Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tveir strákar vöfðu sér jónur rétt við Pusherstreet og höfðu ekkert á móti því að vera myndaðir. Inngangurinn að Pusherstreet og sjást fremstu básarnir, en síðan tekur hver básinn við af öðrum beggja v S TUNDUM er hann kallaður Frank Sinatra Kristjaníu; maðurinn sem rek- ur djassklúbbinn í Barnaleikhúsinu tvö kvöld í viku og situr núna fyrir framan blaðamann rauður og stokk- bólginn á nefinu. Jes Harpsø sól- brann á nefinu daginn áður og fékk sýkingu um nóttina. Það fer ekki á milli mála að hann er hundveikur. Hann lætur sig samt hafa það að sýna blaðamanni íbúðina, sem er á loftinu á stóru húsi við hið alræmda Pusherstreet, þar sem hass- salan fer fram í Kristjaníu. Það leynir sér ekki að hann er stoltur af íbúðinni, þó að hann biðjist af- sökunar á draslinu. – Konan er nýflutt út, segir hann brosandi; viss um að mæta skilningi hjá öðrum karlmanni. Lagði milljónir í íbúðina Jes hefur búið frá upphafi í Kristjaníu, en flutti hingað á loftið fyrir um átján árum. Áður hafði það ekki verið íbúðarhæft. Saga hans er svipuð og margra annarra Kristjaníubúa að því leyti. Hann byrjaði á því að einangra þakið og gerði það í áföngum. Í fyrstu bjó hann í einu herbergi, sem nú er hluti af stofunni. Smám saman gerði hann aðra hluta hæðarinnar íveruhæfa og nú er þetta orðin notaleg íbúð. Hérna hefur hann alið upp börnin sín tvö, sem eru 14 ára og 17 ára, og lengst af búið með barnsmóður sinni. – Ég hef lagt [margar millj. ísl. kr.] í íbúðina. Ljónahúsið þar sem Íslendingar bjuggu lengi vel og lögðu undir sig miðhæðina. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.