Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR þremur mánuðum var íraski listamaðurinn Abdel-Ameer Ilwan mjög var um sig og þorði ekki að mynda augnsamband við útlenda gesti af ótta við að þeir kynnu að vera útsendarar stjórnar Saddams Husseins. Í febrúar sl. var Ilwan, einn þekktasti listmálari Íraka, hræddur eins og hann hafði raunar verið mestalla ævi. Nú þremur mánuðum síðar er Saddam horfinn af sjónarsviðinu og heimur Ilwans er skyndilega breyttur. Hann kennir Saddam um tor- tryggnina sem hann hafði tamið sér. „Hann gerði okkur öll sjúklega tortryggin,“ segir hann. Allt er leyfilegt Nú að stríðinu loknu hefur ný Bagdad-borg komið í ljós, hættuleg borg þar sem algjör ringulreið rík- ir og íbúarnir eru óttaslegnir. Fimm milljónir borgarbúa reyna nú að skilja hið nýfundna frelsi. Þeir mega nú segja og gera hluti sem fyrir aðeins örfáum vikum voru óhugsandi, jafnvel dauðasök. Þetta nýfengna frelsi hefur þó komið fjöldamörgum Írökum úr jafnvægi. Í landi þar sem hræðsla og ógn höfðu djúpstæð áhrif á dag- legt lífi heillar kynslóðar finnst mörgum breytingarnar of miklar til að hægt sé að laga sig að þeim strax. Í dag er allt leyfilegt í Bagdad. Hinn 9. apríl, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Bandarík- in hertóku borgina, varð algert stjórnleysi í borginni. Ræningjar og brennuvargar fóru um í gegndarlausri eyðileggingu. Fram- ferði þeirra hneykslaði flesta Bagdad-búa en ástandið er enn óbreytt. Byggingar sem áður voru kennileiti borgarinnar eru í rúst, grunnþjónusta hefur engan veginn verið byggð upp að nýju og margir telja hernám Bandaríkjamanna í Bagdad hörmuleg örlög. Löggæsla á vegum er ófullnægj- andi, gengi afbrotamanna ógna fólki á götum úti og hvellir sjálf- virkra skotvopna rjúfa reglulega þögn næturinnar. Sala áfengis var bönnuð í tíð Saddams en nú er það selt aftan af pallbílum. Táningsdrengir drekka bjór sitjandi á útikaffihúsum eins og til að ögra vegfarendum. Sölumenn hafa hertekið gang- stéttir þar sem þeir falbjóða allt frá dósamat og innfluttum banön- um upp í gervihnattadiska. Á götu- mörkuðum eru stolnir bílar falir ásamt skrifstofustólum, sjón- vörpum og ljósabúnaði. Íbúar borgarinnar segja glæpamenn ganga um ógnandi verslunareig- endum með byssum og frásagnir heyrast af nauðgunum, vopnuðum ránum á veitingastöðum og upp- hlaupum sem verða í löngum bið- röðum eftir eldsneyti. Ilwan leitaði athvarfs í sveitinni á meðan á stríðinu stóð og grét að eigin sögn er hann sneri aftur til brennandi borgarinnar. Þá segist hann hafa tekið þá ákvörðun að breyta nafni nýfæddrar dóttur sinnar úr Wed, sem merkir „sam- úð“, í Amman sem merkir „ör- yggi“. „Hér er ekkert öryggi,“ seg- ir hann og því skapaði hann sitt eigið. Ilwan situr þessa dagana í kæfandi hita vinnustofu sinnar og sýpur á bjór. Hann er enn óviss hvað honum á að finnast um borg- ina sína og þær breytingar sem hún tekur undir hervaldi Banda- ríkjamanna. Tákn arabískrar vegsemdar Á 14. öld skrifaði arabískur ferðamaður eftirfarandi um Bagd- ad-borg: „Hún [borgin] er híbýli friðarins og höfuðborg íslam.