Morgunblaðið - 17.08.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.08.2003, Qupperneq 18
Mikið er kóngulóin þín með stutta fætur. Hvað meinarðu? Þær ná alveg niður á gólf.  Ormurinn á myndinni er boðinn í mat til moldvörp- unnar sem er þegar sest til borðs. Það er bara verst að hann ratar ekki niður í holuna hennar. Getið þið hjálpað honum svo að hann verði ekki allt of seinn? Flókið heimboð  Það sem þarf: kóngulóarvefur málning í spreybrúsa blað í öðrum lit skæri  Svona farið þið að: 1. Finnið fallegan kónguló- arvef úti í náttúrunni. 2. Spreyið hann með hvítri eða svartri málningu en gætið þess að halda sprey- brúsanum ekki of nálægt vefnum svo að hann skemmist ekki. 3. Leggið blað í öðrum lit aftan við vefinn þannig að blaut málningin límist við blaðið. 4. Klippið vefinn lausan frá greininni sem hann hangir á. 5. Spreyið vefinn og blaðið með litlausu lakki.  Flestar kóngulær spinna nýjan vef á hverjum degi þannig að það ætti ekki að valda þeim miklum skaða þótt þið rænið einum þeirra og varðveitið hann. Varðveitið kóngulóarvef Fjör að föndra RÉTT eins og það hefur verið óvenju mikið af geitungum á sveimi vegna veðurblíðunn- ar í sumar er útlit fyrir að það verði mikið af berjum í sumar. Þeir sem fylgjast með berjasprettunni segja að berin hafi þrosk- ast um tveimur vikum fyrr nú í sumar en á venjulegu sumri og að óvenju mikið sé bæði af krækiberjum og bláberjum. Þið eruð kannski þegar farin að fara í berjamó? Ef svo er rákust þið þá nokkuð á kónguló? Það er nefnilega til gamalt rím sem seg- ir: „Kónguló, kónguló, vísaðu mér á berja- mó.“ Ætli það sé samt ekki sennilegra að berin vísi okkur á kóngulærnar en að þær vísi okkur á berin þar sem það er mjög lík- legt að við rekumst á kóngulær og skordýr þegar við erum að tína ber úti í náttúrunni. Geta drepið menn Kóngulær eru reyndar ekki skordýr þar sem þær hafa átta fætur en ekki sex en öll skordýr hafa sex fætur. Kóngulær tilheyra því flokki áttfætla og eru því í raun skyld- ari sporðdrekum en skordýrum, eins til dæmis járnsmiðum. Kóngulær eru líka rándýr en þær kóngu- lær sem eru á Íslandi éta aðallega skordýr, orma og aðrar kóngulær. Íslensku kóngu- lærnar eru alls ekkert hættulegar mönnum en sums staðar í útlöndum eru til kóngulær sem geta drepið menn með biti sínu. Það er svolítið skrýtið en það eru alls ekki stærstu kóngulærnar sem eru hættu- legastar. Það er til dæmis til fræg kónguló sem heitir svarta ekkjan. Hún er frekar lít- il en samt er hún ein af hættulegustu kóngulóm í heimi – fyrir menn. Annars er svarta ekkjan aðallega fræg fyrir það að kvendýrið étur stundum karlinn sinn eftir að hafa átt með honum börn. Spinna ekki allar vef Vissuð þið að það eru til 35.000 kóngulóategundir í heiminum og að þær kunna alls ekki allar að spinna kónguló- arvef? Margar kóngulóategundir búa í holum undir laufblöðum eða í götum á trjáberki og veiða sér til matar með því að hlaupa á eftir bráðinni og ráðast á hana án þess að flækja hana fyrst í vef sínum. Flestar kóngulóategundir spinna þó vef og veiða skordýr í hann en það eru líka til tegundir sem spinna nokkurs konar göng sem mjókka í annan endann. Þá fela þær sig í mjórri endanum og bíða þess að bráð- in villist inn í göngin. Svo eru líka til kóngulær sem spinna silkinet sem þær varpa yfir bráðina. Sterkari en stál Kóngulærnar, sem við þekkjum best, spinna hins vegar silkivef sem er eins og ósýnilegt net. Það eru margs konar þræðir í þessum vefjum en silkiþráður sumra kóngulóa er stekari en jafngildur stál- þráður. Mikilvægasti þráðurinn í kónguló- arvefjum er þó límkenndur þráður sem flugur og önnur smádýr festast í þegar þau snerta vefinn. Þetta er mjög hentugt fyrir kóngulóna því þá komast þau ekki