Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 B 17 bíó bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM FYRR í sumar var sýndur hér annar og annars konar löggutryllir undir leikstjórn Sheltons, Dark Blue með Kurt Russell, svartur og ofbeld- isfullur og fjarri því að vera gam- ansamur. Sú mynd er fyrsta leik- stjórnarverkefni Sheltons sem hann semur ekki sjálfur handrit að. Hollywood Homicide, sem fengið hefur miðlungsviðtökur vestra, er „félagamynd“, þar sem Harrison Ford og Josh Hartnett leika LA-löggur, sem fást við ólík viðfangsefni utan vinnutíma en rannsaka saman morð á röppurum. Kannski er Shelton loksins búinn að fá nóg af íþróttadrömum. Vonandi, segi ég, því myndir um amerískar íþróttir og íþróttamenn eru nú sjaldan sér- lega heillandi fyrir óinnvígða. Afturámóti segja áhugamenn og kunnáttufólk um íþróttir að Ron Shelton geri trúverðugri og sannari verk um það leiksvið en flestir aðr- ir. Sjálfsagt helgast það ekki síst af því að Shelton var sjálfur körfu- boltastjarna í menntaskóla og síð- an í fimm ár atvinnumaður í hornabolta. Hann þekkir því sitt fólk og kann sitt fag og hefur greinilega gott auga og eyra fyrir smáatriðum, eins og því málfari sem þróast í hópum á borð við íþróttafólk. Shelton hefur sagt í við- tali að hann hafi unun af því að hlusta á einstök „fagmál“, eins og hjá bifvélavirkjunum sem gera við bílinn hans. Íþróttamannamyndir hans eru, hvort sem manni hugnast viðfangs- efnið eða ekki, jafnframt metn- aðarfyllri en gengur og gerist því Shelton lítur gjarnan á íþróttir sem táknræna spegilmynd af þeirri dramatísku togstreitu sem þörf og þrá mannsins eftir framsókn skap- ar, viðleitninni til að skara fram úr, lönguninni til að sigra frekar en tapa. Hann hefur sagst líta á myndir sínar sem eins konar vestra, landnáms- eða frum- herjadrömu, og má það til sanns vegar færa. En einnig vestrar eru misvel heppnaðir. Ron Shelton hefur gert tvo „vestra“ um hornabolta, Bull Dur- ham (1988) og Cobb (1994), einn um körfubolta, White Men Can’t Jump (1992), einn um golf, Tin Cup (1996), og einn um hnefaleika, Play It to the Bone (1999), en hann samdi auk þess handrit að annarri boxmynd, The Great White Hype (1996), sem hann leik- stýrði ekki og hefur afneitað sem „hræðilegri mynd“. Sennilega er fyrsta leikstjórn- arverkefni hans, Bull Durham, jafnframt hans besta mynd, í senn ástarsaga og keppnissaga, prýdd drjúgum húmor og afbragðs leik Kevins Costner, Susan Sarandon og Tims Robbins. Bull Durham reyndist óvæntur aðsóknarsmellur og hreppti fjölda viðurkenninga, þ. á m. Óskarstilnefningu til handa Shelton fyrir besta handrit. Næsta mynd hans reyndi að setja ekki ósvipaða blöndu af rómantík og dramatík inn í þá keppnisíþrótt sem bandarísk stjórnmál eru. Blaze (1989) segir frá sögufrægu ástarsambandi Earls K. Long, ríkis- stjóra í Louisiana á 6. áratugnum, og nektardansmeyjarinnar Blaze Starr. Paul Newman og Lolita Dav- idovich, sem nú er eiginkona Shelt- ons, gera sitt besta í aðalhlutverk- unum en lúta í lægra haldi fyrir slöppu handriti leikstjórans. Betur gekk White Men Can’t Jump, gamansamur körfuboltaópus með Woody Harrelson og Wesley Snipes í hlutverkum tveggja félaga í bolta- brölti. Næsta mynd Sheltons var Cobb (1994), metnaðarmikið en drungalegt og brokkgengt karakt- erdrama um illræmda hornabolta- goðsögn, Ty Cobb. Shelton reyndi að skapa úr efninu eins konar Citizen Kane úr íþróttaheiminum en þrátt fyrir prýðilega spretti, einkum í túlkun