Morgunblaðið - 13.06.2003, Page 44
ÍÞRÓTTIR
44 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MARGIR leikmanna knattspyrnuliðs
KR eru meiddir og óvíst hvort þeir
verða með gegn HK í 32-liða úrslit-
um bikarkeppni karla sem fram fer
á Kópavogsvelli í kvöld klukkan
19.15. KR er í 3. sæti úrvalsdeild-
arinnar en HK í 4. sæti fyrstu deild-
ar. Sigursteinn Gíslason er frá
vegna magakveisu. Sigursteinn fór í
gærmorgun í magaspeglun á spítala
og óvíst hversu lengi hann verður
utan vallar. Einar Þór Daníelsson,
Veigar Páll Gunnarsson, Gunnar
Einarsson, Sigurvin Ólafsson, Arnar
Gunnlaugsson og Sigurður Ragnar
Eyjólfsson, allt fyrrverandi atvinnu-
menn, eru allir tæpir fyrir leik
kvöldsins. Þá er sóknarmaðurinn
ungi Kjartan Henry Finnbogason tá-
brotinn. Willum Þór Þórsson, þjálf-
ari KR, vildi gera sem minnst úr
meiðslavandræðum KR-liðsins í
samtali við Morgunblaðið. „Ég hef
nú ekki miklar áhyggjur af þessu.
Meiðsli hafa alltaf fylgt fótboltanum
en þó verður að segjast að við höfum
verið óvenju óheppnir í ár,“ sagði
Willum Þór.
Níu bikarleikir fara fram í kvöld
og í sjö þeirra sækja lið úr úrvals-
deildinni heim lið úr neðri deildum.
Reyndar spila Valsmenn „útileik“
sinn gegn 3. deildarliði Núma á
heimavelli að Hlíðarenda.
ANTON Pálsson og Hlynur
Leifsson, milliríkjadómarar í hand-
knattleik, hafa verið valdir til að
dæma í Evrópumóti unglingalands-
liða kvenna, sem fer fram í Rúss-
landi 22. til 31. ágúst. Þá verður
Helga Magnúsdóttir einn af um-
sjónarmönnum mótsins á vegum
Handknattleikssambands Evrópu,
EHF.
GUNNAR Gunnarsson verður aft-
ur á móti eftirlitsmaður á Evrópu-
móti drengjalandsliða, sem fer fram
í Slóvakíu 8. til 17. ágúst, en Ísland
er á meðal keppnisliða á mótinu.
ATLI Knútsson, fyrrum mark-
vörður Grindavíkur, Breiðabliks og
fleiri liða, verður í marki 3.-deild-
arliðs Deiglunnar þegar það tekur á
móti Víkingi í 32-liða úrslitum bik-
arkeppninnar í kvöld. Atli lék sinn
fyrsta A-landsleik í byrjun síðasta
árs, spilaði síðan nokkra leiki með
Grindavík en lagði svo skóna á hill-
una vegna atvinnu sinnar.
ANDRI Karlsson úr Breiðabliki
náði besta árangrinum á stigamóti
Breiðabliks sem haldið var á Kópa-
vogsvelli í fyrrakvöld. Hann hljóp
100 metra á 10,91 sekúndu. Sigur-
karl Gústafsson, UMSB, varð annar
á 11,12 sekúndum og Magnús V.
Gíslason, Breiðabliki, þriðji á 11,17
sekúndum.
DAVID O’Leary, knattspyrnu-
stjóri Aston Villa, hefur leyst þjálf-
arana John Deehan og Stuart Gray
frá störfum. O’Leary ætlar að ráða
tvo menn sem störfuðu með honum
hjá Leeds á Elland Road – Roy
Aitken og Ian Broomfield.
O’LEARY er nú að kanna leik-
mannahóp sinn og hvort hann þurfi
að styrkja hann fyrir komandi
keppnistímabil. Enn er óljóst með
framhald Jóhannesar Karls Guð-
jónssonar hjá Aston Villa.
