Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KR-ingar tvöfaldir mei
ÞEIR sem fylgjast meðknattspyrnu vita vænt-anlega að markvörður KRer Kristján Finnbogasonog aðalmarkaskorari
kvennaliðsins er Hrefna Jóhann-
esdóttir. Það vita kannski færri að þau
heita bæði tveimur nöfnum, Kristján
Finnbogi notar Finnboga-nafnið ekk-
ert og Hrefna Huld segist sárasjaldan
nota Huldar-nafnið.
Þau eru bæði KR-ingar í húð og
hár, eða svo gott sem. „Ég byrjaði
reyndar í Gróttu en var 11 ára þegar
ég fór í KR,“ segir Kristján. „Ég er
KR-ingur,“ segir Hrefna en bætir svo
við: „Ég byrjaði samt í fótbolta með
strákunum í Leikni þegar ég var lítil
en fór í KR þegar ég var níu ára.“
Faðir Hrefnu var í fótbolta þegar
hann var yngri en móðir hennar hefur
ekkert komið nærri íþróttum og for-
eldrar Kristjáns voru ekki í íþróttum.
„Í hverfinu mínu voru allir í fótbolta
og maður var á vellinum allan daginn,
svo var maður auðvitað í handbolta á
veturna,“ segir Kristján en Hrefna
hafði aðra ástæðu.
Spilaði með strákunum
við misjafnar undirtektir
„Ég elti bróður minn, hann var í fót-
boltanum. Því var nú tekið misvel að
hafa stelpu í hópnum og ég man eftir
einum sem hætti, honum fannst ekki
sniðugt að hafa stelpu í hópnum.
Hann byrjaði samt aftur,“ segir
Hrefna.
Þegar Kristján var yngri lék hann
um allan völl, allt frá markinu og fram
í senterinn. Sagan segir að einhverju
sinni hafi hann verið að leik með fé-
lögum sínum þegar eldri pilta bar þar
að og skoruðu á guttana í fótboltaleik.
Það var samþykkt og Kristján fór í
markið og varði allt – eða svo til allt –
sem á markið kom. Eldri piltarnir
voru yfir sig hrifnir af frammistöðu
guttans og klöppuðu honum lof í lófa
hvað eftir annað. „Eitthvað rámar mig
nú í þetta,“ segir Kristján þegar sag-
an er borin undir hann. „Ég festist
eiginlega í markinu, en mig langaði
miklu meira til að vera úti, en ég var
settur í markið og festist þar.“
Hrefna gerði garðinn frægan með
strákunum á sparkvöllum Breiðholts-
ins. Í sumar varð hún markahæst í
Landsbankadeildinni, gerði 21 af 61
marki KR-kvenna. „Ég hef aldrei spil-
að í vörninni og skil eiginlega ekki af
hverju ég hef ekki fengið tækifæri
þar,“ segir hún og hlær og langar
greinilega ekki mikið til að fara í vörn-
ina. „Ég spilaði alltaf á miðjunni, en
þegar Vanda [Sigurgeirsdóttir] tók
við okkur setti hún mig fram. Svo var
ég í marki í handbolta með Gróttu og
KR þegar ég var yngri,“ segir Hrefna.
Kristján lék í fjóra mánuði með Ayr
í Skotlandi 1998 og sex vikur með
Lommel í Belgíu veturinn eftir. Auk
þess lék hann með Skagamönnum
1991–1993. Hrefna lék með ÍBV 1998–
99, Breiðabliki árið þar á eftir og gekk
síðan til liðs við KR á ný árið 2000.
Farið að síga á seinni hlutann
Kristján er 32 ára og á eitt ár eftir
af samningi sínum við KR. „Það fer
auðvitað að síga á seinni hlutann hjá
mér. Ég á ár eftir af samningnum og
reyni að göslast í gegnum það og síðan
sér maður til hvað verður. Heilsan er
ágæt og skrokkurinn er í ágætu
standi, en maður þarf að hugsa vel um
hann. Ef maður meiðist eitthvað þá
tekur það orðið lengri tíma en áður að
ná sér góðum. Síðan fer að koma að
næsta undirbúningstímabili og ég segi
það bara eins og það er að ég hlakka
ekkert rosalega til þess. Það sem
heldur manni gangandi er ef það næst
góður árangur.“
„Ég á mörg ár eftir,“ segir Hrefna
enda rétt að verða 23 ára. „Stelpur
hafa reyndar enst verr í íþróttum en
karlar þótt það hafi breyst talsvert.
Stelpur virðast taka fjölskylduna eða
eitthvað annað fram yfir íþróttirnar
þó svo það sé í raun óþarfi því fólk
vinnur meira saman á heimilunum en
áður var og það eru til dæmis fullt af
mömmum í boltanum núna. Ég er sem
sagt ekkert að hætta,“ segir Hrefna.
Kristján vinnur hjá fyrirtæki sem
Morgunblaðið/Jim Smart
Veigar Páll Gunnarsson hefur leikið eins og engill í sumar og á sinn þátt í titlinum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Stuðningsmenn fagna nýbökuðum meisturum í Grindavík á mánudag. Kvennalið KR fagnar af innlifun.
Kristján Finnbogason og Hrefna Jóhannesdóttir hafa ástæðu til að kætast – Íslandsm
Morgunblaðið/Kristinn
Arnar Gunnlaugsson reynir að hrista af sér þrjá Þróttara.
Morgunblaðið/Kristinn
Kvennalið KR fagnar bikarnum með Hrefnu fremsta í flokki. Kristján Finnbogason stendur í ströngu í v
„ÉG held að KR sé örugglega
stærsti klúbburinn á landinu. Ég var
á Akranesi í þrjú ár og það var mjög
góður tími enda var liðið sigursælt
undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar.
Það var ágætlega hugsað um leik-
menn á Akranesi en ég held samt
að allur aðbúnaður og umgjörð hjá
KR sé betri. Maður heyrir það líka á
nýjum leikmönnum sem koma í KR
að þeim finnst félagið vera með
mestu og bestu umgjörðina,“ segir
Kristján.
Spurður um fjárhagslega end-
urskipulagningu deildarinnar segir
hann: „Launaliðirnir voru lækkaðir
fyrir þetta tímabil og það tóku allir
leikmenn þátt í því. Vonandi eru
betri tímar framundan núna,“ sagði
Kristján, sem á eitt ár eftir af samn-
ingi sínum við KR.
„Ég er sammála Kristjáni. KR er
stærsti klúbburinn, maður fann það
best þegar maður var í öðrum fé-
lögum. Það er fullt af fólki sem vinn-
ur í kringum kvennaboltann hjá KR
og þetta er alltaf að lagast, sér-
staklega eftir að skilið var á milli
karla og kvenna. Nú erum við sér og
þeir sér og það hefur leitt til þess að
það er betur hugsað um okkur.
Þeir eru dálítið frekir á allt. Við
megum ekki vera of mikið á aðalvell-
inum, þá er strax komið og kvartað,“
segir Hrefna og horfir góðlátlega á
Kristján.
KR er stórklúbbur
„Ég held að KR sé örugglega stærsti klúbburinn á landinu,“ segir Kristján.
KR varð á dögunum
Íslandsmeistari í knatt-
spyrnu annað árið í röð –
bæði í karla- og kvenna-
flokki. Af því tilefni ræddi
Skúli Unnar Sveinsson við
aðalmarkvörð karlaliðsins
og helsta markaskorara
kvennaliðsins.