Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 B 5 að stinga á ýmsum kýlum í sam- félaginu á svona absúrd, fyndinn og skemmtilega hátt.“ Boltaleikur með hugmyndir Hvernig hefur leikurunum fundist að koma svona beint inn í mót- unarferlið? „Ég held að þeim hafi fundist þessi vinna mjög skemmti- leg enda mikið hlegið í hópnum. Hins vegar er alveg ljóst að svona ferli er mun meira krefjandi en hefðbundnar æfingar því að leik- ararnir þurfa stanslaust að vera að koma með og takast á við nýjar hugmyndir. Svona samvinna er nátt- úrlega ofboðslegur boltaleikur með hugmyndir,“ segir Vala og tekur að lokum fram að nú sé hún komin í spor leikaranna. „Nú er ég komin aftur í leikarahlutverkið því að ég er alveg á fullu að æfa með Dansleik- húsi með ekka fyrir sýningu þeirra á Hættulegum kynnum í Borgarleik- húsinu. Miðað er við að verkið verði frumsýnt 18. október.“ ir 101 Reykjavík. Ég hef velt fyrir mér ýmsum útfærslum á verkinu, t.d. kvikmynd. Einu sinni var ég að spá í að semja söngleik upp úr sög- unni en skipti um skoðun af því að tónlistin tæki of mikinn tíma í upp- færslunni. Á endanum nefndi ég svo hugmyndina um leikgerð upp úr sögunni við Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóra. Hann hafði séð ein- hverja leikkonu leika einræðu úr verkinu á einhverri kynningu og orð- ið mjög hrifinn. Boltinn byrjaði ein- faldlega að rúlla og rúllar upp á sviðið í Þjóðleikhúsinu í desember. Yfirleitt þegar ég fæ eitthvað svona á heilann verður eitthvað úr því að lokum.“ Leikhúsið sjálfstæður miðill „Ég er enn að vinna eins konar forvinnu fyrir leikgerðina. Vinnan heldur svo áfram í leikhópnum. Ég reikna með að æfingar hefjist seint í október.“ Þú leggur s.s. fullbúið handrit upp í hendurnar á leikstjór- anum Baltasar Kormáki? „Nei, nei, því fer fjarri. Shakespeare fær ekki svoleiðis meðferð hjá mér, hvað þá ég sjálfur. Að mínum dómi er leik- húsið sjálfstæður miðill, ekki þjón- usta við höfunda. Ég veit að margir eru mér ósammála en þannig hef ég alltaf hugsað. Leikgerðin heldur því áfram að mótast í samstarfi mínu og leikhópsins. Ég er reyndar nú þegar farinn að ræða umgjörðina við Grétar Reynisson leikmynda- hönnuð,“ segir Baltasar og er spurður að því hvort búið sé að manna aðalhlutverkið. „Nei, ekki ennþá. Auðvitað sér maður alltaf fyrir sér einhverjar manneskjur á meðan maður er að skrifa en svo er aldrei að vita hvað gerist. Hins veg- ar get ég óhikað lofað því að aðal- hlutverkið verður eitthvert safarík- asta hlutverk sem hægt verður að bjóða nokkurri leikkonu upp á.“ Baltasar segir mjög spennandi að vinna upp úr skáldsögu Hallgríms. „Hallgrímur skrifar náttúrulega ekki styttri bækur en 500 blaðsíður. Þess vegna er heilmikið verk að vinna upp úr bókunum. Á móti fær maður ómælt efni til að moða úr. Auðvitað er ekki allt jafn gott og sumt fer í vaskinn. Aftur á móti er hann þeim kostum gæddur að þeg- ar hann hittir er hann að mínu mati haldinn snilligáfu.“ Líkindi með íslensku þjóðinni Fyrir þá sem ekki þekkja skáld- sögu Hallgríms Helgasonar segir Baltasar að hún fjalli um baráttu konu allt frá fæðingu fram á fullorð- insár fyrir því að öðlast frægð og frama. „Mótsögnin felst svo í því að þessi manneskja hefur alls enga hæfileika til að ná svo langt. Að ein- hverju leyti fjallar verkið svo um ís- lensku þjóðina. Ég er ekki að kvarta yfir skorti á hæfileikafólki. Við höld- um bara stundum að við getum gert meira en við raunverulega get- um. Við komumst líka býsna langt á því hvað við höldum að við getum. Sjálfsmat okkar er hátt og ekkert að því í sjálfu sér. Þrátt fyrir alla sína ókosti er Ragnheiður Birna líka alveg yndisleg persóna.“ 27. desember í leikstjórn Viðars Egg- ertssonar. „Við Viðar höfum unnið mik- ið saman og ég treysti honum full- komlega, alveg eins og öllum öðrum sem að sýningunni koma. Í sýningunni eru sex hlutverk og ég vona að þau séu öll aðalhlutverk.“ Verkið komið til leikhópsins Hvernig er samstarfi þínu við leik- hópinn háttað? „Æfingar hófust í vor en það var gert hlé á þeim vegna þess að einn aðalleikarinn, Ólafur Darri, er að leika í London í haust og við höldum æfingum áfram þegar hann kemur til baka. Þegar við byrjuðum í vor á fyrsta samlestri og kíktum út á gólf til að at- huga hvernig þetta kæmi út í með- förum leikara var ég með þeim í nokkra daga. Þá sýndist mér bara að þetta væri orðið þeirra eign og þau gætu gert þetta. Þetta er nú orðið þeirra barn. Ég krukkaði mjög lítið í þetta allt saman eftir fyrsta samlesturinn. Þetta er auðvitað rétt komið af stað, en mér líst mjög vel á það sem ég hef orðið vitni að og engar efasemdir í mín- um huga hvað þetta varðar. Mér finnst vera kominn tími til þess að sjá þetta fara upp og svo verðum við bara að sjá til hvernig áhorfendum líkar verkið.“ Bjarni er nýbúinn að skila inn þýð- ingu á nýjustu bók þýska höfundarins Günther Grass, sem heitir Krabbagang- ur. „Síðan er ég meðal annars að vinna að útvarpsleikriti í þremur þáttum, sem heitir Hinn íslenski aðall og byggist á atburðum og persónum úr Íslenskum aðli eftir Þórberg Þórðarson.“ nnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.