Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 25 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Bifvélavirki Óskum eftir bifvélavirkja til starfa. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Bílaspítalinn, Ingvi, s. 897 3150 e. kl. 18 og um helgar, Ingvi, vs. 565 4332. Á kvöldin — á besta aldri Viljum fá til samstarfs sölufólk vegna kvöld- verkefna. Reynslan sýnir, að röskir og reyndir sölumenn, fertugir og eldri, ná árangri og góðum tekjum. BM ráðgjöf ehf., sími 590 8000 — oligeirs@bm.is Ármúla 36, Reykjavík. Járnsmiður BM Vallá óskar eftir að ráða járnsmið til starfa í viðhaldsdeild fyrirtækisins. Umsóknum skal skila inn á aðalskrifstofu félagsins, Bíldshöfða 7, eða á skrifstofa@bmvalla.is merktum: „Járnsmiður“ Bíldshöfða 7 R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. Til leigu Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. er með eftirtalið húsnæði til leigu: Hlíðasmári 11 Til leigu í nýju og fallegu húsnæði. Hentar vel fyrir skrifstofur, verslun eða þjónustu. Stærðir frá 150—600 fm. Síðumúli 24—26 Nýtt skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Stærðir frá 150—300 fm með stórum gluggum, innréttað að óskum leigutaka. Mörkin 4 Mjög glæsilegt og fullinnréttað ca 680 fm skrifstofuhúsnæð á 2. hæð, sem hægt er að skipta niður í tvær einingar. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310. NAUÐUNGARSALA Uppboð Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli auglýsir hér með uppboð á eftirfarandi lausafé: Chevrolet Suburban, árgerð 1997. Arctic Cat MC vélsleða, árgerð 2001. Arctic Cat Powder Special EFi vélsleða, árgerð 1999. Uppboðið fer fram við sýsluskrifstofuna Grænási föstudaginn 30. maí 2003 kl. 15.00, en ofangreind ökutæki verða til sýnis á uppboðs- stað á uppboðsdegi frá kl. 13.00. Uppboðsskilmálar munu liggja frammi á sýsluskrifstofunni Grænási, 235 Keflavíkurflugvelli, frá og með miðvikudeginum 28. maí 2003. Keflavíkurflugvelli, 26. maí 2003. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. ÝMISLEGT Fyrsta verk nýs Alþingis verður að bregðast við kjörbréfum alþingis- manna, gefnum út af Landskjörstjórn, sem sætir formennsku móðurbróður eins flokksfor- mannsins, D.O. Landskjörstjórnin hefur ekki fallist á endurtalningu atkvæða í kosningunum, þrátt fyrir formlega beiðni þar um, og þrátt fyr- ir, að skýrslur yfirkjörstjórna hafi verið gerðar án vitneskju um úrslit í öðrum kjördæmum. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR mestu heimavinnandi á meðan hún bjó úti og henni leiddist stundum og hafði heimþrá. Þó að ég væri frekar dugleg að skrifa, fannst henni ekki nóg að gert og sendi mér stundum brýnandi vísur þar að lútandi sem gefa einnig til kynna einmanaleika: Allt er betra en ekki neitt öllum blöðum er fagnað. Landi í Svía lítt er teitt og „Landið kalda“ er þagnað. Gunna færði tilfinningar sínar stundum í vísnabúning en þannig taldi hún óhætt að hleypa þeim út án þess að eiga á hættu að þær yrðu of berskjaldaðar og á einhvern hátt færðumst við svolítið nær hvor ann- arri í fjarlægðinni. Þegar systir mín kom svo heim og fjölskyldan settist að á Akureyri hófust okkar bestu ár. Við vorum báðar með börn og eign- uðumst fleiri og gátum aftur farið að stunda hestamennsku saman. Gunna var þó sú sem var veitandi eins og hún vildi alltaf vera, hún