Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Pálsson hefur samið söng- leikrit um Edith Piafsem frumsýnt verður í mars á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. Það er síðasta sýningin á stóra svið- inu í vetur. „Ég hef lengi verið ákafur aðdáandi Piaf og hef reyndar fyrir all- mörgum árum stúderað ævi hennar og tónlist þegar ég setti upp á Akureyri breskt verk um hana. Síðan þá hefur mig langað að komast svolítið á bak við goðsöguna og fjalla um þetta furðulega líf hennar og þau mögnuðu hamskipti, liggur mér við að segja, sem verða á manneskju sem er allt að því alin upp á götunni. Hún er fædd 1915 en frá og með þrítugsaldri og til dauðadags 1963 er hún einhver glæsilegasta söngkona síns tíma, bæði í Evrópu og Ameríku og um skeið trúlega ein hæst launaða söngkona heims, en samt náði hún að deyja skuldug. Hún skildi í raun eftir sig skuldir sem síðasti eiginmaður hennar, saklaus og góður drengur frá Grikklandi, aðeins tuttugu og þriggja ára, sem allir héldu að hefði gifst henni til fjár, einsetti sér að borga. Þetta var góður drengur en hann dó í bílslysi rúmlega þrítugur. Þannig að það er allt jafndramatískt sem kemur nærri lífi og ástmönnum Piaf. Annar frægur ástmaður er hnefa- leikakóngurinn Marcel Cerdan, en hann dó í flugslysi á leiðinni til hennar degi fyrr en áætlað var að þrábeiðni hennar.“ Sigurður segir lífshlaup Edith Piaf hafa verið ekkert minna en ótrúlegt. „Hún er í raun alin upp á vændishúsi og sem barn var hún blind í tvö ár og læknaðist að því er hún hélt fram fyrir kraftaverk sem heilög Teresa frá Lis- ieux gerði á henni. Maurice Chevalier, sem ólst upp í sama fátækrahverfinu Belleville, sagði „Ég ólst upp í fátækt, en Edith Piaf ólst upp í eymd.“ Það er samt fyrri hluti ævi hennar sem minnst er um fjallað sem ég ætla að taka fyrir í verkinu, það er að segja hvernig manneskjan Edith Gassion varð þessi stórkostlega listakona Edith Piaf. Það er frábær leikkona og söng- kona sem leikur þetta hlutverk, Bryn- hildur Guðjónsdóttir og Hilmar Jónsson leikstýrir.“ Ótrúlegt lífshlaup Hversu lengi hefurðu unnið að þessu verki? „Þetta er auðvitað eitthvað sem er búið að blunda mjög lengi með mér. Lífshlaup hennar og þessi tengsl mann- eskja-listamaður sem eru stundum í togstreitu og samt í raun órjúfanleg, því hver listamaður situr uppi með sitt líf sem manneskja líka og það nærir lista- manninn og truflar hann um leið. Lífs- hlaup hennar og tengsl við aðra og þessi ótrúlega tjáning, söngtjáningin sem hún nær, þetta er búið að vera mér umhugsunarefni mjög lengi. Þessi rödd er ein af einkennisröddum tuttugustu aldarinnar. Ef þú myndir velja topp tutt- ugu, þá myndi hún vera á þeim lista. Það er í raun ómögulegt að tala um einhvern ákveðinn tíma sem þetta hef- ur tekið, vegna þess að þetta hefur ver- ið undirliggjandi svo lengi.“ Nú er hér um að ræða söngverk, frekar óvenjulegt á íslenskum mæli- kvarða, en í leikritinu verður ævi Edith Piaf gerð skil bæði í söng og leik. „Tón- listin verður auðvitað tónlist Edith Piaf. Við eigum í raun ekkert orð yfir leikrit með söngvum, nema hugsanlega ný- yrðið söngleikrit, sem mér finnst ágætt, því þetta er leikrit sem fjallar um söngkonu og söngurinn er órjúf- anlegur hluti af henni. Þarna er verið að fjalla um raunverulega persónu og hennar raunverulega tónlist notuð. Það getur auðvitað vel verið að fleiri bresti í söng, æfingarnar hefjast ekki fyrr en í janúar, þannig að verkið er enn allt í endanlegri mótun.“ Eru einhver önnur verk á borðinu? „Það er alltaf ýmislegt í undirbúningi og vinnslu, um það tala ég aldrei. Hins vegar er nú tilbúið síðasta bindi í tólf ljóðabóka syrpu, sem hófst með Ljóð vega salt árið 1975. Lokabindið, sem kemur út í haust, heitir Ljóðtímavagn og er þriðja bindið af ljóðtímabókunum, en hinar heita Ljóðtímaskyn og Ljóð- tímaleit. Alls eru þessar tólf bækur í fjórum þriggja bóka seríum, þannig að nú er hringnum lokað.