Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LYFJA hefur keypt rekstur Stykk-
ishólmsapóteks og Borgarnessapó-
teks. Lyfja tekur við rekstrinum 16.
júní nk. og verða apótekin rekin
áfram undir eigin nöfnum. Með
Stykkishólmsapóteki fylgja útibúin í
Grundarfirði og Patreksfirði. Ingi-
mundur Pálsson, fyrrverandi eig-
andi Stykkishólmsapóteks, mun
taka við rekstri Borgarnessapóteks
á næstu vikum. Auglýst hefur verið
eftir lyfjafræðingi til starfa í apó-
tekinu í Stykkishólmi.
Ingimundur hefur rekið apótekið
frá árinu 1995. Hann segir að með
breytingum á lyfjalögum hafi mynd-
ast ákveðið frelsi til að stofna lyfja-
búðir. Það verður æ erfiðara fyrir
einstaklinga að reka apótek í sam-
keppni við þessa stóru aðila og því
hafi sú ákvörðun verið tekin að rétti
tíminn væri kominn til að selja.
Tíðindin þykja söguleg. Apótekið
í Stykkishólmi var stofnað árið 1838
eða fyrir 165 árum. Á þessu tímabili
hafa tuttugu apótekarar starfað í
Stykkishólmi og sett sinn svip á
bæjarfélagið. Sá fyrsti var Börge
Jacobsen og sá síðasti Ingimundur
Pálsson. En nú verður breyting á og
er eflaust tákn um breytta tíma.
Eftir að Lyfja hefur tekið við
rekstri þessara apóteka er aðeins
einn apótekari eftir á Vesturlandi,
Óli Sigurjónsson, sem rekur Apótek
Ólafsvíkur.
Enn samþjöppun á lyfjamarkaðinum
Elsta apótek lands-
ins í hendur Lyfju
Morgunblaðið/ Gunnlaugur Árnason
Ingimundur Pálsson fyrir framan elsta apótek landsins í Stykkishólmi en
það var stofnað fyrir 165 árum. Hann hefur nú selt Stykkishólms-apótek og
tekur við rekstri Borgarness-apóteks, sem bæði verða nú rekin af Lyfju.
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
og í apríl. Í tilkynningunni er bent á
að svo virðist sem tilkoma Iceland
Express hafi haft í för með sér
hreina viðbót við ferðalög til og frá
landinu. Samkvæmt fréttatilkynn-
ingunni fjölgaði farþegum á Kefla-
víkurflugvelli frá því í fyrra um
11.517 í mars, 24.496 í apríl og 11.756
í maí. Þetta er aukning upp á rúm-
lega 23% frá fyrra ári. Farþegar Ice-
land Express á þessu tímabili eru
35.865 eða ríflega 75% af aukning-
unni í farþegafjöldanum. Ólafur seg-
ir hinn mikla þátt Iceland Express í
farþegafjölgun til Íslands hljóti að
vekja upp spurningar um úthlutun
Ferðamálaráðs á 200 milljóna króna
styrks til kynningarmála fyrr á
árinu: „Við erum að benda á þá ótrú-
legu skammsýni að umsókn okkar til
Ferðamálaráðs um markaðssam-
starf var hent út um gluggann. Svo
kemur í ljós að aukningin er fyrir
okkar tilstilli en það er afar lítil
aukning hjá þeim aðila sem fékk
bróðurpartinn af þessum fjármun-
REKSTUR lággjaldaflugfélagsins
Iceland Express, sem flýgur frá Ís-
landi til Lundúna og Kaupmanna-
hafnar, hefur gengið vel frá því að
flugfélagið tók til starfa í lok febrúar
sl. Ólafur Hauksson, forstöðumaður
almannatengsla hjá félaginu, segir
að vel hafi tekist að halda kostnaði
við reksturinn í lágmarki og að sæta-
nýting sé góð.
„Við höldum kostnaðinum niðri af
mjög miklum krafti og hann er lægri
en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sæta-
nýtingin er einnig ívið betri en búist
var við. Hins vegar eru tekjur á
hvern farþega heldur lægri en við
vonuðumst til. Það er fyrst og fremst
vegna mikilla undirboða Icelandair á
þessum leiðum sem við erum að
fljúga.“
12.794 í maímánuði
Í fréttatilkynningu frá Iceland
Express kemur fram að sætanýting
hjá flugfélaginu hafi verið um 70% í
maímánuði. Þetta er svipuð nýting
um,“ segir Ólafur en Icelandair fékk
159 milljóna króna ríkisstyrk til
markaðsstarfs fyrr á árinu.