lagði til barnfóstrur og var hugmyndasmið- urinn á bak við margar ferðir sem við fórum saman. Af öllum þessum ferð- um stafar nú ævintýrablær. Ég minnist ferða sem við fórum með krakkana austur á land. Gunna lagði til bílinn, sem var sendibíll af gerð- inni Renault, þar sem gírinn var bara handfang fram úr mælaborðinu. Við stöfluðum krökkunum í rýmið aftur í og keyrðum svo austur. Í annað skipti fórum við hvor á sínum bíl og vorum þá talsvert ábyrgðarfyllri. Hún á Simkunni sinni sem var spretthörð á sléttlendi en þoldi illa brekkur. Ég á gamla Moska sem var seigur og náði Simkunni alltaf í Fjall- görðunum, þar sem sauð á henni og seinna í ferðinni lenti hún útaf og það sprakk á Moska en öllu komum við austur heilu og höldnu. Allra best minnist ég reiðtúranna og hestaferðanna. Fyrsti hesturinn hennar Gunnu, hann Faxi, var ekki auðveldur viðfangs og einu sinni urð- um við að gefast upp við að koma honum yfir vaðið á Laxá þegar við vorum að fara á mót á Einarsstöðum. Við kræktum þá bara uppá brú en mótið var búið þegar við komum en okkur var nokkuð sama. Þegar dæt- urnar eltust voru alltaf einhverjar af þeim með í för. Ég minnist ferða upp Laxárdal, í Mývatnssveit, um Mý- vatnsheiði niður í Bárðardal, þar sem við týndum hestunum og mínir hlupu austur en hennar vestur. Við riðum í Kelduhverfi ásamt fleirum, inn í Eyjafjörð og í Skagafjörð. Í þeirri ferð áðum við á Syðri-Bægisá og fengum kaffi en húsbændurnir þar sögðu okkur, að í þeirra búskapartíð hefðu margir farið þar um ríðandi en þetta væri í fyrsta skipti sem þrjár konur kæmu „einsamlar“ eins og þau orðuðu það. Systir mín gantaðist oft með það að eiginlega vantaði okkur bara góða eiginkonu til að vera tilbú- in með bíl að keyra okkur og sækja í náttstað í þessum ferðum okkar eins og við sáum að karlarnir í hesta- mennskunni höfðu. Í minningunni er alltaf sól í þessum ferðum, meira að segja kuldasumarið 1979 náðum við að ríða í Mývatnssveit einu sólarhelg- ina sem þá kom. Systir mín naut sín ákaflega vel í frjálsræðinu á hestbaki og ég held að henni hafi hvergi liðið betur en í hestaferðum, enda lagði hún með hverju ári meiri áherslu á að komast ríðandi um landið á sumrin. Við áttum líka margar góðar rök- ræður á þessum árum um jafnrétti og kvenfrelsi og ólíkt flestum öðrum rökræðum okkar vorum við nú yfir- leitt sömu skoðunar og gátum byggt hvor aðra upp. Einn áberandi þáttur í fari Gunnu var kímnigáfan. Í öllu okkar hesta- brasi var kímnin óþrjótandi og lyfti mörgu grettistaki en með árunum átti systir mín til að beita kímnigáf- unni á tvíræðan hátt svo stundum sveið undan. Ég vissi að systur minni leið ekki alltaf vel og þetta var henn- ar aðferð til að gefa það til kynna en inn fyrir hjúpinn, sem hún sveipaði tilfinningar sínar á meðan við vorum börn, komst ég aldrei. Á síðari árum breyttust aðstæður okkar og samskiptin minnkuðu; við urðum báðar of uppteknar af eigin bardúsi til að hafa tíma til að ríða út saman eða yfir höfuð rækta sam- bandið. Ég náði því langþráða tak- marki, að eigin mati, að standa jafn- fætis stóru systur en hún lét sem hún vissi það ekki. Samskiptin urðu meira í þeim stopula rökræðustíl sem þau voru fyrr á árum. Við ræddum þó flest, allt frá hrossarækt til tilvist- arheimspeki, vorum aldrei sammála að venju og hvorug sannfærði hina. Mest ræddum við þó líklega