Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 3
Morgunblaðið/Jim Smart Á kvenréttindadaginn, 19. júní, stóð Femínistafélag Íslands fyrir því að mála bæinn bleikan. sem skýrist kannski af launamuni karla og kvenna. Það hefur meiri áhrif á fjárhag fjölskyldunnar ef karlar eru lengi frá vinnu. Þótt réttindum kvenna hafi vissulega þokað fram að sumu leyti er eins og við höfum samt staðið í stað að öðru leyti. “ Guðrún segir að það hljóti að vera mjög erfitt að vera unglingur nú til dags. Áreitið er gífurlegt frá markaðsöflunum, lífstílsiðnaðinum, hvort sem um er að ræða fataiðnaðinn eða tónlistariðnaðinn. Tíska samtímans gerir mjög miklar og nærgöng- ular kröfur til ungra stúlkna og mæður þeirra hafa miklar áhyggjur af þróun mála. Ungum stúlkum virðist vera skákað í eitthvað kynhlutverk áður en þær eru fullþroska. Barnungar stúlkur allt niður í nokkurra ára gamlar ganga í bolum með bert á milli og ýmsum áletrunum sem þær skilja ekki. „Að gera börn að neytendum og jafnvel kynver- um er ákveðinn þrýstingur frá markaðnum sem leikur sér að börnum og unglingum sem vilja tolla í tískunni og vera eins og hinir. Þetta er mjög ógeð- fellt og hættulegt. Sem betur fer geta þó margir spjarað sig vel og staðið af sér áhrif tískunnar og allir hafa lent í einhvers konar áhrifum frá skrýtinni tísku sem þeir hafa síðan hafnað og komist frá því án þess að skaðast. Núna er bara meiri hraði, grimmd og neysla og að mörgu leyti erfiðara að vera ungur en áður. Ofbeldið hefur aukist svo mik- ið í umhverfi okkar. Þröskuldar gegn ofbeldi hafa breyst í kjölfar þess að slíku efni er mokað yfir okk- ur úr ýmsum miðlum, með kvikmyndum, tónlist og myndböndum. Hver kynslóð verður auðvitað að mæta því sem að höndum ber, en nú er erfiðara að standast áreitið því aðgangur að fólki er orðinn svo auðveldur með nýrri tækni.“ Ákveðin niðurlæging á konum af hálfu markaðarins Guðrún veitir forstöðu Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Landspítalanum í Fossvogi. Hún segir að tveir þriðju þeirra sem þangað koma séu undir 25 ára og 30–40% undir 18 ára. Oft tengist af- brotið skemmtun og áfengisneyslu. „Flestir gera sér grein fyrir að ofbeldi leiðir af sér ofbeldi. Ofbeldi getur verið mjög lævíst, ekki endilega líkamlegt og stundum erfitt að skilgreina það strax sem slíkt. Í raun er það ákveðið ofbeldi ef fólk fær ekki að njóta lýðræðislegra réttinda. Ungu konurnar á póstlista Femínistans upplifa sterkt ákveðna niðurlægingu á konum af hálfu markaðarins. Að baki markaðarins standa einhverjir sem hafa fjárhagslegan ávinning af þessari ákveðnu ímynd kvenna. Þetta unga fólk finnur að það vill ekki láta stjórnast af þessu og skynjar að það vantar ákveðin réttindi. Það er ósátt við að konur skuli ekki eiga fulltrúa víðar en raun er. Ég held að vald nútímans hafi færst úr hinum svo- kallaða stjórnmálaheimi yfir í fjármálaheiminn og þar eru mjög fáar konur í forsvari og sannarlega mjög fáar konur sem lifa af í þeim heimi á sínum eigin forsendum. Ég styð hreyfingu eins og Fem- ínistafélag Íslands. Ég veit ekki hvernig hún mun þróast en framtakið er jákvætt og þess virkilega þörf í okkar þjóðfélagi nú. Ég hef verið í hópi kvennabaráttukvenna, fyrrum Kvennalistakvenna, sl. vetur. Við höfum hist í heimahúsum og fengið til okkar aðrar konur til að