Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 16
 KVIKMYNDIN The Passion sem Mel Gibson leikstýrir eftir píslarsögunni um krossfestingu Krists hefur fengið yfir sig dembu mótmæla frá trúar- leiðtogum gyðinga og ka- þólikka löngu fyrir frumsýn- inguna, nú síðast frá áhrifamiklum samtökum sem nefnast The Anti-Defamation League. Mótmælin snúast um að myndin muni kynda undir gyðingahatri og segir framkvæmdastjóri samtak- anna að hún lýsi gyðingum og foringjum þeirra ótvírætt sem ábyrgum fyrir krossfestingunni. Tals- maður Gibsons segir engan sem tengist myndinni hafa nokkurn áhuga á að sverta gyðinga eða annað fólk yfirleitt. „Þetta er kvikmynd um kærleika, von og fyrirgefningu.“ Mel Gibson, sem er strangtrúað- ur kaþólikki, framleiðir myndina sjálfur og leggur til 25 milljónir dollara af kostnaðinum. Hann hefur sagt að heilagur andi hafi unnið gegnum sig við gerð myndarinnar. Jim Caviezel leikur Krist. Mótmæli dynja á Kristsmynd Gibsons Mel Gibson: Ær- andi gagnrýni.  ÞEIR Eric Rohmer og Jean- Luc Godard teljast til höfuð- snillinga franskrar kvikmynda- gerðar og þótt þeir séu nú vel við aldur, Rohmer 83 ára og Godard 73 ára, eru þeir enn að búa til bíómyndir. Um þessar mundir er Rohmer að ljúka við Triple agent, sem fjallar um njósnir og tvöfeldni eða, eins og titillinn gefur til kynna, þre- feldni. Godard, hins vegar, er að vinna við Notre musique eða Okkar tónlist. Báðar þessar myndir gömlu meistaranna eru væntan- legar á næsta ári. Gamlir snillingar enn að störfum Eric Rohmer: Grár en sígrænn.  TVEIR af þekktustu leik- stjórum tveggja kynslóða í Danmörku Lars von Trier og Jörgen Leth standa saman að gerð heimildamyndarinnar De fem bespænd/ Hindranirnar fimm sem valin hefur verið til keppni á Feneyjahátíðinni 27. ágúst til 6. september. Mynd- inni er lýst sem „rannsóknar- leiðangri inn í fyrirbærið kvik- myndagerð,“ og fylgir Leth eftir á meðan hann endur- uppgötvar og endurgerir eina af fyrstu myndum sínum Det perfekte menneske/Hin fullkomna manneskja sem von Trier leit á sem „lítið meist- araverk“ þegar hann sá hana í kvikmyndaskól- anum. Í De fem bespænd fær dogmafrömuðurinn Leth til að gera fimm nýjar útgáfur af gömlu mynd- inni eftir þeim reglum sem sá fyrrnefndi setur. Von Trier og Leth saman í Feneyjakeppni Lars von Trier: Ögrar starfs- bróður. TVEIR fremstu og vinsælustu leikstjórar Norðurlanda, Svíinn Lukas Moodysson og Daninn Susanne Bier eru um þessar mundir að hefja tökur á næstu kvikmyndum sínum eftir mikla velgengni þeirra síðustu, Lilja 4- Ever og Elsker dig for evigt, sem báðar voru sýndar hérlendis á árinu við góðar undirtektir. Mynd Moodyssons hefur enn ekki hlotið nafn en er dramatískt verk úr nútímanum. Hann er að venju fáorður um fyrirhugað verkefni en segir í yfirlýsingu að myndin fjalli um „föður og son og stúlku og vin.“ Aðalhlutverkin leika Thorsten Flinck, Björn Almroth, Sanna Brading og Goran Marj- anovic. Framleiðandi Moodyssons Lars Jönsson segir að handritið, sem leikstjórinn skrifar sjálfur eins og fyrr, hafi „alla þá eiginleika sem við erum farin að vænta frá Moodysson. Það er mjög frumlegt, bæði fyndið og hræðilegt, ögrandi og áhrifamik- ið.“ Frumsýning er áætluð haustið 2004. Susanne Bier hefur gefið sinni mynd, sem hún semur handrit að í félagi við And- ers Thomas Jensen eins og fyrri daginn, vinnutitilinn Bræður. Hún segir að myndin verði eins konar framþróun á sömu viðfangsefnum og Elsker dig for evigt. „Við höf- um áhuga á þeim skilyrðum sem ástinni eru búin í nútímanum,“ segir hún. „Hvern- ig við höndlum hana þegar allt virðist svo auðvelt en er það ekki í raun og veru.