“ Magnaðri listakonu og manneskju gerð skil Sigurður Pálsson Sleipiefni á sál og líkama staddar á heimili í Reykjavík þennan morgun. Fjórða persónan er týnd í Bosníu. Það er Breiðholtsskelfirinn Júlli Sækó. Hann hefur gengið til liðs við friðargæslusveitirnar og er svona Rambó-frík – á allar Rambó- myndirnar og svoleiðis. Leikritið segir frá samskiptum þessara þriggja vina í Reykjavík. Um leið er reynt að gefa innsýn í ástandið í Bosníu eins og vin- irnir uppi á Íslandi halda að sé umhorfs í þar. Nema hvað – hugmyndir þre- menninganna um ástandið í Bosníu eru miklu líkari því hvernig þeir þekkja Víetnamstríðið og seinni heimsstyrj- öldina úr alls konar bíómyndum heldur en raunverulega ástandinu í landinu.“ Leikrit í báðum stóru húsunum Forlagið gaf út smásagnasafn eftir Jón Atla árið 2001. „Fyrir utan smá- sagnasafnið hef ég skrifað kvikmynda- handritið Strákarnir okkar fyrir Robert Douglas og annað leikrit fyrir Borg- arleikhúsið. Leikritið heitir Draugalest- in og verður væntanlega sýnt ein- hvern tíma eftir jól,“ segir Jón Atli og upplýsir að Draugalestin fjalli um karl- menn, tilfinningar og dauðarokk. „Nokkrum mánuðum eftir að ég hafði lokið við Draugalestina settist ég niður og skrifaði Rambó 7. Ef mig misminnir ekki var ég svona nokkrar vikur að vél- rita leikritið upp en auðvitað hafði ég verið að velta hugmyndinni talsvert lengi fyrir mér áður.“ Jón Atli segir að þrátt fyrir að leikrit- ið verði sett upp á vegum Leiksmiðj- unnar hafi hann ekki gengið í gegnum mótunarferli með verkið í leikhúsinu eins og yfirleitt sé gert ráð fyrir í Leik- smiðjunni. „Ég sendi handritið einfald- lega til Þjóðleikhússins. Verkefnavals- nefnd tók svo ákvörðun um að verkið yrði sett upp á vegum Leiksmiðjunnar. Hvenær af því verður fer svolítið eftir því hvenær rætist úr húsnæðisvanda Leiksmiðjunnar. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvaða leikarar leika í verkinu. Aftur á móti er búið að ákveða að Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrir því þegar þar að kemur. Ég reikna með að hann fái mig bara í heimsókn svona af og til enda finnst mér það fínt. Ég er enginn leikstjóri og hef ekkert vit á leik- stjórn.“ Jón Atli segist hafa fengið tækifæri til að vinna með leikhúsfólki í Royal Court-leikhúsinu í London í sumar. „Royal Court er höfundaleikhús. Leik- skáldin koma á allar æfingar og hafa mikil áhrif á endanlega útkomu leik- verksins. Þessi leið er náttúrulega dálít- ið sérstök og mun algengara að farin sé þessi evrópska leið þar sem leikstjórinn er í fyrirrúmi, t.d. get ég ímyndað mér að Rimas, leikstjóri Ríkharðs III., eigi eftir að bæta inn fullt af atriðum við upphaflega textann eða taka út þegar hann setur verkið upp í Þjóðleikhúsinu,“ segir Jón Atli en hann er einmitt að skrifa leikrit fyrir höfundasmiðju Royal Court núna. „Ég vann heilmikið í því með leikurum úti í sumar. Núna er ég mikið að vinna í því með Ragnari Kjartanssyni tónlistar- manni. Hann sér um tónlistina.“ „ÉG byrjaði að skrifa Rambó 7af því að mig langaði til að skrifa verk um ungt fólk í íslenskum samtíma. Hugmyndin var að fanga andrúmsloft aldamótakyn- slóðarinnar, velta því upp hvernig hún hugsar, talar og í rauninni hvað hún vill,“ segir Jón Atli Jónasson um verk sitt Rambó 7. „Eftir þessar pælingar komst ég að því að aldamótakynslóðin mótast aðal- lega af því sem hún vill ekki vera og þar er nærtækast að líta á ’68-kynslóðina. Sú kynslóð hafði dug til að hópa sér saman um ákveðna hugmyndafræði og fylgja henni svolítið eftir. Fulltrúar alda- mótakynslóðarinnar í Rambó 7 eiga svolítið erfitt með að skuldbinda sig – hvort heldur er hugmyndum, ákveðnum lífsstíl eða hvort öðru. Engu virðist líkara en að þau hafi borið á sig sleipiefni bæði á sál og líkama. Þau vilja ekki festa sig við eitthvað eitt heldur eitt í dag og annað á morgun. Þetta unga fólk virðist hafa komist að því í gegnum ’68-kynslóðina að fáránlegt sé að festa sig við einhverja eina hug- mynd,“ segir Jón Atli hugsi. „En það sem mér finnst athyglisvert er að ef þú skuldbindur þig ekki einhverju þá endar þú svolítið einn.