Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 2
NÝJUM byggingarlóðum er verið að úthluta á Ísafirði um þessar mundir. „Svæði það sem hér um ræðir er á svokölluðu Tunguskeiði sem er í botni Skutulsfjarðar,“ sagði Stefán Brynj- ólfsson byggingarfulltrúi á Ísafjarðar- bæjar. Hvað er gert ráð fyrir mikilli byggð á þessu svæði? „Bygging tveggja einbýlishúsa hefst í byrjun ágúst, eftir landsmót ung- mennafélaga sem verður á þessu svæði um verslunarmannahelgi. Búið er að skipuleggja nú þegar 24 einbýlishúsa- lóðir á svæðinu og tíu raðhúsa- og sex parhúsalóðir. Einnig eru þarna einar sjö lóðir fyrir iðnaðarhúsnæði. Þetta er flatt svæði og undir því nokkuð góður jarðvegur svo það verð- ur að teljast gott byggingarsvæði.“ Er um að ræða einhverja bygging- arskilmála? „Já, en þeir rúmir. Á einbýlishús- unum er t.d. 380 fermetra bygginga- reitur. Nokkuð hefur undanfarið verið spurt um einbýlishúsalóðir, það er mestur áhugi fyrir þeim. Það hafa að ýmsu leyti verið skorður í Skutulsfirði hvað byggingarlóðir snertir, hér eru t.d. svæði sem ekki er hægt að byggja á vegna snjóflóðahættu og undirlendi er takmarkað. Þess ber að geta að deiliskipulag Tunguskeiðshverfisins er unnið af El- ísabetu Gunnarsdóttur arkitekt hjá Teiknistofunni Kol og salt hér á Ísa- firði. Nýtt byggingarsvæði á Ísafirði Tunguskeið, Skutulsfirði. Yfirlitsmynd af nýju íbúðarhverfi þar. Fasteignablaðið mánudagur 7. júlí 2003 mbl.is w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu // Þrúðvangur Laufásvegur 7, Þrúðvangur, var reist af Margréti Zoëga, tengdamóður Einars Bene- diktssonar, árið 1919. Skáldið bjó þar í 6 ár, frá desember 1921 og til sumars 1927.  2 // Jarðskjálftaálag Þjóðarskjal vegna jarðskjálftahönnunar hefur verið endurskoðað og tekur gildi 15. júlí nk. Landinu er skipt í sex álagssvæði og eru svæðin sýnd á kortum og í einnig í töflu.  15 // Málningarstyrkir Nýlega fengu 25 aðilar málningarstyrk frá Hörpu Sjöfn, styrkirnir dreifast víða um land og til afar mismunandi verkefna. Þetta er í sjötta sinn sem styrkirnir eru veittir.  26 // Úrræði húsfélags Í lögum um fjöleignarhús eru ákvæði sem mæla fyrir um ýmsar skyldur eigenda. Skyldur eigenda eru m.a. að halda séreign sinni vel við og kosta á henni viðhald.  27                                                                                              ! "#$%& '()& *) ! + ), $$&   -./0 01 )-./0 01 & 2  -./0 01 )-./0 01 4  44    40        4 46       !  -/70 -/70 -/70 4-/70 8 8    666 466 4666 66 666 66  "   #  "  "  $  %              40344 06 043 40 &     0- 0 &       &       03 405 2003  MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EFNIHÉR KEMUR TEXTI Þórhallur fyrstur í 100 leiki ÞÓRHALLUR Dan Jóhannsson varð í gærkvöld fyrsti leikmaður Fylkis til þess að leika 100 leiki fyrir félagið í efstu deild í knatt- spyrnu en leikurinn gegn KA í gær var 116. leikur félagsins í deildinni frá upphafi. Þórhallur lék fyrst með meistaraflokki Fylkis sumarið 1989, þá 16 ára gamall, en það var fyrsta tímabil félagsins í efstu deild. Hann lék fjóra leiki í deildinni um sumarið, en frá þeim tíma hefur hann