Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson FYRIR Ólympíuleikana íBarcelona árið 1992 tókstBandaríkjunum að ná sam-an öllum helstu stjörnum NBA-deildarinnar í eitt lið og var fátt sem vakti meira athygli á þess- um leikum en frammistaða þess. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst mér ekki að fá miða á einhvern leik „draumaliðsins“ og varð að láta mér nægja að sjá Íslendinga tapa fyrir Svíum í handbolta í Granollers. Hins vegar rifjaðist sagan um draumaliðið upp þegar fréttist hverjir hefðu verið ráðnir í eldhúsið á Hótel Nordica. Yfirmatreiðslu- maður þar er Hákon Már Örv- arsson, sem um skeið var yfirmat- reiðslumaður á Hótel Holti og hefur einnig starfað um árabil með Leu Linster á veitingastað hennar í Lúx- emborg. Hákon hreppti fyrir rúm- um tveimur árum bronsverðlaun í matreiðslukeppninni Bocuse d’Or í Lyon í Frakklandi. Með honum eru síðan þeir Gunnar Karl Gíslason, sem undanfarin ár hefur verið mat- reiðslumaður hjá Sigga Hall, og hins vegar Sigurður F. Gíslason, sem hefur komið víða við jafnt hér á landi sem erlendis. Meðal annars starfaði hann um tíma hjá Charlie Trotter’s í Chicago, einum þekkt- asta veitingastað Bandaríkjanna. Veitingasala Nordica tekur á sig margvíslegar myndir og sérhæfir hótelið sig m.a. í stórum ráð- stefnum, fundum og veislum. Getur Nordica sinnt allt að 500 mat- argestum í einu. Aðalveitingastaður hótelsins og sá sem hér er til umfjöllunar heitir hins vegar Vox. Nafnið hefur ekki farið hátt til þessa, hann hefur ekki verið auglýstur svo ég hafi tekið eft- ir og á heimasíðu hótelsins er ekki að finna neinar upplýsingar um staðinn. Hann er hins vegar merktur með nafni með hófstilltum hætti við inn- ganginn og að auki eru matseðlar auðkenndir með nafninu. Vox er bjartur og nútímalegur staður þar sem mikið er lagt upp úr hönnun líkt og annars staðar á hót- elinu. Yfirbragðið er ljóst, mildir gráir og hvítir tónar með brúnum innslögum. Eldhúsið að hluta til op- ið og inni í salnum þótt að- alstarfsemin fari fram baka til og raunar einnig á neðri hæðinni. Líkt og oft verður um matsali á stærri hótelum verður Vox að gegna margþættu hlutverki. Á morgnana snæða gestir þar morg- unmat, í hádeginu er boðið upp á fjölbreytilegt buffet eða hlaðborð þar sem kennir ýmissa grasa og hægt að fá salöt, pasta eða jafnvel sushi svo eitthvað sé nefnt. Það er hins vegar á kvöldin sem Vox vaknar til lífsins og tekur við hlutverki sínu sem à la carte staður í hæsta gæðaflokki. Matargestir snæða í hólfum innarlega í salnum og er jafnt setið á stólum sem bekkjum líkt og vinsælt er nú til dags. Vox er alls ekki fullkominn. Hin mörgu hlutverk salarins gera hann óneitanlega svolítið sundurleitan. Þannig þarf til dæmis að ganga fram hjá uppdúkuðum morgunverð- arborðum þegar gengið er inn og út úr matsalnum í stað þess að koma strax inn í hinn eiginlega matsal Vox. Þá reyndist nokkuð erfitt að ná sambandi við staðinn símleiðis til að panta borð og var það ekki fyrr en í sjöttu tilraun sem það tókst. Og þótt vínlistinn sé langur og innihaldi gnótt góðra vína er það nokkur löstur á stað í þessum gæða- flokki að vera ekki með eitthvert safn – þótt lítið væri – af toppvínum af eldri árgöngum. Þegar