Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is ✝ Kristinn Guð-mundur Magnús- son fæddist í Vest- mannaeyjum 26. ágúst 1921. Hann lést á Landakotsspít- ala 15. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Sigurðsson, sjómað- ur í Vestmannaeyj- um, f. á Lambhúshóli í V-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu 26. apríl 1893, d. 30. mars 1927, og Fil- ippía Þóra Þorsteins- dóttir, húsfreyja í Vestmannaeyj- um, f. á Upsum í Svarfaðardal 31. ágúst 1893, d. á Siglufirði 30. mars 1956. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Sigurður Sigurðsson, bóndi á Lambhúshóli, og Þor- björg Sveinsdóttir húsfreyja. Foreldrar Filippíu voru Þor- steinn Jónsson, bóndi og útvegs- maður á Upsum, og Anna Björg Benediktsdóttir, húsfreyja á Ups- um. Systur Kristins eru Anna Júl- ía, f. 7. júlí 1920, ekkja Guðbrand- ar Magnússonar, kennara á Siglufirði, þau eign- uðust átta börn, og Þorbjörg Erna, f. 31. október 1923, lést á 4. aldursári. Einnig átti Kristinn samfeðra hálfbróð- ur, Óskar, sem er látinn fyrir nokkr- um árum. Kristinn var ókvæntur og barn- laus. Kristinn fluttist til Akureyrar með móður sinni og syst- ur eftir drukknun föður síns. Þar og í sveitum Eyja- fjarðar bjó hann sín æskuár og vann sveitastörf o.fl. fram til þess er hann fluttist til Reykjavíkur. Hann smitaðist af berklum á ung- lingsárum og dvaldi af þeim sök- um á sjúkrahúsum, þ. á m. á Reykjalundi þar sem hann vann ýmis störf. Hans aðalstarf varð svo stálhúsgagnasmíði sem hann stundaði til starfsloka. Útför Kristins verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag fylgjum við bróður mínum og frænda okkar til grafar. Hann lést 15. maí sl. Við nánustu ættingj- ar viljum minnast hans með nokkr- um orðum nú þegar hann er allur. Enn á ný er ilmríkt vor aftur fellur dögg í spor. Kvakar ljúft í klettaskor kom þú til mín. (Jón I. Bjarnason.) Þannig byrjar textinn við lagið sem Kiddi frændi, eins og við syst- urbörnin hans kölluðum hann alltaf, samdi og fékk verðlaun í SKT-dæg- urlagakeppninni fyrir u.þ.b. 50 ár- um. Þessu kalli hefur hann nú hlýtt því hann lést 15. maí sl. eftir löng og erfið veikindi. Við sem eldri erum af systkinun- um munum vel hvað það var spenn- andi þegar von var á Kidda norður til Siglufjarðar í sína árlegu heim- sókn til móður sinnar, Filippíu ömmu, sem bjó heima hjá okkur. Hann var mikill aufúsugestur því hann var svo skemmtilegur og grín- aðist og lék sér við okkur krakkana. Hann steppaði eins og Fred Astarie og svo flautaði hann dæmalaust flott og spilaði listavel á gítarinn. Hann lék líka ýmsar kúnstir fyrir okkur svo við veltumst um af hlátri. Ekki spillti það gleðinni yfir heimsóknum hans að hann gaf okkur líka tyggjó, en það var nánast ófáanlegt á þeim árum. Þetta var þegar samgöngur voru strjálar og bílar voru aðeins í eigu örfárra og það var allmikil fyr- irhöfn að fara í ferðalag norður í land. Kiddi var ekki allra og hafði sínar skoðanir sem hann lét ekki aðra hafa áhrif á og stóð fast á sínu. Hann lifði ekki margbrotnu lífi og sóttist ekki eftir veraldlegum gæðum, auði eða metorðum og lét sér nægja það sem nauðsynlegt var til lífsviður- væris. Vinir hans voru fáir en góðir. Það sem einkenndi hann var að allt tildur var fjarri honum en hann var mikill smekkmaður á föt og hafði góðan húmor. Hann var alltaf hreinn og strokinn og reyndar allt sem í kringum hann var og bíllinn glansandi fínn. Hans aðaláhugamál voru stang- veiði, knattspyrna og bílasport og síðast en ekki síst tónlist. Eins og við sögðum áður þá liggja eftir hann dægurlög sem hann samdi í frí- stundum sínum. Var hann afar mús- íkalskur og átti gott plötusafn. Hann var tónlistarmaður af Guðs náð og gat leikið nánast á hvaða hljóðfæri sem var þótt hann læsi ekki nótur. Hann hafði mjög fágaðan og breiðan tónlistarsmekk, allt frá óperum að djassi, en líkaði síður við popp og