
lokað. Afurðabirgðir rækju hafa verið
seldar og rekstrartapið er að fullu
bókfært.
Eskja hf. hagnast um
264 milljónir
1.Tillaga um að breyta nafni félagsins.
2.Tillaga um breytingu á grein 2.01.2
í samþykktum félagsins þess efnis að
heimild vegna útgáfu kaupréttarsamninga
verði hækkuð um kr. 50.000.000.
3.Kosning meðstjórnanda í stjórn
félagsins.
4.Önnur mál
Dagskrá og fundargögn verða hluthöfum til
sýnis á skrifstofu félagsins, Síðumúla 28
Reykjavík, viku fyrir fundinn.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða
afhentir á fundarstað.
Stjórn Íslandssíma hf.
Hluthafafundur Íslandssíma hf.
Íslandssími hf. boðar hér með til hluthafafundar sem
haldinn verður þriðjudaginn 3. júní 2003, kl. 15:00, í
Skála, 2.hæð, Radisson SAS Saga Hótel við Hagatorg.
Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: