Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 B 5 Hún sendi mig stundum með miða út í búð en ég keypti allt sem mér datt í hug til þess að eitthvað af því sem hún bað um slæddist með. Ef eitt- hvað vantaði sagði ég bara að hlut- urinn hefði ekki verið til eða að ég hefði ekki fundið hann. Maður verð- ur snillingur í að bjarga sér ólæs í læsu samfélagi. Allt snýst um að fela ólæsið. Ég kunni að skrifa sumar töl- ur í bókstöfum og ef ég þurfti að skrifa ávísun þá notfærði ég mér hvað ég var fljótur að reikna í hug- anum og skrifaði svo ávísun með þeirri tölu sem ég kunni. Til að sú upphæð stemmdi þá annað hvort bætti ég við vörum eða skilaði ein- hverju, þannig gekk þetta upp. Þótt ég væri mjög óöruggur innra með mér þá kom ég fyrir sem mjög sjálfs- öruggur og skrifaði mína ávísun öruggri hendi. En þegar ég sá drenginn minn þriggja ára verða læsan af sjálfum sér þá hætti ég að elska hann í nokk- urn tíma, ég snerist á hæli og hljóp út og drakk mig fullan og var fullur meira og minna í sjö ár. Það er raun- ar ekki eina óreglutímabilið í lífi mínu, ég átti annað fimm ára drykkjutímabil að baki. Á báðum þessum tímabilum græddist mér hins vegar mikið fé – ég var um tíma milljónamæringur af fasteignavið- skiptum. En mér mistókst aftur að verða hippi, sem ég reyndi um tíma í San Francisco og enn verr gekk mér að verða ökukennari, ég þekkti nefnilega illa hægri frá vinstri. Við hjónin skildum að skiptum nokkru eftir þetta atvik með son okkar en ég og hinn snemmlæsi son- ur minn eigum góð samskipti í dag. Þessir tveir synir mínir eiga nú sam- tals fimm börn. Þess má geta að hinn lesblindi sonur minn varð flugvéla- verkfræðingur en hætti störfum sem slíkur til að helga sig störfum tengd- um lesblindu. Ég gifti mig í þriðja sinn Alice Davis og við höfum verið gift í nær 30 ár. Það er tilgangur með lífi mínu Síðari árin hef ég fengist talsvert við ritstörf. Fyrst ritaði ég ævisögu mína, það tók mig tólf ár. Þá upp- götvaði ég að það var röng bók sem ég var að skrifa og hófst handa við að skrifa bókina „Náðargáfan les- blinda“ (The Gift of Dyslexia). Hún hefur nú verið þýdd á átján tungu- mál, m.a. íslensku. Ég skrifaði bók- ina með mæður lesblindra barna í huga sem leiðbeinenda, en komst svo síðar að því að móðir lesblinds ein- staklings er ekki endilega heppileg- asti kennararinn og maki enn síður. Þess vegna þurftum við að þjálfa upp fagfólk til þessara starfa. Það fylgir því mikil gleði að sjá líf fólks breyt- ast til betra með því að læra þetta kerfi. Ég trúði aldrei á sínum tíma sjálf- ur að ég gæti lært að lesa, hvað þá lesið bók spjaldanna á milli á einum degi. Það var of fjarlægt til þess að ég gæti beðið um slíkt í bænum mín- um. Ég lít svo á að Guð hafi haft ástæðu til að gera mig eins og ég var og er. Við erum öll af Guði gerð og í hans mynd. Það er tilgangur með lífi mínu og ég vona að ég geti gert það sem ég þarf að gera áður en ég dey. Ég kvíði því ekki að deyja, miklu frekar hlakka ég til, lít til þess eins og ég sé að fara heim.“ gudrung@mbl.is HJÁ Lesblind.com er nýkomin út bókin „Náðargáfan lesblinda“, eftir Ronald D. Davis og væntanlegt er myndband sem stuðningur við bókina. „Við ákváðum að þýða þessa bók sem svar við gífurlegri eftirspurn sem fram kom m.a. á fyrirlestri mínum í febrúar, þar sem ég kynnti Davis-kerfið,“ segir Axel Guðmunds- son Davis-leiðbeinandi í London og forsvars- maður Lesblind.com á Íslandi. „Við bjuggumst við um 30 til 40 manns en það hlýddu á fyrirlesturinn um 700 og fjölmargir urðu frá að hverfa.“ „Í hverju felst Davis-kerfið?“ „Það byggist á því að lesblinda orsakist af myndrænni hugsun sem líka veldur í mörg- um tilvikum afburðagreind. Myndræna hugs- unin nýtist mjög vel til að leysa vandamál og átta sig á hlutum í þrívíðum raunveruleika en þegar kemur að tvívíðum táknum veldur hún lesblindueinkennum. Davis-kerfið sam- anstendur af því að kenna athyglisþjálfun í fyrsta lagi, í öðru það við köllum tákna- meistrun (Symbol Mastery). Hún gengur út að móta í leir tvívítt tákn sem þrívíðan hlut ásamt merkingu táknsins sem líka er mótuð í leir. Myndræna hugsunin verður til trafala við lestur vegna þess að það eru ákveðin orð í tungumálinu sem ekki hafa myndræna merk- ingu. Við köllum þessi orð kveikjuorð vegna þess að þau kveikja skynvillu. Skynvillan veldur aftur lesblindueinkennunum. Með táknameistruninni tengjum við saman útlit orðsins, merkingu og hljóð þess og þar með hefur sá sem hugsar í myndum og áttað sig á merkingu orðsins og nýtt sér það við lest- ur og skrift. Þessi orð valda þá ekki lengur skynvillu og þar með hverfa lesblinduein- kennin. Það er þrennt sem við erum að gera hér hjá Lesblind.com. Fyrir utan að gefa út fyrr- nefnda bók þá erum við nýbúin að útskrifa yfir 20 kennara til að beita Davis-kerfinu með fyrirbyggjandi hætti í fyrstu bekkjum grunnskólans. Í öðru lagi erum við að mennta að minnsta kosti 25 íslenska Davis-leiðbeinendur, með það fyrir augum að þeir bjóði upp á 5 daga Davis-leiðréttingu fyrir Íslendinga sem þegar eiga við les- blinduvanda að stríða. Í þriðja lagi erum við að flytja inn erlenda leiðbeinendur til að bæta úr brýnustu þörfinni þar til hinir ís- lensku leiðbeinendur verða komnir með réttindi, en það verður ekki fyrr en næsta sumar. Stöðug vakning er í þessum efnum. Skóla- fólk hefur sýnt Davis-kerfinu mikinn áhuga. Við vonumst til að á næstu fimm árum verði Davis-kerfið innleitt í alla grunnskóla lands- ins. Nú þegar hafa 5% skóla landsins sent fulltrúa á námskeið um Davis-kerfið með það fyrir augum að innleiða það í fyrstu bekki grunnskólans. A.m.k. einn skóli hefur ákveðið að aðlaga allt starf sitt að Davis-kerfinu. Fulltrúar frá Lesblind.com hafa farið á fund Ólafs Proppé, rektors Kennaraháskóla Ís- lands og rætt við hann um Davis-kerfið. Ólafur sagði að KHÍ gæti ekki mælt með einu kerfi fram yfir annað, en taldi að KHÍ gæti verið rétti aðilinn til að gera rannsóknir á árangri Davis-kerfisins hér á landi.“ Myndræn hugsun orsök lesblindu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.