Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 17

Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 17
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 17 HUGSANLEGA verður aldrei hægt að stöðva hvalveiðar með öllu. Það er að minnsta kosti mat dýravernd- unarsamtakanna The international Fund for Animal Welfare, IFAW. Samtökin telja að það geti farið saman að vernda hvali og veiða þá. IFAW telur að staðan sé allt önn- ur nú en þegar Hvalveiðiráðið var stofnað. Opinber afstaða annarra verndunarsamtaka er bann við hval- veiðum, þótt þau kunni að ræða þann möguleika í þrengri hópi að leyfa verði veiðar undir ströngu eft- irliti til að koma í veg fyrir mikla aukningu ólöglegra veiða. Bannið líklega áfram Þessar vangaveltur koma fram í frétt á fréttavef BBC. Þar segir meðal annars að þess sé ekki að vænta á á ársfundi Alþjóða hval- veiðiráðsins, sem haldinn verður í Berlín í næstu viku, að banninu við hvalveiðum í ábataskyni, sem staðið hefur frá 1986, verði aflétt. Tvær þjóðir stunda nú veiðar, Japanir og Norðmenn, og veiða 600 til 700 hvali hvor þjóð á ári. Japanir stunda veið- arnar í vísindaskyni, en Norðmenn hafa í raun leyfi til veiða þar sem þeir andmætlu banninu á sínum tíma. Þá er ljóst að Ísland kynnir á árs- fundinum áætlun um veiði á 100 hrefnum, 100 langreyðum og 50 sandreyðum í vísindaskyni, það er 250 hvölum á ári í tvö ár. Loks má nefna að þó nokkrar veiðar frum- byggja eru stundaðar, bæði í Banda- ríkjunum og Rússlandi. Ársfundir hvalveiðiráðsins hafa undanfarin ár verið hrein barátta milli þeirra sem styðja hvalveiðar og hinna sem vilja banna þær algjör- lega. Þær þjóðir sem eru fylgjandi banninu hafa haft meirihluta í ráðinu og því hefur ríkt þar eins konar pattstaða. Þeir sem eru á móti hvalveiðum hafa haft að engu nið- urstöður hvalatalninga og rannóknir á hvölum, sem sýna fram á að ýmsir hvalastofnar þoli veiðar. Það á með- al annars við um stöðuna hér við land. 76 þúsund hrefnur Samkvæmt mati Hafrannsókna- stofnunar í kjölfar hvalatalninga frá árinu 2001, hefur langreyði fjölgað úr 18.900 dýrum í tæplega 25.000 dýr. Samkvæmt úttekt vísinda- nefnda Norður-Atlantshafsspen- dýraráðsins, NAMMCO, sem var gerð 1999, sé ástand stofnsins gott og veiðar á 200 dýrum árlega í 10 ár muni ekki færa stofnstærðina niður fyrir 70% af upphaflegri stofnstærð. Þá benda talningar til að sandreyð- arstofninn, sem Íslendingar veiddu lítilsháttar úr meðan veiðar voru leyfðar, telji nú að minnsta kosti 10.500 dýr. Loks er talið að hrefnur á Mið-Atlantshafssvæðinu séu um 67.000 og að veiðar úr stofninum á árum áður hafi ekki haft teljandi áhrif á stofninn. Í ljósi þessa telur Hafrannsóknastofnun að óhætt sé að veiða 250 hrefnur árlega. Þá ligg- ur það ljóst fyrir að hnúfubak hefur fjölgað gífurlega við landið en hann hefur verið alfriðaður í áratugi. Vettvangur til verndunar Í frétt BBC segir að flestir líti á Hvalveiðiráðið sem vettvang til að vernda hvali, fremur en þann aðila sem gekk nærri af hvölunum dauð- um. Því sé sú viðurkenning IFAW að aðstæður hafi breytzt mjög at- hyglisverð. Hvalafræðingur IFAW, Vassili Papastavrou, segir í fréttinni í BBC, að hvalaverndun feli í sér takmarkaðar veiðar undir eftirliti, þó ekki endilega í þeim mæli að hvalveiðiiðnaðurinn blómstri á ný. „Þetta felur í sér stjórnun á nýtingu hvalastofnanna,“ segir hann og bæt- ir við að verndunin muni einnig fela í sér ákvörðun um verndarsvæði þar sem engar veiðar yrðu leyfðar. Pattstaðan leyst? BBC segir að það verði gerð al- varleg tilraun til að breyta stefnu Hvalveiðiráðsins í Berlín til að leysa pattstöðuna, sem ríkt hefur árum saman. Ný stefna studd af 19 aðild- arríkjum Alþjóða hvalveiðiráðsins og 40 sjálfstæðum samtökum gæti skipað Hvalveiðiráðinu þann sess að standa að verndun allra hvala, smárra og stórra gegn ógnun af ýmsu tagi. Þar megi nefna mengun, loftslagsbreytingar, hávaða neðan- sjávar, dauða í veiðarfærum og árekstra við skip. Papastavrou seg- ir, að yrði hin nýja stefna ofan á, myndi það breyta hugsunarhætti Hvalveiðiráðsins og jafnframt breyta þeirri ímynd ráðsins að það væri í eins konar sjálfheldu og væri ekki að gera neitt, þrátt fyrir að ým- islegt væri í gangi. Kjöt af friðuðum hvölum Hann bendir einnig á að IFAW hafi af því áhyggjur að hafa fundið kjöt af friðuðum hvölum á mörk- uðum í Japan. Frá síðasta hausti og fram á vor hafi samtökin tekið 88 sýni og rannsakað kjarnasýrur þeirra. Í ljós hafi komið að 6 sýni voru úr hnúfubak, sem hefur verið friðaður síðan 1966. Eitt sýni hafi verið úr langreyði, sem síðast hafi verið veidd við Ísland 1989 og ekki flutt út til Japans eftir 1992. Árið 1999 fundu samtökin sýni úr gráhval í Vestur-Kyrrahafi, en talið er að að- eins hundrað slíkir séu eftir í hafinu. Breytt afstaða nauðsyn? Svo virðist sem afstaða hval- verndunarsinna sé að breytast, enda er það ljóst að ýmsir hvalastofnar þola veiðar. Til að öðlast trúverð- ugleika verði Hvalveiðiráðið að breyta afstöðu sinni og viðurkenna að eðlilegt sé að veiða úr stofnum sem það þola í stað þess að banna allar hvalveiðar án þess að bannið sé stutt vísindalegum rökum. Kannski verða hvalveiðar leyfðar á ný, en alls óvíst er að þær skili hagnaði vegna víðtækrar andstöðu og minnkandi neyzlu á hvalkjöti. Það sem er þó mikilvægast er að lífkeðjunni í haf- inu verði ekki raskað með þeim hætti að nýta ekki alla hlekki henn- ar. Fara saman verndun og veiði? Morgunblaðið/Friðþjófur Hnúfubakur í Eyjafirði. Verndunarsamtökin IFAW telja að Hvalveiðiráðið þurfi að breyta stefnu sinni Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hefst í næstu viku. Ísland kynnir þar áætlun um vísindaveiðar. Hjörtur Gíslason skoðaði stöðuna, en í ljós hefur komið að sum hvalverndarsamtök telja nú að veiðar og verndun geti farið saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.