Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 35 ✝ Kristín Sölva-dóttir fæddist á Sauðárkróki 1. októ- ber 1905, næstelzt sjö barna Stefaníu Ferd- ínandsdóttur og Sölva Jónssonar smiðs. Hún lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Sauðár- króks 31. maí síðast- liðinn. Systkini henn- ar voru Albert vélsmiður, f. 1903, d. 1971; Sveinn verka- maður, f. 1908, d. 1994; Kristján vél- stjóri, f. 1910, d. 1994; Sölvi vél- stjóri, f. 1912, d. 1993; og tvíbur- arnir Jónas verkstjóri, f. 1917, d. 1975, og Maríus prentari, f. 1917, d. 1994. Örn Sigurðsson veðurat- hugunarmaður, f. 1921, d. 1970, bróðursonur Stefaníu, óx upp á heimilinu frá unglingsárum. Kristín ólst upp við Skógar- götu, í Sölvahúsi sem svo er kall- að, á glaðværu og gestrisnu heim- ili þar sem margir litu inn. Hún gekk í barnaskólann á Sauðár- króki, vann síðan á ýmsum heimilum, lengst á Reynistað, en starfsdagur henn- ar var einkum innan við búðarborð, fyrst hjá Briem, en síðan hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í hart- nær hálfa öld. Þar vann hún í vefnaðar- vörudeildinni, Syðri- búðinni, sem svo var kölluð og löngum við hana kennd, Stína í kaupfélaginu, Stína í Syðribúðinni. Hún var meðal stofnenda Ungmenna- félagsins Tindastóls, lét að sér kveða með Leikfélagi Sauðár- króks, í stúkunni, auk þess sem hún söng með Kirkjukór Sauðár- króks um áratuga skeið og var heiðursfélagi hans. Síðustu árin dvaldist hún á öldrunardeild sjúkrahúss Skagfirðinga. Kristín var ógift og barnlaus. Útför Kristínar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Á þetta litla barn að fara í skól- ann?“ spurði Margeir Jónsson kenn- ari þegar Stína kom í barnaskólann á Króknum haustið 1914, ári yngri en þá tíðkaðist. Henni var fengið sæti á fremsta bekk hjá annarri lítilli stúlku, Þuríði Rósantsdóttur. En sú stutta var læs og hún var flugnæm. Skólaljóðin lærði hún strax sem og aðrar greinar sem börnum var gert að nema í skóla. Hún hafði óbrigðult minni, ekki einungis yfir það sem hún las, heldur ekki síður á það sem fyrir augu og eyru bar. Ég held hún hafi kunnað lungann úr eldri sálma- bókum, ótal ljóð eftir sr. Matthías, Steingrím, Grím og Davíð, svo nokkrir séu nefndir, auk alls konar vísna og sönglaga sem sjálfsagt eru hvergi til á bók. Einhvers staðar á ég í kompu nokkrar vísur sem hún lærði af Stefaníu ömmu, en hún aftur af fólki sem hófst á legg um 1820. Ættir kunni hún í þaula og fataðist ekki að tíunda kynfylgjur og ættar- kosti. Minni sínu hélt hún til loka- dægurs. „Alltaf gáfuð, alltaf fróð, at- hygli þú vaktir mína. Sífellt skemmtin, sífellt góð, – svona ert þú, kæra Stína“, orti Sigurður sýslu- maður m.a. til hennar á fimmtugs- afmæli. Að loknum barnaskóla vann hún á ýmsum heimilum, hjá Pálma Péturs- syni á Króknum, hún var tvö sumur á Völlum og Ingibjörg sendi hana þá á saumanámskeið til Lilju á Víðivöll- um, sem hún bjó síðar að, m.a. þegar hún var í bakaríinu hjá Snæbirni og Ólínu, en lengst var hún á Reynistað hjá Jóni og Sigrúnu. Hún bar þeim hjónum gott orð og milli þeirra Sig- rúnar var mjög kært. Stína Sölva var aldrei há í loftinu. En hún var fylgin sér í hvívetna. Alla ævi var hún morgunsvæf, en líkaði vel að vinna á kvöldin og fram á næt- ur. Um hálftíuleytið á morgnana trítlaði hún þessa hundrað metra eða svo úr Sölvahúsi niður í búð og raul- aði eitthvað fyrir munni sér. Hún hætti hins vegar aldrei á slaginu sex og kom iðulega ekki heim fyrr en klukkan var gengin í átta. Það var nefnilega svo að margir vildu ekki versla nema við Stínu. Hún fékk miða frá konunum í sveitinni sem á stóð kannski „skyrta á Jóa, stígvél á Siggu, í kápu á Jóhönnu“ og þurfti hún þá að velja efni, fóður, tvinna, tölur og annað sem þurfti. Hún vissi hvaða skónúmer karlar og konur í sveitinni þurftu og fór nærri hvað stórt þurfti á börnin. Og á Þorláks- messu valdi hún rakspíra handa fjölda bænda, náttkjól á konuna og guð má vita hvað. „Meðan Stínu á ég að, allt er í fínu lagi,“ orti Jóhann í