rætt er um veitingastaði í hæsta gæðaflokki á Íslandi hlýtur Hótel Holt ávallt að vera viðmiðunin. Vínseðill Holtsins stendur enn upp úr sem sá lang- glæsilegasti á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þegar öllu er á botninn hvolft er það hins vegar maturinn sem ræður úrslitum. Og hann er einfaldlega frábær. Þeir Hákon, Gunnar Páll og Sigurður standa fyllilega undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar og gott betur. Við byrjuðum á hreindýra- carpaccio, sem ekki var á seðli en mælt var með við borðið þar sem hreindýr var nýkomið inn í hús. Þar sem við höfðum í fyrri heimsókn fengið ógleymanlegt kálfacarpaccio var ákveðið að slá til. Kjötið var meyrt, bragðmilt og með því olía, edik, klettasalat, ætiþistlar og fleira sem rann saman í góða heild en yf- irgnæfði hins vegar kjötið nokkuð. Hinn forrétturinn var einhver besta bleikja sem ég hef nokkurn tímann fengið. Tvö bleik stykki syndandi um í froðukenndri og léttri rjómasósu með léttum keim af engifer og maískornum er koma í ljós þegar byrjað er að borða. Bleikjan léttelduð og með bökuðum stökkum hjúp ofan á sem fellur að fisknum líkt og um roð væri að ræða. Þvílík snilld. Unun fyrir auga jafnt sem bragðlauka. Milliréttur sem gæti vel sómað sér sem aðalréttur er gulrótar- og kúmensúpa. Raunar væri nær að tala um þykka, appelsínugula froðu en súpu. Létt í bragðinu, mild og unaðsfull. Kjötréttirnir voru hefðbundnari eins og oft vill verða. Lambafilé fitusnyrt með fínsöxuðum sveppum og grænmeti, þar á meðal ætiþistl- um, soðsósu og fylltum, litlum tóm- ati. Með þessu var borin fram lítil polentukaka. Allt klassískt og þar af leiðandi kannski ekki afskaplega frumlegt en fullkomlega útfært jafnt hvað varðar eldun, útlit sem gæði hráefna. Unga franska öndin var með stökkum og fínum hjúp, bleik og féll fullkomlega að sætri steiktri plóm- unni. Wok-steikt kálgrænmeti fylgdi með og soðsósa með fimm- kryddakeim. Að lokum panna cotta, mjúkt og seiðandi með sætri jarðarberjasúpu. Vox fylgir nokkuð klassískri ný- franskri línu með alþjóðlegum áhrif- um og gerir það frábærlega. Hvert smáatriði fullkomlega útfært í rétt- unum, samsetningarnar skotheldar og öryggið í eldamennskunni al- gjört. Ég hef farið þrisvar á Vox á síðustu vikum, tvisvar í à la carte og einu sinni snætt þar í um 30 manna hóp. Ekkert olli vonbrigðum í neitt skiptið og tvær af máltíðunum voru þær bestu er ég hef upplifað á ís- lensku veitingahúsi á þessu ári. Meðan svona matur kemur út úr eldhúsinu er ekki hægt annað en að gefa Vox fullt hús. Draumalið á Nordica Morgunblaðið/Jim Smart Draumaliðið: Gunnar Karl, Hákon Már, Sigurður. Morgunblaðið/Árni Sæberg NÝR Egils Pilsner hefur verið tekinn til sölu í verslunum ÁTVR frá og með 1. sept- ember. Í fréttatilkynningu frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni segir að Egils Pilsner sé ódýr- asti bjórinn á markaðnum en 0,5 lítra umbúðir kosta 149 krón- ur. Haft er eftir Önnu Maríu Árnadóttur hjá Ölgerðinni að markmið Öl- gerðarinnar sé að Egils Pilsner verði alltaf ódýrasti bjórinn í ÁTVR. Bjórinn flokkast undir pilsen bjór og er 4,5% að styrkleika. Fyrst um sinn verður Egils Pilsner seldur í tveimur vín- búðum ÁTVR, Heiðrúnu og