Mikill áhugi erlendis
Ólafur segir að vel hafi gengið að
vekja áhuga á Iceland Express er-
lendis þrátt fyrir að félagið hafi ekki
haft úr miklum fjármunum að moða.
„Það sem kemur okkur á óvart er
hvað bókanir erlendis frá eru miklar
af því við höfum úr tiltölulega tak-
mörkuðum fjármunum yfir að ráða
til að standa í markaðsstarfi erlend-
is. Þessar bókanir erlendis frá hafa
aukist og 54% netbókana koma frá
útlöndum. Þetta er einstakt finnst
okkur,“ segir Ólafur. Hann segir að
Iceland Express hafi notast við al-
mannatengsl til að vekja athygli á
þjónustu félagsins í Bretlandi. Þá
stóð félagið nýlega fyrir auglýsinga-
herferð í Danmörku og Suður-Sví-
þjóð sem hefur skilað sér í eftir-
spurnaraukningu í flugið á milli
Kaupmannahafnar og Keflavíkur.
70% sætanýting er hjá flugfélaginu Iceland Express
Tekjur á hvern farþega
minni en búist var við
ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipa
starfshóp sem ætlað er að koma
með tillögur að fyrirkomulagi á eyð-
ingu sláturúrgangs og hvort grund-
völlur sé fyrir rekstri eyðingar-
stöðva hér á landi. Starfshópnum er
einnig ætlað að kanna hvort tryggja
megi rekstur eyðingarstöðva með
sérstöku úrvinnslugjaldi sláturaf-
urða. Til að svo megi verða þarf að
breyta lögum frá Alþingi.
Tilefni þess að starfshópur er
skipaður er m.a. rekstrarerfiðleikar
Kjötmjöls ehf. á Suðurlandi en til
umræðu hefur verið að breyta
rekstrinum í eyðingarstöð í stað
framleiðslu á kjötmjöli. Eins og
fram hefur komið í Morgunblaðinu
hefur landbúnaðarráðherra stöðvað
dreifingu og sölu á áburðinum
Bruma, sem framleiddur er hjá
Kjötmjöli.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra kynnti þetta mál á fundi
ríkisstjórnarinnar sl. þriðjudag en í
starfshópnum verða fulltrúar land-
búnaðarráðuneytisins, umhverfis-
ráðuneytisins, Bændasamtakanna,
sláturleyfishafa og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
Kjötmjöl ehf. hefur á hverju ári
tekið á móti um sex þúsund tonnum
af sláturúrgangi og Guðmundur B.
Helgason, ráðuneytisstjóri í land-
búnaðarráðuneytinu, segir ljóst að
umhverfisvandi skapist ef starfsemi
fyrirtækisins stöðvist algjörlega og
engin skipuleg móttaka sláturúr-
gangs fari fram. Slík starfsemi
verði að vera fyrir hendi í landinu
og þá með samræmdum lausnum
fyrir alla landshluta. Ekki sé ráð-
legt að standa í stórfelldum flutn-
ingum á úrgangi landshorna á milli
og því mögulegt að fleiri eyðing-
arstöðvar muni starfa en verk-
smiðja Kjötmjöls.
Aðspurður segir Guðmundur að
áhersla sé lögð á að starfshópurinn
ljúki störfum sem allra fyrst.
Starfshópur um eyð-
ingu sláturúrgangs
SAMNINGUR milli menntamála-
ráðuneytisins, Snyrtiskólans ehf. í
Kópavogi og fyrrverandi nemenda
Snyrtiskóla Íslands um styrk ráðu-
neytisins til að nemendurnir geti
lokið námi sínu var undirritaður á
miðvikudag. Þar með lýkur endan-
lega því óvissutímabili sem við tók
eftir að Snyrtiskóla Íslands var lok-
að hinn 30. janúar.