Miðhúsum. Hún hafði góða frásagn- argáfu og sá einatt skoplegu hliðarn- ar á lífinu fremur en þær dökku. Hún var fordómalaus til lokadags. Stína var einstakur dýravinur. Hún hændi að sér allt kvikt. Hundar og kettir í útbænum voru lystarlaus- ir heima af því að þeir átu kótilettur og sjófrysta ýsu á tröppunum hjá Stínu, þrösturinn og músin gengu að sínu úti í garði og uppi á Nöfum gaf Kristján bróðir hennar hrafninum. Villikettir fengu að kúra í hitanum í kjallaranum og bjuggu reyndar fugl- um grand svo að þeim var um síðir fargað. Lappi hans Lalla Run. var lengi á tröppunum eða í stofunni og komst meira að segja upp með að tæta í sundur innvolsið í Willysinum hans Kidda. Stína var heimakær. Hún skaust í smáferðalög, einkum til Akureyrar, en aldrei lengi. Hún bjó á sömu lóð- inni svo að segja alla ævi. Hún var hlý heim að sækja og einstaklega glaðvær og þó síður en svo skaplaus; það gat nefnilega þykknað í henni býsna alvarlega. Hún var eina stúlk- an í hópi sjö systkina og víst þurfti hún oft að spjara sig, því að bræðr- unum þótti gaman að glettast við hana. Og þau systkinin voru sam- hent. Kristján og Stína bjuggu alla tíð með foreldrum sínum. Sölvi smið- ur dó 1944, en Stefanía 1962. Það var gott á milli þeirra mæðgna, þótt þær væru að ýmsu leyti ólíkar, og daglega kom Sölvi í heimsókn, pabbi leit oft inn og Al- bert kom frá Akureyri, Maríus og Jónas að sunnan. Að jafnaði var tek- ið í spil og ríkti þá engin lognmolla, menn börðu í borðið svo heyrðist niður á Aðalgötu á frostkyrrum vetr- arkvöldum. Og víst rifust menn stundum, en aldrei svo að sviði þegar búið var að gefa í næsta spil. Stína naut þess að dútla úti í garði og spjallaði þá við fuglana ef ekki var fólki til að dreifa eða raulaði. En oft- ast voru einhver börn í kringum hana. Krakkarnir í götunni voru heimagangar, bræðrabörn eða bara einhver krakki sem trúði að honum yrði bætt í munni hjá Stínu. Pen- ingum vék hún að ýmsum sem hún vissi að áttu ekki úr miklu að moða og margir áttu skjól hjá Stefaníu og Sölva og síðar Kidda og Stínu. Hún batzt tryggðaböndum við Ög- mundarfólk söðlasmiðs og börn Benedikts í Seylu að ógleymdu fólk- inu á Stöðinni, Michelsensstrákarnir voru á líku reki og bræðurnir, og milli þessara heimila var mikill sam- gangur. Í rauninni þekkti hún Stína alla og allir vissu hver hún var. Einkar kært var milli hennar og mömmu. Víst má segja að Krókurinn hafi breyst í hugum okkar systkina þeg- ar hún Stína er dáin. Hún fer síðust þeirra skyldmenna sem vöktu yfir hverju fótmáli okkar frá fyrstu tíð, tóku þátt í gleði og sorg. Við Herdís og Sigurlaug eigum henni ótalmargt að þakka – og allt okkar fólk. Stína varð svo gömul að hún er eiginlega búin að lifa alla gömlu Króksarana af sér, ef svo má segja. Æskuvinir hennar og samferðamenn í uppvexti eru flestir orpnir moldu og í dag fer hún hinsta spölinn upp á Nafir. Henni leið vel á öldrunardeild sjúkrahússins heima og hún var þakklát fyrir að njóta hjúkrunar starfsfólksins. Það var gott að eiga með henni samleið og fágætt að spjalla við svo gamla konu sem var jafnvel að sér um samtíma sinn og fortíðina. Fari hún sæl. Sölvi Sveinsson. Að leiðarlokum vil ég kveðja Kristínu Sölvadóttur með kærum þökkum fyrir áratuga vináttu og samstarf á vinnustað. Kristín var einstakur vinnufélagi, glaðlynd og góð fyrirmynd þeim er yngri voru. Það er dýrmætt að hafa átt því láni að fagna að starfa með henni og eiga hana að vini. Hvíl í friði, kæra vin- kona, að loknum löngum og farsæl- um vinnudegi og geymi þig Guð til efsta dags. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson. Kristín Sölvadóttir, eða Stína Sölva eins og hún jafnan var kölluð, fæddist á Sauðárkróki 1. október 1905 og hafði búið á Sauðárkróki í 98 ár er hún lést. Rætur hennar stóðu djúpt í skagfirskum jarðvegi. Stína hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga árið 1937 og starfaði hún þar óslitið til ársins 1981. Það segir sig sjálft að starfa í 44 ár hjá sama fyrirtækinu gerir enginn nema afburðastarfsmaður. Stína var einstök heiðurskona sem setti svip á allt mannlíf á Króknum. Hún var mjög virk í félagsstarfi, söng og var frábær leikari, enda eru hlutverkin og persónurnar þeim ógleymanlegar sem á horfðu. Stína var alla tíð trú samvinnu- hugsjóninni, ævistarfið var hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Það er þetta fólk, sem treysti svo vel grunn- inn að því öfluga samvinnufélagi sem Skagfirðingar eiga í dag. Að leiðarlokum og á kveðjustund flyt ég fyrir hönd Kaupfélags Skag- firðinga Kristínu Sölvadóttur ein- lægar þakkir fyrir mikið og farsælt dagsverk. Stefán Guðmundsson, stjórnarformaður KS. Ástkær föðursystir mín, Kristín Margrét Sölvadóttir, kvaddi þennan heim 31. maí, 97 ára að aldri. Mig langar til að kveðja og þakka fyrir mig þar sem ég var svo lánsöm að fá að alast upp hjá henni frá átta ára aldri og þar til ég fór út í lífið á sautjánda ári. Þú varst einstök kona. Það stafaði frá þér rósemi. Þú varst hógvær, lít- illát og öllum leið vel í návist þinni, fámál um sjálfa þig en hlustaðir því betur á aðra. Já, ég var heppin að fá að alast upp hjá þér, Kristjáni bróð- ur þínum og ömmu Stefaníu. Á heim- ilinu var glaðværð, söngur og sagðar sögur. Þú hafðir fallega sópranrödd og söngst alla tíð með kirkjukór Sauðárkróks, heiðursfélagi þar. Það var ekki bara söngurinn heldur líka leikfélagið, hannyrðir, bóklestur og þú hafðir yndi af öllu því fallega í líf- inu. Þú hafðir einstakt minni og með þér er farið mikið af þekkingu. Það var gjarnan þegar fólk vantaði upp- lýsingar um ljóð, ættfræði eða yf- irleitt vitneskju um allt mögulegt þá var sagt: Spyrjum Stínu. Það má ekki gleyma blómunum, stjörnunum og hversu mikill dýravinur þú varst en uppáhaldið voru kettir. Ég man að þú sagðir svo oft að okkur væri falin umsjá dýranna og það bæri að umgangast þau af virðingu og tillits- semi eins og allt annað sem lifir. Já, það var rósemd og blíða í kringum þig. Lífsspeki þín var mikil og af svo ótal mörgu sem þú kenndir mér hef- ur hjálpað mér hvað mest sú speki að taka engum og engu sem sjálfsögð- um hlut. Ljós mitt og skjól er horfið, fasti punkturinn minn sem ég vissi alltaf af. En ég mun rifja upp og reyna að nýta mér speki þína. Ég kveð þig ljúfust og ég veit að þér farnast vel á nýjum lendum. – Sá sem sáir með tárum mun uppskera gleðisöng. – Kveðja. Stefanía Jónasdóttir. KRISTÍN SÖLVADÓTTIR Systir mín, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR frá Lækjarbotnum, Nestúni 15, Hellu, sem lést sunnudaginn 1. júní, verður jarðsung- in frá Skarðskirkju laugardaginn 14. júní kl. 14.00. Brynjólfur Jónsson og aðrir aðstandendur. Ástkær fósturmóðir mín, amma og systir okkar, ÞÓRA KOLBEINSDÓTTIR, Sólheimum 23, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 10. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Helga Júlíusdóttir, Ólafur Helgi Samúelsson, Elín Jónsdóttir, Þóra Guðrún Samúelsdóttir, Stefán Jónsson, Kolbrún Gyða Samúelsdóttir, Don Hodge, Samúel Jón Samúelsson, Súsanna Sæbergsdóttir, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Sigursteinn Hersveinsson, Ívar Kolbeinsson og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN INGIMUNDARDÓTTIR frá Ísafirði, Tjaldanesi 5, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 11. júní 2003. Útför auglýst síðar. Matthías Bjarnason, Auður Matthíasdóttir, Kristinn Vilhelmsson, Hinrik Matthíasson, Sveinfríður Jóhannesdóttir, Matthías Hinriksson, Sigrún Hanna Hinriksdóttir, Kristján Sveinbjörnsson, Kristín Petrína Hinriksdóttir, Matthías Kristinsson, Tinna María Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður míns, ÁSGEIRS SIGURÐSSONAR frá Víghólsstöðum, Fjólugötu 25. Sérstakar þakkir til starfsfólks Félagsþjón- ustunnar á Vesturgötu 7 og hjartadeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir. Eiginmaður minn, SIGURGEIR PÁLL GÍSLASON, Hamrahlíð 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 11. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.