“ Í dag er borgin tákngervingur arab- ískrar vegsemdar: hásæti víðlends og voldugs ríkis á miðöldum, heim- ili fjölda dýrlinga og hershöfð- ingja, brautryðjenda á sviði vísinda og höfunda ódauðlegrar ljóðlistar. Í augum Badgad-búa er borgin miklu meira en rústir einar eins og hún kemur ókunnugum fyrir sjón- ir. Þeir eru miður sín yfir ástand- inu og segja það ekki lýsandi fyrir hinn almenna borgara. „Við erum siðmenntað fólk,“ segir Quassim Mohammed, enskukennari með meistaragráðu í verkum banda- ríska leikskáldsins Thornton Wild- er en hann skrifaði verk sín um ástæður þess að samfélög og fólk breytist. „Ég skora á þig að að finna þjóð sem gæti búið jafnlengi við slíkar kringumstæður og við höfum gert.“ Borg ringul- reiðar og ótta Bagdad. AP. Reuters Ungur drengur heldur hér á skothylki en hann er einn fjöldamargra ír- askra barna sem hjálpa til við hreinsunarstarf í Bagdad. Börnin gera sér hins vegar ekki alltaf grein fyrir hættunni sem fylgir því að hreyfa ósprungin skothylki og hafa mörg þeirra látist eða slasast við hreinsunina. Zaman, 10 ára gömul munaðarlaus írösk stúlka, sniffar lím á götum Bagdad. Stríðið í Írak gerði hrylli- legar aðstæður munaðarlausra í Írak enn verri. Börn og unglingar sem flúðu munaðarleysingjahæli á meðan á stríðinu stóð flækjast nú um göturnar stelandi og betlandi. ’ Við erum siðmenntað fólk. ‘ STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa rofið öll tengsl við Íran og ráða- menn í Washington hugleiða nú að- gerðir sem yrðu til þess fallnar að grafa undan stjórnvöldum í Teheran. Þetta er fullyrt í The Washington Post í gær en ástæðan er sögð sú að Bandaríkjastjórn telji sig hafa vitn- eskju um að Íranar hafi nýverið skotið skjólshúsi yfir liðsmenn al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna. Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum, Javad Zarif, neitaði í gær þeim ávirðingum sem á Íransstjórn hafa verið bornar í Bandaríkjunum. Fullyrti hann að yfirvöld í Íran hefðu handtekið fjölda al-Qaeda-liða og sagði að Íranar væru í reynd mjög áfram um að draga úr spennu í sam- skiptum Írans og Bandaríkjanna. Þarlend stjórnvöld myndu þó vita- skuld spyrna við fótum ef Bandarík- in beittu óeðlilegum þrýstingi. „Ef það eru al-Qaeda-liðar [í Íran] þá annaðhvort vitum við ekki af þeim, eða þá að þeir hafa verið að at- hafna sig á svæðum í landinu þar sem við höfum ekki enn orðið varir við þá. Hvort heldur sem er munum við taka fagnandi upplýsingum sem gætu hjálpað okkur að hafa uppi á þeim og handtaka þá,“ sagði Zarif á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku. Zarif sór og sárt við lagði að Íran hefði verið í hópi þeirra ríkja sem hvað helst hefðu beitt sér í barátt- unni við alþjóðleg hryðjuverkasam- tök. „Við höfum líklega handsamað fleiri al-Qaeda-liða undanfarna 14 mánuði en nokkurt annað ríki.“ Hyggjast ýta undir uppreisn Grunnt hefur verið á því góða milli Bandaríkjanna og klerkastjórnar- innar sem tók við völdum í Íran árið 1979. Undanfarin ár hafði þó verið komin nokkur þíða í samskiptin og embættismenn þjóðanna áttu við- ræður bæði fyrir Íraksstríðið og meðan á því stóð. The Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Bandaríkjamenn hefðu aflýst fundi með írönskum embættismönn- um fyrr í þessum mánuði eftir að hafa fengið í hendurnar leyniþjón- ustugögn sem eru sögð hafa sýnt að al-Qaeda-liðarnir sem skipulögðu hryðjuverkaárásina í Sádi-Arabíu 12. maí sl. hefðu gert það frá Íran. 34 létu lífið í hryðjuverkunum, þ.