halda erindi um ákveðin efni, einkum konur úr Háskólanum. Allt í einu var komin þessi hugmynd um að stofna femínistafélag og hún var rædd en lá svo og gerjaðist um hríð. Síðan sprettur þessi áhugi upp í Háskólanum og að því er virðist víða í þjóðfélaginu, sennilega vegna þess að leiðir kvenna hafa ekki verið nógu greiðar. Það er eins og tíminn hafi verið réttur fyrir aðgerðir og þegar opnaður var póstlisti varð þessi bylgja til og Femínistafélagið stofnað. Þessi hreyfing sprettur upp beinlínis af þörf. Fólk er að leita að sameiginlegri rödd sem lætur til sín heyra og ber hugmyndirnar áfram og krefst breyt- inga á samfélaginu. Ég er sannfærð um að þetta er að einhverju leyti uppskera þeirrar hugmynda- fræðilegu umræðu sem Kvennalistinn stóð fyrir í þjóðfélaginu á sínum tíma. Þarna eru mestmegnis konur og mikið af ungum konum en einnig ungum körlum sem eru að leita að umræðu- og aðgerða- vettvangi, skemmtilegur og kraftmikill hópur, fullur af góðum hugmyndum. Femínistar mynduðu stórt og myndarlegt bleikt skott í göngunni 1. maí sl., fullt af fjöri og góðum fyr- irheitum. Þetta var í raun stór hluti göngunnar en fékk samt litla athygli fjölmiðla. Það er enginn vafi í mínum huga að hér er á ferðinni mikilvægt, jákvætt pólitískt afl þó að það sé alls ekki flokkspólitískt og það á eftir að láta mikið að sér kveða á næstunni. Það verða skemmtilegir tímar framundan.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR „Tilvist kvenna sem tala máli kvenna og kvenfrelsis og sýnileiki þeirra á vettvangi þjóðmálanna skiptir miklu máli fyrir allar konur, hvort sem þær sjálfar kjósa þessa málsvara sína eða ekki.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 B 3 Morgunblaðið/Árni Sæberg GÍSLI HRAFN ATLASON „Ég held að við séum búin að fá nóg af klámvæðingunni sem blasir alls staðar við og jafnvel meiri kvenfyrirlitningu en áður hefur sést.“ G ÍSLI Hrafn Atlason segist vera femínisti og segir að allir hljóti að vera femínistar inn við beinið. „Hver er ekki fylgjandi launajafnrétti eða hver er fylgjandi ójöfn- uði, nauðgunum eða öðru ofbeldi á konum?“ spyr hann. Gísli Hrafn heldur að það sé frekar hræðsla við að vera stimplaður femínisti sem fælir fólk frá því að taka meiri opinberan þátt í umræðu um femínisma. Hann stundar nám við Kaupmanna- hafnarháskóla og segist hafa tekið eftir því að í umræðum um þessi mál byrji fólk gjarnan á því að segja: „Ekki af því að ég er femínisti, en…“ „Það er tilhneiging til að gera lítið úr femínisma, en í raun hafa mál sem femínistar hafa komið í gegn í þjóð- félaginu orðið öllum til góðs. Tökum sem dæmi leikskólamál. Á árum Kvennalistans voru þau flokkuð undir mjúku málin og jafnvel nefnd b-mál. Nú er ekki til sá stjórnmálaflokkur sem ekki hefur leikskólamál á oddinum í kosningabaráttunni eins og dæmin sönnuðu í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum. Auðvitað er það hagur allra að vel sé stað- ið að þessum svokölluðu femínistamálum. Um leið hafa karlar fengið fleiri tækifæri til að gera hluti sem þeir höfðu ekki tækifæri til áður, eins og að sinna börnum sínum og taka fæðingarorlof. Við þurfum að breyta þessu viðhorfi til hugtaksins og vera stolt af því. Þannig getum við ef til vill haft áhrif á almenning.