Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Símenntunarmiðstöð Vesturlands Margir náms- möguleikar Símenntunarmiðstöð-in á Vesturlandi varstofnuð árið 1999. Hún er meðal níu slíkra miðstöðva, sem skipta með sér landinu, og hefur aðstöðu víðs vegar um Vesturland. Þjónustu- svæði hennar nær frá Hvalfjarðargöngum að Reykhólum, auk Snæfells- ness og sveita Borgar- fjarðar. Aðalmarkmið miðstöðvarinnar er að sjá fólki þessa svæðis fyrir fullorðinsfræðslu í formi ýmissa námskeiða og menntatilboða. Inga Sig- urðardóttir er fram- kvæmdastjóri Símenntun- armiðstöðvar Vesturlands. Hvaða námskeið hafið þið verið með? „Það má nefna tungumála- og tölvunámskeið og námskeið fyrir starfsfólk í fyrirtækjum. Auk þess höfum við starfrækt menntasmiðjur sem hafa reynst vel sem nýtt tækifæri til náms fyrir þá sem ekki finna sig í hinu hefðbundna menntakerfi. Slíkar menntasmiðjur fyrir konur hafa verið haldnar á Akranesi og í Dalasýslu og í haust munum við fara af stað með menntasmiðju unga fólksins á Akranesi.“ Hvað er menntasmiðja? „Menntasmiðja unga fólksins er skipulögð í samvinnu við svæð- isvinnumiðlun og félagsþjón- ustuna sem eru einnig styrktar- aðilar hennar auk fleiri aðila. Henni er ætlað að gefa krökkum sem ekki hafa náð að fóta sig í vinnu eða skóla nýtt tækifæri, efla sjálfstraust þeirra og þjálfa með þeim nýjan hugsunarhátt. Rauði þráður námsins verður sjálfsstyrking auk sköpunar sem niðurstöður hafa sýnt að reynist góð leið fyrir brottfallsnemend- ur, t.d. tónlist. Þá verða í boði hagnýtar greinar, t.d. íslenska og enska. Námið verður að hluta mótað af nemendunum sjálfum.“ Hvernig samræmist námið hinum hefðbundnu menntaleið- um? „Það er mikið rætt núna að gera verði ráð fyrir nýjum tæki- færum til náms í skólakerfinu. Það hefur sýnt sig að þeir sem ekki finna sér leið inni í fram- haldsskólunum rétta úr kútnum með nýjum námstækifærum og finna sínar leiðir. Framundan er áframhaldandi barátta við yfir- völd til að finna þessu nýja náms- tækifæri farveg í menntakerf- inu.“ Hvað er fleira á döfinni í haust? „Það er helst að nefna fjarnám í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri sem við erum með samning við um fjarnám líkt og við HÍ. Nemendurnir sækja kennslustundir í bókasafni Akra- ness næsta vetur. Þar hefur Akraneskaupstaður komið upp námsveri þar sem er gagnvirkur fjarkennslubúnaður sem tengir nemend- urna beint við kennslustundirnar fyr- ir norðan. Þá verður kennd rekstrarfræði í Stykkishólmi. Þar er sveitarfé- lagið að gera upp gamalt hús sem notað verður sem námsver og tólf konur verða hér í Borgarnesi við fjarnám í leikskólakennaranámi frá Háskólanum á Akureyri.“ Hvert er markmiðið með helg- arnámskeiðinu sem verður fyrir menntasmiðjukonur í sumar? „Menntasmiðja kvenna er líkt og aðrar menntasmiðjur nýtt tækifæri til náms og hefur verið starfrækt áður á nokkrum stöð- um á landinu. Þrjú hundruð kon- ur hafa útskrifast úr mennta- smiðjum landsins og verður smiðjan nú landsmót og fram- haldsnámskeið þessara kvenna. Fyrri daginn verður lögð áhersla á sjálfstyrkingu, auk þess sem ferðast verður um Borgarfjörð- inn en seinni dagurinn verður helgaður umræðu um möguleika á vinnumarkaði og hvaða tæki- færi konurnar hafi til áframhald- andi náms. Síðan verður hóp- vinna og umræður. Helgar- námskeið verður haldið í Borgarnesi 15.–16. ágúst.“ Hvaðan kemur fjármagn til starfseminnar? „Greidd eru almenn þáttöku- gjöld fyrir námskeið en til stærri verkefna eins og menntasmiðj- anna sækjum við um styrki. Við fáum einnig aðstoð frá ríkinu og erum m.a. að vinna fjarnám há- skólanna fyrir það.“ Hvaða námskeið hafa verið eft- irsóttust? „Tölvunámskeiðin hafa verið vel sótt og verður áframhald á þeim. Enska og spænska hafa líka verið mjög vinsælar greinar undanfarið, það voru t.d. tólf manns að læra spænsku í Ólafs- vík í vor. Við ætlum að reyna að fylgja þessum áhuga eftir og bjóða upp á spænsku á fleiri stöð- um. Fólk sem vinnur með fötl- uðum hefur mikið sótt námskeið t.d. í aðferðum við þjálfun ein- hverfra og tómstundanámskeið. Bútasaumur og kransagerð hafa verið vinsæl.“ Hvernig hefur starf- ið gengið? „Það hefur gengið mjög vel og fest sig í sessi. Fólk er sammála um að nauðsynlegt sé að auka möguleika til fullorð- insfræðslu. Námsvísi haustannar verður dreift í öll hús og fyrir- tæki á Vesturlandi í byrjun sept- ember. Þá verðum við með frek- ari kynningu í Viku símenntunar í haust. Nálgast má frekari upp- lýsingar á nýrri heimasíðu, www.simenntun.is. Inga Sigurðardóttir  Inga Sigurðardóttir er fædd árið 1957 í Reykjavík. Hún er út- skrifuð sem þroskaþjálfi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands og hefur starfað sem slíkur við þjálfun og kennslu. Inga sótti auk þess kennsluréttindanám í KHÍ og íslenskunám í HÍ. Hún hóf kennslu við Fjölbrautaskóla Akranes árið 1995. Hún tók við framkvæmdastjórn Símennt- unarmiðstöðvarinnar á Vest- urlandi haustið 2000. Inga er gift og eiga þau hjónin tvö börn, 16 ára dreng og 10 ára stúlku. Ný náms- tækifæri reynast vel ÞÚSUNDIR manna voru á Fær- eyskum dögum í Ólafsvík um helgina. Tjaldað var um allan bæ og mikil stemmning í bænum. Fólk á öllum aldri skemmti sér í ágætu veðri. Allmargir voru í færeyskum þjóðbúningi í tilefni daganna sem kenndir eru við frændur okkar í Færeyjum. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Margir á Færeyskum dögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.