“ Frumsýning er áætluð í vor. Bier og Moodys- son að byrja á nýjum myndum Lukas Moodysson: Fjölskyldu- drama. Þ AÐ ferli er allt hið at- hyglisverðasta því það gefur raunsanna innsýn í hvað gerist á bak við tjöldin – hvað bíður ungra manna úti á al- þjóðakvikmyndamarkaðnum. Þeir Marteinn og Renfroe höfðu lítið annað á milli hand- anna en eldmóðinn og góða hugmynd er þeir lögðu í slag- inn. Í meðbyr og mótvindi „Upphaflega vildum við gera myndina að samvinnnuverkefni milli Kanada og Íslands,“ segir Marteinn. „Þegar kanadískir framleiðendur náðu ekki að koma myndinni á koppinn kom inn í málið Thomas Mai, sem var sölustjóri hjá Trust Film (söludeild Zentropa), en hann var að stofna fyrirtækið Zent- America í Bandaríkjunum. Allt gekk ágætlega í byrjun, Frið- rik Þór kom líka að myndinni og vilyrði frá Kvikmyndasjóði. Við vorum búnir að velja töku- Hið margumtalaða lokaútlit verka („final cut“), er sjaldnast alfarið í höndum leikstjóranna, jafnvel þótt þeir séu virtir og reyndir.“ Ómetanleg reynsla „En hvað getur maður sagt? Þeir komu henni að minnsta kosti á koppinn. Og stundum hafa framleiðendur rétt fyrir sér. Þetta er ekkert nýtt í bransanum, ég held að flestir leikstjórar hafi lent í svipuðum málum (t.d. Terry Gilliam og Brazil; Ridley Scott og Leg- end). Maður bara lærir á þetta, glottir og gerir næstu mynd. Eins og Udo Kier sagði: „It’s only a movie.““ Marteinn segir þá Jeff með mörg járn í eldinum: Stray Toasters, byggða á samnefndri grafískri skáldsögu Bills Sienkiewicz sem mun vinna með þeim að handritsgerðinni; Hans og Grétu – nútímaútgáfu með „kynlífi, dópi og rokki“, ennfremur ónefnda mynd byggða á „Den forsvundne fuldmægtig“, sögu danska rit- höfundarinns Hans Scherfig, og Rufus Strangeboy. „Mig langar líka mikið til að gera mynd á Íslandi, sem ég sakna, enda hef ég ekki komið heim í meira en tvö ár,“ segir Marteinn, „og þá líklega eftir gömlu handriti sem ég ætla að endurvinna, en það kallast Exit og er byggt á sönnum atburð- um sem gerðust á Skeiðarár- sandi, 1982 að mig minnir, er þar var myrt frönsk stúlka. Við erum líka að vinna að Drakúla- mynd med Udo og vísinda- skáldsöguvestra sem yrði tek- inn á Íslandi med Lance og Udo og vonandi íslenskum leik- urum. Svo er bara að sjá hvað af þessum verkefnum fær mestan meðbyr. Þetta hefur verið dýrmæt reynsla; við er- um stoltir af myndinni okkar og ég er alveg tilbúinn til að ganga í gegnum þetta allt aft- ur,“ segir Marteinn Þórsson að lokum. Stefnt er að frumsýn- ingu 1.0 undir árslok. „Fjör í Hollywood!“ segir Marteinn. „Ég flaug til Los Angeles í byrjun febrúar og hitti manninn og undirbúning- ur fór í fullan gang. Það var gerður samningur við Media- Pro Pictures í Búkarest og við Jeff héldum þangað um miðjan mars. Í Búkarest vorum við mjög heppnir með tökustaði, réðum leikara til viðbótar, en frá upphafi höfðu þau Deborah Kara Unger og Udo Kier verið með. Lance Henriksen var ráð- inn á barnum á Marriott-hót- elinu í Búkarest.