há- vaðatónlist. Nú síðast var það Sigur Rós, sem var í miklu uppáhaldi, og kunni hann vel að meta tónlist þeirra ungu manna. Kiddi var mjög handlaginn og vandvirkni hans bera best vitni þeir gripir sem eftir hann liggja en stál var sá efniviður sem hann fékkst við. Í mörg ár starfaði hann hjá Stál- húsgagnagerð Steinars og þar urðu til ýmsir listavel smíðaðir gripir og t.d. svaf hann í forláta rúmi úr stáli sem hann smíðaði sjálfur. Hann var dágóður frístundamál- ari og eftir hann eru til margar fal- legar myndir. Hann tók þátt í mál- verkasýningu í Lónkoti í Skagafirði hjá vini sínum Jóni, staðarhaldara þar, fyrir nokkrum árum. Síðustu árin voru honum erfið. Miklar þjáningar mátti hann þola og reyndum við að létta honum stríðið, líta til með honum og aðstoða hann eftir bestu getu. Við viljum að síðustu þakka öllum sem önnuðust hann í veikindum hans fyrir mikla alúð og umhyggju honum sýnda. Að leiðarlokum þökk- um við honum fyrir samfylgdina og biðjum algóðan Guð að varðveita hann og blessa. Góðra er gott að minnast. Anna Júlía Magnúsdóttir og börn. Kristinn Magnússon móðurbróðir minn er allur. Á svona stundum verður ekki hjá því komist að staldra við og ígrunda lífið og til- veruna. Tíminn líður óðfluga, erill hversdagsins er ótrúlegur í nútíma- samfélagi og streita og hraði eru fylgifiskar hans. Við erum upptekin við vinnu og dagleg störf, flýtirinn er að verða okkur eðlislægur og engu líkara en sólarhringurinn styttist ár frá ári. Afleiðingin er sú að þeir sem við elskum og standa okkur næst, aldraðir foreldrar, frændur og frænkur, mæta afgangi og gleymast hálfpartinn í öllu amstrinu. Okkur finnst engu að síð- ur sjálfgefið að eiga góða fjölskyldu, heilbrigð börn og að við séum heilsu- hraust en það vill gjarnan gleymast að þetta eru þættir sem allir fá ekki notið. Þetta eru hinsvegar mann- eskjurnar, sem við reiðum okkur á þegar erfiðleikarnir banka uppá hjá okkur sjálfum einn daginn. Kiddi frændi var einn af þessum góðu ætt- ingjum, ljúfur maður, kurteis, hæg- látur og dagfarsprúður . Honum var mjög margt til lista lagt, hann var frábær teiknari, málaði olíumyndir og samdi fallega tónlist. Hann vann við stálsmíði alla sína starfsævi og þar nýttist einstök verklagni hans vel. Mér þótti miður, hversu seint ég kynntist honum, en það var ekki að ráði fyrr en ég fylgdi honum í gegn- um hinar ýmsu rannsóknir, eftir að hann veiktist fyrir nokkrum árum. Þá sátum við daglangt og hann sagði mér frá barnæsku sinni og uppvexti, prakkarastrikum, vonum og vænt- ingum til lífsins og tilverunnar. Þar skynjaði ég sterklega söknuð hans yfir að eiga ekki afkomendur, en Kiddi var ókvæntur og barnlaus. Norður til Siglufjarðar kom hann oft á sumrin, þá á leið í laxveiði. Í einni slíkri ferð færði hann mér undur- fagran hlut sem hann keypti í út- löndum. Ég starði hugfangin á þessa listasmíð tímunum saman og hnoð- aði saman þakkarbréfi til hans síðar meir. En hún er óneitanlega und- arleg, sú tilhugsun að eiga ekki eftir að hitta hann oftar. Megi hann hvíla í friði og Guð blessi minningu hans. Filippía frænka, börn og barnabörn. Gamall fjölskylduvinur kvaddi hér á dögunum. Það var hann Kiddi okkar Magg, eins og við vorum vön að kalla Kristinn heitinn Magnús- son. Við systir mín eldri minnumst frá fyrri dögum heimsókna Kidda á heimili okkar með eftirsjá. Kiddi kallinn var alltaf svo skemmtilegur og glaðlegur við okkur krakkana. Hann lék alltaf við okkur og ærsl- aðist með alls kyns ólíkindalátum svo við urðum bæði glöð og ringluð af öllu saman. Eitt sinn tók hann handfylli af klinki úr vasa sínum og lét mig hafa í skiptum fyrir vatns- glas af sveppum sem ég hafði tínt og vildi sýna honum. Að svo búnu fór karl fram á gang og sturtaði öllu gumsinu niður um ruslalúguna. Hann var lítið gefinn fyrir sveppi og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Kiddi hélt heimili einn alla tíð, og