Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 15 Í næsta tölublaði af sérblaðinu bílar verður fjallað um bílskúra og fyrirkomulag í bílskúrum, bílskúrshurðir, gólfefni í bílskúra, hönnun á innanrými, fyrirmyndarbílskúrinn o.fl. Allar stærðir og gerðir sérauglýsinga á góðu verði. Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 26. maí. Fulltrúar auglýsingadeildar Morgunblaðsins veita þér allar upplýsingar um auglýsingamöguleika og verð í síma 569 1111 eða á netfangi augl@mbl.is bílar bílskúrar Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 LISTAHÁSKÓLI Íslands hvetur til þess að fjárveitingar hins opinbera til háskólakennslu og rannsókna verði stórauknar svo þær verði sambæri- legar við það sem best gerist í ná- grannalöndum okkar; að fjárveiting- ar til háskóla taki mið af fjölda nemenda, gerð náms og stærð við- komandi deildar ásamt gæðum og umfangi rannsókna og listsköpunar; einnig telur hann að opinber framlög eigi að vera óháð sértekjum sem skól- arnir sjálfir afla sér með öðrum hætti, s.s. með skólagjöldum eða framlögum úr atvinnulífinu. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Hjálmars H. Ragnarssonar rektors við brautskráningu nemenda síðastliðinn laugardag. „Í þessum efn- um á Listaháskólinn samleið með þeim tveimur öðrum íslenskum há- skólum sem reknir eru sem sjálfs- eignarstofnanir, þ.e. Háskólanum í Reykjavík og Viðskiptaháskólanum á Bifröst,“ bætti hann við. Hjálmar sagði að Listaháskólinn stæði á ákveðnum tímamótum. „Upp- haflegum áætlunum um uppbyggingu hans hefur verið náð og við stöndum gagnvart því að festa skólann í sessi og móta stefnuna til lengri framtíðar. Enginn efast lengur um að skynsam- lega var staðið að stofnun hans á sín- um tíma og að hugmyndafræðin sem býr að baki hefur þrælvirkað. Hvert sem litið er í menningarlífinu má sjá fingraför sem rekja má til skólans, og bæði kennarar og nemendur eru áberandi í hvers konar listflutningi og sýningarhaldi. Skólinn hefur náð formlegu samstarfi við margar helstu menningarstofnanir þjóðarinnar og er víst að frekari útvíkkun verður á því samstarfi á næstu árum. Dæmi um þetta er hin glæsilega sýning út- skriftarnemenda í hönnun og mynd- list hér í Listasafni Reykjavíkur. Þá get ég einnig nefnt nýlega samninga við Sinfóníuhljómsveit Íslands og öfl- ugt samstarf við fræðsludeild Þjóð- leikhússins. Listaháskólinn hefur markvisst byggt upp samstarf við aðra háskóla hér í landinu. Kennaranámið er rekið í samvinnu við Kennaraháskóla Ís- lands, og komið er á öflugt samstarf við Háskólann í Reykjavík um nám- skeið á sviði hönnunar og viðskipta- fræða. Næsta haust verður síðan boð- ið upp á nám í listfræði í samvinnu við heimspekideild Háskóla Íslands og væntum við mikils af því samstarfi.“ Hugmyndir um framhaldsnám Meðal helstu verkefna Listahá- skólans á næstu árum verður efling rannsókna á þeim sviðum lista sem skólinn lætur sig varða. Nú þegar tekur skólinn þátt í þó nokkrum rann- sóknarverkefnum þar sem viðfangs- efnið er listsköpun eða listræn tjáning í sinni víðustu merkingu. „Til þess hins vegar að ná markverðum árangri á þessum sviðum er nauðsynlegt að byggja upp framhaldsnám við skól- ann sem leiðir til meistaragráðu eða sambærilegrar menntunar. Hug- myndir liggja fyrir um þetta og verða þær útfærðar á næstu misserum. Hvort þetta tekst er hins vegar undir því komið hvort skólanum takist að sannfæra yfirvöld menntamála um að slíkt nám sé til hagsbóta og eflingar menningarlífs í landinu,“ sagði rekt- or. Hjálmar gerði húsnæðismál skól- ans líka að umræðuefni. „Lykillinn að því að skólinn geti nýtt ávinninginn af sambúð listgreinanna felst í því að nemendur og starfsfólk allra deilda geti umgengist daglega og unnið sam- an að þeim verkefnum sem hverju sinni tengja listgreinarnar. Leiksýn- ingar, hreyfimyndagerð, arkitektúr, myndlistarsýningar, tónleikar, tísku- sýningar, grafísk framsetning, hönn- un til