um Guð og systir mín reyndi mikið að leiða mér fyrir sjónir að tilvist hans væri nokkuð sem ekki gæti staðist rök. Gunna vildi alltaf hafa sól, gott veður og velgengni í lífinu fyrir alla. Ef hennar nánustu gekk vel sagði hún mér það gjarnan en ef eitthvað bját- aði á þurfti ég alltaf að spyrja. Systir mín viðurkenndi ekki að fólk eltist og þyrfti að breyta lífsháttum sínum. Að láta ellina beygja sig fannst henni löðurmannlegt. Hún var á móti jarð- arförum því þær kæmu fólki í þær aðstæður að missa stjórn á tilfinn- ingum sínum og dauðinn var ekki til í hennar orðaforða. Ég hafði þó hugsað mér að við ætt- um eftir góðan tíma þegar aldurinn færðist yfir og við færum, nauðugar eða viljugar, að róast. Ég hélt að við fengjum tíma til að sitja og prjóna á barnabörnin, rökræða mikið, eiga nokkra góða klára og að fara saman í útreiðartúra. Því var ekki ætlað að verða. Samkvæmt trú stóru systur hvarf hún inn í óminnið þaðan sem enginn á afturkvæmt þarna um kvöldið 13. maí. Ég kýs frekar að trúa því að dauðinn hafi viljað glettast svolítið við hana, þar sem hann vissi að hún hafði góða kímnigáfu en viðurkenndi ekki hann sjálfan. Ég sé hann fyrir mér í líki glæsilegs manns, því sá hlýtur að vera mikill sjarmur sem er trúað fyrir örlögum allra sálna, hald- andi í tvo hesta með reiðtygjum þarna um kvöldið við lækinn. Hest- arnir eru sá bleiki hans og hún Blúnda, bleikrauða uppáhaldshryss- an hennar Gunnu, sem farin var yfir móðuna miklu rétt á undan henni. Dauðinn spyr hvort hún vilji ekki hafa hestaskipti og skreppa á Blúndu til Sólarlandsins með honum og hún systir mín slær til því það yndisleg- asta sem hún vissi var að þeysa á góðum hesti í sól og sumaryl. Hún hefur því fljótt fyrirgefið honum glettnina. Það er svo skrítið að oft koma huggunarorðin beint eða óbeint til manns frá þeim sem er farinn og ver- ið er að syrgja. Eina huggunin sem ég get miðlað til ykkar sem um sárast eiga að binda, eru erindi úr ljóði, sem stóra systir orti og sendi mér frá Svíaríki fyrir löngu en þau gætu al- veg eins komið frá Sólarlandinu í dag og þau tala beint til mín og þín: Lífið vona ég veiti þér visku með hverju ári, lífsins speki lærum vér léttast af felldu tári. Gleði áttu og gáskafjör glettinn er þinn kraftur. Þótt hamingjan sigli háskaför mun hláturinn sigra aftur. Bergljót Hallgrímsdóttir. Elsku Gunna frænka. Við trúum því ekki að þú sért farin frá okkur, þú fallega og góða frænkan okkar. Við eigum svo margar góðar minningar um þig hvort sem það var heima í sveitinni eða heima hjá þér á Akur- eyri. Það var alltaf svo gaman þegar þið komuð öll í Haga og þá var alltaf eitthvað skemmtilegt í vændum, hvort sem það var að fara í berjamó, eða þegar þið Þórarinn fóruð á þorra- blót með mömmu og pabba og við krakkarnir vorum heima og stóru stelpurnar áttu að passa okkur sem vorum yngri. Einnig fóruð þið mamma í margar hestaferðir saman. Okkur langaði alltaf að fara með en vorum víst of litlar en stundum feng- um við að vera með á myndunum sem voru teknar í hlaðinu heima áður en þig lögðuð af stað. Svo þegar við vor- um orðnar nógu gamlar til að fara í styttri ferðir var alltaf mikil eftir- vænting og spenna við undirbúning- inn og alltaf urðu einhver ævintýri í þeim ferðum. Einnig voru margar góðar stundir í Þingvallastrætinu til dæmis þegar við vorum yngri