Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖFUGT við flestar litlarstelpur hafði ég aldreisérstaklega gaman afBarbí eða einhverjumöðrum dúkkum. Ég var svona strákastelpa og fannst skemmtilegast að vera úti í löggu- og bófaleik með strákunum. Einu sinni þegar ég var svona 5 ára sá ég nokkra stráka leika sér úti á götu. Ég vissi að ef ég segði þeim að ég væri stelpa myndu þeir aldrei vilja leika við mig frekar en hinar stelp- urnar í hverfinu. Þess vegna ákvað ég að fara út og segjast heita Garð- ar. Garðars-nafnið var í miklu uppá- haldi hjá mér á þessum tíma. Allt gekk eins og í sögu enda var ég með stutt, hrokkið hár og gat alveg eins verið strákur og stelpa. Hins vegar kom babb í bátinn þegar strákarnir hringdu dyrabjöllunni og spurðu eftir Garðari næsta dag. Mamma sór og sárt við lagði að enginn Garðar byggi í húsinu eða þar til mér tókst að hrópa yfir öxl- ina á henni: „Jú, ég heiti Garðar. Ég kem út!“,“ segir Karen Björk Reeve, heimsmeistari í samkvæm- isdönsum, og glettnin skín úr and- litinu þegar hún rifjar upp stráka- pör frá því að hún var lítil stelpa að alast upp í Hlíðunum. Eiginmaður hennar og dansfélagi Adam Reeve frá Ástralíu getur heldur ekki varist brosi. Þó hann láti lítið yfir íslenskukunnáttu sinni er hann greinilega vel með á nót- unum. Karen Björk heldur áfram og útskýrir að hún hafi upphaflega fengið áhuga á dansinum í gegnum móðursystur sína. „Ég byrjaði að æfa dans þegar ég var 6 ára. Við dönsuðum saman tvær frænkur og ég dansaði herra þangað til ég varð 10 ára. Ég fór að æfa handbolta með Val um svipað leyti. Sá ferill varð þó ekki langur því að fljótlega þurfti ég að gera upp við mig hvort yrði ofan á handboltinn eða dans- inn. Dansinn togaði meira í mig og ekki leið á löngu þar til flestar mín- ar frístundir voru farnar að snúast um æfingar og keppnir í dansin- um.“ Alein út í heim 16 ára Við sitjum í sólríkri borðstofunni á heimili foreldra Karenar Bjarkar, þeirra Björgvins Friðrikssonar og Öddu Bjarkar Jónsdóttur í Barma- hlíðinni. Karen segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir því að hún vildi leggja dansinn fyrir sig. „Hingað voru alltaf annað slagið að koma er- lendir danskennarar að kenna. Krakkarnir í dansinum litu nátt- úrulega rosalega upp til þessa merkilega fólks. Ég held að ég hafi ekki verið nema 12 ára þegar mig var farið að dreyma um að feta í fótspor þeirra, þ.e. verða atvinnu- dansari og danskennari og ferðast út um allan heim.“ Eins og þú ert orðin! „Já, eins og ég er orðin.“ Þess var heldur ekki langt að bíða að reyna tæki á draumana. Breskur dómari hafði samband við foreldra Karenar síðasta veturinn hennar í grunnskóla. „Hann hafði fylgst með mér í keppni á Íslandi og vildi vita hvort ég hefði áhuga á að prófa breskan dansherra í Black- pool. Ég fékk ekki að vita af tilboð- inu alveg um leið. Pabbi og mamma voru tvístígandi og vildu ekki segja mér fréttirnar strax því að þau höfðu áhyggjur af því að ég færi að slá slöku við námið og vildi drífa mig út. Eftir á að hyggja skil ég þau mjög vel. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég sæi fram á að sjá á eftir barninu mínu 16 ára gömlu út í heim,“ segir Karen hugsi og Adam hnyklar brýrnar. „Þau sögðu mér síðan frá tilboðinu og auðvitað vildi ég óð og uppvæg fara til Blackpool eins og ég gerði. Við mamma vorum komnar þangað að- eins nokkrum dögum eftir vorprófin í maí.“ Karen útskýrir að fljótlega hafi komið í ljós að hún og dansherrann hentuðu ekki hvort öðru. Hins veg- ar kynntist hún öðrum dansherra í Blackpool og fékk leyfi til að búa hjá fjölskyldu hans skammt frá London um veturinn. „Eftir að hafa dansað við þennan nýja dansherra í nokkra mánuði kom í ljós að við hentuðum heldur ekki hvort öðru eins og stundum gerist í dansinum. Dansinn er nefnilega ekki alltaf dans á rósum. Ég hætti þess vegna að dansa við þennan dansherra og fór að dansa við rússneskan strák í október.