Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/Sigurður Mar Aldrei hafa fleiri verið á Humarhátíð og góð stemmning var á bryggjunni. UM helgina var haldin tíunda Humarhátíðin á Höfn í Hornafirði. Talið er að um fjögur þúsund gest- ir hafi verið á Höfn um helgina enda var tjaldstæði bæjarins yf- irfullt. Einnig gista fjölmargir í heimahúsum því fjöldi brottfluttra Hornfirðinga notar tækifærið og kemur á heimaslóðir á Hum- arhátíð. Mikil stemning var í bænum á föstudagskvöld, enda ágætis veður og margt til skemmtunar. Hljóm- sveitirnar Í svörtum fötum og Á móti Sól skemmtu á sviðinu á bryggjunni og í Pakkhúsinu spilaði Hljómsveit Hauks. Auk þess skemmtu heimamenn sér og öðrum eftir eyranu og sjá mátti hópa fólks í kringum götuspilara víðsvegar um hafnarsvæðið. Á laugardag var rigning en menn létu það ekki á sig fá og mörg hundruð manns fylgd- ust með hátíðardagskránni á bryggjunni. Dansleikir voru á þremur stöðum á laugardagskvöld. Um helgina var haldið fjórðungs- mót hestamanna á Fornustekkum í Hornafirði og fjölmenntu hesta- menn í bæinn á laugardagskvöld. Mikil aðsókn að Humarhátíð á Höfn í Hornafirði Ágústa Arnardóttir var, eins og fleiri, með sölubás á bryggjunni, en hún bauð skartgripi og fleira sem hún hefur hannað. Hér er hún ásamt vinkonum sínum í sérhönn- uðum búningum fyrir Humarhátíð. Á móti sól var ein þeirra hljóm- sveita sem spiluðu á Humarhátíð. Einnig voru dansleikir með Í svört- um fötum og hljómsveit Geirmund- ar en auk þess skemmtu hornfirskir tónlistarmenn. Húrra fyrir hum- arnum KRINGLAN kl. 5.50, 8 og 10.10. Svalasta mynd sumarsins er komin. Stór- skemmtileg ævintýra og gaman- mynd í anda Princess Diaries frá Walt Disney AKUREYRI kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.15.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 10. B.i 12.ÁLFABAKKI Sýnd í Lúxus VIP í Álfabakka kl. 5.30, 8 og 10.30. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. l i i ! j ll í j l i ! Stelpan sem þorði að láta draumana rætast! B.i. 12 ára ÁLFABAKKI Kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10. AKUREYRI kl. 6 og 8. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 29 LÖGREGLAN í Sydney batt enda á fyrirhugaða sýningu á myndinni Ken Park sem fara átti fram í Sydn- ey. Myndin er bönnuð í Ástralíu vegna kynlífs og ofbeldisatriða en henni er leikstýrt af Larry Clark þeim sama og leikstýrði myndinni Kids sem á sínum tíma hneykslaði og vakti fólk til umhugsunar um lífskjör unglinga. Ken Park fjallar um brenglað líf hjólabrettagæja á táningsaldri í Kaliforníu. Í mót- mælaskyni við bannið á kvikmynd- inni fylktust 500 talsmenn mál- frelsis og tjáningarfrelsis í kvikmyndahús í Sydney á miðviku- dag þar sem stóð til að sýna mynd- ina í óþökk yfirvalda. Lögreglan stöðvaði hins vegar sýninguna og gerði upptækan DVD-disk með kvikmyndinni og tók niður nöfnin á þeim sem að uppátækinu stóðu, meðal annars kvikmyndagagnrýn- andanum Margaret Pomeranz og sjónvarpsmanninum Julie Rigg. …Rapparinn Beanie Siegel er laus úr fangelsi gegn tryggingu en hann hefur verið ákærður fyrir að særa mann með skoti fyrir utan knæpu, að því er virðist vegna ósættis yfir kvenfólki. Siegel neitar öllum sökum en hinn skotni er að jafna sig á sjúkra- húsi. …Hinn illkvittni Simon Cowell, aðalstjórnandi þáttanna American Idol, hefur fengið nýtt starf við að stjórna stefnumóta- þætti. Cowell segist viss um að þátt- urinn muni ganga vel en aðrir lýsa áhyggjum yfir að þátturinn týnist í kviksyndi fjölda annarra sambæri- legra þátta. Nýi þátturinn er nokk- urs konar blanda af American Idol og TheBachelor en áhorfendur fá að velja væntanlegan maka stúlku hverrar hylli fjöldi pilta vill vinna. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.