“ Gísli Hrafn segir það reyndar hafa komið sér skemmtilega á óvart hve geysivinsæll póstlisti femínistanna varð á augabragði. „Síðustu ár hefur verið mikið bakslag í femíniskri umræðu og fólk feimið við að koma fram og tjá hug sinn. Með þess- um póstlista og stofnun Femínistafélags Íslands held ég að það sé að takast að virkja almenning. Þarna fara fram opin samskipti á einfaldan hátt sem einungis er unnt að ná fram vegna tilvistar Netsins. Við heyrum viðhorf frá ýmsum löndum víða um heim því margir á listanum búa í útlönd- um. Þetta er einnig kjörinn vettvangur fyrir þá sem búa erlendis til að fylgjast með því sem er að gerast heima á Íslandi.“ Hann hefur mikinn áhuga á málefninu, en nú í sumar er hann að ljúka framhaldsnámi í mann- fræði við Kaupmannahafnarháskóla og fjallar rit- gerð hans um viðskiptavini vændiskvenna. Hann hélt erindi um málið á málþingi sem Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa hélt í janúar síðastliðnum undir yfirskriftinni „Bakhlið borgarinnar“. Hann stýrir líka karlahópi í hinu nýstofnaða Femínista- félagi Íslands. „Já, ég er „ráðskona“ karlahópsins, en allir sem stýra hópum í félaginu ganga undir því nafni. Ég er reyndar eini karlinn sem stýrir hópi og er bara nokkuð stoltur af því að vera ráðskona,“ segir Gísli Hrafn. „Svo virðist vera sem mörg okkar sem erum á póstlistanum starfi á einhvern hátt í tengslum við femínismann. Ég er einnig í hópi hér í Kaupmanna- höfn sem fjallar um karlarannsóknir. Þar ræðum við karlmennskuímyndir, karla í kvennastörfum og margt fleira. Í hópnum er jafnt hlutfall kvenna og karla sem flest eru fræðimenn eða stúdentar. Utanaðkomandi áhugafólki fer þó fjölgandi og er það vel því það er ekki gott að málefni sem þessi lokist inni í háskólasamfélaginu.“ Kynferðislegar kröfur má rekja til klámsins Um ástæðu þess að ný bylgja femínisma virðist nú vera að skella á segir Gísli Hrafn að frá sínum bæjardyrum sé hún alveg ljós. „Ég held að við séum búin að fá nóg af klámvæðingunni sem blasir alls staðar við og jafnvel meiri kvenfyrirlitningu en áður hefur sést. Unglingsstúlkur hafa tjáð sig um að kærastar þeirra hafi hótað að segja þeim upp vilji þær ekki stunda með þeim endaþarmsmök. Þeim líði mjög illa vegna þess að krafist er af þeim að gera eitthvað sem þær eru ekki sáttar við. Þessar kröfur strákana held ég að megi rekja beint til klámsins. Og sumar stelpur láta sig hafa margt til að teljast gjaldgengar. Klámið hellist yfir okkur og það þarf að hafa meira fyrir því að sjá það ekki en að sjá það.“ Gísli Hrafn segir gott dæmi um þetta að viðtal hafi verið tekið við hann á sjónvarpsstöð hér á landi um erindi hans um vændiskúnna. Sjónvarps- stöðin notaði tækifærið og myndskreytti viðtalið með myndum af berrössuðum konum á súlustað og fáklæddum konum undir hinum ýmsu kringum- stæðum. Hann segir þetta dæmi um kvenfyrirlitn- inguna því ekki hafi verið birt mynd af vændis- kúnna sem fréttin hafi þó fjallað um. Hann sagði að vel hefði verið hægt að birta slíkar myndir með andlitið ruglað svo ekki sæist hver ætti í hlut, slíkar myndir hlytu að vera til. „Hugmyndir fólks um kyn- líf og stöðu kynjanna og sérstaklega ungs fólks verða ekki eðlilegar þegar klámið er alls staðar sýnilegt. Þetta skapar líka rugling í sambandi við hvað sé frelsi og hvað ekki.