Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 B 13 ÞEGAR Edna Mikaelsdóttir var tíu ára fékk hún stundum að vera inni með vinum elsta bróður síns, hippum með langt hár og fléttur. Hún greiddi á þeim hárið, hlustaði á þá spila á bongó og ræða náttúrufræði, jóga, hugleiðslu, tónlist og fleira. Tólf ára fór hún í fyrsta skipti í hugleiðslu. Sama ár fékk hún að fara á hátíðina í Saltvík gegn því að vinkona elsta bróðurins gætti henn- ar. Fimmtán ára sótti hún hippastaðinn Tjarnar- búð, vann í bakaríinu á Hótel Vík og bjó þar líka. Átján ára fór hún til Svíþjóðar með vinkonu sinni. Þær einsettu sér að vinna sér fyrir mótorhjóli og aka á því til Indlands. Það var á leiðinni til Sví- þjóðar sem Edna kom til Kristjaníu í fyrsta skipti. Það var árið 1976. – Kristjanía var alveg eins og mig hafði dreymt um, segir hún brosandi. Lifðu á loftinu Eins og nærri má geta voru hugsjónir hippa- tímabilsins ofarlega í huga þessarar ungu stúlku og hin nána samvist við fallega náttúruna í Kristjaníu höfðaði til hennar. En förinni var heitið til Svíþjóðar. Þar settust vinkonurnar að í Haga, ævagömlum bæ við Gautaborg, byggðum af efnafólki og sum húsin allt frá 15. öld. Þar var stemningin keimlík, sömu hugsjónir haldnar í heiðri, og hipparnir lifðu á loftinu, – þeir seldu gamla antíkmuni sem þeir fundu á loftum gömlu húsanna. Mörgum árum síðar ákváðu sænsk yf- irvöld að hreinsa til í Haga, ekki ólíkt því sem nú stendur til í Kristjaníu. – Þetta var einhvers konar samfélagstilraun, að herða lögreglueftirlit, rífa húsin og reka fólk í burtu, segir Edna. Það voru bókstaflega sprengdar heilu húsaraðirnar í loft upp. Hvert sem maður fór var spurt um skilríki. Ef fjórir stóðu í hnapp var hópurinn leystur upp. Áfengi hvarf úr búðunum og ef áfengi sást á fólki var það stöðvað af lögreglunni. Fyrir vikið hætti unga fólkið í hassi og fór yfir í harðari efni, eins og amfetamín. Og ýmsar sælkerabúðir, s.s. kjöt- og ostabúðir, hurfu alveg úr Gautaborg. Mannlífið varð dauft og einlitt. Mikið af fólki dó upp úr þessu – eins og það hryndi með húsunum. Þegar aðgerðirnar hófust ofbauð mér alveg og ég flutti til Kristjaníu. Skúr án vatns og klósetts Edna flutti til Kristjaníu fyrir jól 1985. Þá hafði hún oft farið þangað í heimsókn, þá yfirleitt á sumrin. Fyrsta árið bjó hún í steinhúsi, gesta- herbergi í gömlum herskála. Hún hafði selt bú- slóðina, antík sem hún hafði viðað að sér í Haga, og í farteskinu var aðeins eitt gólfteppi, spegill, málverk og föt í bakpoka. Eftir ár varð hún sér úti um skúrvagn og bjó þar í þrettán ár. – Skúrvagninn var án rafmagns, vatns og kló- setts, segir hún og brosir. Vagninn var lýstur með kertaljósum og það var ekkert sjónvarp. Ég átti þó útvarp með batteríum síðustu árin. Á þeim árum voru margir skúrvagnar í Kristjaníu þannig, en þeir sem eftir eru eru eiginlega allir með raf- magni. Íslendingar vinnusamir Fyrir sjö árum varð Edna ófrísk af Evu dóttur sinni, og þá vildi hún skipta vagninum út fyrir annan betri íverustað. – Ég leitaði víða en fann hvergi