Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 C 15Fasteignir Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. GUNNAR BERGMANN JÓNSSON SÖLUMAÐUR. asbyrgi@asbyrgi.is • www.asbyrgi.is STÆRRI EIGNIR HVERFISGATA - HAFNARF. Gamalt virðulegt 150 fm timbureinbýlishús í hjarta Hafnarfjarðar. Húsið er kjallari, hæð og rishæð auk bílskúrs. Húsið stend- ur á einni fallegustu lóð í miðbænum sem er yfir 1.100 fm að stærð. Húsið hefur sögulegt gildi. Verð 19,5 millj. SÉRHÆÐIR LANGHOLTSVEGUR - SÉRH. M. BÍLSKÚR Efri sérhæð, 111 fm, með sérinngangi í góðu nýlegu tvíbýlishúsi auk 30 fm bíl- skúrs. Íbúðin skiptist m.a. í 2 góðar stofur, 3 svefnherbergi, eldhús með borðkrók, þvottaherb. og geymsla innan íbúðar. Mjög góður bílskúr. Húsið er allt klætt með Steni og nær viðhaldsfrítt að utan. Verð 17,8 millj. Tilv. 31912 4RA-5 HERB. STÓRAGERÐI - BÍLSKÚR Góð 4ra herb. 96 fm íbúð á 2. hæð. End- urnýjað baðherb., parket, 2 samliggjandi stofur, suðursvalir. Góður 21 fm bílskúr. Verð 14,5 millj. HRAUNBÆR - Í SÉRFLOKKI 5 herbergja 133 fm glæsileg íbúð á 3ju hæð í mjög góðu húsi. Í kjallara er auka- herbergi. Íbúðin er nær öll endurnýjuð á glæsilegan hátt. Frábært útsýni. Bein sala eða skipti á minni íbúð. Verð 14,2 millj. Tilv. 30395 3JA HERBERGJA HLÍÐARHJALLI - BÍLSKÚR Mjög falleg 3ja herb. 92,9 fm íbúð á 1. hæð í sérlega góðu fjölbýlishúsi. Tvö stór svefnherbergi, sjónvarpshol, sérþvottaher- bergi. Mikið útsýni. Mjög góður 24,6 fm jeppabílskúr. Verð 15,3 millj. Tilv. 31501 BREIÐAVÍK - SÉRINNGANGUR 3ja herb. 90 fm falleg íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Vandaðar innréttingar, park- et. Stórar suðursvalir. Upptekin loft í stofu og eldhúsi. Þvottaherb. innan íbúðar. Laus strax. Tilv. 31658 BAKKASTAÐIR - SÉRINNG. - BÍLSKÚR Mjög falleg vel skipulögð 3ja herb. 98 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérlóð í litlu fjölbýli. Stór herbergi, stór stofa og sjónvarpshol, þvottaherb. og geymsla í íbúð. Tilv. 31698 HAGAMELUR - M. AUKAHERB. Góð 3ja herb. 79,7 fm íbúð á 3ju hæð með stóru aukaherbergi í risi. Mjög gott skipulag, tvær góðar geymslur, góð sam- eign. Stutt í Háskólann og Vesturbæjar- laugina. Verð 12,4 millj. 2JA HERBERGJA HRAUNBÆR - LAUS STRAX 2ja herb. íbúð á mjög góðum stað í Ár- bænum. Mjög stutt í alla þjónustu. Nýtt parket á svefnherb., mjög falleg íbúð. Ásett verð 8,8 millj. Tilv. 32107 SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR FLÓKAGATA - FRÁBÆR STAÐSETNING 3ja herb. 84 fm vel skipulögð góð jarðhæð í virðulegu fallegu fjórbýlishúsi, sérinn- gangur. Íbúðin skiptist m.a. í 2 góð svefn- herb., stóra stofu og stórt eldhús. Nýlegt þak og rafmagn. Stór falleg lóð. Eign sem vert er að skoða. Verð 13,4 millj. MALARHÖFÐI Til sölu í þessu frábærlega staðsetta húsi 218 fm mjög gott verslunarhúsnæði á jarðhæð, með góðri lofthæð og stórum innkeyrsludyrum. Húsnæðið hentar fyrir hvers konar verslun og þjónustu. Þetta hús hefur eitt mesta auglýsingagildi húsa í borginni. Verð 45 millj. DALSEL - RAÐHÚS - Í SÉRFLOKKI Glæsilegt 234 fm raðhús sem er kjallari og tvær hæðir. Húsið er allt með nýjum inn- réttingum, þ.e. skápum, eldhúsi, gólfefn- um, hurðum og baðherbergjum. Möguleiki á íbúð í kjallara. Góð lóð. Stæði í bílskýli. Laust. Verð 22,9 millj. „PENTHOUSE“ - SÓLHEIMUM Endurnýjuð 3ja herb. 98,7 fm stórglæsileg „penthouse“-íbúð á 13. hæð í Sólheimum. Einstakt útsýni frá mjög stórum þaksvöl- um. Íbúðin hefur öll verið innréttuð upp á nýtt. 24,6 fm sérbílskúr fylgir með íbúð- inni. Gott og rólegt hverfi. Verð 21,8 millj. Tilv. 32211. MYNDIR Á NETINU. ÁRTÚNSHOLT - VERSLUN - ÞJÓNUSTA Til leigu frábærlega vel staðsett 394,5 fm verslunar- eða þjónustuhúsnæði á jarð- hæð í góðum þjónustukjarna. Húsnæðið hentar mjög vel fyrir t.d. golfverslun, veit- ingastað eða heildverslun. Staðsetning mjög miðsvæðis miðað við öll hverfi borg- arinnar. Laust strax. Leiga kr. 800 fm. STAÐALLINN ÍST 13 Jarðskjálftar, álag og hönnunarreglur var fyrst gefinn út árið 1976 og síðan aðeins lít- illega endurskoðaður 1989. Fyrir um ári síð- an var ákveðið að notk- un ÍST 13 yrði aðeins heimil til ársloka 2003. Eftir það yrði öll jarð- skjálftahönnun