Kringlunni. Nýr Egils Pilsner SAMLOKUR eru hluti af daglegu mat-aræði margra Íslendinga enda fátt ein-faldara en að smyrja brauðsneið meðáleggi. Hins vegar vill bregða við að hug- myndaflugið fái ekki að njóta sín við sam- lokugerðina og hún verði nokkuð einhæf. Þær Heiða Björg Hilmisdóttir og Bryndís Eva Birg- isdóttir hafa nú bætt úr því. Þær eru báðar menntaðir næringarfræðingar og segjast hafa fengið þá hugmynd fyrir þremur árum að kom- inn væri tími til að efla hugmyndaflugið við sam- lokugerðina. Hins vegar komust þær að því að engin bók var til sem hentaði þörfum þeirra í þessum efnum. „Samlokur eru fljótlegur matur og þær geta verið fullgild máltíð. Fólk er hins vegar oft að kaupa sér skyndibita þegar það hef- ur í raun allt sem þarf í eldhúsinu til að búa til góðar samlokur. Með bókinni viljum við hvetja fólk til að elda sjálft, það fer fram mikilvægt starf í öllum eldhúsum landsins. Hver sá sem er að búa til mat er í ábyrgðarstöðu. Því fylgir líka gleði og hamingja, hvort sem maður eldar einn fyrir sjálfan sig, fjölskyldu eða vini,“ segja þær Heiða og Bryndís. Þær hafa áhyggjur af því að fólk sé stundum að temja sér lífsstíl undir því yfirskini að hann sé „hollur“ en sé það í raun ekki þegar betur er skoðað. „Það er kannski heppni að þessi bók skuli koma út núna þegar Atkins-kúrar eru mik- ið í umræðunni. Það er ekki lífsstíll sem fólk á að temja sér,“ segja þær. Í bókinni má finna mikinn fjölda af upp- skriftum. Samlokur sem henta jafnt sem hvers- dagsmatur eða veislumatur og sérkafli er um samlokur fyrir börn. „Það þarf ekki að vera flók- ið að búa til góðar samlokur og því viljum við reyna að gefa fólki hugmyndir um hvernig megi brydda upp á nýjungum. Markmiðið var að gera bók eins við viljum hafa bækur.“ Samlokubók Heiðu og Bryndísar er fáanleg í öllum verslunum Hagkaupa. Taj Mahal (fyrir fjóra) 400 g kjúklingakjöt ½ paprika, skorin í bita ½ rauðlaukur, skorinn í sneiðar ½ banani, skorinn í sneiðar ½ avókadó, skorið í bita 8 dl blandað salat, skorið í strimla ½ dl saltaðar jarðhnetur Sósa 1 dl 10% sýrður rjómi 1 tsk sterkt karrí eða karrí Bombay 2 msk eplamús eða chutney að eigin vali Blandið saman karríi og sýrðum rjóma ásamt chutney og eplamús. Blandið öðrum hráefnum vel saman í aðra skál. Setjið salatið í pítubrauð og setjið sósuna yfir. Heiða og Bryndís segja þetta vera frábæran partírétt í litlum pítubrauð- um og góðan rétt í veisluna. Samlokur með stæl  Hótel Nordica, Suðurlandsbraut. Pöntunarsími 444 5050. Andrúmsloft: Alþjóðlegt yfirbragð, bjartur salur í mildum litum, skilrúm láta sal virðast minni en hann er, tónlist lágvær. Þjónusta: Skilvirk og fagmannleg, gæðalið ekki síður en í eldhúsinu. Verð: Aðalréttir: 2.800-3.900 kr. Eftiréttir: 1.100-1.400 krónur. Árstíðarseðill: 7.500 k5ónu5 Mælt með: Samsetti ártíðaseðillinn er hreinasta snilld. Haustseðill kem- ur 15. september. Vínlisti: Mikill um sig og þarna má finna flest af því besta í vínum sem í boði er á Íslandi. Verðlagningin hag- stæðari en á mörgum öðrum reyk- vískum matsölustöðum. Mætti þó vera meira af eldri árgangsvínum fyrir stað í þessum gæðaflokki. VOX Einkunn Viðunandi Góður Mjög góður Frábær Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.