“ Hann segist oft ræða þessi mál við aðra karl- menn og þeirra afstaða er oft ekki ljós. Stundum er talað um tepruskap þegar verið er að fetta fing- ur út í klámvæðinguna. Er málin eru rædd í minni hópum kemur oft önnur afstaða fram. Í karlahópi Femínistafélagsins eru karlmenn sem ekki eru feimnir við að vera femínistar og hafa látið að sér kveða á ýmsum sviðum. Sumir stóðu m.a. fyrir undirskriftum gegn launamisrétti fyrir skömmu. Gísli Hrafn segist vera mjög óánægður með hlut kvenna eftir kosningarnar í maí. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum að konum skyldi hafa fækkað á Alþingi,“ segir hann. „Þetta kom reyndar ekki á óvart enda kom í ljós í prófkjörum og upp- stillingum flokkanna að konum myndi líkast til fækka. Í sumum flokkum virðist hreinlega ekki vera pláss fyrir eldklárar konur og mér finnst það sorglegt að í stærsta stjórnmálaflokki landsins skuli aðeins vera fjórar konur af 22 þingmönnum. Það er smánarlegt hvort sem fólk styður flokkinn eða ekki. Ég er hræddur um að þetta hafi í för með sér að enn minni áhersla verði lögð á mjög mikil- væg mál, til dæmis jafnréttismál, heilbrigðismál, velferðarmál og fleiri. Í stað ákveðinna þingkvenna sem duttu út af þingi fáum við einstakling sem tel- ur að sala áfengis í matvörubúðum sé grundvallar- atriði fyrir íslenskt samfélag. Nú er ég ekki að leggja dóm á það tiltekna mál heldur aðeins að benda á að hér er forgangsröðunin svolítið brengl- uð að mínu mati. Flokkarnir lögðu nánast allir nokkra áherslu, og sumir mikla, á jafnréttismál í kosningabaráttu sinni. En ég er hræddur um að þetta hafi aðeins verið innihaldslaust tal hjá sum- um þeirra. Sérstaklega í ljósi úrslitanna og fækkun kvenna á Alþingi. Það er alveg ljóst að þessi fem- íníska vakning hafði áhrif á kosningabaráttuna en ég er hræddur um að hún hafi eingöngu haft áhrif á sumt fólk í kosningabaráttunni sjálfri en ekki til lengri tíma litið. Sorglegast þótti mér að fylgjast með hvernig fjallað var um kvenkyns frambjóðendur fyrir kosn- ingarnar. Oft var talað um konur, gjarnan í hópum, með mikilli fyrirlitningu. Allt í einu var það ekki per- sónan sem skipti máli heldur kynið. Einhverjir sögðust fegnir því að „tími slæðukvenna“ væri lið- inn. Svona umræða sannar enn og aftur að allt of margir sjá fyrst og fremst kynið þegar þeir sjá kvenkynsframbjóðanda en ekki persónuna. Sú staðreynd að svo margir tali á þessum nótum ítrekar að áfram er litið á karla sem „normið“, ein- stakling eða persónu, en konan er fyrst og fremst kyn og um leið hið óæðra kyn. Þetta er einmitt það sem ég og fleiri viljum ekki láta bjóða okkur. Þess vegna stöndum við í þessari baráttu.“ Fleiri karlmenn til liðs við femínistahreyfinguna Gísli Hrafn telur mikilvægt að fá fleiri karlmenn til liðs við femínistahreyfinguna. „Við þurfum að geta haft áhrif á aðra karlmenn og vera fyrir- myndir, ekki síst fyrir unga menn, til að reyna að breyta hugarfarinu. Ég er mjög bjartsýnn á að þessi vakning sem orðið hefur muni hafa áhrif. Á póstlistanum eru yfir 500 manns og fjölmiðlar hafa verið duglegir við að greina frá honum og nýja félaginu. Við þurfum að vera stolt af því að vera femínistar og þá tekst okkur vonandi að breyta hugarfarinu. Ég veit að það gerist ekki strax, en hægt og sígandi.“ Allir hljóta að vera femínistar inn við beinið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.