iðnframleiðslu, leiktjaldasmíði, búningahönnun, kvikmyndir, videó, – allt eru þetta viðfangsefni sem nem- endur úr mismunandi listgreinum geta unnið saman, og við gætum nýtt kennara skólans þvers og kruss yfir landamæri listgreinanna. Vegna skiptingar skólans í mismunandi hús fjarri hverju öðru eru okkur hins veg- ar sett afar mikil takmörk hvað þetta varðar og dugar ekki til þótt mikill vilji sé fyrir hendi hjá öllum aðilum að efla samstarfið. Það er einfaldlega mjög óþægilegt og tímafrekt að hend- ast um borgina þvera og endilanga í verkefnum sem krefjast mikillar ein- beitingar og samstillts átaks allra sem að koma. Á meðan það ástand varir verður samstarf á milli list- greina alltaf rekið áfram af handafli þeirra sem stýra hverju sinni og til lengdar mun það aldrei duga. Stjórn skólans bindur miklar vonir við að framtíðarlausn finnist á hús- næðisvandræðum skólans á allra næstu misserum. Nú þegar liggur fyrir nákvæm greining á þörfum skól- ans til næstu framtíðar og hefur hún verið kynnt yfirvöldum menntamála í landinu og öðrum þeim aðilum sem koma beint að málinu. Á grundvelli þessarar þarfagreiningar hafa verið gerðar áætlanir um kostnað við end- urbyggingu hússins að Laugarnes- vegi 91, sem hefur verið eyrnamerkt skólanum frá því löngu áður en hann var stofnaður, og einnig gerðar áætl- anir um kostnað við nýbyggingu á óskilgreindum stað. Þessar kostnað- argreiningar verða innan tíðar kynnt- ar fyrir yfirvöldum menntamála. Með þessar upplýsingar á borðinu getur skólinn loksins tekið rökstudd- ar ákvarðanir um hvers konar hús þarf að byggja eða endurhanna, og jafnframt greint hvaða möguleikar felast í þeim kostum sem skólanum kunna að bjóðast. Eitt er þó kristals- ljóst: góð lausn til framtíðar verður ekki fundin nema til komi öflugur stuðningur frá ríkisvaldinu og sam- vinna um byggingu hússins. Fyrirheit hafa verið gefin og mun skólinn leita eftir efndum þegar rétti tíminn er kominn.“ Vaxandi hlutverk Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti hátíðarræðu við út- skriftina. Hann sagði að Listaháskól- inn hefði á undraskömmum tíma orð- ið að þróttmikilli menntastofnun, lifandi miðstöð skapandi hugsunar og nýsköpunar, endurnýjunar og ögr- andi samræðu við samtíðina. „Sú orkustöð sem hér virkjar ímyndunar- afl og sköpunarþrótt á eftir að gegna vaxandi hlutverki í samfélagi nýrrar aldar og sýna okkur hvernig við nýt- um best sóknarfærin sem okkur eru búin í breyttum heimi. Listaháskólinn er vitnisburður um metnað okkar Ís- lendinga til að láta að okkur kveða á nýrri öld, flaggskip sem gerir miklar kröfur til allra sem hér koma að verki. Og kannski er sá skóli bestur þar sem sköpunarkraftur nemendanna siglir fram úr kennurunum, kemur þeim og okkur öllum sífellt á óvart.“ Ólafur Ragnar sagði ennfremur að þótt mikilvægt væri að Listaháskól- inn fái sem fyrst samastað við hæfi þá skuli menn ekki gleyma því að góður skóli er ekki hús eða hallarbygging; „góður skóli er sá andi og innblástur sem hann færir nemendum til að gera þeim kleift að skapa eitthvað nýtt, láta að sér kveða, gera heiminn öðru- vísi, ögra venjum og vanahugsun, skora umhverfið á hólm og láta í sér heyra þegar aðrir þegja.“ 78 nemendur brautskráðust frá skólanum að þessu sinni. Skiptist hópurinn þannig að 27 útskrifuðust með BA-gráðu frá myndlistardeild, 26 útskrifuðust í grafískri hönnun, vöruhönnun og fata- og textílhönnun frá hönnunar- og arkitektúrdeild, 8 útskrifuðust með BFA-gráðu frá leik- listardeild, 16 nemendur hlutu dipl- óma í kennslufræðum og einn nem- andi diplóma í fiðluleik frá tónlistar- deild. Nemendur voru alls 332 í vetur. Listaháskóli Íslands útskrifar 78 nemendur við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsi Vill auknar fjárveiting- ar til háskólakennslu Morgunblaðið/Sverrir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, ávarpar gesti við útskriftina í porti Hafnarhússins á laugardag. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.