á m. ódæðismennirnir níu. Sagði í frétt The Washington Post að háttsettir embættismenn í Banda- ríkjastjórn myndu hittast á fundi á morgun til að ræða framtíðarstefnu gagnvart Írönskum stjórnvöldum. Er fullyrt að í varnarmálaráðuneyt- inu vilji menn reyna að ýta undir uppreisn í Íran og að utanríkisráðu- neytið sé þessum hugmyndum ekki andsnúið, grípi Íran ekki nú þegar til ráðstafana gegn al-Qaeda. Rjúfa öll tengsl við írönsk stjórnvöld Íranar neita ásökunum Bandaríkjastjórnar um að þeir hafi skotið skjólshúsi yfir liðsmenn al-Qaeda-samtakanna Washington. AFP. ÞÝSKI Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), flokkur Gerhards Schröders kanslara, vann góðan sigur í fylkis- kosningum sem fóru fram í gær í borgunum Brem- en og Bremer- haven sem saman mynda minnsta sambandslandið í Þýskalandi. Sigur flokksins var mun öruggari en reiknað hafði ver- ið með og gæti hann styrkt stöðu kanslarans, sem hefur átt mjög undir högg að sækja, en hann berst nú fyrir því að koma á umdeildum breytingum á velferðar- og efnahagsmálakerfinu þýska. SPD fékk 42,3% atkvæða sam- kvæmt bráðabirgðaniðurstöðum en Kristilegi demókrataflokkurinn (CDU) fékk 29,6%. Græningjar fengu 12,9% en aðrir flokkar minna. Kannanir höfðu bent til þess að munurinn milli stóru flokkanna yrði mun minni en þeir hafa stjórnað saman í Bremen undanfarin átta ár. SPD fékk 42,6% fyrir fjórum árum og CDU 37,1%. Sigur fyrir Scherf Litið var á kosningarnar í Bremen og Bremerhaven sem prófstein á stöðu ríkisstjórnar Schröders en Schröder hefur mætt andstöðu bæði í eigin flokki og utan hans vegna efnahagsaðgerða sem eiga að lífga við efnahagslífið og draga úr at- vinnuleysi. Samkvæmt skoðana- könnunum er fylgi jafnaðarmanna aðeins um 26% á landsvísu um þess- ar mundir en sigurinn í Bremen þykir einkum vera fjöður í hatt Henning Scherf, borgarstjóra í Bremen og leiðtoga jafnaðarmanna þar. Þetta eru fjórðu kosningarnar sem haldnar eru frá þingkosningun- um á síðasta ári þar sem ríkisstjórn SPD og Græningja hélt velli. Jafn- aðarmönnum hefur gengið illa til þessa, misstu meirihluta sinn í Neðra Saxlandi, heimafylki Schröd- ers, töpuðu borgarstjórnarkosning- um í Schleswig-Holstein og töpuðu miklu fylgi í Hesse. Jafnaðar- menn unnu góðan sigur í Bremen Bremen. AFP. Gerhard Schröder ÞJÓÐARFLOKKUR Jose Maria Aznars forsætisráðherra vann varnarsigur í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum sem haldnar voru á Spáni í gær en eindrægur stuðningur Aznars við Bandaríkin í Íraksstríðinu mæltist á sínum tíma illa fyrir meðal Spánverja. Þegar búið var að telja 97% atkvæða höfðu sósíalistar þó tryggt sér ör- litlu meira fylgi á heildina litið; höfðu 34,9% á móti 33,8% Þjóðar- flokksins. Þjóðarflokkurinn hélt meirihluta sínum í borgarstjórn höfuðborgarinnar Madrid en út- gönguspár bentu hins vegar til að hann myndi tapa yfirráðum á hér- aðsþinginu í Madrid, en í gær fóru einnig fram héraðsþingkosningar í þrettán af sautján héruðum Spán- ar. Á myndinni sést Aznar greiða atkvæði ásamt konu sinni, Önu Botella, en hún var í framboði til borgarstjórnar Madrid. Reuters Varnarsigur hjá Aznar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.