sam- kvæmt evrópska for- staðlinum (Eurocode 8) ásamt viðeigandi þjóð- arskjali, einnig þegar hannað er samkvæmt danska þolhönnunar- staðlinum með íslensku sérákvæð- unum. ÍST 13 var barn síns tíma og segja má að löngu hafi verið tíma- bært að koma með nýjan staðal í hans stað. Fyrsta útgáfa þjóðarskjals með Eurocode 8 tók gildi 1. júlí 2002. Þá lá fyrir að það yrði endurskoðað innan skamms tíma því hafin var endurskoðun kortsins sem skiptir landinu í hönnunar- hröðunarsvæði. Nú er komin fram niðurstaða þeirrar vinnu með gild- istöku nýja þjóðar- skjalsins. Fyrir tilstuðlan BSTR og ýmissa hags- munaaðila, sérstaklega hönnuða, fékkst mynd- arlegur stuðningur frá umhverfisráðuneytinu til að endurskoða kort- ið í tengslum við vinnu vegna nýrra þolhönn- unarstaðla sem tóku gildi fyrir um ári síðan. Þeir sem unnu að end- urskoðun kortsins voru Björn Ingi Sveinsson jarðskjálftaverkfræðing- ur og Páll Halldórsson, jarðeðlis- fræðingur á Veðurstofunni. Jarðskjálftaálag Landinu er skipt í sex álags- svæði. Þessi svæði eru sýnd á kort- um, annars vegar fyrir landið í heild og hins vegar fyrir höfuðborg- arsvæðið, og jafnframt í töflu til þess að settar kröfur verði sem skýrastar. Rétt er að taka fram að beinn samanburður við ÍST 13 er erfiður þar sem uppbygging staðl- anna er gerólík. Innan Evrópsku stöðlunarsam- takanna (CEN) er unnið að því að endurskoða núgildandi forstaðla (ENV) og gefa þá út sem staðla (EN). Þessi vinna hefur tekið nokk- uð lengri tíma en ráðgert var í upp- hafi en gengur engu að síður vel miðað við umfang verksins. Áætlað er að staðlarnir komi út á næstu fjórum til fimm árum. Síðan er gert ráð fyrir að notkun þeirra verði heimil samhliða öðrum gild- andi þjóðarstöðlum í um fimm ár. Þá verður einnig sú breyting á að í stað þjóðarskjala er gert ráð fyrir þjóðarviðaukum. Í formála hvers staðals verða skýr fyrirmæli varð- andi efnisinnihald þjóðarviðauk- anna. Nýja þjóðarskjalið fæst hjá Staðlaráði Íslands sem er til húsa að Laugavegi 178. Jarðskjálftaálag á Íslandi Nýtt þjóðarskjal tekur gildi Þolhönnunarstaðlar eru mikilvægir vegna þess að þar koma fram öryggiskröfur, álagsforsendur og hönnunarreglur sem gilda um hönnun mannvirkja. Hér á eftir fjallar dr. Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri BSTR, um endurskoðun þjóð- arskjals vegna jarðskjálftahönnunar mannvirkja hérlendis en nýtt þjóðarskjal mun taka gildi 15. júlí 2003. Hafsteinn Pálsson Reykjavík - Fasteignastofan er með í sölu núna tvílyft raðhús í Stuðlabergi 76 í Reykjavík. Þetta er steinsteypt hús, byggt árið 1989, og er það 170 fermetrar, þar af er bíl- skúr 18 fermetrar. „Þetta er glæsilegt hús í þriggja húsa lengju, mjög vel staðsett,“ sagði Ívar Ásgrímsson hjá Fast- eignastofunni. „Komið er inn í rúmgóða forstofu með svörtum náttúruflísum – skápur er í forstofunni. Þvottaherbergi er með sömu flísum á gólfi, innréttingu og glugga. Eldhúsið er með glæsi- legri sérsmíðaðri innréttingu úr rót- arspóni, borðplata er úr graníti, góð tæki – fallegur háfur yfir eldunareyj- unni og mósaíkflísar á milli innrétt- inga. Góður borðkrókur er með parketi á gólfi. Steyptur stigi er milli hæða með parketi, sem og er stofan með park- eti, mjög björt og með útgangi út í bakgarð. Á efri hæð er gangur með parketi, fallegar hillur og mjög rúm- gott sjónvarpshol þar sem væri möguleiki á herbergi. Svefnherberg- in eru þrjú og öll með parketi og skápum úr kirsuberjaviði. Útgengt er út á suðursvalir úr hjónaherbergi. Baðherbergið er fallegt, með flísum, baðkari, flísalögðum sturtuklefa með hleðslugleri og salerni sem hangir á vegg. Parketið á íbúðinni er úr olíu- bornum merbau-viði. Að utan er hellulagt, þar er fallegur lokaður timburpallur á lóðinni og snýr hann í suður. Bílskúr er með hita, rafmagni og sjálfvirkum dyraopnara. Áhvíl- andi eru 40 ára byggingarsjóðslán með 4,9% vöxtum, 4,2 millj. kr. Hægt er að taka full húsbréf að auki, 8 millj. kr. Söluverð er 22,9 millj. kr. Húsið verður til sýnis í dag frá kl. 18–21.“ Hjá Fasteignastofunni er til sölu 170 fermetra raðhús í Stuðlabergi 76. Ásett verð er 22,9 millj.kr. Stuðlaberg 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.