Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 13
Á að skella sér til Parísar? Ýmsar upplýsingar um borgina á www.magicparis.com FLUGFÉLAG Íslands mun auka sætaframboð í september á milli Egilsstaða og Reykjavíkur um rúmlega helming frá því í sama mánuði á síðasta ári. Flognar verða fjórar ferðir daglega alla virka daga og þrjár ferðir daglega um helgar. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands, segir að flogið sé með Fokk- er 50-flugvélum félagsins. „Það hefur verið mikil eftir- spurn eftir flugi milli Reykjavíkur og Egilsstaða frá því framkvæmd- ir hófust við Kárahnjúkavirkjun fyrir austan. Auk þess hefur áhugi vaxið á svæðinu og hefur eftirspurn t.d. verið mikil í dagsferðir til Kára- hnjúka sem í boði hafa verið á veg- um flugfélagsins. Við gerum ráð fyrir að eftirspurn eigi enn eftir að aukast þegar frekari framkvæmdir hefjast á svæðinu á næstu mán- uðum og misserum.“ Flugferðum fjölgað milli Egilsstaða og Reykjavíkur Morgunblaðið/RAX Eftirspurn eftir flugi til Egilsstaða hefur aukist eftir að framkvæmdir hófust við Kárahnjúkavirkjun. Ísland Ferð á landsleikinn íHamborg Ít-ferðir bjóða upp á ferð til Ham- borgar í október á leik Íslands og Þýskalands í knattspyrnu. Flogið verður til Hamborgar að morgni föstudagsins 10. október í beinu leiguflugi með Flugleiðum. Hægt er að velja um gistingu á tveimur fjögurra stjörnu hótelum, annað er við golfvöll í útjaðri borg- arinnar og hitt í miðbænum. Leikurinn er síðan á laugardags- kvöldi og að honum loknum er sér- stakt Íslendingahóf þar sem Bítla- vinafélagið heldur uppi fjöri fram eftir nóttu. Flogið er heim seinni- part sunnudagsins. Heildarverð er 51.500 krónur fyrir flug, flugvall- arskatta, gistingu og fararstjórn. Miði á leikinn kostar 4.200 krónur. Meðlimir í fótboltaklúbbi Master Card fá 5.000 króna afslátt af verði ferðar. Göngugarpar Ít-ferða í Viðey Göngugarpar Ít-ferða hófu „göngu“ sína í apríl sl. og hefur verið gengið á flest fjöll í Reykja- vík og nágrenni í sumar. Í dag, 7. september, ætla göngugarparnir að hittast við Viðeyjarferjuna klukkan 10.15. Siglt verður í Viðey og dvalið þar fram eftir degi. Kirkj- an verður skoðuð, gengið um eyj- una og í félagsheimilinu verður síðan grillað. Fólk mæti með mat á grillið og drykkjarföng en gaman væri ef þeir sem eiga myndir úr gönguferðum sumars- ins kæmu með þær. Ferðin kostar kr.2.000 krónur og 250 krónur fyrir börn. 14. september verður reynt við Hengilinn. 21. september verður gengið á Reykjafjall fyrir ofan Hveragerði og 28. september verður gengið á Meðalfell í Kjós. Mæting alla dagana nema 7. við Vetnisstöðina við Vesturlandsveg kl. 10. Kynnig á ferð til San Francisco Kynning á Visaferð til San Franc- isco verður haldin í Sunnusal Hót- el Sögu, miðvikudagskvöldið 10. sept. Fararstjórar Úrvals-Útsýnar munu kynna vikuferð til borgarinnar. Far- ið verður yfir ferðatilhögun, hót- elin, skoðunarferðir sem í boði verða,auk þess sem tækifæri gefst að dreypa á Kaliforníuvínum frá vínrækt Beringer. Sá vínbú- garður verður heimsóttur í skoð- unarferð til Napa Valley.  Upplýsingar um göngugarpa Ít-ferða og um ferðina á fót- boltaleikinn í Þýskalandi í októ- ber fást hjá Ít-ferðum í Laugardal. Einnig fást frekari upplýsingar á slóðinni www.itferdir.is Sími: 5889900 Tölvupóstfang: itferdir@itferdir.is Nánari upplýsingar um ferðina á vegum Visa og Úrvals- Útsýnar er að finna á www.uu.is FERÐAÞJÓNUSTAN Hellirinn við Hellu í Ytri-Rangárvallahreppi tók ný- lega í notkun fjórða orlofshúsið sem er sérstakt fyrir þær sakir að það hefur gegnt ýmsum hlutverkum um árin. Húsið, sem var reist fyrir fjörtíu árum, var fyrstu árin sjoppa og síðar raf- magnsverkstæði. Frá árinu 1984 og fram til loka ársins 2001 hafa eflaust margir ferðamenn sem og heima- menn stoppað við húsið því þar var þá bensínstöð og sjoppa. Hjónin Þorbjörg Hansdóttir og Þór- hallur Ægir Þorgilsson eru með ferða- þjónustuna Hellinn. Þorbjörg segir að þegar ákveðið hafi verið að hætta rekstri bensínstöðvarinnar hafi legið beint við að gera húsið að orlofshúsi þar sem þau séu fyrir með nokkur slík hús sem þau leigi út allan ársins hring. „Búið er að taka húsið algjörlega í gegn og nú erum við semsagt komin með fjögur orlofshýsi og getum tekið á móti allt að 30 gestum. Stærsta húsið hjá okkur hefur mikið verið tekið af hópum því það rúmar 16 gesti.“ Þorbjörg segir að hægt sé að velja um uppábúin rúm eða svefnpokapláss. „Í öllum orlofshúsunum er stofa, eldunaraðstaða, baðherbergi með sturtu, sjónvarp og útvarp. Þá er einn- ig sólpallur við húsin og heitur pottur og kolagrill.“ Tólf fornir hellar á jörðinni Jörðin Ægissíða, þar sem orlofs- húsin standa, er við þjóðveginn, vest- an megin við Ytri-Rangá gegnt Hellu. Þorbjörg segir að margir ferðamenn heimsæki Ægissíðu því á jörðinni eru tólf fornir hellar sem taldir eru vera hoggnir af pöpum fyrir landnám nor- rænna manna. „Einn hellirinn í túninu hérna er sérstaklega stór og rúmar allt að 40 manns ef því er að skipta. Gestir okkar fá hjá okkur vasaljós og geta gengið að vild um svæðið þar sem hellarnir eru og einnig fengið leiðsögn okkar um svæðið ef þeir vilja.“ Hún segir að margir gestir komi til að veiða í Ytri-Rangá en það er ein af þekktari laxveiðiám landsins. Einnig er silungsveiði í ánni sem og víða í ná- grenninu. Átta kílómetrar eru í átján holu golfvöllinn við Strönd. Í 15 ár var bensínstöð og sjoppa í húsinu sem nú hýsir ferðamenn. Bensínstöðin gerð að orlofshúsi  Ferðaþjónustan Hellirinn Ægissíða Hella Sími: 8683677, 4875871 Fax: 4875171 Tölvupóstfang: hellirinn@simnet.is Morgunblaðið/grg Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.gistinglavilla16.com sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Með AVIS kemst þú lengra Veist þú að Avis = Leiga á bílum? Erum í 173 löndum og á 5000 stöðum í heiminum. Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum um allan heim. Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Munið tilboð til korthafa Visa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.