“ Rambó 7 fjallar um fjórar persónur á aldrinum 25 til 27 ára. „Þrjár eru Jón Atli Jónasson LEIKRIT Kristjáns Þórðar Hrafnssonar heitir Böndin á milli okkarog verður frumsýnt seinni hluta leikársins á litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Leikritið fjallar, að sögn Kristjáns Þórðar, um vald og valdleysi í mannlegum samskiptum. „Það fjallar um þessi bönd sem eru á milli okkar, eins og vináttubönd, fjöl- skyldubönd og tilfinningabönd. Ég velti upp spurningum um það hvenær þessi bönd eru tengsl sem við treystum á og hvenær þau verða fjötrar sem halda okkur föstum. Mig langaði að fjalla um hvernig ein manneskja getur náð valdi yfir annarri og spurningar eins og hversu langt er hægt að ganga til að láta að vilja annarrar manneskju og hvað það er að hafa stjórn á eigin lífi. Einnig velti ég fyrir mér tilfinningum eins og ábyrgðartilfinningu, sekt- arkennd og meðlíðan og fleiri tilfinn- ingum sem mannleg samskipti kveikja. Það má segja að þetta sé sálfræðilega dramatískt verk.“ Kristján Þórður segir að grunn- hugmyndin að leikritinu hafi kviknaði árið 1998. „Égvar búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum mjög lengi og þróa hana, en ég fór svo á fullt að skrifa á síðasta ári og var að vinna að verkinu allan síðasta vetur. Ég var bú- inn að vera að hugsa um þetta efni mjög lengi áður en ég settist niður við að skrifa leikritið.“ Vald og valdleysi Böndin á milli okkar fjallar í meg- inatriðum um tvær persónur: „Í for- grunni er ung kvikmyndagerðarkona, með stóra drauma, sem er tilbúin að leggja allt undir og ungur leikari sem nýtur velgengni og vinsælda en á í mikilli innri baráttu við eigin hugsanir og tilfinningar. Þessar manneskjur eru gamlir æskuvinir og leiðir þeirra liggja aftur saman þegar þau eru rétt um þrítugt og þá fer af stað ákveðin at- burðarás sem við getum sagt að hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Í kringum þetta fólk eru síðan fleiri persónur sem leikritið fjallar einnig um, en þess- ar tvær eru í forgrunninum. Alls eru persónur leikritsins fjórar.“ Aðspurður hvað liggi að baki þessu vali viðfangsefnis segir Kristján Þórður margar ástæður koma til. „Í rauninni langaði mig að fjalla um þetta fyr- irbæri, vald og valdleysi í mannlegum samskiptum. Við getum sagt að heim- ur kvikmyndagerðar og leikhúss sé ákveðinn bakgrunnur. Kvikmyndagerð- in er listform sem talar mjög til ungs fólks, hún er í senn listform og mjög mikil framkvæmd, þar sem miklir pen- ingar eru oft í spilinu og þar af leiðandi á vissan hátt dramatískt umhverfi. Þetta er þó fyrst og fremst persónu- saga, saga um mannleg samskipti, þótt veröld kvikmynda og leikhúss sé bakgrunnur sögunnar.“ Fylgir þú verkinu eftir í leikhúsinu á æfingatímabilinu? „Ég mun auðvitað fylgjast með, en fyrst og fremst hlakka ég til að sjá hvaða tökum leik- húslistamennirnir taka verkið. Hilmir Snær Guðnason leikstýrir því og aðal- hlutverkin leika Rúnar Freyr Gíslason og Sólveig Arnarsdóttir.“ Litla sviðið hefur löngum verið vett- vangur skapandi leikhúss með lág- markaða sviðsmynd, þar sem meira er lagt upp úr persónunum og sam- skiptum þeirra og leikið með ímynd- unaraflið. „Það sem er skemmtilegt við Litla sviðið er að þar er mikil ná- lægð á milli leikaranna og áhorfenda og ef vel tekst til getur það skapað mjög rafmagnað andrúmsloft.“ Þegar spurt er hvað sé næst á dag- skrá hjá Kristjáni Þórði gerist hann hógvær. „Ég er að vinna að næstu skáldverkum, en sú vinna er á miklu mótunarstigi,“ segir hann varfærinn. Hvenær verða tilfinningabönd að fjötrum? Kristján Þórður Hrafnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.