Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 9
Ef heimsækja á Suðurland á næst- unni er atburðadagatal á slóðinni www.sudurland.net/info Á MEÐAN stríðið stóð yfir í fyrrver- andi Júgóslavíu lagðist ferðaþjón- usta mikið til niður í Lignano Sabbiadoro, þar sem staðurinn er ná- lægt Slóveníu. Ferðaþjónusta hófst í Lignano Sabbiadoro á 4. áratug síð- ustu aldar. Íbúar Lignano Sabbiad- oro eru 6.412 talsins og ströndin er 8 km löng. Ég hafði ekki komið til Lignano Sabbiadoro síðan 1989 og það var virkilega gaman að koma þangað aft- ur í sumar, allt hreint og aðlaðandi. Það sem vakti athygli mína var að við aðalgötuna voru nú komnar margar hátískuverslanir og skartgripaversl- anir. Golf, tennis og fuglaskoðun Á mánudögum er markaður í bæn- um og mikið um að vera. Reyndar er nóg hægt að gera í Lignano Sabbiad- oro, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Það tekur ekki nema einn og hálfan tíma að aka frá Veróna til Lignano Sabbiadoro. Næstu bæjar- félög eru Lignano Pineta og Lignano Riviera. Það eru rólegri staðir. Í Lignano Sabbiadoro er 18 holu golfvöllur, tennisvöllur, minigolfvöll- ur, reiðskóli og hestaleiga. Það eru skoðunarferðir til Marano Lag- unare, Grado, Trieste, Feneyja, Slóveníu og Króatíu og í Marano Lagunare er hægt að stunda fugla- skoðun. Hugsað fyrir börnunum Börnum ætti ekki að leiðast því á staðnum eru sex skemmtigarðar. Þar er einnig dýragarður þar sem 250 dýrategundir eru og 1.500 dýr búa. Á Lignano er Aquasplash sund- laugargarðurinn og skemmtigarður sem heitir Strabilia. Gulliverlandia er stór skemmtigarður þar sem byggingarnar eru í miðaldastíl og börn geta gleymt sér í leik og þar er einnig fiskasafn. Þá má benda á garðinn Junior Park sem er hann- aður fyrir börn að fjórtán ára aldri og þar er boðið upp á skemmtidag- skrá. Gommosi er síðan staður sem ætlaður er yngstu börnunum. Hægt er að skilja börnin eftir þar eða for- eldrarnir geta verið með þeim. Einn- ig er tívolí í Lignano Sabbiadoro sem er opið frá átta á kvöldin og fram til eitt eftir miðnætti. Við borðuðum á La Rueda Gauche, sem er argentískur staður, og eflaust margir Íslendingar muna eftir en hann er við Viale Europa. Það er semsagt enn hægt að finna staði sem voru við lýði þegar sem flestir Íslendingar heimsóttu Lign- ano Sabbiadoro en margt hefur breyst – til hins betra. Lignano Sabbiadoro á Ítalíu Sex skemmtigarðar í fjölskylduvænum bæ Margir muna örugglega eftir Lignano Sabbiadoro á Ítalíu því lengi var það einn af vinsæl- ustu áfangastöðum sólþyrstra Íslendinga. Bergljót Leifs- dóttir Mensuali brá sér þangað nú í sumar.  Til að panta gistingu á Lign- ano Sabbiadoro, hvort sem það er hótel eða íbúðir, er hægt að fara á vefföngin: www.lignanosabbiadoro.it og www.ltl.it Heilsulind Sími 0039 0431 422217 veffang: www.sil-lignano.net Dýragaður Sími: 0039 0431 1428775, Aquasplash sundlaugargarður Sími: 0039 0431 428826, Vefslóð: www.aquasplash.it , Gulliverlandia Skemmtigarður með bygg- ingum í miðaldastíl. Sími: 0039 0431 428826. Vefslóð: www.gulliverlandia.it Junior Park skemmtigarður Sími: 0039 0431 721370 Gammosi fyrir yngstu börnin Sími: 0039 329 2193521. Ströndin í Lignano er falleg og hrein og þar ætti fólk að geta farið í almennilegan göngutúr því hún er átta kílómetra löng. Það er ýmislegt hægt að gera í Lignano Sabbiadoro, þar er sundlaugargarður, tívolí og skemmtigarðar fyrir mismunandi aldurshópa. Höfundur er búsettur á Ítalíu. GAGNGERAR endurbætur hafa farið fram á veitingahúsinu og versluninni í Húsafelli en í febrúar á þessu ári skipti Þjónustumiðstöðin í Húsafelli um eigendur. Við tóku þau Sigríður Snorradóttir, Þorsteinn Sigurðsson og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Þau keyptu húsnæðið sem veitingahúsið og matvöruverslunin í Húsafelli hef- ur verið rekin í og tóku jafnframt á leigu tjaldsvæðið, Gamla bæinn og nokkur smáhýsi sem þau sjá um út- leigu á. Að auki reka þau bensín- stöðina og hestaleigu. Í huggulegum matsalnum eru nú sæti fyrir rúmlega 60 manns og í verslun þjónustumiðstöðvarinnar er hægt að fá algengustu matvöru, gosdrykki og hreinlætisvörur. Á veitingastaðnum eru svo töfraðir fram ýmsir réttir af matseðli, svo og kaffi og kökur, en veitingastað- urinn er jafnframt með vínveit- ingaleyfi. Hrafnhildur er ekki ókunn veitingahúsarekstri því hún rak Kaffi Bifröst í tvö ár og segir að það sé góður bakgrunnur fyrir sig í sam- starfinu á Húsafell sem er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Þjónustumið- stöðin í Húsafelli Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson, tveir af þremur eig- endum, í endurgerðum veitingastað Þjónustumiðstöðvarinnar í Húsafelli. Með AVIS kemst þú lengra Veist þú að Avis = Leiga á bílum? Erum í 173 löndum og á 5000 stöðum í heiminum. Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum um allan heim. Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Munið tilboð til korthafa Visa St. John´s á Nýfundnalandi m.v. tvo í herbergi á Holiday Inn Árleg skemmti- og jólaverslunarferð til Kanada 20. - 23. nóvember n.k. Verð frá kr. Hafið samband eða lítið við að Hesthálsi 10, símar: 562 9950 og 587 6000 www.vesttravel.is netfang: info@vesttravel.is 46.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.