Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 8
Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Casa Lapostolle, Frakki í Chile CASA Lapostolle hefur sérstöðu um margt í vínheimi Chile. Fyr- irtækið er í eigu frönsku fjöl- skyldunnar Marnier-Lapostolle, sem líklega er þekktust fyrir að framleiða líkjörinn Grand Marn- ier í samvinnu við Rabat- fjölskylduna í Chile. Casa Lapostolle var stofnað árið 1994 og hefur stækkað hægt og sígandi. Það er þó langt í frá stórt vínfyrirtæki í sam- anburði við marga aðra vín- framleiðendur í Chile. Lapostolle á um 300 hektara af ekrum í dölunum Rapel, Colchagua, sem eru góð ræktunarsvæði fyrir rauðar þrúgur og í Casablanca, norður af höfuðborginni Santiago, en þar eru rækt- unarskilyrði hvað best fyrir hvítar þrúgur. Ekrur fyrirtækisins í Colchagua eru í Apalta, einu allra besta rauðvínssvæði Chile. Franskir sérfræðingar hafa gegnt lykilhlutverki við þróun vína Casa Lapostolle og þá ekki síst víngerðarmaðurinn Michel Rolland frá Bordeaux. Rolland er líklega þekktasti víngerð- armaður Frakklands og starf- ar fyrir mörg af bestu vín- húsum Bordeaux auk þess að eiga sitt eigið Chateau. Það sem mér fannst ein- kenna stíl Lapostolle- vínanna almennt við smökkun er dýpt og sam- þjöppun ávaxtarins í bragð- inu. Þetta eru glæsileg vín og tæknilega vel útfærð. Þá er greinilegt að „hægri- bakka“ maðurinn Roland hefur gert kraftaverk með Merlot-vínin. Vínin frá Casa Lapostolle fást í Heið- rúnu og Kringlunni. Fonteo de Casa Lapost- olle 2001 hvítvín úr þrúg- unum Chardonnay, Sauvignon Blanc og Sémillon. Smjör og hita- beltisávextir í nefi ásamt vanillu. Í munni stórt og hér er það lakkrís, sem ræður ríkjum, allt að því beiskur. Þetta er hvítvín sem hefur ávöxt nýjaheimsvína og rífur vel í. 17/20 Í Chardonnay 2001 Cuvée Alexandre er sætur, síróps- leginn sítrus áberandi í nefi og eik sem lýsir sér í vanillu og ristuðu brauði með hun- angi. Í munni er eikin ríkjandi í bland við þykkan og sætan ávöxtinn. Þetta er vínið fyrir þá sem kunna að meta feitu nýjaheimsvínin (sem virðist vera meirihluti neytenda samkvæmt sölutöl- um.) 1.790 krónur. 18/20 Í Cabernet Sauvignon Rapel Valley 2001 er eikin í fyrirrúmi ásamt súkkulaði og áfengri krækiberjasaft. Öflugt og straumlínulagað í munni. 1.30 krónur. 17/20 Í Merlot Rapel Valley 2002 er áberandi þykkur krækiberjasafi, öflugur, heitur og kryddaður. Í munni þykkt og ágengt, þétt og bragðmikið. 1.330 krónur. 17/20. Cuvée Alexandre Cabernet Sauvignon 2001 frá Colch- agua einkennist af dökkum og þungum sólberjasafa sem er kryddaður með ferskri myntu og vanillu. Í munni sýrumikið, tannískt og þurrt. Alvöruvín, tannínin skafa góminn. Gotta að geyma 1–2 ár. 1.890 krónur. 18/20 Cuvée Alexandre Merlot 2000 frá Colchagua er dúnd- urvín. Ávöxtur dökkur og brenndur, skarpkryddaður, í munni heitur og ágengur, minnir mest á apótekara- lakkrís. Þurrt og áfengt (14%). 1.990 krónur. 19/20 Vín  Veitingastaðurinn Sommelier við Hverfisgötu hefur undanfarna mánuði boðið gestum sínum upp á fjórrétta matseðla af ýmsu tagi. Í tilefni Menn- ingarnætur í Reykjavík um helgina var kynntur nýr fjögurra rétta seðill þar sem áherslan er lögð á fiska og fugla. Seðillinn verður í boði fram á haustið eða þar til villibráðin fer að koma í hús. Matseðillinn ber heitið „Villtir fiskar og fuglar“ og er eftirfarandi rétti að finna á honum: Túnfiskur „tandoori“ með dillolíu og won ton. Humarsúpa með melónu og skelfisks-salsa. Andarbringa, sojakóríander-sósa, bankabygg, epli. Hvítt súkkulaðifrauð, rabarbara sorbet og fennelsíróp. Verð fyrir seðilinn er 5.750 krónur og verður boðið upp á sérvalin vín með seðlinum. Í frétt frá Sommelier segir einnig: „Í kringum næstu mánaðamót munum við stofna Vínklúbb Sommelier. Klúbburinn mun halda reglulega fundi og verður opinn öllu vínáhugafólki.