“ Þurftir þú þá ekki líka að flytjast frá fjölskyldu hans? „Jú, ég fór að leigja hús með rússneska dansfélaganum mínum og seinna bættist rússnesk stelpa í hópinn.“ Ekki þvingaður í dansinn Ólíkt Karen kemur Adam Reeve úr þekktri dansfjölskyldu frá Sydn- ey í Ástralíu. Foreldrar hans, Ray og Margaret Reeve, eru margfaldir Ástralíumeistarar og voru í hópi úr- slitaparanna á heimsmeistaramót- um í samkvæmisdönsum á hverju ári á árabilinu 1965 til 1971. Þau eru nú þekktir danskennarar í Ástralíu. Systir Adams og mágur eru talin meðal 6 bestu danspara í heiminum í svokölluðum „ballroom“-dönsum. Þau eru m.a. handhafar British-open titilsins í ár. Adam vill þó ekki meina að hann hafi nokkurn tíma verið þvingaður til að æfa dans. „Ég æfði margs konar íþróttir þegar ég var lítill, t.d. sund, krikket og brimbrettasigling- ar. Pabbi kenndi mér grunnsporin til að ég yrði mér ekki til skammar á dansgólfinu, gæti dansað skamm- laust við konuna mína. Ástæðan fyrir því að ég vildi halda áfram var einfaldlega félagsskapurinn. Ég kynntist fullt af skemmtilegum krökkum í dansinum og eina leiðin til að fá tækifæri til að vera eitt- hvað með þeim var að æfa sjálfur,“ segir Adam og viðurkennir að góð- ur árangur í byrjun hafi einnig átt þátt í því að hann ákvað að halda áfram. „Af einhverri ótrúlegri ástæðu vann ég 6 verðlaun og varð Ástralíumeistari í mínum flokki eft- ir að hafa aðeins æft í eitt ár. Ég var bara 8 ára og auðvitað alveg í skýjunum yfir þessu. Ef allar keppnir væru svona ætlaði ég svo sannarlega að halda áfram (hlát- ur).“ Adam viðurkennir að stundum hafi verið erfitt að halda sig við dansinn á unglingsárunum. „Ung- lingsárin eru viðkvæmur tími og auðvitað gat verið erfitt að æfa dans í landi þar sem allt snýst um svokallaðar karlmannlegar íþróttir eins og rugby og fótbolta þótt Ástr- alir hafi áður fyrr staðið framarlega í dansi. Ég væri heldur ekki að segja satt ef ég viðurkenndi ekki að stundum hafi mér fundist leiðinlegt að geta ekki varið meiri tíma með vinum mínum fyrir utan dansinn. Að öllu samanlögðu get ég þó ekki sagt að ég hafi misst af miklu því að auðvitað hafði ég þennan fína fé- lagsskap í dansinum og naut út í ystu æsar allra ferðalaganna í tengslum við hann.“ Adam þurfti að hætta í háskóla- námi til að geta sinnt dansinum og flutti til Bretlands árið 1993. „Eftir að ég flutti til Bretlands gat ég ekki lengur treyst á stuðning foreldra minna. Ég vann 7 daga vikunnar við garðyrkjustörf til að sjá sjálfum mér farboða og borga dýra dans- tíma. Afleiðingin af því var að liðið gat hálfur mánuður á milli danstíma þó að ég æfði alltaf með dömunni minni á hverju kvöldi. Framfarirnar í dansinum urðu því ekki eins mikl- ar á þessum tíma og þær hefðu get- að verið þó að ég sé í sjálfu sér þakklátur fyrir að fá þarna tæki- færi til að standa á eigin fótum.“ Sannleikurinn sagna bestur Skömmu áður en Karen kynntist Adam voru foreldrar hennar farnir að ýja að því að hún flytti aftur til Íslands til að halda áfram námi. „Sú lífsreynsla að fara jafnung út í hinn stóra heim og ég gerði veldur því náttúrulega að maður verður fljótt að taka ábyrgð á eigin lífi, t.d. elda mat og sjá almennilega um sjálfan sig. Mamma og pabbi báru fullt traust til mín og því trausti vildi ég að sjálfsögðu ekki bregðast. Ég féll heldur aldrei í þá gildru að reyna að fegra eitthvað fyrir þeim um reynslu mína úti í Bretlandi. Ætli ég sé ekki bara alin svona upp. Pabbi og mamma vissu því vel hvað ég var að ganga í gegnum í Bret- landi og voru satt best að segja orð- in dálítið óróleg vegna mín þarna um haustið“ segir Karen. Um svipað leyti og Karen kynnt- ist rússneska dansherranum slitn- aði upp úr sambandi Adams og ástralskrar kærustu hans og dans- dömu. „Núna finnst okkur dálítið fyndið að fyrsta daman sem mælt var með við mig eftir að ég fór