nógu góðan vagn. En ég rakst á auglýsingu á bjálkahúsi á 37 þúsund danskar krónur. Við fórum upp í sveit til að skoða húsið og ég var óskaplega hrifin. Á meðan ég átti skúrvagninn borðaði ég úti, vann úti og kom aðeins heim til að sofa. Þetta þýddi hins vegar að ég gat farið að njóta þess að vera heima hjá mér. Þegar Edna flutti til Kristjaníu var þar mikið af Íslendingum, þar á meðal vinkonur sem útveg- uðu henni vinnu. Enda segir hún að Íslending- arnir hafi alltaf verið vinnusamir og getið sér gott orð fyrir það. Hún vann fyrst á veitingastað, síðan í bakaríi, sem var fínt þó hún segist ekki hafa smakkað á öllum kökunum, og loks yfirtók hún ásamt þremur konum flóamarkað sem var starfræktur um helgar. Á virkum dögum vann hún í þvottahúsinu. – Þangað kom fólk með fulla poka af þvotti, sem voru vigtaðir, fötin þvegin, þurrkuð og brotin saman. Stundum blöskraði manni þegar stúlk- urnar komu með 30 gallabuxur og 100 nær- buxur. Við urðum stundum að senda fólk heim með nokkra af pokunum, því við önnuðum ekki eftirspurn. Óttast ekki breytingar Elstu Kristjaníubúarnir tóku Ednu opnum örm- um og urðu vinir hennar, en hún segir að fáir séu eftir á lífi af þeim. Þannig varð hún hluti af sam- félaginu í Kristjaníu og fór raunar sárasjaldan út fyrir fríríkið fyrstu árin. Hún segist ekki óttast að Kristjanía verði leyst upp, þó hún sé vantrúuð á það. – Sumir hræðast það, en ég hef áður flutt land úr landi og alltaf komið niður á fótunum. Ég myndi bara flytja eitthvert annað, t.d. slást í lið með Regnbogafólkinu. Henni er hins vegar ósárt um Pusherstreet. – Ég veit ekki hvað verður um hasssöluna og mér stendur á sama. Ég hætti í hassinu fyrir átta árum, nennti því ekki lengur. Kristjanía hefur breyst alveg rosalega mikið að því leyti. Hér var líf 24 tíma á sólarhring þegar fólk flutti hingað fyrst, en nú er orðið svo mikið af eldra fólki sem hefur stofnað fjölskyldur og vill lifa í friði og ró, – ekki alltaf vera að berjast. Nú hef ég búið hérna í átján ár. Ég flutti hingað 28 ára og er orðin 45. Ég á tvö börn til að hugsa um, Evu, sem er sex Maður getur vart annað en hlegið Horft úr eldhúsinu hjá Ednu Mikaelsdóttur út á vatnið. verugrundvellinum undan okkur þegar mönnum dettur í hug. Yfirvöld eru alltaf að breyta regl- unum og maður veit aldrei hvar maður stendur. Hverju skyldu þau taka upp á næst? Kristjan- íubúar hafa reynt samvinnu og verið fúsir til samninga, en allt virðist það hafa verið blekking. Það kemur bara ungt fólk á þing, sem var ekki einu sinni fætt þegar fyrstu Kristjaníubúarnir settust hér að, og það ætlar að stroka allt út. Tökum slaginn Vegna þess hversu framtíðin er óljós má hvergi byggja eða stækka húsin í Kristjaníu, að sögn Ednu, og íbúunum fjölgar því lítið. – Það má ekki einu sinni reisa brenniskúr. Ég hef staðið í ótrúlegu stappi vegna hússins sem ég reisti fyrir fjórum árum. Þó stendur það þar sem skúrvagninn stóð áður. Það hafa aldrei verið settar ákveðnar reglur um hvernig skipta mætti gömlu í nýtt. Og ég hafði fengið álit hjá arkitekti, sem