Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 27 ATVINNUÁSTAND námsmanna er nú verra en oft áður. Þegar komið er fram undir miðjan júní eru 320 stúdentar á biðlista hjá Atvinnumiðlun námsmanna. Auk þess er mikil fjölgun umsókna um verkefnastyrki hjá Ný- sköpunarsjóði námsmanna sem var stofnaður árið 1992 til þess að útvega áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarefni. Nýsköpunarsjóður námsmanna sótti um styrk til Kópa- vogsbæjar í vetur vegna verkefna nú í sumar. Upphaflega lagði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til að veita 100 þús kr. styrk eða sem svarar 4 kr. á íbúa, en bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar töldu það alltof lága upphæð til svo mikilvægs verkefnis. Til samanburðar má nefna að framlög á íbúa í Reykjavík eru 222 kr. og 76 kr. í Garðabæ. Á bæjarstjórnarfundi 10. júní felldu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til- lögu Samfylkingarinnar um 500 þús kr. styrk en samþykkti styrk að upp- hæð 200 þús. kr. sem svarar til 8 kr. á hvern íbúa bæjarins. Mikilvægi þess að unnið sé að nýsköpun og þróun hér á landi er óumdeilt og hlutverk Nýsköpunarsjóðs námsmanna vegur þar þungt. Þegar þrengir að sumarvinnu námsmanna á að sjálfsögðu að virkja þá þekkingu og þann auð sem þeir búa yfir með því að gefa þeim kost á að vinna að krefjandi verkefnum eins og þeim sem sjóðurinn er að styrkja. 200 þúsund króna framlag frá öðru stærsta sveitarfélagi landsins sýnir lítinn skilning fram- sóknar- og sjálfstæðismanna í Kópavogi á því metnaðarfulla starfi sem Ný- sköpunarsjóður stendur fyrir. Lítilmannlegt framlag Kópavogsbæjar Eftir Hafstein Karlsson Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. SJÁLFSÁLIT og sjálfsvirðing eru sennilega besta veganestið sem maðurinn ber í mal sínum í gegnum lífið. Með barnaklámi er fótunum kippt undan fórnar- lömbum þessa geggjuðu helsjúku einstaklinga. Það er í slíku viðbjóðslegu atferli gerandans sem botninum á mannlegri lágkúru er náð. Trúleysi, siðleysi og illmennska einkennir alla þá sem viðhafa og geta framkvæmt slík ódæðisverk, þ.e. að svipta börn sakleysinu og sjálfsvirðingunni eða réttara sagt að taka börn af lífi. Það er krafa foreldra að litið verði á þessi „djöfullegu“ brot sem morð og að íslenska réttarkerfið líti alvar- legri augum á morð en raun ber vitni. Er til eitthvað verra en að murka lífið úr börnum og unglingum? Það skiptir bara engu máli hvort ætlunin hafi verið sú að drepa eða ekki. Þegar einhver deyr af völdum at- ferlis annars hlýtur það að vera morð. Hvað er verið að flækja þetta? Maður bregður ekki fæti fyrir fólk nema taka áhættuna á að viðkom- andi detti. Svo búa lögmenn til skýringar sem eru óskiljanlegar með öllu. „Jú hann setti fótinn út en hélt að hinn látni sæi það en þá hefði hann getað hoppað og lifað af.“ Sá sem átti að sjá það er látinn og ekki til frásögu sjálfur um hvatirnar að baki „morðinu“ sem er ekki morð af því að ætlunin var ekki að drepa. Eða hvað vitum við venjulegt fólk? Við skiljum þetta ekki. Við skiljum hins vegar vel að samfélagið hefur ekki þolinmæði fyrir ódæðinu og botnar ekkert í veikri hegningu. Það þarf að vera samræmi milli siðferðisvitundar samfélagsins og dómsyfirvalda. Réttarkerfið má ekki vera svo langt frá rödd samvisk- unnar að það verði óskiljanlegt. Það má vissulega segja að barna- klám hljóti að tengjast alvarlegum geðröskunum þess sem slíkt aðhefst en staðreyndin er sú að okkur hlýtur í slíkum tilvikum að vera alveg slétt sama. Í slíku tilviki er sjúkdómurinn augljós og svo rosalegur að hann hlýtur að vera ólæknanlegur. Legg til að það verði ekki einu sinni reynt, svo alvarlegur er hann. Sjúklingurinn má vera í lífstíð- arfangelsi mín vegna. Umburð- arlyndinu í réttarríki gagnvart slík- um sjúklingum hlýtur að ljúka á einhverjum