Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
A
U
2
14
41
06
/2
00
3
Aðalfundur
Baugs Group hf.
Aðalfundur Baugs Group hf., sem halda átti
20. maí sl. en var frestað vegna yfirtökutilboðs
Mundar ehf., verður haldinn föstudaginn
20. júní nk. kl. 13.00 á Hótel Sögu.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 3.5
í samþykktum félagsins.
2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins:
a. Heimilisfang Baugs Group hf. verði að Túngötu 6,
Reykjavík.
b. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins
um 100.000.000 kr., eitthundraðmilljónirkróna að
nafnverði, sem nota skal til sameiningar eða kaupa
á hlutum í öðrum félögum, svo og að hluthafar falli
frá forkaupsrétti sínum vegna hækkunarinnar, verði
framlengd til 31. maí 2004.
c. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins
um 10.000.000 kr., tíumilljónirkróna að nafnverði,
sem nota skal til sölu hlutabréfa til stjórnenda og
starfsmanna samkvæmt kaupréttaráætlun stjórnar,
svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna
hækkunarinnar, verði framlengd til 31. maí 2004.
3. Tillaga um heimild stjórnar félagsins til kaupa á
hlutabréfum í félaginu.
4. Umræður og afgreiðsla um önnur málefni sem
löglega eru upp borin.
Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins, auk
annarra gagna, munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Túngötu 6, 101 Reykjavík, hluthöfum
til sýnis, viku fyrir aðalfund.
BJARTIR dagar, lista- og menning-
arhátíð Hafnarfjarðar, standa nú yf-
ir en hátíðinni lýkur á Jónsmessu
með lokahátíð í Hellisgerði. Marín
Hrafnsdóttir, menningarfulltrúi
Hafnarfjarðar, segir að hátíðahöld
hafi tekist með miklum ágætum og
Hafnfirðingar og gestir hafi tekið
fjölbreyttum viðburðum fagnandi.
Að hennar sögn ættu flestir að
finna eitthvað við sitt hæfi og nefnir
hún sem dæmi að í kvöld verði tón-
leikar blásaraoktettsins Hnúkaþeys
haldnir í Hafnarfjarðarkirkju klukk-
an 20.00. Hópurinn leikur oktetta
eftir klassíska meistara. Á laugardag
verður hægt að kynna sér indverska
og pakistanska menningu á veitinga-
húsinu Shalimar við Strandgötuna,
hlýða á leiklestur á ævintýrinu um
Líneik og Laufeyju í uppfærslu
Dansleikhúss með Ekka eða sjá leik-
sýninguna Patreksharm eftir Auði
Haralds, en hvort tveggja er sýnt í
Hafnarfjarðarleikhúsinu. „Þá er
hægt að færast nær eða fjær, eftir
atvikum, veruleikanum í Bæjarbíói
um kvöldið þegar tilraun verður
gerð með veruleikabíó og tónleika
Jóns Yngva Reimarssonar eða
Förtunning eins og hann kýs að kalla
sig. Finnska kvikmyndin Klassikko
verður einnig til sýnis í Bæjarbíói,“
segir hún.
Bjartir dagar skína skært
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Jim Smart
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld.
VERSLUNARRÁÐ stóð fyrir
morgunarverðarfundi í gær þar sem
að skýrsla ráðsins um aukinn einka-
rekstur í grunnskólum var kynnt.
Þórólfur Árnason borgarstjóri og
Tómas Möller héldu ræður auk þess
sem Þór Sigfússon framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs kynnti skýrsl-
una.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu sl. miðvikudag er megininn-
tak skýrslu Verslunarráðs að stuðla
beri að auknu valfrelsi foreldra,
auka sveigjanleika í rekstri grunn-
skólanna og styðja og ýta undir það
rekstrarform skólanna sem nefnist
sjálfstæðir skólar og tíðkast í ná-
grannalöndum okkar en þá greiðir
ríkið skólunum ákveðna upphæð
með hverjum nemanda. Þá telur
Verslunarráð að hvetja verði til sam-
keppni og aukins samanburðar milli
skóla og að leyfa verði nemenda-
fjölda í skólum að aukast og dragast
saman í samræmi við óskir foreldr-
anna en ráðið telur að með hverfa-
skólum gangi það ekki.
