Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 18
Gáta
Hvernig er spaðinn á litinn í venjulegum spilastokki?
Svartur
Dótakrossgáta
TIL ÞESS að finna leyniorðið í krossgátunni þurfið þið að
raða orðunum hér á eftir á réttan stað. Orðin liggja öll lárétt
nema leyniorðið sem liggur lóðrétt. Orðin eru:
Bein
Dótalest
Dúkkuföt
Flugdreki
Munnharpa
Skeljar
Skopparakringla
Tuskudýr
Víkingadótið er skemmtilegast
Andri Steinarr Linduson er sex ára. Hann seg-
ir að uppáhaldsdótið sitt sé víkingadót. „Ég á
fjórtán víkinga en einn er fótbrotinn. Svo á ég
dreka og víkingaskip og kastala. Þetta er uppá-
haldsdótið mitt af því ég fékk það í afmælisgjöf
og af því það er svo gaman að leika sér að því,“
segir hann.
Hvernig leikurðu þér að víkingadótinu?
„Ég fer með það í bað og læt víkingana sigla í
víkingaskipinu. Svo læt ég þá berjast í kastalan-
um og stundum fer ég með þá í sumarbústað.“
Ariel og húsbíllinn í uppáhaldi
Helena María Þórisdóttir er fjögurra ára.
Uppáhaldsdótið hennar er Ariel-dúkka sem hún
fékk þegar mamma hennar og pabbi komu heim
frá útlöndum en þá hafði hún óskað sér að fá haf-
meyju. Helena segist láta Ariel synda og svo sofi
hún stundum með hana. „Mér finnst líka gaman
að leika mér að húsbílnum,“ segir hún. „ Það er
hægt að opna hann og svo er hundur inni í hon-
um.“
Skemmtilegt að punta sig
Eydís Erla Ágústsdóttir sem er sex ára segir
að skartgripaskrín og hálsmen sem lýsir séu
uppáhaldsleikföngin sín. „Það eru hálsmen og
grænir eyrnalokkar í skartgripaskríninu og
barmmerki með mynd af Birgittu í Grease,“ seg-
ir hún.
Af hverju er þetta uppáhalds dótið þitt?
„Mér finnst bara skemmtilegt að leika mér
með það og punta mig.“
Gaman að safna Pokemonmyndum
Óðinn Claudio Romanelli, sem er sex ára, segir
að Pokemonmyndirnar hans séu uppáhaldsdótið
hans og að hann eigi 220 myndir í einni möppu og
svo enn fleiri myndir í annarri möppu. „Ég er bú-
inn að safna þeim síðan ég var fjögurra ára. Samt
á ég ekki næstum því allar myndirnar því ég held
að það séu til sjö hundruð myndir,“ segir hann.
„Ég ætla að safna í fimm möppur.“
Hvernig leikurðu þér að myndunum?
„Ég skoða þær og skipti á þeim við vini mína.
Uppáhaldsmyndirnar mínar eru heima hjá
ömmu en Diglet og Golbat-fjölskyldan eru uppá-
halds Pokemonarnir mínir."
Hvað er uppáhaldsdótið þitt?
Óðinn Claudio RomanelliEydís Erla Ágústsdóttir
Helena María ÞórisdóttirAndri Steinarr Linduson
Morgunblaðið/Jim Smart
Litið Grísla listavel
GRÍSLI, minnsti og besti vinur Bangsímons, virðist
eiga fullt í fangi með blöðruna á myndinni. Litið
Grísla og blöðruna í uppáhaldslitunum ykkar.
SÖGURNAR um Bangsímon og fleiri frægar sögur
eru skrifaðar um alvöruleikföng. Þannig fjallar hið
fræga ævintýri um hnotubrjótinn t.d. um dót og
svo auðvitað Dótasagan „Toy Story“ sem flestir
krakkar þekkja.
Og nú fáið þið ykkar tækifæri til að segja frá
uppáhaldsdótinu ykkar því við ætlum að halda
sögu- og myndakeppni um uppáhaldsdótið ykkar
hér á barnablaðinu.
Það reynir aldeilis á hæfileika ykkar og hug-
myndaflug því reglurnar eru þær að stærri krakk-
arnir eiga að skrifa smásögu um uppáhaldsdótið
sitt en minni krakkarnir eiga að teikna mynd af
því. Þeir sem skrifa sögur geta þó líka teiknað
myndir með en munið að til að skrifa góða sögu
þarf bæði að huga að persónusköpun (lýsa því
hvernig persónurnar í sögunni eru) og söguþræð-
inum (því sem gerist í sögunni).
Þið ættuð að gefa ykkur góðan tíma og vanda
ykkur eins og þið getið því það eru margir mjög
flottir vinningar í boði. Svo geta leikföngin ykkar
líka orðið landsfræg!
Í verðlaun eru Bangsímon-klukkur sem hægt er
að lita og stuttermabolir með mynd af Bang-
símon, Grísla, Eyrnaslapa og Tuma tígri.
Skilafrestur er til 21. september og munið að
senda nafn, aldur og heimilisfang með. Myndir og
sögur þurfa að berast til:
Barnablaðs Morgunblaðsins
Kringlunni 1
Reykjavík.
Mynda- og
sögukeppni
VINKONURNAR Heiðrún Dís og Valdís Harpa,
sem eru að verða fjögurra ára, fóru að sjá mynd-
ina um Bangsímon og vini hans um síðustu helgi.
Hvernig var myndin?
Valdís: Hún var fín.
Heiðrún: Hún var skemmtileg og spennandi.
Hvað var skemmtilegast?
Heiðrún: Það var skemmtilegast að leika sér í
tröppunum í hléinu.
Valdís: Mér fannst Grísli svo mikið krútt af því
hann var svo pínulítill. Svo fórum við í svona leik
að ég var Kanga og Heiðrún Dís var Grísli.
Heiðrún: Það var fyndið þegar Grísli var feitur
og í bleikum fötum.
Valdís: Mér fannst fyndnast þegar ég festist á
leiðinni í bíóið.
Krakkarýni: Stórmynd Grísla
Vinkonurnar Heiðrún Dís og Valdís Harpa.
Grísli var svo
mikið krútt
NÚ ER verið að sýna myndina Stórmynd Grísla í bíó. Myndin fjallar
um Grísla, Bangsímon og vini þeirra í Hundraðekruskógi sem flestir
krakkar kannast við.
En vissuð þið að sögurnar um Bangsímon og vini hans eru byggðar á
leikföngum alvörustráks?
Það var rithöfundurinn A.A. Milne sem skrifaði sögurnar um leik-
föng sonar síns sem hét Christopher Robin og átti heima í London á
Englandi fyrir um það bil áttatíu árum.
Uppáhaldsleikfang Christophers var bangsinn Winnie the Pooh sem
á íslensku er kallaður Bangsímon.
Grísli, Kanga og Gúri eru líka byggð á tuskudýrum Christophers
Robins en Uglan og Kaninka eru byggðar á alvörudýrum sem bjuggu í
nágenni við heimili fjölskyldunnar. Tumi tígur, sem aðeins kemur fram
í tveimur af sögum Milne, er hins vegar bæði byggður á tuskutígrisdýri
sem Christopher Robin átti og á hundi fjölskyldunnar sem var alltaf
hoppandi og skoppandi.
Hundraðekruskógurinn er líka byggður á umhverfi sveitabæjarins
þar sem fjölskyldan bjó á sumrin og skóginum í kring um hann.
Saga um
skemmtilegt dót
Bangsímon og vinir hans.