aðeins misst af tveimur leikjum, ein- um sumarið 1993 og síðan leik Fylkis við FH á dögunum. Þórhall- ur hefur jafnframt spilað 97 leiki með félaginu í næstefstu deild. Hann var eitt ár, 1997, í röðum KR-inga og lék þar átta leiki í efstu deild. Þaðan fór Þórhallur til danska úrvalsdeildarfélagsins Vejle seint það sumar og var þar í hálft annað ár en sneri þá aft- ur til Fylkis og tók þátt í að koma félaginu upp í efstu deild sum- arið 1999. Félagi Þórhalls og jafnaldri, Finnur Kolbeinsson, lék sinn 100. leik í efstu deild í gær en þar af eru 98 með Fylki og tveir með Leiftri. ÍTALSKI hjólreiðakappinn Aless- andro Petacchi kom fyrstur í mark á fyrstu leið í Tour de France-hjól- reiðakeppninni í gær og sést hann fagna því hér á myndinni. Kapparnir hjóluðu 168 kílómetra leið skammt utan við París. Það gekk á ýmsu á þessari fyrstu leið því í síðustu beygjunni datt einn kappinn og tugir keppenda lentu í einni kös í götunni. Þeirra á meðal var sigurvegari síðustu fjögurra ára, Lance Armstrong. Hann meiddist þó ekki en hjólið skemmdist þannig að hann gat ekki notað sitt hjól, fékk þá bara annað hjól lánað hjá félaga sín- um í liðinu og lauk keppni á því. Tyler Hamilton, fyrrum félagi Armstrong hjá Postal-liðinu, en nú- verandi CSC-liðsmaður, fór einna verst út úr þessum árekstri því hann var fluttur á sjúkrahús til rannsókn- ar. Armstrong hafði gefið það út fyrir keppnina að hann ætlaði að halda sig frá öllum vandræðum fyrstu dagana og spara kraftana þar til komið yrði í Alpana, en þar hefur hann mikla yf- Reuters Ítalinn Alessandro Petacchi kemur fyrstur í mark á fyrsta legg Frakklandshjhólreiðanna sem hófust í gær en þá hjóluðu keppendur 168 km leið frá Saint-Denis til Meaux. Armstrong lenti í árekstri ALVARLEGT SLYS Starfsmaður skemmtigarðs við Smáralind slasaðist á höfði í gær er hann hljóp í veg fyrir leiktæki. Fékk hann heilahristing og skarst á höfði en slasaðist ekki alvarlega. Taylor til Nígeríu Charles Taylor, forseti Líberíu, hefur þegið boð Oluseguns Obasanjo um pólitískt hæli í Nígeríu. Hann hefur hins vegar ekki sagt hvenær hann hyggist víkja úr embætti og yf- irgefa land sitt. Mokveiði á karfanum Mokveiði hefur verið á karfa djúpt út af Breiðafirði að undanförnu. Venjan er að veiða úthafskarfa í flottroll, en hér er um botn- trollsveiðar að ræða. Hefur vafinn um hvort um er að ræða úthafs- eða djúpsjávarkarfa valdið óróa meðal fiskimanna. Barclays-banki gagnrýndur Barclays-banki sætir nú mikilli gagnrýni umhverfisverndarsamtaka vegna þátttöku bankans í fjár- mögnun Kárahnjúkavirkjunar. Bankinn skrifaði nýlega undir sam- komulag um umhverfisábyrgð þar sem segir að gæta skuli umhverf- issjónarmiða í stærri verkefnum. Tyrkir ævareiðir Tyrkir eru ævareiðir út í Banda- ríkjamenn vegna handtöku ellefu tyrkneskra hermanna í Norður-Írak á föstudag. Hermennirnir voru látn- ir lausir í gær eftir samræður tyrk- neskra og bandarískra embættis- manna en talið er að atvikið geti dregið dilk á eftir sér. Mikil ferðahelgi að baki Önnur stærsta ferðahelgi sumars- ins er að baki og var umferðin áfalla- lítil, að mati lögreglu. Y f i r l i t FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Viðskipti 11 Bréf 22 Erlent 12 Dagbók 24/25 Listir 13 Þjónusta 25 Umræðan 14 Fólk 26/29 Hestar 15 Bíó 26/29 Forystugrein 16 Ljósvakar 30 Minningar 18/21 Veður 31 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir Z – viðauki. Blaðinu er dreift um allt land. ÞESSI ungi tjaldbúi brá á leik í stinningskaldanum í Njálsbúð í gær og notaði tjald sitt sem frumstæðan flugdreka. „Nú vantar bara langan spotta,“ sagði Stefán Halldórsson um þessa tilraun sína, sem vakti mikla kátínu nærstaddra og var það mál manna að þessi skemmti- lega nýbreytni í notkun útilegubún- aðar væri jafnvel efni í jaðaríþrótt. Morgunblaðið/Svavar Leikið við vindinn BARCLAYS-bankinn, sem hefur veitt lánslof- orð vegna fjármögnunar Kárahnjúkavirkjunar, sætir nú mikilli gagnrýni alþjóðlegra umhverf- isverndarsamtaka. Segja umhverfisverndarsam- tökin WWF og Royal Society for the Protection of Birds (RSPB) Barclays brjóta í bága við svo- nefndar „miðbaugs“ grundvallarreglur, sem bankinn hefur tileinkað sér ásamt tíu öðrum stórum bönkum. Miða þessar grundvallarreglur að því að meta verði öll verkefni sem fara yfir fimmtíu milljónir bandaríkjadala að stærð með tilliti til umhverfisskaða, mengunar og sjálf- bærni. Í frétt í breska blaðinu Independent segir að það veki sérstaka athygli að ákvörðunin um að fjármagna Kárahnjúkavirkjun sé tekin einungis mánuði eftir að bankinn skrifaði undir grund- vallarreglurnar. Alþjóðlegur þrýstingur Að sögn WWF og RSPB mun virkjunin stefna í hættu varpsvæðum 7.000 sjaldgæfra heiðagæsa sem hafa vetrarsetu í Bretlandi og eyðileggja „undirbúningssvæði“ tveggja gæsa- tegunda sem verpa í Bretlandi á sumrin. Barclays liggur nú undir miklum þrýstingi al- þjóðlegra umhverfissamtaka að draga til baka stuðning sinn við verkefnið og mun WWF leggja fram mótmæli sín við fyrirtækið í vik- unni. Talsmenn bankans segja þó fjármögnun Kárahnjúkavirkjunar ekki falla beint undir mið- baugs grundvallarreglurnar. Engu að síður hafi Barclays í tvígang látið gera umhverfismat á verkefninu og hefur hvorugt matið leitt til þess að bankinn dragi til baka stuðning sinn við verkefnið. Fjármögnun Kárahnjúka- virkjunar sætir gagnrýni Lán Barclays sögð í mót- sögn við um- hverfisstefnu LÍFSLÍKUR fyrirbura sem eru und- ir einu kílói við fæðingu, eða fjórum mörkum, hafa aukist mjög undanfar- in ár. Þessar niðurstöður koma fram í nýrri skýrslu rannsóknar um þetta efni sem unnin var af hópi íslenskra sérfræðinga. Niðurstöðurnar eru birtar í nýju hefti Læknablaðsins. Rannsóknin náði annars vegar til barna sem fæddust árin 1982 til 1990, og vógu innan við 1 kg við fæðingu, og hins vegar barna sem fæddust árin 1991 til 1995, bæði þau sem vógu inn- an við 1 kg og fullburða börn sem heil- brigð samanburðarbörn. Um 1990 varð notkun lungnablöðruseytis al- menn, en það hjálpar til við þroska lungna barnanna. Leitað var upplýs- inga um meðgöngu, fæðingu, sjúk- dóma á nýburatíma og síðari heilsu- farsvandamál samkvæmt sjúkra- skrám. Greinilega auknar lífslíkur Um fimmtungur fyrirbura sem fæddust 1982 til 1990 lifði við 5 ára