Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 20
FRÉTTIR 20 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ T r a u s t m e n n t u n í f r a m s æ k n u m s k ó l a Innritun Innritun 18., 19. og 20. ágúst kl. 16–19. Kennsla hefst mánudaginn 25. ágúst samkvæmt stundaskrá. Verð Hver eining er á 4.000 kr., þó er aldrei greitt fyrir fleiri en 9 einingar. Fastagjald er 4.250 kr. og efnisgjald þar sem við á. Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um þátttöku. Stundatöflur eru á vefsetri skólans www.ir.is Upplýsingar í síma 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is Grunnnám tréiðna – Húsasmíði / Húsgagnasmíði Allur tréiðnaður. Verk- og fagbóklegar greinar húsgagna, innréttinga og bygginga. Grunnnám rafiðna 1. önn – Rafvirkjun 3.–7. önn / Rafeindavirkjun 3. önn Raflagnir, rafstýringar, sjónvörp, tölvur og hljómtæki. Tölvubraut Helstu áfangar eru: forritun, tölvutækni, vefsmíð, stýringar, gagnasafnsfræði, netkerfi og myndvinnsla. Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Undirbúningur undir nám í grafískri miðlun, vefsmíði, ljósmyndun, nettækni, prentun og bókbandi. Tækniteiknun 1. önn framhald og sérnám. Fjölbreyttir teikniáfangar, bæði á borði og tölvum (AutoCad). Almennt nám Bókfærsla 102, danska 102/202, enska 102/202/212/303, eðlis- og efnafræði NÁT 123, félagsfræði 102, íslenska 102/112/202/243/303/323, spænska 103, þýska 103, fríhendisteikning 102, grunnteikning 103/203 (106C), vélritun 101, upplýsinga- og tölvunotkun (UTN) 103. IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is G Ú S T A -0 8 -2 0 0 3 Meistaraskóli Allar almennar rekstrar- og stjórnunargreinar iðnfyrirtækja. Faggreinar bygginga- greina 3. önn, fataiðna og málara. ATH. Nemendur skulu hafi lokið sveinsprófi í viðkomandi iðngrein og framvísi sveinsbréfi. Listnámsbraut – Almenn hönnun Byrjunaráfangar í kjarna og á kjörsviði almennrar hönnunar auk valáfanga, svo sem Skynjun, túlkun og tjáning; Samtímamenning í sögulegu samhengi; Tækni og verkmenning fram yfir miðja 19. öld; og Form-, efnis, lita- og markaðsfræði. Brautin er öflugur undirbúningur fyrir framhaldsnám í hönnun. Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð. Öldungadeild hefur verið starfrækt við MH síðan í ársbyrjun 1972. Við höfum því yfir þrjátíu ára reynslu í að kenna fólki með ólíkan bakgrunn bóknám til stúdentsprófs. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Í boði er fjölbreytt nám í raungreinum, tungumálum og samfélagsgreinum. Boðið er upp um sjötíu áfanga, af þeim eru fimmtán áfangar í dreifnámi. Þeir, sem hafa lokið skilgreindu starfsnámi athugið að hægt er að fá það nám metið sem heild inn í námsferil til stúdentsprófs. Innritun er að hefjast fyrir haustönn 2003! Innritun í Öldungadeild MH fyrir haustönn 2003 stendur yfir daganna 20. til 22. ágúst nk. frá kl. 13.00 til kl. 18.00 og laugardaginn 23. ágúst nk. frá kl. 10.00 til kl. 14.00. Hægt verður að hafa samband við námsráðgjafa daganna 20. til 22. ágúst nk. frá kl. 15.00 til kl. 18.00. Þá verða deildarstjórar til viðtals fimmtudaginn 21. ágúst milli kl. 17.00 og 18.00. Mögulegt er að innrita sig í gegnum síma eða vefinn. Sjá nánar í Fréttapésa öldunga á heimasíðu okkar. Mikilvægt er að þeir nemendur, sem vilja láta meta fyrra nám, leggi þau gögn inn á skrifstofu. Greitt er sérstaklega fyrir mat á fyrra námi. Skólagjöld ber að greiða við innritun. Komdu í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar, s.s. Fréttapésa öldunga (vefrit Öldungadeildar), stundatöflu haustannar, bókalista, kennsluáætlanir einstakra áfanga, innritunareyðublað fyrir símainnritun og fleira. Slóðin er; www. mh.is Rektor FLUGMÁLAFÉLAG Íslands hélt fyrir skömmu fjölskylduflughátíð- ina Flugdúndur 2003 í Smáralind, einn af fjölmörgum viðburðum sem félagið mun gangast fyrir í ár í til- efni af 100 ára afmæli flugs í heim- inum. Flugdúndur var fjölbreytt flughá- tíð þar sem sýndar voru ýmsar gerðir af flughæfum farartækjum í eigu aðildarfélaga Flugmálafélags- ins. Þar gaf á að líta einkaflugvélar, listflugvélar, svifflugur, mótorfis, svifdreka, heimasmíðaðar flugvélar og síðast en ekki síst um 60 fjar- stýrð flugmódel er hengd voru upp í loftið á Vetrargarðinum. Meðal fjöl- margra skemmti- og fræðsluatriða var keppni um að búa til bestu bréfskutlu Íslands og var tæplega 2.800 skutlum skilað inn til þátt- töku. Prentsmiðjan Oddi gaf allan pappír í bréfskutlurnar. Að ósk Flugmálafélagsins voru flugkennarar hjá Flugskóla Íslands beðnir um að reynslufljúga skutl- unum og velja úr þær bestu með til- liti til flughæfni. Sigurvegari var Friðrik Þór Viðarsson, 11 ára grunnskólanemi, annað sætið hreppti Elín Dröfn Gunnarsdóttir, 22 ára tækniteiknari, og Hörður Jónasson, 60 ára tryggingaskoð- unarmaður lenti í þriðja sæti. Flug- skóli Íslands býður þeim öllum í flugferð fyrir frábæra frammistöðu á þessu skemmtilega sviði flugsins. Auk þess voru dregnir út fimm aukavinningar. Gunnar Þorsteinsson verkefnis- stjóri Flugdúndurs segir að tilgang- urinn hafi verið að leyfa sköpunar- gleði fólks að ráða hvernig skutlur það bjuggu til en ekki afhenda því þær fyrirfram staðlaðar og fá síðan fagfólkið hjá Flugskóla Íslands til að dæma um árangurinn. Sam- kvæmt staðfestum tölum komu rúmlega 30.000 gestir á Flugdúndur Flugmálafélagsins. Morgunblaðið/Þorkell Stefán Magnússon (lengst til vinstri) og Björn Ásbjörnsson frá Flugskóla Íslands, Friðrik Ari Viðarsson, besti bréfskutlukappi Íslands, Ellen Dröfn Gunnarsdóttir er lenti í 2 sæti, Hörður Jónasson, í 3. sæti, og Gunnar Þor- steinsson, verkefnisstjóri Flugdúndurs. Bestu flugskutlu- kappar Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.