FÓLK
Eins og svo oft áður er íslensklandslið leika á erlendum vett-
fangi þar sem dómarar frá Evrópu
dæma leikina eru
mjög oft dæmd skref
þegar íslenskir leik-
menn reyna að fara
framhjá varnar-
manni sínum og að sama skapi fá
andstæðingar liðsins að „vafra“ um
með boltann í höndunum á leið sinni
upp að körfunni og taka að því virðist
þrjú skref. Svokallað „Evrópuskref“.
Dómarar á Smáþjóðaleikunum á
Möltu dæmdu mikið á íslensku leik-
mennina í karla- og kvennaliðinu
hvað skrefin varðar og oft á tíðum
gátu vissir leikmenn vart sett knött-
inn í gólfið án þess að dæmd væru
skref. Friðrik Ingi Rúnarsson lands-
liðsþjálfari karlaliðsins segir að
löngu tímabært sé að íslenskir dóm-
arar færi sig nær túlkun dómara frá
meginlandi Evrópu hvað skrefadóma
varði – því í raun sé um allt aðra
íþrótt að ræða hjá íslenskum leik-
mönnum. „Ég hef verið viðloðandi
körfuknattleik á alþjóðlegum vett-
fangi s.l. tólf ár og þetta er ekki að
koma okkur á óvart. Menn hafa rætt
þetta sín á milli án árangurs heima á
Íslandi en nú er svo komið að einhver
frá Íslandi þarf að fara til forráða-
manna Alþjóðakörfuknattleikssam-
bandsins, FIBA, og fá þá til að aðlaga
meginland Evrópu að Íslandi – eða
það sem er einfaldara, að íslenskir
dómarar fari að nota sömu áherslur
og tíðkast á meginlandi Evrópu.
Þetta mun verða okkar akkillesar-
hæll áfram ef ekkert breytist,“ sagði
Friðrik og vildi meina að íslenskir
dómarar sem dæmdu á Alþjóðavett-
vangi færu inná sömu brautir og koll-
egar þeirra þegar íslenskir dómarr
fengju verkefni á erlendri grundu.
„Þessu þarf að breyta og ég held að
þessi umræða komi alltaf upp í hvert
einasta skipti sem íslensk landslið
eða félagslið leika gegn erlendum lið-
um. Það er alltaf verið að dæma skref
á okkar leikmenn og allir vita hvert
vandamálið er en enginn gerir neitt í
því,“ sagði Friðrik Ingi.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
tap Spurs var staðreynd þrátt fyrir
að Tim Duncan hefði náð frákast-
inu og sett boltann í körfuna.
Það var fyrst og fremst leikgleði
New Jersey sem gerði gæfumun-
inn í leiknum. Liðið skoraði ekki
körfu úr opnum leik síðustu fjórar
mínúturnar, en átta stig af vítalín-
unni innsigluðu sigurinn. Nets
skoraði alls 53 stig úr skotum inni í
vítateignum, en þar er vörn Spurs
venjulega sterkust. Nets náði einn-
ig að spila mun betri vörn á Toni
Parker, leikstjórnanda Spurs. By-
ron Scott þjálfari var ánægður með
sína menn í leikslok. „Ég var nokk-
uð vonsvikinn þegar við misstum
forystu okkar í þriðja leikhluta, en
baráttugleðin gerði gæfumuninn
fyrir okkur í lokin og leikmenn
mínir neituðu hreinlega að tapa
þessum leik.“ Atkvæðamestir hjá
Nets voru Kenyon Martin með 20
stig, Richard Jefferson 20 og Jason
Kidd 16.
