Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Samtíminn kruf
M
EÐ haustvind-
unum rennur
upp tími menn-
ingar og lista.
Rithöfundar
búa bækur sín-
ar til prentunar, aðrir listamenn
búa sig undir að sýna afrakstur
verka sinna og leikhópar/leikhús
keppast við að freista leikhúsgesta
með girnilegum kræsingum á fjöl-
um leikhúsanna.
Þjóðleikhúsið hefur vakið athygli
fyrir að boða frumflutning 8 nýrra
íslenskra leikverka í vetrardagskrá
sinni og hafa ný íslensk verk í
Þjóðleikhúsinu ekki verið fleiri um
árabil, t.d. voru 5 frumflutt í fyrra
og 2 sitt hvorn leikhúsveturinn þar
á undan. Ekki hefur síður þótt at-
hyglisvert að í öllum verkanna, ef
frá er talið leikverk Sigurðar Páls-
sonar um hina ástsælu söngkonu
Edith Piaf, er samtíminn í brenni-
depli. Leikskáldin finna hjá sér
þörf fyrir að kryfja samtímann og
jafnvel að stinga á kýlum sam-
félagsins eins og fram kemur í
samtali við Völu Þórsdóttur, leik-
ara, leikstjóra og leikskáld.
Erfitt er að staðhæfa hvort met
verði slegið í frumsýningu nýrra ís-
lenskra leikverka í vetur. Ekki síst
vegna þess að sjálfstæðu leikhóp-
arnir hafa venjulega verið sér-
staklega duglegir við að sýna ný ís-
lensk leikrit. Langflestir af
viðmælendum Morgunblaðsins í
leikhúsheiminum telja þó að óvenju
mörg íslensk leikverk verði frum-
sýnd í vetur.
Brugðist við gagnrýni
María Kristjánsdóttir, leikstjóri
og leikhúsfræðingur, segir erfitt að
skilja hvers vegna nánast allt í einu
svo stór og fríður hópur skuli finna
hvöt hjá sér til að skrifa leikrit.
„Staða íslensks leikhúss og leik-
húsfólks hefur verið fremur veik
síðastliðinn áratug. Sjálfhverft
spaug og snyrtimennskuglæpir að-
allega ástundaðir til þess að lifa af í
hörðum heimi markaðsþjóðfélags-
ins, m.a. á kostnað íslenskra leik-
ritahöfunda sem gjarnan hefur ver-
ið litið á sem einnota vöru.“
María tekur fram að þó hafi ver-
ið gerðar tilraunir til að hvetja og
styðja fólk til að skrifa leikrit –
einkum hjá Hafnarfjarðarleikhús-
inu og Borgarleikhúsinu. Þá hafi
opnast ákveðin sýn inn í frumlegt
leikhús í Austur-Evrópu og Þýska-
landi. „En kannski er skýringanna
ekki að leita í leikhúsinu sjálfu.
Samfélög breytast stöðugt og snúa
öllu upp í andhverfu sína – jafnvel
leikhúsum. Ég vona að áhugi þess-
ara rithöfunda á leikhúsinu sé ein
birtingarmynd þess að slíkt fari að
gerast.“
„En átta verk á einum vetri hjá
Þjóðleikhúsinu!“ segir María. „Þá
læðist fram á varirnar bros. Því
leikhúsið hefur á undanförnum ár-
Ívar Örn Sverrisson, Edda Heiðrún Backman, Valdimar Örn Flygenring og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum í Pabbastrák eftir Hávar Sigurjónsson.
Þjóðleikhúsið hefur boðað frumflutning 8 nýrra íslenskra leikverka á leikárinu 2003 til 2004. Blaðamennirnir Anna G. Ólafsdóttir og
fyrir sér hvort met yrði slegið í frumflutningi nýrra íslenskra leikverka hjá atvinnuleikhúsunum og sjálfstæðu leikhópunum um landið
„VIÐ Gunnar Eyjólfsson leikari höfum
talsvert unnið saman í tímans rás. Sú
hugmynd kviknaði einhvern tímann í
umræðum okkar á milli að ég skrifaði
fyrir hann leikrit. Kristbjörg Kjeld leik-
kona kom svo fljótlega inn í myndina.
Þau Gunnar hafa auðvitað oft leikið
saman – nú síðast í bíómyndinni Haf-
inu sem gerð var eftir handriti mínu.
Þriðji leikarinn í sýningunni heitir
Björn Thors og er nýútskrifaður úr
Leiklistarskólanum,“ segir Ólafur
Haukur Símonarson rithöfundur um
leikrit sitt Græna landið og útskýrir
að Björn Thors fari með hlutverk
dóttursonar Gunnars í sýningunni.
Báðir endar jafn merkilegir
„Gunnar fer með hlutverk aldraðs
byggingameistara í verkinu. Hann er
hættur að vinna, búinn að missa kon-
una og býr einn. Líf hans er í þann
veginn að fjara út þegar hann kynnist
fullorðinni konu. Hún kemur inn á
heimilið til að aðstoða hann við heim-
ilisstörfin. Í fáum orðum er svo hægt
að segja að við þau kynni öðlist hann
nýja sýn á ýmislegt. Söguþráðurinn
snýst einfaldlega um að í rauninni
geta kraftaverk lífsins gerst á öllum
aldri og jafnvel við verstu kring-
umstæður.“
Hvers vegna valdir þú þetta við-
fangsefni? „Við komum öll að þeim
tímamótum í lífinu að við förum að
velta fyrir okkur ellinni. Foreldrar okk-
ar eldast og sjálf verðum við ein-
hvern tíma gömul. Allt í einu blasir
við okkur að ævin hefur tvo enda og
báða jafn merkilega. Ævin er enda-
slepp saga og auðvitað skiptir máli
hvernig henni lýkur. Hver og einn
verður að búa þannig um hnútana að
hann skilji sáttur við líf sitt. Á elliár-
unum er jafnvel enn mikilvægara en
áður að gera upp hlutina því maður
getur ekki verið viss um að hafa tíma
til að taka upp málin síðar.“
Græna landið verður frumsýnt í
Keflavík í september. „Þarna er á
ferðinni svolítið sérstök tilraun. Þjóð-
leikhúsið er í samstarfi við nágranna-
sveitarfélagið Reykjanesbæ um
fyrstu sýningarnar á verkinu. Reykja-
nesbær er vel til fundinn því bæði
Gunnar og Kristbjörg eru ættuð af
Suðurnesjunum. Ekki má heldur
gleyma því að Keflvíkingurinn góð-
kunni Gunnar Þórðarson semur tón-
listina í sýningunni. Grétar Reynisson
hefur svo gert afburðasnjalla leik-
mynd fyrir uppfærsluna. Ég hlakka til
að leyfa áhorfendum að sjá hana
þegar nær dregur,“ segir Ólafur
Haukur og er spurður að því hvort
hugmyndir séu uppi um að sýna
verkið annars staðar en í Reykja-
nesbæ. „Þjóðleikhúsið er jafnvel að
velta því fyrir sér að fara með sýn-
inguna á fleiri staði úti á landsbyggð-
inni. Höfuðborgarbúar þurfa heldur
ekki að örvænta því að hún á eftir að
hrökkva inn á Litla sviðið þegar að-
stæður leyfa.“
Kraftaverk lífsins
geta alltaf gerst
Ólafur Haukur Símonarson