taldi ekki mikinn mun á stoðum og hjólum. Þannig er allt orðið í Kristjaníu – það má ekki skipta um lit á húsum án þess að allt fari í upp- nám. Þetta er farið að ganga svo langt að maður getur vart annað en hlegið. Enda hafa Kristjan- íubúar komið málinu í hendur lögfræðinga, sem ætla að taka slaginn gegn yfirvöldum. Einhvern rétt hljótum við að hafa eftir að hafa búið hér í rúma þrjá áratugi. Það er ekki eins og við tökum enga ábyrgð. Við höldum húsunum í lagi, borg- um reikninga, gerum ný þök, höldum umhverfinu við, önnumst garðyrkju og sorphirðu, rekum tvö barnaheimili og dagheimili, læknamiðstöð og fleira og fleira. Þetta litla þjóðfélag hefur verið að byggjast upp í 32 ár. Pusherstreet er bara í einu horninu – og passar sig sjálft. Litlu stúlkurnar hennar Ednu leika sér með vinkonu sinni í balabaði í garðinum. Húsið stendur á gróðursælum reit við vatnið. ára, og Ástu, sem er þriggja ára. Og Sarí, elsta dóttir mín, er 25 ára og á tvö börn. Mér finnst ekkert sjálfsagt að hægt sé að kippa til- að teknar séu myndir. Ef menn freistast til þess hika sölumennirnir ekki við að rífa filmuna úr vélinni. Þessi „félagslega tilraun“ hefur verið í gangi í þrjá áratugi. Ef til vill er hún að renna sitt skeið. Sögur frá Kristjaníu Í allri umræðunni um hasssöluna í Kristjaníu má þó ekki gleymast að síðustu þrjá áratugi hef- ur þrátt fyrir allt myndast nokkuð heilsteypt samfélag og heilu fjölskyldurnar skotið rótum, oft með ærnum tilkostnaði. Þar á meðal eru fjöl- skyldur með þremur kynslóðum, þar sem tvær yngri kynslóðirnar hafa alið allan sinn aldur í Kristjaníu. Þetta gerðist með leyfi yfirvalda og þau standa frammi fyrir spurningunni um hvort kasta eigi fjölskyldunum á götuna. Menningin er einstök – um það verður ekki deilt. Póstur til allra íbúanna sendist á sama heimilisfang, Bådsmannsstræde Kaserne 43, 1470, Kbh. K. Baðhúsið er sameiginlegt fyrir karla og konur. Fjölskyldur fara þangað á Kristjaníuhjólunum sínum, allt upp í þrjú börn- in í kassanum framan á hjólunum. Í heilsuhús- inu fæst fótanudd fyrir 300 ísl. krónur og skórn- ir eru pússaðir á meðan. Listaverk eru sköpuð úr járni í kvennasmiðjunni. Og í næsta húsi eru gamlir ofnar gerðir upp á listilegan hátt. Þegar Kristjaníubúi er jarðsunginn er blómum fleytt út á vatnið og íbúarnir fjölmenna í Frelsiskirkj- una. Þegar „djasspabbinn“ Jens Bloch lést mættu 1.300 manns í Frelsiskirkjuna við Prins- essugötu og haldnir voru tónleikar í Kristjaníu frá því í býtið til 6 morguninn eftir. Jes Harpsø stóð á sviðinu og söng í tíu tíma. Þannig eru sög- urnar endalausar sem sagðar eru af þessu litla samfélagi. Þær eru enn að verða til. Og verða sagðar áfram þó að Kristjanía líði undir lok. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Tónlistarmenn taka lagið á brúnni. Kristjaníubúar notuðu Baðhúsið mikið áður fyrr, en nú eru flestir komnir með baðaðstöðu heima. Minnisvarði um „djasspabbann“ Jens Bloch. Hann lést þegar húsið hans sprakk vegna gasleka. pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.