San Antonio tapaði þessum leik
fyrst og fremst á lélegri skotnýt-
ingu. Spurs skoraði aðeins úr tæp-
lega 29% af skotum sínum, sem er
þriðja versta skotnýting liðs í sögu
lokaúrslitanna. Þeir Malik Rose,
Parker og Steven Jackson hittu að-
eins samtals úr tveimur af þrjátíu
skotum sínum og það gerði gæfu-
muninn í leiknum. Tim Duncan
setti 23 stig og David Robinson 14,
en aðrir voru miður sín í sókninni í
þetta sinn. Ef Spurs ætlar sér sig-
ur í sjötta leiknum í nótt er eins
gott að leikmenn fari að hitta úr
meira en rúmlega fjórðungi af
skotum sínum.
Nets verður að halda áfram í
næstu leikjum að gera atlögu að
körfu Spurs og halda áfram að
berjast eins og ljón. Meistararnir
úr Austurdeildinni eiga nú loks
möguleika á að gera þessi loka-
úrslit spennandi, eins og við spáð-
um í upphafi. Sigur í fimmta leikn-
um í nótt er nauðsynlegur því
Spurs mun ekki tapa tveimur leikj-
um í röð á heimavelli.
Leikurinn í New Jersey var jafnlengst af í fyrri hálfleik, en
Nets náði ellefu stiga forystu í
hálfleik með góðum
leikkafla. San Ant-
onio svaraði með
góðum leikkafla í
þriðja leikhlutanum
og virtist vera að ná taki á leiknum,
en heimamenn neituðu að gefast
upp og allt var í járnum í lokin.
Nets náði 77:74 forystu þegar
fimm sekúndur voru eftir. Argent-
ínumaðurinn Manu Ginobili fékk
opið skot eftir leikhlé fyrir Spurs.
Skot hans geigaði hins vegar og
AP
Richard Jefferson og samherjar hjá New Jersey Nets fögnuðu sigri á San Antonio Spurs.
Lok, lok og læs!
NEW Jersey Nets jafnaði metin í lokaúrslitum NBA gegn San Anton-
io Spurs með góðum sigri, 77:76, í fjórða leik liðanna á miðvikudag
og er nú heldur betur komið fjör í leikjaseríuna. Leikurinn ein-
kenndist af slakri hittni leikmanna, en frábærri baráttu beggja liða.
„Það er eins gott að þið venjist þessu, því allir leikirnir eiga eftir að
vera svona,“ sagði Byron Scott, þjálfari Nets í leikslok.
Gunnar
Valgeirsson
skrifar frá
Bandaríkjunum
Óvissa með
marga KR-inga
ÍSLENSKA drengjalandsliðið
í handknattleik, skipað leik-
mönnum 19 ára og yngri,
tryggði sér rétt til að leika
úrslitakeppni í Evrópu-
keppni drengjaliða, sem fer
fram í Slóvakíu 8.-17. ágúst.
Mótherjar Íslendinga í A-
riðli eru Ungverjaland, Sló-
vakía, Slóvenía, Þýskaland
og Rússland. Í B-riðli leika
Portúgal, Króatía, Svíþjóð,
Frakkland, Júgóslavía og
Danmörk.
Ísland í
sterkum
riðli á EM
OPNA BÚNAÐARBANKAMÓTIÐ!
Golfklúbbur Selfoss stendur fyrir OPNA
BÚNAÐARBANKAMÓTINU laugardaginn
14. júní. Leikform er TEXAS-SCRAMBLE.
Tveir leika saman og fá samanlagða
vallarforgjöf deilt með fimm.
Uppl. og skráning í s. 482 3335, virka daga milli kl. 13.00 og 16.00
Glæsileg verðlaun fyrir 4 efstu pörin
í formi gjafabréfa frá Golfbúðinni
Strandgötu, Hafnarfirði.
Einnig tvenn mælingaverðlaun.
Rástímar frá 08.00 - 10.30 og frá 13.20 - 15.00
Styrktaraðili: Búnaðarbankinn.
„Körfuknattleiksdómarar á Íslandi
þurfa að breyta sínum áherslum“