Skólinn var sviptur leyfi til starfa
og nemendurnir, átján stúlkur, sátu
eftir með sárt ennið. Útlit var fyrir
að þær gætu ekki lokið náminu sem
þær höfðu þegar greitt fyrir en það
kostaði 1.250 þúsund krónur. Fljót-
lega eftir lokunina leituðu nemend-
ur til Iðnnemasambandsins og
fengu aðstoð við að skrifa mennta-
málaráðuneytinu bréf þar sem
greint var frá vandanum og leitað
eftir aðstoð. Ráðuneytið ákvað svo
að veita styrk til þess að nemend-
urnir gætu lokið námi sínu í Snyrti-
skóla Kópavogs og var samningur
þess efnis svo undirritaður á mið-
vikudaginn.
Það nám sem nemendurnir höfðu
byrjað á í Snyrtiskóla Íslands er að
ýmsu leyti ólíkt því námi sem
Snyrtiskóli Kópavogs býður upp á,
m.a. með tilliti til námshraða. Tekið
verður fullt tillit til þess og stúlk-
urnar munu því geta lokið námi sínu
á tilsettum tíma. Styrkurinn sem
menntamálaráðuneytið veitir greið-
ir skólagjöld í Snyrtiskóla Kópa-
vogs að fullu en önnin þar kostar
625 þúsund krónur.
Mikill léttir
Ingibjörg Benediktsdóttir, ein
þeirra nemenda sem voru í Snyrti-
skóla Íslands, sagðist í samtali við
blaðið vera mjög ánægð með að
þessu væri að ljúka. „Síðan 30. jan-
úar erum við ekki búnar að gera
neitt nema sitja og bíða. Það er
mjög gott að þetta sé komið í höfn.“
Ellefu af stúlkunum átján munu
ljúka námi í nóvember næstkom-
andi, fimm þeirra í ágúst á næsta
ári en tvær þeirra eiga aðeins
sveinstímabilið eftir.
Fyrrverandi nemendum Snyrtiskóla Íslands gert kleift
að ljúka námi á tilsettum tíma í Snyrtiskóla Kópavogs
Samningur um
styrk undirritaður
ÞAÐ fór vel á með hundinum Húna og ónefnda lambinu
við bæinn Villingavatn í Grafningi á dögunum. Húni sat
vaktina meðan lambið reyndi að ná áttum eftir að hafa
orðið viðskila við móðurina og fengið mjólk á pela.
Engum sögum fer af framhaldinu en á myndinni má
glögglega sjá að Húni tók hlutverk sitt mjög alvarlega
og vék ekki frá hlið lambsins á meðan óvissuástand
ríkti. Lambinu virtist eftirlitið vel líka og hafði ekki
miklar áhyggjur þó að mamma væri víðsfjarri. Húni
gerði greinilega líka sitt besta til að finna móðurina.
Morgunblaðið/Ingó
Húni á vaktinni
Grafningi. Morgunblaðið.
FLOSI Eiríksson, oddviti Samfylk-
ingarinnar í Kópavogi, telur það
undarlegt bókhald þar sem vantar
inn pappíra, en eins og fram kom í
blaðinu í gær telur minnihluti Sam-
fylkingar í Kópavogi ársreikninga
bæjarins gallaða.
„Í ársreikningum hefur aldrei
verið gerð grein fyrir skuldum
vegna Tónlistarhúss Kópavogs, Sal-
arins, fyrr en í síðustu viku. Þá voru
lagðir fram reikningar fyrir árin
1999, 2000, 2001 og 2002. Lögum
samkvæmt eiga ársreikningar að
gera grein fyrir bæjarsjóði og öllum
fyrirtækjum sem bærinn á meiri-
hluta í. Þetta gerir það að verkum
að undanfarin ár hefur vantað veru-
lega inn í yfirlit yfir skuldir bæj-
arins svo að allur samanburður við
önnur sveitarfélög er ómarktækur,“
segir Flosi.
Hann vill ennfremur benda á að
hinn 6. júní síðastliðinn lagði bæj-
arstjóri til að afgreiðslu ársreikn-
inga yrði frestað.
Ástæðan sé sú að félagsmálaráðu-
neytið hafi gert athugasemd við árs-
reikningana þar sem fyrri umræður
um þá hafi ekki ferið fram í sam-
ræmi við lög en þar vantaði skýrslur
frá skoðunarmönnum reikninga.
Ársreikningur Kópavogsbæjar
„Undarlegt bókhald þar
sem vantar inn pappíra“