“ Villtir fiskar og fuglar á Sommelier  Á Hótel Sögu hófust á föstudag þemadagar á veitingastöðum hótelsins, Skrúði og Grillinu, sem tileinkað er Chile. Í boði er sérstakur matseðill með réttum frá Chile, sem settur hefur verið saman af matreiðslumeisturum Grillsins og matreiðslumeisturum frá Chile. Auk þess verður sérstök kynning á víngerð spænsku Torres-fjölskyldunnar í Chile, en Torres var fyrsti evrópski vínframleiðandinn til að fjárfesta í chil- enska víniðnaðinum. Í fréttatilkynningu segir að boðið verði upp á smakkanir á vínum Miguel Torres frá Chile, þar á meðal nokkurra nýjunga, auk verðlaunavína framleið- andans sem fáanleg eru hér á landi. Hendrik Hermannsson mun leiða smökkun á vínunum og er nánari upplýsingar að finna á www.vin.is og www.matarlist.is. Torres og Chile á Sögu K RÆKLINGUR nýtur gífurlegra vin- sælda víða í Evrópu ekki síst í Belgíu, Lúxemborg og Frakklandi þar sem á vissum árstímum er vart hægt að finna annað á matseðlum veitingahúsa en krækling í marg- víslegum útfærslum. Þrátt fyrir að ekki skorti krækling á Íslandsmiðum höfum við Íslend- ingar hins vegar aldrei almenninga komist á bragðið. Vissulega eru þeir margir sem ganga fjörur og tína krækling sjálfir og um ellefu fyr- irtæki stunda nú tilraunarækt á kræklingi sem seldur er til veitinga- húsa. Hins vegar er nánast ómögulegt að finna ferskan krækling í almennum verslunum. Því miður, því hér er um að ræða stórkostlegt hráefni ef það er meðhöndlað á réttan hátt. Hér fara á eftir tvær uppskriftir og frásögn sem sælkerasíðunni bárust frá miklum matgæðingi, sem vill þó ekki láta nafns síns getið. Uppskriftirnar eru báðar skotheldar og eins og sjá má af frásögninni þarf ekki full- komið eldhúsið til að setja upp veislu. Það má gera í guðsgrænni náttúrunni ef menn kunna að bjarga sér. Hesteyrar-kræklingasúpa 2 hvítlauksrif 1/4 blaðlaukur olía/smjör 1/2 blaðlauks-rjómaostur 1/4 l rjómi Hvítvín Grófmalaður svartur pipar Ofurlítið salt Væn fata af kræklingi Þegar lúnir göngumenn komu til Hesteyrar á dög- unum var óðar farið að huga að undirstöðuríkri súpu til að hita kroppana. Mikil fjara er fyrir Hesteyri og þar var á fjöru tíndur á undraskömmum tíma kræklingur í væna fötu, hann síðan hann skrúbbaður og hreinsaður ræki- lega. Sagt er að krækling skuli aldrei tína í mánuðum sem ekki bera „r“ einhversstaðar í mánaðarheitinu, þ.e. maí, júní, júlí og ágúst, en við ystu strendur jökulfjarða er blásið á slíkar kerlingabækur þótt hásumar sé. Til að laga súpuna verður svo bara að nota það sem til- tækt er í trússinu, grafinn upp hvítlaukur, rest af blað- lauk, og smjörva-rest bætt með olíu til að setja í grunn- inn. Eldunargræjur voru ekki af fullkomnustu gerð – best hefði auðvitað verið að hafa einn stóran pott, en í þessu tilfelli var brugðið á það ráð að léttsteikja laukinn á pönnu ásamt kræklingi í skömmtum sem síðan var færður yfir í stærri pott og fyllt yfir með kusu-hvítvíni, þe. hvítvíni í kössum, uns suða kom upp og krækling- urinn byrjaði að opna sig. Kræklingurinn sem opnaði sig eðlilega var síðan færður yfir í annað ílát (þeim