tímapunkti og ef dæma má þolinmæði almennings í garð morðingja þá er henni lokið. Ekki meira! Ekki meira! Ég skora á réttarkerfið og yf- irvöld að láta mæður já eða börnin sjálf dæma í slíkum málum sem upp koma gegn barnaníðingum og morð- ingjum barna og unglinga og sjá hvort rödd samviskunnar og vernd- arengill hins góða hljómi ekki að nýju. Er svona hryllingur afleiðing stöðugleika í velferðarkerfinu? Svari því þeir sem vilja og sérstaklega þeir sem geta. Eini stöðugleikinn í vel- ferðarkerfinu er að við borgum alltaf til þess. Velferðarkerfið er ein rjúk- andi rúst ef marka má samfélags- vandann, fyrir utan auðvitað sér- hönnuð „slot elítunnar“ og verndaða vinnustaði stjórnarherranna. Ekki að furða að þeim þyki umræðan óþægileg. Það hljómar svo illa sam- an hvítflibbar og kampavín og svo barnaklám og unglingamorð. Sjúkt samfélag er ekki lögmál, það er afleiðing slakrar stefnu stjórnvalda í velferðarmálum og óskiljanlegra dóma í glæpamálum, svo auðvitað vanrækslu foreldra og skóla í stefnuföstu uppeldi. Slök stefna stjórnvalda endurspeglast í óskiljanlegum dómum í fjölda mála tengdum kynferðislegum glæpum á börnum, slökum dómum gegn þeim sem verða öðrum að bana og um- fram allt slakri stefnu í að fyr- irbyggja endurtekningar á brotum. Fylgir síafbrotafólki ekki meiri kostnaður umfram byggingar með agnarsmáum klefum með rimlum, steingólfi og rökum veggjum, svo ef til vill matarbökkum tvisvar á dag? (Tek það fram að fréttin um barna- klámið færði undirritaða talsvert frá boðskap Biblíunnar um að bjóða hina kinnina.) Já og dýnulausum járnrúmum? Eða er stefnan að allir fái ný rúm sem fremja glæpi? Vanræksla í uppeldi opinberast mest í afskiptaleysi foreldra og stefnuleysi í að setja börnum og unglingum ramma til eftirbreytni. Því verki lýkur aldrei. Börn sem verða fyrir ofbeldi þurfa að horfa upp til þess eins að sjá botn- inn ef þau þá á annað borð lifa af glæpina, en glæpamennirnir ganga lausir. Það er hlutverk samfélaga að „ganga frá“ barnaníðingum þannig að þeir komi ekki nálægt bráðinni sem eru börnin okkar. Mér er í dag nokk sama hvernig það er gert. Flýtið ykkur bara! Minni á Regnbogabörn, þau voru „heppin“ að lifa af glæpina, lík- amlega að minnsta kosti, en synda nú lífróður af botninum og biðja ekki um neitt nema súrefni til að geta andað, hvað þá að finna sjálfsvirð- inguna og lífsviljann aftur. Hvernig getur nokkur manneskja orðið svona ógeðsleg? Við þurfum að finna svar- ið við því og fyrirbyggja að það end- urtaki sig. Strax! Einn áfanginn hlýtur að vera hertir dómar þar sem það á við. Botninum náð Eftir Jónínu Benediktsdóttur Höfundur er íþróttafræðingur. LEIÐARI Morgunblaðsins 12. júní fjallar um Leikfélag Reykjavík- ur. Þar er hvatt til vakningar um fé- lagið og er það vel. Fáeinar at- hugasemdir finnst mér þó nauðsynlegt að gera við þessi leið- araskrif. Þar segir um byggingu Borg- arleikhúss: „Fram- lagi Leikfélags Reykjavíkur má þó ekki gleyma enda lögðu leikararnir á sig ærna vinnu til að afla fjár í leik- húsbygginguna árum saman. Þá vinnu má ekki bara meta til fjár. Meiru skiptir að hún endurspeglaði metnað til stórra verka og ást á þessu félagi og sögu þess.“ Leiðarahöfundur getur þess ekki hvað orðið er um þetta framlag, hvort heldur það er metið til fjár eða á ann- an mælikvarða. Það er horfið í tíð nú- verandi stjórnenda LR, án heimilda, samþykkta eða annarra viljayfirlýs- inga félagsmanna! Það gufaði ekki bara upp. Því var eytt í hallarekstur þrátt fyrir ótal viðvaranir. Þar fóru ekki einungis fjármunir heldur sú hugsjón sem þar lá að baki og „metn- aður til stórra verka“. Leikfélag Reykjavíkur var ríkt félag þegar nú- verandi leikhússtjóri tók við, ekki bara af eignum, heldur af sögu sem fólk var stolt af þrátt fyrir þreng- ingar og basl oft á tíðum. Öllu hefur því verið