öll jól og meiri hátíðir var hann au- fúsugestur hjá fjölskyldu okkar, en Kiddi var gamall vinnumaður hjá afa á Grund áður en hann fluttist endanlega suður á mölina og gerðist járnsmiður. Hann var alltaf vel til hafður, hreinn og strokinn og hafði gaman af glæsivögnum. Hann var flinkur í höndunum og ýmislegt til lista lagt. Á árum áður kom hann við frjálsíþróttir og kórsöng og samdi fáein lög fyrir dans- og sönglaga- keppni og fékk verðlaun fyrir. Í frí- stundum sínum breyttist járnsmið- urinn í vængjaðan landslagsmálara, sem dró stundum arnsúg með pentskúfnum. Kristinn var heldur frambærilegur landslagsmálari og allnokkrar góðar myndir eru til eftir hann. Hann var fyrstur manna til að vígja galleríið okkar norður í Lón- koti með sinni fyrstu og jafnframt síðustu sýningu. Að lokum langar okkur vinafólk hans að kveðja gamlan vin og færa ættingjum hans samúðarkveðjur. Ólafur Jónsson. KRISTINN G. MAGNÚSSON ✝ Guðbjört Ólafs-dóttir (Lillý) fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1909. Hún andaðist 14. maí sl. á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Guðbjört var fjórða barn hjónanna Ólafs Magnússonar, tré- smiðs og forstjóra, og Þrúðar Guðrúnar Jónsdóttur hús- freyju. Systkini hennar voru Magn- ea Júlía Þórdís, f. 1898, d. 1988, Haraldur Valdi- mar, f. 1901, d. 1988, Jóna Odd- rún, f. 1905, d. 1983, Sigríður Elín, f. 1911, d. 2001, Kristín Sigríður, f. 1912, d. 1999, Sig- urður Finnbogi, f. 1913, d. 1976, Ólafur Markús, f. 1916, d. 1989, Bragi, f. 1918, d. 1975. Guðbjört ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum og systk- inum. Hún lauk venjubundnu skólanámi þess tíma. Hún var í námi við Verslunarskóla Íslands, stundaði tungumálanám og lærði orgel- og píanóleik. Hún annaðist heimilisstörf á fjöl- mennu heimili foreldra sinna þar til hún giftist, en faðir henn- ar rak verslunina Fálkann. Guð- björt stundaði íþróttir frá unga- aldri, æfði frjálsar íþróttir og fimleika og var í þekktum fimleikaflokki ÍR er sýndi hér heima og víða um lönd. Stundaði sund og sýndi dýfingar. Hún hafði mikinn áhuga á útivist og ferða- lögum og ferðaðist mikið með Ferða- félagi Íslands. Hún var m.a. skálavörð- ur í Hvítárnesi á Kili. Hún var alla tíð við góða heilsu og fór allra sinna ferða þar til síðustu tvö árin. Guðbjört giftist 20. maí 1939 Arnljóti Jónsyni lögfræðingi, f. 21. desember 1903 á Vopnafirði, d. 13. feb. 1970. Þau bjuggu all- an sinn búskap í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Börkur Þórir flug- virki, f. 1943, kvæntur Valborgu Jónsdóttur; 2) Kolfreyja sjúkra- liði, f. 1944; 3) Halla hjúkrunar- fræðingur, f. 1947; 4) Grímkell loftskeytamaður, f. 1949, kvænt- ur Esther Ólafsdóttur. Barna- börnin eru sjö. Útför Guðbjartar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Lillý, Sirrý og Stína, systurnar þrjár, voru oftast nefndar saman þegar ein þeirra, Kristín, móðir okk- ar, rifjaði upp æsku- og uppeldisár sín og ávallt fylgdi mikil hlýja og væntumþykja. Nú kveður Lillý okk- ur síðust þeirra og jafnframt síðasta systkinið í hópi níu barna kaup- mannshjónanna Þrúðar Guðrúnar og Ólafs Magnússonar í Fálkanum. Þau bjuggu með barnahópinn fyrst á Rauðarárstíg 3, síðan Túngötu 34 og loks á Flókagötu 18. Í fjórða sinn kveður fjölskyldan fleiri en einn úr hópnum með fárra daga millibili og í síðustu viku fylgdust þær að sama daginn Lillý og mágkona hennar, Svanlaug Vilhjálmsdóttir, og fáum dögum síðar var látin systurdóttirin og frænka okkar, Þrúður Guðrún Óskarsdóttir. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt til þess tíma þegar hópurinn allur var saman kominn, systkinin níu með mökum sínum og börnum. Fáir kunnu jafn vel og þau að gera sér glaðan dag saman. Það var komið víða við í samtali og bræðurnir kepptu gjarnan hver við annan að segja bestu sögu dagsins. En það sem einkenndi þennan hóp öðru fremur var glaðværð, sérstök reisn og fágun. Við krakkarnir sátum ým- ist með fullorðna fólkinu og vorum ávallt dregin inn í samtölin eða við kusum að vera í hóp saman enda ná- komnari hvoru öðru en gerist og gengur. Þannig kynntumst við systk- inin móðurfólkinu okkar líka í tíðum heimsóknum þeirra að Laugarvatni og þangað kom Lillý oft í dagsheim- sókn eða til lengri dvalar með fjöl- skyldu sína. Hvar sem Lillý kom lifnaði allt umhverfið við og öllum var ljóst að þar fór engin hversdagskona. Hún gerði sér far um fágun í framkomu og var lagið að gera hverja frásögn lif- andi og bráðskemmtilega. Rétt eins og Lillý, Sirrý og Stína voru ávallt nefndar saman þegar minnst var á fimleika, hjólareiðaferðir og hesta- ferðir þá var einnig svo þegar ferðir á vegum Ferðafélagsins bar á góma. Þær deildu því áhugamáli líka og fóru ótal ferðir saman og þá gjarnan undir fararstjórn föður okkar. Það var tilhlökkunarefni þegar von var á Lillý og börnunum í heim- sókn. Við systrabörnin átta vorum á svipuðu reki og vorum fljót að týna okkur í leikjum útivið eða inni og þegar tímabært var að nærast tóku systurnar á móti okkur með þeirri hlýju sem þeim var tamt. Þegar við áttum leið til Reykjavíkur, fjölskyld- an öll eða eitthvert okkar, beið ávallt opið hús hjá Lillý og móttökurnar voru með þeim höfðingsbrag sem einkenndi móðursystur okkar alla tíð. Við fengum stundum að heyra það systkinin að við hefðum erft stór- lyndi og þrjósku úr föðurættinni og varð þessi setning fleyg á heimilinu. Við höfðum gaman af enda gerðum við okkur ung grein fyrir því að þeg- ar Lillý fylgdi sannfæringu sinni þá áttu þessi orð ekki síður við um hana sjálfa. Þeir tímar komu að best fór á því að hver dveldi á sínum stað og tíminn ynni á skoðanamuninum. Á ferðalögum eins og í lífinu öllu gekk Lillý léttstíg og hnarreist þótt byrðin væri stundum þung. Í kvöld- sól í Aðalvík á Hornströndum rifjaði hún upp, rétt að verða sextug, fim- leikaæfingar fyrir eitt okkar og við tóku æfingar á jazzballetsporum sem heilluðu hana. Kvöldið leið síðan inn í nóttina eftir langan göngudag. Við þökkum samfylgdina. Jóhanna V. Haraldsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson og Þrúður G. Haraldsdóttir. Elskuleg mágkona mín, Guðbjört Ólafsdóttir eða Lilly eins og systkini hennar og vinir kölluðu hana, er nú horfin yfir móðuna miklu. Öll erum við meðvituð um að þangað liggur leið okkar allra, en samt koma fréttir sem þessar alltaf á óvart. Lilly var kjarkkona og veit ég að margar erf- iðar stundir gáfu henni styrk og kraft til að berjast fyrir góðum málstað og réttlæti. Er ég minnist mágkonu minnar á Njálsgötunni, þar sem við hjónin bjuggum í sama stigagangi í nokkur ár og þar var ávallt glatt á hjalla, er Lilly mér minnisstæðust þeirra systkinanna, m.a hversu bóngóð og glöð hún var ávallt, enda höfðings- lundin mikil eins og hún á ætt til. Lilly, ég kveð þig nú með hrærð- um huga og þakklæti og bið Guð að vera með börnum þínum og fjöl- skyldu. Blessuð sé minning þín. Ef guðleg frækornin geyma vilt þú þá glæddu í sál þinni heilbrigða trú, hún veitir þér ljós þegar leiðin er myrk, hún léttir þér göngu með andlegum styrk. Anna Hansen. Kveðja frá ÍR Íþróttafélag Reykjavíkur kveður góðan félaga frá gamalli tíð, Guð- björtu Ólafsdóttur. Guðbjört var í fimleikahópi ÍR sem gerði garðinn frægan, m.a. með frækilegri för sinni til Noregs og Sví- þjóðar 1927 og aftur ári seinna til Frakklands, Englands og Skotlands. Kunnáttu fimleikahópsins verður best lýst með skrifum dagblaðs í Sví- þjóð: „Og svo byrjaði algerlega sér- stæð, dásamlega fögur sýning, sem mundi leggja gjörvallan heiminn fyr- ir fætur þessara íslensku stúlkna, ef þær breyttu þessari fyrstu utan- landsför sinni í heimssýningarför.“ ÍR kveður Guðbjörtu með þakk- læti og vottar aðstandendum samúð. Íþróttafélag Reykjavíkur. GUÐBJÖRT ÓLAFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.