sem ekki opnaði sig hent) en hvítvínssoðinu hellt yfir á pönnuna með grunninum og skrapað vel af pönnubotninum áður en soðið var fært yfir í annan pott og látið malla um stund, síðan bætt út í rjómaostinum og rjómanum. Látið malla enn litla stund. Æskilegast hefði auðvitað verið að sía soðið áður en rjómaosturinn og rjóminn voru settir út í í gegnum grisju en engu slíku var til að dreifa – kannski hefði mátt reyna kaffipoka, en fólk lét sig hafa það með þeim orðum að fjörusand- urinn á botninum bætti bara melt- inguna. Kræklingakjötið var rifið innan úr skelinni sem meðlæti ásamt nýju grilluðu brauði. Sumir sögðu eftirá að betri súpa hefði ekki smakkast á ísaköldu landi. Billi Bi Frægust kræklingasúpa er þó áreiðanlega sú sem eignuð er Pierre Franey, franskættuðum bandarískum meistrarakokki og á árum áður matgæðingi The New York Times. 1 kg. kræklingur 2 skallotulaukar, grófsaxaðir 2 litlir laukar, skornir í fernt 2 stilkar af steinselju salt Grófmalur svartur pipar Hnífsoddur af cayenne-pipar 1 bolli hvítvín (má láta fljóta yfir bollamálið) 2 matskeiðar smjör 1/2 lárviðarlauf 1/2 teskeið timmían 2 bollar rjómi 1 létthrærð eggjarauða 1. Kræklingurinn skrúbbaður rækilega. Komið fyrir í stórum potti ásamt laukunum, steinseljunni, saltinu, pip- arnum, cayenne-piparnum, smjörinu, víninu, lárviðar- laufinu og timmían. Lok sett yfir pottinn og suðan látin koma upp. Mallað í 5–10 mínútur eða þar til krækling- urinn hefur opnað sig. Kræklingi sem ekki opnar sig er hent. 2. Vökvinn í pottinum síaður í gengum tvöfalda osta- grisju. Kræklingurinn settur til hliðar til annarra nota eða notaður sem meðlæti með súpunni sem er nærtæk- ast og best. 3. Vökvinn færður yfir í pott og suðan látin koma upp og rjómanum bætt út í. Suðan aftur látin koma upp og pannan/potturinn þá tekin af hitanum. Hrærðu eggja- rauðunni bætt út í og súpan aftur færð yfir á hita þar til hún tekur að þykkna aðeins. Ekki láta sjóða! Má bera fram hvort heldur er kalda eða heita. Vín með: Fá vín eiga betur við krækling en Chablis. Í vínbúðunum eru fáanleg mörg afbragðsgóð Chablis, ekki síst í sérbúðunum. Framleiðendur á borð við Laroche og La Chablisienne klikka sjaldan. Kræklingur TALIÐ er að kræklingarækt hafi hafist á þrettándu öld, þegar skipreika Íri setti staura út í sjó til að festa net við. Hann sá þá að kræklingur settist á staurana og ákvað að hefja kræklingarækt. Kræk- lingaræktin fer þannig fram að settir eru út slíkir staurar, langar flotlínur með söfnunarþráðum eða sérstakir flekar með slíkum þráðum. Þegar skelin hrygn- ir fara lirfurnar af stað og leita sér að seti og festa sig þá á staurana eða söfn- unarlínurnar. Þar vex skelin svo og dafn- ar og síar til sín fæðu úr sjónum þar til hún hefur náð markaðsstærð á kringum tveimur árum, allt eftir sjávarhita. Þá hefst uppskeran. Í raun felst ræktin að- eins í því að útvega skelinni „húsnæði“, ekki fæði. Það tekur hún sjálf úr sjónum. Alls stunda nú ellefu fyrirtæki til- raunarækt á kræklingi hér við land og eru þessar myndir teknar þegar starfs- menn Norðurskeljar við Hrísey voru að „landa afla“ sínum. Áætluð uppskera hjá Norðurskel í ár er 10 tonn, 150 tonn á því næsta og þúsund tonn árið 2007. Fram- leiðsla á ári í öllum heiminum er um 1,4 milljónir tonna. Sælkerar hljóta að vona að matvöruverslanir á Íslandi taki við sér og hefji sölu á ferskum kræklingi. Ellefu fyrirtæki rækta krækling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.