Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 B 15 ferðalög VEIÐIVÖRUR RÝMINGARSALA Á sama tíma stendur yfir útsala í Veiðihorninu - Hafnarstræti 5 og Veiðihorninu Síðumúla 8 Veiðihornið lokar versluninni í Nanoq, Kringlunni Við efnum því til rýmingarsölu Allt á að seljast - mikill afsláttur Veiðistangir, veiðihjól, vöðlur, jakkar, vesti, línur, spúnar, flugur, bellybátar, camofatnaður, byssuskápar, byssur, töskur, útivistarbuxur, fleecejakkar Einfaldlega allt í veiðina Gerðu kaup aldarinnar! Kampavín og kavíar með í baðið eða morgunverðinn út á svalir segir Guðbjörg R. Guðmundsdóttir að sé meðal þess sem farþegar Silver Whisper geta beðið um meðan á siglingu stendur. UM síðustu helgi lagðist að bryggju í Sundahöfn skemmtiferðaskipið Silver Whisper sem er í eigu skipafélagsins Silversea. Undanfarin ár hafa bæði banda- ríska og breska ferðatímaritið Condé Nast valið skipafélagið Silversea sem besta skipafélag í heimi þegar lítil skemmtiferðaskip eru annarsvegar. Skipið er í alla staði mjög glæsilegt, rúmgott og áttatíu prósent gesta eru með svalir útaf káetum sínum. Reyndar er varla um að ræða káetur því þær minnstu eru jafnvel með sér- fataherbergi, baðherbergi og rúm- góðri setustofu innaf svefnrýminu. Öll umgjörðin er glæsileg, falleg hús- gögn, breiðir gangar, íburðarmiklar ljósakrónur og mikil áhersla lögð á fyrsta flokks þjónustu um borð allan sólarhringinn og að þjónar um borð kynni sér sérþarfir og óskir gesta sinna. Fyrsta flokks þjónusta Jesper Boas-Smith, umboðsmaður skipafélagsins fyrir Norðurlönd bendir á þessu til staðfestingar að á meðan farþegar Silver Whisper geta mest verið 382 talsins er starfsfólkið um 300 talsins. „Þar að auki er allt innifalið í verði ferðarinnar þ.e. mat- ur, drykkur og þjónusta svo starfs- fólkið þarf ekki að einbeita sér að því að muna að setja þetta eða hitt á reikning viðkomandi heldur leggur sig í líma við að þjóna, muna hvaða drykki farþegar halda upp á, hvaða sérþarfir þeir hafa varðandi mat og svo framvegis.“ Fjögur skip eru í eigu skipafélags- ins en Silver Whisper er nýjasta skip- ið sem var vígt árið 2001. Jesper Boas-Smith hefur sjálfur siglt með skemmtiferðaskipum í meira en 500 daga og hefur viðamikla reynslu af því að vera farþegi um borð. Hann segir að við hönnun þessa skips hafi verið tekið mið af óskum fastra viðskiptavina skipafélagsins. Þeir vildu gjarnan hafa mjög góða að- stöðu til líkamsræktar og um borð í Silver Whisper er t.d. hægt að fara í fullkominn tækjasal en líka sækja tíma í jóga og annarri leikfimi. Þá er boðið upp á úrval nudd- og ilmmeð- ferða í rólegu umhverfi. Töluvert er einnig lagt í tölvuver þar sem gestir geta að vild farið á Netið, sent tölvu- póst og sinnt sínum málum. Vindlaherbergið um borð er sér- kapítuli útaf fyrir sig en þar geta gestir valið um ótal vindlategundir til að gæða sér á eftir matinn með kon- íakinu. Ýmis afþreying er um borð, oft er boðið upp á fyrirlestur um þann stað sem heimsóttur er næsta dag, tónleikar eru oft á dagskrá fyrir og eftir mat, dansleikir, skemmtikvöld, kvikmyndir, sundlaug, lítið spilavíti og svo framvegis. Vanhagi gesti um bók til að lesa eða myndband í mynd- bandstækið eru söfn um borð þar sem gestir geta sótt sér slíkt efni eða hringt eftir því. Uppáhaldsmaturinn Allur matur um borð er innifalinn en um nokkra veitingastaði er að velja. Langi gesti í eitthvað sérstakt í kvöldmatinn þá er þeim óskum komið á framfæri og matreiðslumeistarar skipsins gera allt sem í þeirra valdi stendur til að mæta þeim óskum. Jesper nefnir sem dæmi að gestir geti einnig beðið um kavíar og kampavín í baðið eða borðað hádeg- isverðinn inni hjá sér ef þannig stend- ur á. Gesta bíður kampavín við komuna um borð, á marmaraklæddum bað- herbergjum eru nauðsynlegar snyrti- vörur, baðsloppur og inniskór og gestir ganga að sínum uppáhalds- drykkjum vísum í barskápum og ferskir ávextir eru á borðum. Skemmtiferðaskipið Silver Whisper í heimsókn hér á landi Hægt er að velja úr nokkrum veitingastöðum þegar hungrið sverfur að. Það væsir ekki um gesti í vistarverunum en þetta er meðalstór svíta um borð. Þjónarnir eiga að þekkja þarfir gestanna gudbjorg@mbl.is Skip Silversea-skipafélagsins sigla víða um höf og allar nánari upplýsingar um verð og ferðir skipanna fást á slóðinni www.silversea.com Fyrir miðju skemmtiferðaskipsins er heitur pottur og sundlaug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.