Borgarstjóri ósammála
Þórólfur Árnason borgarstjóri var
ekki sammála hugmyndum Verslun-
arráðs. Þórólfur sagði í ræðu sinni
að grunnskólalögin legðu þær skyld-
ur á herðar Reykjavíkurborg að
skapa ókeypis nám fyrir nemendur í
sínu nánasta umhverfi. Á meðan
margt er óunnið og mikil uppbygg-
ing væri enn í gangi innan hverf-
isskólanna taldi borgarstjóri mjög
varhugavert að veita fé í einka-
skólana, en fjárstyrkir til einkaskól-
anna eru ekki lögboðnir. Í grunn-
skólalögum kemur fram að
einkaskólar eigi ekki kröfu til styrks
af almannafé. Þórólfur sagði að þrátt
fyrir þetta hefði borgin nýverið auk-
ið verulega við stuðning til einka-
skólanna.
Nemendur í einkaskólum
dýrari fyrir skólakerfið
Borgarstjóri kom í ræðu sinni
einnig inn á hina fjárhagslegu hlið
málsins og sagði að það að missa
barn úr opinberum skóla létti ekki
skyldunni af borginni að hafa skóla-
plássið til staðar. Því væri nemandi í
einkaskóla styrktur af borginni mun
dýrari fyrir skólakerfið í heild sinni
en nemandi í borgarreknum skóla.
Þórólfur sagði borgaryfirvöld hafa
aukið sjálfstæði borgarskólanna
mjög á undanförnum árum hvað
varðar rekstrarform og rekstrar-
framkvæmd auk þess sem skólar eru
frjálsir hvað varðar sérhæfingu sem
móðurskólar í ákveðnum fögum.
Borgarstjóri sagði það ekki rétt
sem fram kom í skýrslu Verslunar-
ráðs, þar sem því var haldið fram að
valfrelsi innan grunnskóla borgar-
innar væri ekki nægilegt. Þórólfur
sagði að foreldrum væri það frjálst
að hafa börn sín í öðrum skólum en
sínum hverfisskólum. Aftur á móti
vildu foreldrar almennt hafa börn
sín í hverfisskólunum, þar fer fram
félags- og forvarnastarf sem er
skipulagt í borginni út frá hverfun-
um.
Stuðningur borgarinnar
nær ekki nógu langt
Í ræðu Tómasar Möller, fyrrver-
andi formanns skólanefndar Ísaks-
skóla, kom fram að það væri grund-
vallaratriði að jafnræði og valfrelsi
fengi að ríkja. Tómas sagði að þótt
flestir foreldrar óskuðu eftir því að
senda börn sín í hverfisskóla væru
alltaf einhverjir með aðrar óskir og á
þær bæri að hlusta. Þótt Tómas
fagnaði breyttum áherslum Reykja-
víkurborgar þá taldi hann þær ekki
ganga nógu langt og hvatti borgina
til að styðja einkaskóla til jafns við
opinbera skóla. Tómas tók undir þau
sjónarmið Verslunarráðs að
greiðslur eigi að fylgja nemanda,
svipað og gert er innan framhalds-
skólanna.
Á fundinum kom meðal annars
fram að menn voru sammála um að
rýmka þyrfti grunnskólalögin og
auka sjálfstæði sveitarfélaganna.
Líflegar umræður voru á fundinum
og ljóst er að skýrsla borgarinnar
um stöðu einkarekinna grunnskóla
og skýrsla Verslunarráðs um aukið
valfrelsi hafa hleypt af stað umræðu
um málefni grunnskólanna.