að leita að nýrri dömu var Karen. Ég talaði samt aldrei við hana því að stuttu seinna var mér sagt að hún væri ekki lengur á lausu því að hún væri farin að dansa við Rússa. Ég hélt því áfram að leita og ákvað á endanum að prófa að dansa við rússneska dömu og nú kemur ein tilviljunin í viðbót,“ segir Adam og brosir. „Rússneska stelpan leigði nefnilega með Karen og rússneska dansherranum hennar en þau voru bara par á gólfinu. Ég kom stund- um inn í húsið og fljótlega fórum við Karen að spjalla saman. Ekki síst af því að Rússarnir áttu til að útiloka okkur frá umræðunni með því að tala saman rússnesku. Eitt leiddi síðan af öðru, við vorum orðin par í janúar og farin að prófa okkur saman í dansinum um vorið.“ Spádómar rætast Er rétt að því hafi verið spáð fyr- ir þér að þú myndir eignast ljós- hærða og bláeyga konu og dömu í dansinum. „Já, hvernig veistu?,“ segir Adam og hlær. „Á meðan ég var enn með áströlsku stelpunni fór ég einu sinni til spákonu. Hún sagði mér að samband okkar ætti sér enga framtíð. Ég myndi hitta ljós- hærða, bláeyga konu. Hún ætti eftir að verða konan mín og dansfélagi. Annars er svolítið gaman að segja frá því að þegar ég kynntist Karen var hún með brúnar linsur. Einn góðan veðurdag voru þær svo horfnar. Við mér blöstu þessi tindr- andi bláu augu.“ Þá hefur þú vitað að leitinni væri lokið? „Ég vil ekki vera væminn en ef ég á að vera hreinskilinn verð ég að svara því játandi!“ Hvernig gekk ykkur svo að stilla saman strengi? „Við tókum okkur góðan tíma í að prófa okkur áfram. Við velktumst heldur aldrei í vafa um að við værum að fara út í stórt verkefni og ástæðan var einföld. Styrkleikar okkar lágu á ólíkum sviðum. Karen hafði aðallega ein- beitt sér að „latin“-dönsum frá því að hún kom út. Ég var sterkari í „ballroom“-dönsunum,“ segir Adam og útskýrir að þau hafi tekið ákvörðun um að hjálpast að við að bæta árangur sinn á báðum sviðum. „Fullt af fólki gaf sig á tal við okkur bæði, en í sitt hvoru lagi, og reyndi að telja okkur hughvarf. Dæmið myndi hreinlega aldrei ganga upp. Ég kaus að hlusta ekki á þessar úr- tölur. Mágur minn, sem ég tek mik- ið mark á, sagði alltaf að dansinn yrði ekkert vandamál. Enda þótt Karen væri 9 árum yngri og hefði æft í styttri tíma hefði hún fín grunnspor og einstæða hæfileika til að ná langt í dansinum. Eina hugs- anlega vandamálið gæti skapast af því að sambandið þyldi ekki álagið. Ég tók mark á honum og sam- bandið stóðst raunina með glæsi- brag. Persónulega er ég svo ekki í vafa um að Karen er ein besta „ballroom“-daman á gólfinu í dag.“ Næstu mánuðir voru annasamir í lífi Karenar og Adams. „Fyrstu mánuðina æfðum við saman marga tíma á dag á hverjum degi. Við fór- um svo til Ástralíu sérstaklega til að æfa í fjóra mánuði í nóvember árið 1998. Þessir mánuðir voru í senn erfiðir og skemmtilegir. For- eldrar Adams gáfu okkur mörg góð ráð. Mestan tímann vorum við þó ein og dönsuðum sömu sporin aftur og aftur. Maður verður að leggja vinnu í hlutina til að fá eitthvað til baka,“ segir Karen alvarleg í bragði og vekur athygli á því að stundum þurfi dansparið að vinna í sömu sporum og þau lærðu í upphafi. Karen Björk og Adam Reeve eru heimsmeistarar í samkvæmisdönsum „Ég efast um að þú gerir þér grein fyrir því hversu mikið kraftaverk er að einn dansari finni annan eins og við Karen fund- um hvort annað,“ segir Adam sem hér heldur utan um Karenu. Hjón og félagar á framab Morgunblaðið/Jim Smart Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Karen Björk Björgvinsdóttir var lítil stelpa í Hlíðunum. Með eig- inmann sinn, Adam Reeve, sér við hlið náði hún þeim frábæra árangri að hampa heimsmeistaratitlinum í 10 dönsum á heimsmeistara- mótinu í samkvæmis- dönsum í Tokýó 22. júní sl. Anna G. Ólafsdóttir kynnt- ist fólkinu á bakvið titilinn bjartan morgun í Barma- hlíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.