feng- um við oft að fara í páskafríinu og vera hjá ykkur nokkra daga. Þá keyptir þú alltaf lítil páskaegg handa okkur krökkunum og þótti það alltaf mjög gaman að fá páskaegg þó að páskarnir væru ekki komnir. Eftir að við byrjuðum í skóla á Akureyri vor- um við tíðir gestir í Þingvallastræt- inu og þú varst alltaf boðin og búin ef okkur vantaði hjálp við námið. Þú varst alltaf nokkrum skrefum á und- an öllum, þegar enginn í fjölskyld- unni átti tölvu, áttir þú tvær. Þegar við áttum að skila verkefnum tölvuút- prentuðum gátum við alltaf komið til þín og þú hjálpaðir okkur við að setja ritgerðirnar upp og ég er viss um að okkar ritgerðir hafa verið þær flott- ustu. Elsku Gunna, minnig þín lifir með okkur að eilífu. Arnheiður og Droplaug (Doppa). Kveðja frá starfsfólki og nemendum Giljaskóla Ljós ber á rökkurvegu, rökkur á ljósvegu. Líf ber til dauða, og dauði til lífs. Þegar ótímabær dauðsföll verða eigum við erfitt með að sætta okkur við orðinn hlut, sjá tilgang eða hið æðra samhengi hlutanna – sem Þor- steinn Valdimarsson bendir okkur á í smáljóðinu „Hvel“. Við fráfall Guð- rúnar Hallgrímsdóttur sjáum við ekki, í mannlegum breyskleika okkar og söknuði, hvernig við eigum að komast af án hennar – svo mikilvægt hjól var hún í gangverki skólans okk- ar. Guðrún hóf störf sem ritari Gilja- skóla fyrir þremur árum og þjónaði skólanum sem slík af mikilli kost- gæfni. Einnig hafði hún umsjá með tölvum skólans og virtist ná við þær sérstöku sambandi. Hún var einstak- ur starfsmaður, mikilvirk, traust og sjálfstæð. Væri til hennar leitað leysti hún hvers manns vanda með undraskjótum hætti. Oft mátti sjá þessa grönnu, kviku konu á þönum um gangana með tölvu í fangi. Marg- an dag settist hún aðeins niður eins og kría til að næra sig og njóta sam- vista við samstarfsfólk. Guðrún hafði ekki mörg orð um hlutina eða kvart- aði þegar hún átti annríkt; hún lét verkin tala. Hún var hrein og bein og hafði ákveðnar skoðanir sem hún fylgdi fast eftir þætti henni ástæða til. Þótt Guðrún bæri ekki tilfinning- ar sínar á torg gladdist hún með glöð- um og hafði næmt skopskyn. Nemendur skólans leituðu mikið til Guðrúnar; sérstaklega þeir eldri, og hún bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Henni var það sérstakt áhugamál að greiða þeim leið inn í tölvuheiminn; vildi geta sýnt þeim traust, en ætlaðist jafnframt til þess að þau lærðu að bera ábyrgð á vafri sínu um viðsjárverða heima tölvunn- ar. Nemendur sakna nú vinar í stað sem oft var kallaður til aðstoðar. Svo virtist sem allt sem Guðrún fékkst við yrði henni ákaflega hug- leikið og gilti þá einu hvort það voru tölvurnar, hestamennskan eða prjónaskapurinn! Það að helga sig þannig sérhverju verkefni er ekki að- eins vís leið til árangurs og færni, heldur einnig til þess að láta gott af sér leiða. Þegar við, nemendur og starfsfólk Giljaskóla, kveðjum Guð- rúnu í hinsta sinn færum við þakkir fyrir allt hennar fórnfúsa starf og vonum að hún hafi horfið á braut full- viss um að hún var metin að verð- leikum. Jónasi, eiginmanni Guðrún- ar, móður hennar, dætrunum þrem og þeirra fólki – og öðrum ástvinum – sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Guðrúnar Hallgrímsdóttur.  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Hallgrímsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.