Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 27
Morgunblaðið/Golli Björn Hjaltason velti meðal annars vöngum yfir með- allíftíma kvenna eftir að þær sænga hjá James Bond. HLÁTRASKÖLLIN ómuðu um Þjóðleik- húskjallarann á fimmtudagskvöld en þá fór fram uppistandssýningin Sauðkindin – Af Íslandssögu og öðrum lygasögum. Mæting var með ágætum og var það Björn Hjalta- son sem fyrstur gekk inn á svið og gerði ærlegt grín að sjálfum sér og James Bond við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá kom fram fjöllistahópurinn Grúsk skipaður hinum ungu en upprennandi Árna Kristjánssyni, Jakobi Tómasi Bullerjahn og Erlingi Grétari Einarssyni. Þeir brugðu á leik með læknasprelli og öðrum uppá- tækjum. Loks steig á svið sjálfur Snorri Hergill, næstfyndnasti maður Íslands, og framkall- aði hverja hláturkviðuna af annarri hjá áhorfendum. Snorri leggur bráðlega í ferð um landið og skemmtir á Egilsstöðum á Café Nielsen 11. júlí og á Kaffi Akureyri 12. júlí. Seinna í mánuðinum fer hann í víking til Lundúna þar sem hann treður upp á sumum virtari uppistandsklúbbum þar í borg. Snorri Hergill gerði grein fyrir kenningu sinni um víð- tæka sögufölsun í íslenskum fornritum. Áhorfendur kunnu vel að meta uppistandið og skellihlógu að því sem flutt var. Meðal annars var gert stólpagrín að íslensku sauðkindinni, blessaðri. Kátína í Kjallaranum Snorri Hergill sýndi uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum með fríðu föruneyti Andfætlingurinn Ben Frost verður meðal þeirra sem spila á Nýlistasafninu í kvöld. Hér er hann ásamt Kristínu Björk, umsjónarmanni tónleikanna. FJÖLBREYTTIR tónleikar verða haldnir í Nýlistasafninu í kvöld. Þarna er á ferð liður í tónlistar- verkefninu Tilraunaeldhúsið en þessir tónleikar eru partur af tón- leikaröð sem ber heitið Sæluhúsið og hóf göngu sína í janúar. „Sæluhúsið varð til svo einhvers- staðar mætti vera athvarf fyrir tón- listargrúskara sem finnst gott að fara á óvenjulega tónleika,“ segir Kristín Björk Kristjánssdóttir, um- sjónarmaður tónleikanna. „Sælu- húsið opnuðum við í byrjun ársins og það hefur verið mánaðarlega síðan en Tilraunaeldhúsið hefur verið til frá 1999 og hefur staðið fyrir líkum viðburðum frá upphafi.“ Tónlistarmennirnir sem koma fram á tónleikunum eru margir hverjir nokkuð óvenjulegir og jafn- vel sjaldséðir: „Við höfum áhuga á fólki sem er framsækið, þenkjandi, opið og undarlegt, og kannski ekki síst fólk sem spilar mjög sjaldan eða jafnvel aldrei á tónleikum. Okkur finnst gaman að prufa að vera driffjöður í því að hvetja fólk til að spila lifandi. Það vill oft verða að þessi framsæknari geiri er meira í svefnherberginu en að halda tónleika, og svo frábært að njóta tónlistar saman og lifandi að við erum tilbúin að leggja nokkuð í að draga fólk út úr skúmaskotum.“ Listamennina fá aðstandendur verkefnisins til sín með ýmsum leiðum, bæði formlegum og óform- legum, gegnum kunningsskap og ábendingar. Fjórir dagskrárliðir eru á tónleikunum í kvöld en þar gætir ýmissa grasa og eru meðal annars gestir frá Hollandi og Ástr- alíu. Rafmagnaðir erlendir gestir Fyrstur verður Borko, Björn Kristjánsson. Hann hefur gefið út plötuna Trees and Limbo og spilar „rosalega flotta morðmúsíklega tónlist“ eins og Kristín Björk orðar það. Þá kemur bandið Her Torpedo sem að stendur Jara (Jarþrúður Karlsdóttir) sem fær til liðs við sig Bíbí sem var í Kolrössu krókríð- andi og Nico, kærasta hennar. Kristín segir hana nýbúna að ganga frá plötu en er á tónleik- unum í fyrsta skipti að spila efni af henni lifandi. Hinn ástralski Ben Frost spilar í félagi við Valgeir Sigurðsson. Hann gaf nýverið út plötuna Music for Sad Children og leikur rómantískt andrúmspopp. Loks eru Telco Sys- tems frá Hollandi en annar hluti dúettsins spilaði á síðustu Iceland Airwaves-hátíð í Reykjavík: „Þetta er mjög hrífandi band sem er mikið að vinna með rauntímamyndir og hljóð. Þetta er brillíant elektróník sem þeir hafa ferðast með um allan heim.“ Það verður því úr nógu að moða á tónleikunum, en eins og Kristín segir þykir henni sérlega skemmti- legt við tónleikana hve flölbreytt tónlistaratriðin eru, allt frá draum- kenndri raftónlist til harkalegra óhljóða. Ljósmynd/Halldór Þ. Halldórsson Fjórföld rafsæla Fjölbreytt raftónlist í Nýlistasafninu í kvöld Sæluhús rafmagnað-tónleikarnir eru í kvöld, mánudagskvöld, í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 1, og hefjast kl. 20. Aðgangur kostar 500 kr. TENGLAR ................................................ www.kitchenmotors.com MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 27 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV kl. 8 og 10. B.i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 6.  X-IÐ 97.7  SV MBL  HK DV Sýnd kl. 6.10, 6.50, 8.30, 9.10, 10.50 og Powersýning kl. 11.30. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins!  ÓHT RÁS 2 Sýnd k. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10:10. www.laugarasbio.is Ef þú hélst að þú værirheimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. A L P A C I N O Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! Sýnd kl. 6, 8 og 10. TÉA LEONIKIM BASINGER Sandey Sundaborg 9, 104 Reykjavík, sími 533 3931, fax 588 9833 sandey@simnet.is KVEF OG OFNÆMISPLÁSTUR                        ! 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.