Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 46
46 C MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Opið mán.-fös. kl. 8-12 og 13-17 Sýnishorn úr söluskrá. Sjá mikinn fjölda eigna og mynda á fmeignir.is og mbl.is Sölumenn FM aðstoða. Eldri borgarar GRANDAVEGUR - LYFTA Fyrir 60 ára og eldri er til sölu mjög góð þriggja herb. íbúð á fjórðu hæð í vin- sælu lyftuhúsi. Vandaðar innréttingar, yfirbyggðar svalir, þvottahús í íbúð. Mikil sameign, húsvarðaríbúð, veislu- salur ofl. 21034 Einbýlishús HLÍÐARHJALLI Vorum að fá í sölu glæsilegt 395 fm ein- býli á þremur hæðum. Möguleiki á tveimur íbúðum. Tveir bílskúrar. Frá- bært útsýni. Parket og flísar á gólfum. Eign sem vert er að skoða. Ásett verð 35,0 m. 7889 SVÖLUÁS Vorum að fá í einkasölu mjög glæsilegt einbýli með einu glæsilegasta útsýni á höfuðborgarsv. Húsið er ófrágengið að utan, lóð grófjöfnuð. Gólfefni vantar. Mahóní-innréttingar í eldhúsi. Eign sem vert er að skoða. Verð 27,5 m. 7885 Par- og raðhús VESTURBERG - PARHÚS Til sölu áhugavert parhús við Vestur- berg í Rvík. Grunnflötur hússins er 127 fm en undir öllu húsinu er óinnréttaður kjallari sem í dag er nýttur sem geymsla en gefur ýmsa möguleika. Húsið er allt vel um gengið og í góðu ástandi. Eign sem vert er að skoða. 6575 Hæðir AFLAGRANDI Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega hæð ásamt bílskúr. Einstaklega vandað til allra innréttinga. Eign sem vert er að skoða. Ásett verð 23 m. 5491 KÁRSNESBRAUT - BÍLSKÚR Um er að ræða 142 fm efri sérhæð í tví- býlishúsi ásamt bílskúr. Mjög góðar innréttingar. Baðherbergið er nýlega tekið í gegnum. Á gólfum eru flísar og parket. Glæsilegt útsýni. Fallega gróin lóð. Eign sem vert er að skoða. 5435 4ra herbergja íbúðir SVARTHAMRAR - GRAFARVOGI Vorum að fá í sölu á frábærum stað 106 fm íbúð á annari hæð með sérinngangi. Þrjú svefnherb. Parket og dúkur á gólf- um. Verð 14,5 m. 3818 BLIKAÁS Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Parket og flísar á gólfum. Þvottahús inn af eldhúsi. Ásett verð 16 m. 3827 HLÍÐARHJALLI - BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu fallega fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð. Þvottahús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Mikið útsýni. Rúmgóð herbergi. 3824 HJALTABAKKI - BREIÐHOLT Mjög góð fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi, sem tekið var í gegn að utan fyrir nokkrum árum. Sam- eign mjög snyrtileg. Gegnheil gólfborð á allri íbúðinni. Suðursvalir. Barnvænt umhverfi. Verð 11,4 m. 3826 UNUFELL Vorum að fá í einkasölu snyrtilega fjög- urra herb. íbúð á þriðju hæð. Þvottahús í íbúðinni. Nýlegur „linoleum“-dúkur á gólfum. Verð 10,9 m. 3825 3ja herbergja íbúðir VALLARÁS - LYFTUHÚS Erum með í sölu góða þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð á þessum vinsæla stað. Parket og dúkur á gólfum. Suður- svalir. Húsið er klætt að utan. Eign sem vert er að skoða. Verð 11,9 m. 21111 ÆSUFELL - LYFTUHÚS Erum með í sölu fallega 87 fm íbúð á annari hæð. Getur verið laus við undir- ritun kaupsamnings. Flísar og parket á gólfum. Tengt fyrir þvottavél á baði. Verð 9,5 m. 21096 2ja herbergja íbúðir SÆVIÐARSUND - SÉRINN- GANGUR Vorum að fá í sölu góða íbúð á fyrstu hæð í fjórbýlishúsi. Rólegt og rótgróið hverfi. Eign sem vert er að skoða. 