Tommys Lee Jones á titilhlut- verkinu, gekk myndin ekki upp. Shelton slakaði á með Tin Cup, rómantískri gamanmynd um aflóga golfleikara og vann þar öðru sinni með Kevin Costner. Tin Cup er áreynslulaus og tíðindalaus en þol- anleg afþreying. Vegamynd um tvo hnefaleikara, Play It To the Bone, með Harrelson og Antonio Banderas, kom næst og leið fyrir annað flatneskjulegt, vanþróað handrit leikstjórans. Það er raunar athyglisvert að flestar, ef ekki allar myndir Rons Shelton, fjalla um óstöðug vináttu- sambönd karlmanna, samstöðu þeirra og ekki síður samkeppni, bæði um árangur í fagi eða starfi og ástir kvenna. Slíkt var einmitt viðfangsefni langbesta verks Shelt- ons að mínu mati, þess fyrsta sem nafn hans tengdist í kvikmynd- unum, handritsins að hinni van- metnu pólitísku spennumynd Rog- ers Spottiswoode, Under Fire (1983), um fjölmiðlafólk á ófriðarsvæði. Þar sýndi Shelton hvað í honum býr en misjafnlega hefur honum geng- ið að sanna það síðan í eigin leik- stjórnarverkefnum. Keppnismaðurinn Árni Þórarinsson SVIPMYND Rétt eins og leikarar festast stundum í ákveðnum tegundum hlutverka eru sumir leikstjórar æ ofaní æ ráðnir til að stýra samskonar eða svipuðum myndum, segj- um t.d. hasarmyndum, glæpamyndum, fölbláum myndum o.s.frv. Sem betur fer er þeim þetta ekki alltaf á móti skapi; þeir eru að fást við sín hugðarefni. Og þannig er því farið með Ron Shelton. Flestar þeirra mynda sem hann hefur samið og/eða leikstýrt fjalla um íþróttir og íþróttamenn. Það gildir þó ekki um gamansaman löggutrylli, Hollywood Homicide, sem frumsýndur er hérlendis um helgina. NORSKA leik- konan og leikstjór- inn Liv Ullmann segir að hún hafi tekið að sér að leikstýra kvik- mynd sem byggð er á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna. Í sam- tali við norska rík- isútvarpið kveður Ullmann tökur geta jafnvel hafist á næsta ári. Hún mun einnig leikstýra annarri kvikmynd í Bandaríkjunum á næsta árum en það er Brúðuheimilið, sem hún skrifar handrit að eftir leikriti Henriks Ibsen. Í aðalhlutverkum verða Cate Blanchett, Stellan Skarsgård og Kevin Spacey. Ullmann, sem nú er 63 ára að aldri, sagði frá þessu þegar hún tók við heiðursverðlaunum kvik- myndahátíðarinnar í Kaupmannahöfn sem nú stendur yfir. Liv Ullmann leikstýrir Slóð fiðrildanna Liv Ullmann: Vinnur í Banda- ríkjunum. er nú 58 ára að aldri, innfæddur Kaliforníubúi, en menntaður í Arizonaháskóla í list- fræði. Um hríð velti hann fyrir sér að helga sig höggmyndalist en varð að taka að sér ým- is störf til að hafa í sig og á. Hann fór að skrifa kvikmyndahandrit í frí- stundum og þegar hon- um tókst að selja eitt þeirra árið 1980 var framtíðin ráðin. Ron Shelton  ENN ein forn goðsögn hefur nú ver- ið tekin til endurmats af Hollywood. Er þar um að ræða sögnina um Arthúr konung og riddara hringborðsins en hasarsmellaframleiðandinn Jerry Bruckheimer stendur nú fyrir gerð nýrrar myndar um þá félaga á Írlandi. Leikstjórinn er Antoine Fuqua sem þekktastur er fyrir löggusmellinn Training Day og stríðsskellinn Tears of the Sun. Leikhópurinn er nokkuð skrautlegur – breski leikarinn Clive Owen leikur Arthúr, Keira Knightley (Sjóræningjar Karíbahafsins) er drottning hans Guinevere og danski leikarinn Mads Mikkelsen (Rejsehold- et) er meðal riddara hringborðsins ásamt Ray Winstone (Sexy Beast). David Franzoni og John Lee Hancock skrifuðu handritið að King Arthur. Arthúr konungur „bruckheimskaður“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.