aldur, en rúmur helmingur fyrirbura sem fæddust 1991 til 1995 var á lífi við 5 ára aldur. Hóparnir voru svipaðir hvað varðar heilsufar á meðgöngu, fæðingu og sjúkdóma eftir meðgöngu. Sömuleiðis var hlutfall barna með fötlun svipað á báðum tímabilum. Í rannsókninni má sjá ýmsar áhugaverðar samanburðartölur. Þar má nefna að 37% mæðra fyrirbur- anna á fyrra tímabili, og 46% mæðra á því seinna reyktu á meðgöngu. Hins vegar reyktu aðeins 13% mæðra barna sem fæddust fullburða. Við fimm ára aldur reyndust flestir fyrirburanna vera komnir yfir heilsu- farsvanda fystu æviáranna. Hins veg- ar var marktækur munur milli fyr- irbura og fullburða barna hvað varðar tíðni asma, krampa og næringarerf- iðleika hjá fyrirburum. Í skýrslunni er lagt til, að fylgst sé lengur með vexti og þroska fyrirbura, þar sem auðsýnt sé að margir þeirra glími við langvinnan heilsuvanda og þroskaröskun. Ný rannsókn á fyrirburum sýnir að lífslíkur þeirra hafa aukist Nauðsyn á eftirliti fram eftir aldri MAÐUR lést eftir árekstur á Vest- urlandsvegi síðdegis á laugardag. Slysið varð með þeim hætti að tveir fólksbílar, sem komu úr gagnstæðri átt, rákust saman. Tvennt var í öðr- um bílnum og voru þau flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Þau slös- uðust ekki alvarlega. Ökumaður hins bílsins lést á sjúkrahúsi skömmu eft- ir slysið. Hann hét Sigurbjörn Jóns- son. Sigurbjörn var 79 ára gamall til heimilis á Vallarbraut 3 á Akranesi. Sigurbjörn skilur eftir sig tvö upp- komin börn. Þetta er þriðja banaslysið í um- ferðinni á fjórum dögum. Sigurbjörn Jónsson Lést í um- ferðarslysi TALSMENN Norges Fiskarlag (NF), sambands norskra útgerðar- manna, hafa lýst yfir óánægju með samning Íslands og Noregs um norsk-íslenska síldarstofninn. Reid- ar Nilsen, formaður NF, segir norska útgerðarmenn hafa misst trúna á raunverulegan pólitískan vilja norsku ríkisstjórnarinnar til að knýja fast á um hagsmuni norska sjávarútvegsins og ná fram sann- gjörnum samningum. „Ekkert sam- ráð hefur verið haft við okkur varð- andi þessar viðræður og við fáum okkar fréttir um þær í gegnum fjöl- miðlana,“ segir Nilsen í samtali við Fiskeribladet. Viðræðurnar við íslensk stjórn- völd leiddu til þess að Norðmenn fá einu prósenti meira af síldarkvótan- um gegn því að íslensk skip fái fullan aðgang til að veiða síldarkvóta sinn á Svalbarða- og Jan Mayen-miðum. Hefur Reidar Nilsen krafist þess að hitta bæði forsætis- og utanríkis- ráðherra Noregs að máli vegna þessa máls til að ítreka hagsmuni norsks sjávarútvegs. Ósáttir við síldar- samninginn ÞAÐ VAR svo sannarlega handagangur í öskj- unni á Laugaveginum um helgina þegar landslið karla í fimleikum tók upp á þeim frumlega gjörningi að ganga boðgöngu á höndum frá Hlemmi að Lækjartorgi. Tilgangur „göngunnar“ var að safna fé til ferðar á heimsmeistaramót í áhaldafimleikum, en þangað stefnir nú íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Á leiðinni var brugðið á ýmiss konar sprell, auk þess sem drengirnir héldu stutta fim- leikasýningu fyrir viðstadda. Gengið á höndum niður Laugaveginn Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.