Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 B 19 börn Skilafrestur er til föstudagsins 22. ágúst. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 31. ágúst. Verðlaunaleikur vikunnar Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Litið myndina eins og ykkur langar! 20 heppnir krakkar sem senda inn mynd fá Tússliti, tússpensla, tréliti eða plastliti í verðlaun. Halló krakkar!lló r r!! Sendið okkur myndina krakkar. Utanáskriftin er: Barnasíður Moggans -Conté- Kringlan 1, 103 Reykjavík  Eitt af því sem er gaman að gera á sumrin er að fara niður í miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með skrúð- göngu homma og lesbía á Hinsegin dögum. Skrúðgangan er örugglega skrautlegasta ganga sem farin er á Ís- landi, þar sem margir af þeim sem taka þátt í henni eru í æðislega flott- um búningum. Hátíðin var haldin um síðustu helgi og þótt það væri ausandi rigning voru yfir 20.000 manns í bænum til að fylgjast með skrúðgöngunni. Þetta gladdi homma og lesbíur því þegar Hinsegin dagar voru fyrst haldnir fyrir fjórum árum komu miklu færri eða um 1.500 manns til að taka þátt í henni. Þetta sýnir líka hvað það eru margir sem viðurkenna og virða það að það eru ekki allir eins, en eins og þið vitið eru hommar strákar sem eru skotnir í öðrum strákum og lesbíur stelpur sem eru skotnar í öðrum stelpum. Morgunblaðið/Ómar Gleði í ausandi rigningu LESENDUR Barnablaðsins eru greinilega mjög góðir ljósmyndarar. Það bárust margar góðar myndir í ljósmyndasamkeppnina „Úti er fjör“ en það kom samt nokkuð á óvart að það tóku engir strákar þátt í keppninni. Hafið þið ekkert gaman af því að taka myndir, strákar? Fyrstu verðlaun hlýtur: Elísa Valdís Einarsdóttir Jörundarholti 5 300 Akranesi Aðrir verðlaunahafar eru:  Hanna Björk Hilmarsdóttir Baldursgarði 11 230 Keflavík Jóhanna Andrésdóttir Safamýri 75 108 Reykjavík Kinnat Sóley Lydon Garðastræti 19 101 Reykjavík Verðlaunahafarnir geta sótt verð- launin til umsjónarmanns Barna- blaðs Morgunblaðsins í Kringluna 1. Ljósmyndaverðlaun ÞESSI mynd sem Kinnat Sóley Lydon, 10 ára, tók hlaut verðlaun í ljósmyndakeppninni „Úti er fjör“. Dómararnir komust að þeirri nið- urstöðu að myndin væri tekin á hár- réttu augnabliki og kæmi því fjör- legu myndefninu sérlega vel til skila. Á fullu ÞESSI mynd eftir Elísu Valdísi Einarsdóttur á Akranesi var valin flottasta myndin í ljósmynda- samkeppninni „Úti er fjör“. Til hamingju, Elísa! Flottasta myndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.