Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 45

Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 45  DEJAN Savicevic, þjálfari liðs Serbíu og Svartfjallalands, hefur sagt starfi sínu lausu. Lið hans tap- aði í fyrrakvöld fyrir Azerbaijan, 2:1. Við tapið varð ljóst að lið Serbíu og Svartfjallalands kemst ekki í úr- slitakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Portúgal sumarið 2004.  OTTO Rehhagel, þýski þjálfarinn, er hinsvegar þjóðhetja í Grikklandi eftir frækna sigra, fyrst 1:0 á Spáni og síðan 1:0 heima gegn Úkraínu í fyrrakvöld. Grikkir standa nú vel að vígi og komast í lokakeppni HM sem sigurvegarar í 6. riðli ef þeir vinna Armeníu og Norður-Írland.  REHHAGEL sagði eftir sigurinn á Úkraínu að sínir menn hefðu sýnt að þeir gætu staðist álagið í mikilvæg- ustu leikjunum. „Gríska liðið hefur oft verið gagnrýnt fyrir að brotna niður þegar mest liggur við og við einbeittum okkur að þeim þætti í undirbúningnum fyrir þessa leiki,“ sagði Rehhagel.  INAKI Sáez, þjálfari Spánverja, sætir mikilli gagnrýni eftir tvo markalausa leiki, 0:1 ósigur gegn Grikkjum heima og 0:0 gegn Norð- ur-Írum í Belfast í fyrrakvöld. „Ég þarf að velja leikmenn sem eru til- búnir til að gefa eitthvað af sér og nú fer ég að leita að þeim,“ sagði Sáez.  TOBIAS Rau, miðjumaðurinn ungi frá Wolfsburg, verður ekki með þýska landsliðinu gegn Íslandi á Laugardalsvellinum 6. september. Hann tekur út leikbann því hann fékk sitt annað gula spjald í Evr- ópukeppninni þegar Þjóðverjar unnu Færeyinga naumlega í fyrra- kvöld, 2:0, með mörkum á lokamín- útunum.  FREDI Bobic, sóknarmaður Þýskalands, sagðist hafa verið búinn að gefa upp vonina um að þýska lið- inu tækist að skora gegn Færeyjum í Þórshöfn þegar Miroslav Klose náði loks að rjúfa varnarmúr heima- manna á 88. mínútu. Bobic bætti síð- an sjálfur við marki áður en flautað var til leiksloka.  RUDI Völler, þjálfari Þjóðverja, sagði að hann hefði getað sleppt því að nota markvörð í seinni hálfleikn- um í Færeyjum, slík var einstefnan á mark heimamanna. Jákup Mikkel- sen varði mark Færeyja af snilld. „Þeir voru með engil í markinu hjá sér,“ sagði Christian Wörns, leik- maður Þýskalands.  EVRÓPSKA knattspyrnusam- bandið rannsakar nú hegðun tyrk- neskra áhorfenda eftir leik Tyrkja við Makedóníu í Istanbúl á miðviku- dagskvöld. Tyrkneskir áhorfendur fleygðu smámynt í leikmenn Make- dóníu. Leikmenn Makedóníu gátu á tímabili í leiknum ekki tekið horn- spyrnur og aukaspyrnur sem voru í „kastfæri“ fyrir áhorfendur. FÓLK JÚLÍUS Jónasson, þjálfari ÍR í handknattleik, hefur skrifað und- ir nýjan tveggja ára samning við félagið. Júlíus hefur stýrt liðinu undanfarin tvö keppnistímabil og í fyrra náði félagið mjög góðum árangri þegar liðið komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Júlíus hefur samhliða þjálfun liðsins spilað varnarleikinn með ÍR og mun gera það áfram að sögn Hólmgeirs Einarssonar for- manns handknattleiksdeildar ÍR. Hannes Jón til ÍR Stórskyttan Hannes Jón Jóns- son hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍR frá spænska liðinu Nar- anco. Hannes lék bróðurpart síð- astliðins veturs með Selfossi en hélt síðan í víking til Spánar. Hannes Jón gerði tveggja ára samning við ÍR. Hins vegar er hugsanlegt að ÍR- ingar séu að missa tvo leikmenn – hornamaðurinn Ragnar Már Helgason og miðjumaðurinn Kristinn Björgúlfsson eru báðir samningslausir við ÍR og hafa verið að hugsa sér til hreyfings og breyta til. Júlíus Jónasson Júlíus Jónasson áfram með ÍR-liðið SKOTAR telja að úrslit leikjanna í 5. riðli undankeppni Evr- ópumóts landsliða í fyrrakvöld hafi verið þau verstu sem þeir hefðu getað hugsað sér. Dagblaðið The Scotsman sagði í gær að nú væri staða Íslands góð, stigi á undan Skotum þegar báðar þjóðir væru búnar með fimm leiki. „Ísland fer til Færeyja hinn 20. ágúst á meðan Skotland er í fríi og getur náð fjögurra stiga forskoti í baráttunni um annað sætið. Það sem hins vegar getur komið Skotlandi til bjargar er að þá á Ísland aðeins eftir tvo leiki sem báðir eru gegn Þýska- landi. Ef Skotland vinnur Færeyjar heima ætti sigur á Litháum á Hampden Park í október að koma Skotlandi upp fyrir Ísland í lokaumferðinni – þó aðeins ef Ísland kemur ekki á óvart í öðr- um hvorum leiknum gegn Þýskalandi,“ segir í umfjöllun The Scotsman. Verstu úrslit fyrir Skotland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.