undan þegar hún kemur að athuga um vefinn. Kóngulóin verður þó að passa sig á því að festast ekki sjálf í vefnum því límið í þessum þráðum er svo sterkt að það getur hæglega límt kóngulóna fasta. Kóngulærn- ar vefa því hluta vefjarins úr annars konar þráðum og búa þannig til brýr sem þær nota þegar þær ferðast um vefinn sinn. Alltaf að spinna Kóngulær spinna líka hýði utan um egg- in sem kóngulóarungarnir koma úr en hver kónguló verpir allt að 3.000 eggjum í einu. Það fer svo eftir veðri hversu lengi ung- arnir eru í hýðinu en þegar veðrið er gott opnast hýðið og ungarnir skríða út. Stundum geyma kóngulær líka bráðina þar til síðar og þá spinna þær utan um hana hjúp. Það má því segja að kóngulær séu alltaf að spinna. Vísaðu mér á kónguló . . . Stafarugl k h b m þ v b s ó u e r e e p h n g á f r i ý g g ð u j n ð a i u r a n i r n r l m a o r m a r ó kónguló berjamó vefur ungar hýði spinna þráður ormar eggin Orðin eru: KRAKKARNIR í Sumarskóla Þróttar voru uppi í Indíánagili í Elliðaárdal þegar Barnablaðið rakst á þau í vikunni. Krakkarnir voru með háva, sigti og dollur að reyna að veiða síli. Annars eru krakkarnir í Sumarskólanum mest í boltaíþróttum eins og fótbolta, handbolta, körfu- bolta og blaki. Þau fara samt líka í keilu, sund og badminton og í ferðalög eins og í Nauthólsvíkina og Elliðaárdalinn. Krakkarnir í sumarskólanum eru fimm til tólf ára og þeim er skipt niður í hópa eftir aldri. Þegar þau eru ekki í ferðalögum um borgina eru þau í Laugardalnum þar sem þau geta m.a. æft á gervigrasinu en ef það rignir mikið fara þau inn í sal. Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, sem vinnur á nám- skeiðinu, segir að það hafi verið aðeins færri krakkar í skólanum í sumar en í fyrrasumar. Í júní hafi þó verið 60 til 70 krakkar í skólanum í hverri viku en að þeim hafi fækkað þegar leið á sumarið og nú séu um 20 til 30 krakkar í skólanum í einu. Ætli hinir krakkarnir séu ekki flestir í ferðalögum með fjölskyldum sínum? Fjör í íþróttaskóla  Ormarnir á myndinni virðast í fljótu bragði allir vera eins en í raun eru það bara tveir þeirra sem eru nákvæmlega eins. Getið þið hjálpað vísindamönnunum á myndinni við að finna þá sem eru alveg eins? Ormaþraut Kóngulóin á myndinni er örugglega að vona að flugan fljúgi beint í vefinn hennar. Ef þið viljið hjálpa flugunni að forðast hann getið þið litað kóngulóna og vefinn hennar í skærum litum þannig að flugan taki betur eftir þeim. Ef þið viljið hins vegar hjálpa kóngulónni við að veiða fluguna litið hana þá í svip- uðum lit og bakgrunninn þannig að hún falli betur inn í hann. Hverjum viltu hjálpa? Litið listavel HÉR kemur svolítið kóngulóar-stafarugl fyrir ykkur að ráða fram úr. Lesið línurnar hægt og athugið hvort þið getið fundið orðin á orðalistanum. Stafirnir eru allir í réttri röð og flest orðin liggja lárétt eða lóðrétt. Aðalorðið liggur hins vegar á ská MARGA krakka dreymir um að eignast gæludýr en hefur ykkur nokkurn tíma dottið í hug að kónguló gæti verið skemmtilegt gæludýr? Þið ættuð kannski að prófa það því það er auðvelt að hugsa um þær og gaman að fylgjast með þeim. Þið getið haft glerkrukku fyrir búr en verð- ið að gæta þess að loka henni ekki með loft- þéttu loki. Þess í stað getið þið lokað krukk- unni með viskustykki eða fallegum klút sem þið festið með bandi eða teygju. Setjið síðan blautan svamp í krukkuna þannig að kóngulóin fái vatn að drekka og litl- ar blóma- eða trjágreinar til að hún geti klifr- að á þeim og ofið vefinn sinn utan í þær. Einu sinni í viku þurfið þið síðan að setja flugu, orm eða lítið skordýr í krukkuna til þess að kóngulóin fái eitthvað að borða. Kónguló sem gæludýr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.