eytt í hallarekstur þrátt fyr- ir rýmri fjárhag en nokkru sinni í sögu þessa félags. Ekki er nóg með að fjármunum hafi verið eytt, heldur hefur lítilsvirðingin við söguna komið berlega fram gagnvart fólki, meðal annars því fólki sem barðist fyrir byggingu Borgarleikhúss og fram- gangi félagsins sem atvinnuleikhúss. Heiðursfélögum LR hefur verið sýnd dæmalaus lítilsvirðing og flestir eldri listamanna félagsins hafa verið rekn- ir, þar á meðal allir þeir sem andæft hafa óábyrgum hallarekstri núver- andi stjórnenda. Í leiðara Morgunblaðsins segir: „Nú stendur Leikfélag Reykjavíkur á ákveðnum tímamótum og ekki í fyrsta sinn í sögu sinni. Svo virðist sem erfiðleikar þess við að halda rekstri Borgarleikhússins gangandi með þeim fjármunum sem Reykja- víkurborg leggur félaginu til sé að verða yfirþyrmandi. Það má ekki verða.“ Hér lítur leiðarahöfundur fram hjá því að félagið hefur aldrei haft rýmri fjárhag en nú. Vissulega væri æskilegt að fjárframlög væru hærri. En fyrir tveimur og hálfu ári var gerður samningur við Reykjavík- urborg sem fól í sér fast framlag til félagsins til tólf ára. Það framlag nemur að núvirði vel á þriðja milljarð króna. Auk þess tók borgin að sér margháttaðar skuldbindingar varð- andi leikhúsið. Fjárhagsramminn hefur því verið mjög skýr og rýmri en áður. Stjórnendur félagsins hafa hins vegar ekki hagað verkum þannig að starfsemin héldist innan hans. Þrátt fyrir aukafjárveitingar frá borginni umfram áðurnefndan samning hafa stjórnendur LR nú eytt á aðeins þremur árum vænlegum höfuðstól upp á vel á annað hundrað milljónir og eru samt í tapi. Þetta er einstakt í sögu félagsins og að því leytinu til stendur það vissulega á tímamótum. Þarna hefur ráðið ferðinni óábyrg stjórn, sem komið hefur félaginu nán- ast í þrot. Í leiðara er vitnað í grein eftir Sig- urð Grímsson gagnrýnanda, sem skrifuð er á 50 ára afmæli félagsins. Þar ræðir hann um þröngan fjárhag og önnur vandamál sem steðjað hafa að félaginu. Og vissulega er það satt og rétt að þessum rekstri hafa ætíð verið þröngar skorður settar. En menn hafa þó reynt að sætta sig við það sem þeir hafa og hagað starfsem- inni eftir því, þar til nú. Að reisa á rústum Leiðarahöfundur hvetur fé- lagsmenn LR til þess að taka til- lögum stjórnar um lagabreytingar fagnandi og galopna félagið. Opnun félagsins er vissulega athyglisverð hugmynd og reyndar áður verið rædd innan þess. Í þessum breyt- ingatilögum er hins vegar að mörgu að hyggja, til dæmis er þar sú tillaga að banna hluta félagsmanna að taka þátt í stjórnarstörfum! En vilji menn opna félagið er ekki óeðlilegt að opna umræðu um það ráðslag sem ríkt hefur við stjórn þessa mikilvæga menningarfélags að undanförnu. Núverandi stjórn LR hefur setið þegjandaleg undir rök- studdri gagnrýni og ábendingum varðandi þennan rekstur, fund eftir fund, og lítið aðhafst til þess að reyna að koma honum í horf. Stjórnendur félagsins undanfarin þrjú ár hafa siglt þessu metnaðarfulla menningar- félagi í strand þrátt fyrir aðvaranir og þrátt fyrir aukafjárveitingar frá borginni og eru búnir að eyða arf- inum sem þeim var fenginn til þess að gæta. Og það voru ekki einungis fjár- munir. Leiðarahöfundi Morgunblaðsins gengur sjálfsagt gott til að hvetja fólk til þess að styðja Leikfélagið og vel má vera að ný hreyfing skapist í kringum það, þannig að það geti reist sig við aftur á þeim rústum sem nú- verandi stjórnendur skilja eftir sig. En ætli menn að hefja slíka sókn dug- ir ekki að segja hálfan sannleikann um núverandi ástand. Opin umræða um það er í hæsta máta eðlileg og þar er af mörgu að taka, sem ekki er efni til þess að tíunda hér. Vegna leiðara- skrifa um Leikfélag Reykjavíkur Eftir Jón Hjartarson Höfundur er leikari og félagi í Leikfélagi Reykjavíkur. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.