“ Marteinn segir þessa valin- kunnu skapgerðarleikara, sem báðir eru kunnir fyrir túlkun oftast heldur óheflaðra ein- staklinga í fjölda mynda, báða sómamenn sem einkar gott sé að vinna með. Fyrsta flokks at- vinnumenn og drengi góða. „Þá gengu nokkrir mjög góð- ir Rúmenar til liðs við okkur svo og Bretinn Bruce Payne. Eggert Ketilsson kom frá Ís- landi og hannaði leikmynd; Maria Valles hannaði búninga og var ómissandi við gerð myndarinnar. Tökumaðurinn okkar er Chris Soos (með frá byrjun, frægur í tónlistar- myndbanda- og auglýsinga- heiminum, tók m.a. BMW- stuttmyndina The Ride fyrir Guy Ritchie). Og klipparinnn okkar, Dan Sadler, er frá Tor- onto. Það merkilega er að Jeff, ég, Chris og Dan vorum allir saman í kvikmyndaskóla og það eru nákvæmlega 10 ár síð- an við útskrifuðumst.“ Kvikmyndatökum lauk á réttum tíma í Rúmeníu og eftirvinnslan er í fullum gangi í Hollywood en þeir Marteinn og Jeff eru enn að fóta sig í kerf- inu því nú ráku þeir sig á að framleiðendurnir sem lögðu peninga í 1.0 og hrundu henni í framkvæmd vildu vera með í ráðum varðandi endanlega klippingu myndarinnar og tón- listarval. „Slík samvinna er í rauninni almenn og eðlileg,“ segir Mar- teinn, „þegar um er að ræða fyrstu mynd leikstjóra og ekk- ert við því að segja. staði í Winnipeg í Manitoba, norskir aðilar ætluðu að koma með fjármagn í verkið og eitt- hvert japanskt fyrirtæki kom með 500.000 dollara. Nokkur önnur svæði voru seld, og allt byggt á handritinu sem við Jeff skrifuðum og litlum filmustúf („trailer“) sem við höfðum tek- ið í Toronto. Við höfðum líka sett upp vefsíðu, gert „story- board“, búið til flottan pakka sem gekk vel í kaupendur.“ Fram að því að ZentAmerica kom til sögunnar höfðu þeir Marteinn og Jeff lagt til hverja einustu krónu og nánast alla vinnu sem unnin hafði verið við 1.0. „Í júlí á síðasta ári vorum við búnir að ráða Adrien Brody (nýbúinn að leika titilhlutverk- ið í The Pianist) í aðalhlut- verkið, en Winnipeg gekk ekki vegna þess að Kanadamenn vildu gera myndina að „union“- mynd, þrátt fyrir að framlag okkar Renfroe væri komið í 2,7 milljónir Bandaríkjadala. Þannig að Winnipeg var ekki lengur inni og við fórum að skoða Varsjá í staðinn.“ Í næsta kafla gerðar mynd- arinnar 1.0 upplifðu þeir Jeff og Marteinn enn og aftur þau gömlu sannindi að fjármögnun er ekki fyrir hendi fyrr en pen- ingarnir eru komnir því Norð- mennirnir duttu út og einnig Brody. Framleiðendurnir fundu einhvern auðkýfing, tví- menningarnir réðu Jeremy Sisto í aðalhlutverkið og það leit út fyrir að myndin yrði tekin í Varsjá. En milljóna- mæringurinn reyndist mark- laus pabbastrákur sem hafði ekkert umboð fyrir auðæfi föð- ur síns. Tvímenningarnir tóku hverju mótlæti sem nýrri og dýrmætri reynslu og efldust við hverja raun. Fengu til liðs við sig framleiðandann Chris Sievern- ich, sem á að baki vel þekktar gæðamyndir eins og Paris, Texas og Nurse Betty, en hann var nýbúinn að stofna Armada Pictures. Í framhaldi af því voru samningar gerðir á milli Armada og ZentAmerica. Ungir kvikmyndagerðarmenn reynslunni ríkari eftir langt og strangt ferðalag 1.0 Þetta er bara bíómynd! Kvikmyndagerðarmenn kom- ast fljótt að því að þeirra starf er ekkert spaug, öfugt við það sem margir álíta þeg- ar þeir virða fyrir sér allt húllumhæið og glamúrinn í kringum frumsýningarnar. Því hafa Marteinn Þórsson og Jeff Renfroe félagi hans fengið að kynnast á undan- förnum misserum í erfiðri baráttu við að gera myndina 1.0 að veruleika. Sæbjörn Valdimarsson náði tali af Marteini í Hollywood þar sem þeir félagar eru önnum kafnir við eftirvinnsluna. Jeff Renfroe og Marteinn Þórsson: Mótlætið var dýrmæt reynsla… saebjorn@mbl.is Sérgrein: Löggur og íþróttakappar Mynd Rons Shelton Hollywood Homi- cide frumsýnd hér- lendis um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.