Skýrsla Verslunarráðs um aukinn einkarekstur innan
grunnskólanna var kynnt á morgunverðarfundi í gær
Skiptar skoðanir og
líflegar umræður
Reykjavík
„BREIÐHOLTIÐ á sér sögu rétt
eins og allir aðrir staðir,“ segir
Hólmfríður Ólafsdóttir, aðstoð-
arforstöðumaður menningar-
miðstöðvarinnar Gerðubergs, um
sögusýninguna „Hvað viltu vita?“
sem verður opnuð í Gerðubergi í
dag. Til sýnis eru upplýsingar um
Breiðholtið á 18. og 19. öld og eru
þær bornar saman við upplýsingar
úr nútímanum. Jafnframt verða loft-
myndir af Breiðholti, bæði fyrr og
nú, gamlar ljósmyndir af uppbygg-
ingu hverfisins og margt annað á
sýningunni.
Hólmfríður segir að forsaga sýn-
ingarinnar sé sú að Þjóðskjalasafnið
hafi tekið sig til og safnað skjölum
úr viðteknu hverfi og Breiðholt hafi
orðið fyrir valinu. Þegar búið var að
safna svo miklu efni að nauðsynlegt
þótti að koma því á sýningu leituðu
starfsmenn safnsins til menningar-
miðstöðvarinnar í Gerðubergi. Hún
segir að áhersla hafi verið lögð á
skemmtanagildi sýningarinnar
fremur en að þar yrðu eingöngu
tómar upplýsingar, svo ýmis gögn
hafi verið tínd til. „Við tókum til
dæmis skýrslur úr manntölum 1703,
úr jarðarbók Árna og Páls, og síðan
er viðtal við konu sem bjó í gamla
bænum sem var tekið 1986. Hún hét
Þóra Jónsdóttir og Þórufellið er
skýrt eftir henni,“ nefnir Hólm-
fríður sem dæmi um efni sýning-
arinnar. Hún bætir við að hægt
verði að lesa gamlar draugasögur,
þar sem sögusviðið er Breiðholt.
Einnig verði hægt að skoða hagnýt-
ari upplýsingar eins og bún-
aðarskýrslur og fasteignamat. Þá
beri eitt spjald á sýningunni heitið
„Hvers vegna brutu menn af sér?“
„Það var náttúrlega aðallega veiði-
rétturinn sem var verið að slást um.
Einnig má til dæmis skoða búnaðar-
ástand, en fyrir okkur heita hestar
hestar og kýr kýr, en á þessum tíma
var talað um griðunga og geldneyti
eldri en vetrargömul,“ segir hún.
Tvær gamlar brækur
og ónýtur bolli
Hún leggur áherslu á að á sýning-
unni séu gamlar upplýsingar, auk
lýsinga á ástandinu í dag. „Þetta eru
upplýsingar héðan og þaðan og þær
ná yfir allt sem taldist til Breiðholts í
þá daga, en það er aðeins breytt frá
því sem er í dag. Gamli bærinn
Breiðholt er Neðra-Breiðholtið, þar
sem Alaska er núna,“ segir hún og
lýsir hve gaman það sé að sjá hvern-
ig staðurinn hafi breyst og hvernig
íbúarnir hafi búið, en til eigna töld-
ust meðal annars tvær gamlar bræk-
ur og ónýtur bolli. Árið 1702 hafi
tvær manneskjur búið í Breiðholti
en nú skipti íbúarnir þúsundum.
Hún ítrekar að Breiðholt eigi sér
sögu líkt og aðrir staðir, en segir
jafnframt að það vilji gleymast því
það teljist til nýrri hverfa. „Það er
gaman að sjá hvernig þetta var
hérna fyrir 300 árum síðan. Það er
sniðugt að Þjóðskjalasafnið hafi val-
ið Breiðholtið en ekki miðbæinn eins
og alltaf, þar sem hann á sér svo ríka
sögu,“ segir hún og hvetur sem
flesta til að koma og skoða sýn-
inguna. Sýningin stendur út júní og
opnar svo aftur í ágúst og stendur
þá fram til 5. september.
Sögusýning opnuð í Gerðubergi
Allir staðir
eiga sér sögu
Breiðholt
Morgunblaðið/Sverrir
Uppbygging Breiðholts er meðal þess sem kemur við sögu á sýningunni.