1799 HLÍÐARVEGUR - KÓPAVOGUR Vorum að fá í einkasölu snotra tveggja herb. íbúð með sérinngangi. Ný eldhús- innrétting, parket og teppi á gólfum. Tengt fyrir þvottavél á baði. Ásett verð 9,5 m. 1802 HRAFNHÓLAR - LYFTUHÚS Vorum að fá í einkasölu tveggja herb. íbúð á áttundu hæð í lyftuhúsi. Mikið útsýni. Svalir yfirbyggðar. Húsið hefur verið klætt að utan. Ný lyfta. Ásett verð 9,2 m. 1798 Landsbyggðin HRAFNABJÖRG III - JÖKULS- ÁRHLÍÐ Til sölu jörðin Hrafnabjörg III í jökulsár- hlíð, Norður Héraði. Hér er um að ræða landmikla jörð að hluta til í óskiptri sameign. Veiðimöguleikar í rjúpu, gæs og einnig lax og silungsveiði. Talsvert kjarrlendi. Húsakostur gamall. Jörðin er án bústofns og án véla og framleiðslu- réttar. Verð 10,5 m. 10998 Hesthús HAFNARFJÖRÐUR - HESTHÚS Vorum að fá í sölu í nýju hesthúsi góða 10 hesta einingu með öllum þægindum m.a. kaffistofu snyrtingu og sturtu. Góðar innréttingar og gott útigerði. Frá- bærar reiðleiðir í næsta nágrenni. Áhugaverð eign með góða staðsetn- ingu. Verðhugmynd 7.8 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu F.M. Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is 12183 HESTHÚS - HEIMSENDI Til sölu nýlegt hesthús á þessum vin- sæla stað. Um er að ræða fjögur bil. Húsinu er skipt upp í fimm sjálfst. ein- ingar, tvær sjö hesta einingar, eina átta hesta einingu og eina þrettán hesta. Húsið er allt með vönduðum innrétting- um, loft upptekin klædd litaðri járn- klæðningu. Kjallari er undir öllu húsinu, sem er vélmokaður, lofthæð þar um 2,2 m. Gott gerði er við húsið og einnig rampur eða innk. í kjallarann. 12199 BÚJARÐIR – BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauð- fjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. GARÐYRKJUSTÖÐIN STÓRA FLJÓT Til sölu Garðyrkjustöðin Stóra-Fljót í Bláskógabyggð í Biskups- tungum. Hér er um að ræða myndarlega uppbyggða garðyrkju- stöð. Gott 127 fm íbúðarhús byggt 1996. Eign sem vert er að skoða. Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is. 10999 EIRHÖFÐI - HEIL HÚSEIGN Til sölu þetta glæsilega hús við Eir- höfða í Reykjavík. Um er að ræða allt húsið sem er þrjár hæðir. Húsið hefur m.a. að hluta verið nýtt fyrir matvæla- framleiðslu, auk skrifstofu aðstöðu o.fl. Hér er um að ræða vandað og glæsilega staðsett hús með frábæru útsýni og frágenginni lóð. Hús sem gefur marga möguleika varðandi notkun. Góð aðkoma m.a. góðar innkeyrsludyr á jarðhæð. Góð aðstaða fyrir gáma. Teikningar og nánari uppl. á skrifstofu F.M. Sjá einnig fmeign- ir.is og mbl.is 9445 SYSTURNAR heitir þessi stytta eftir hinn þekkta myndhöggvara Ásmund Sveinsson. Hann gerði þessa styttu 1936, þá 43 ára gamall. Hann lést árið 1982. Styttan stendur í Grasagarðinum í Laugardal. Morgunblaðið/Jim Smart Systurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.