Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HANN ber öll einkenniatorkusams hugsjóna-manns – hraðmæltur,kvikur í hreyfingum ogaugun snör. Hafi ég
gert mér í hugarlund að menn sem
helga sig trúarlegri hugsjón væru al-
varlegir og einstrengingslegir í
bragði afsannar Jón Hjörleifur Jóns-
son þá hugmynd í einu vetfangi,
gamansamur og vel máli farinn mað-
ur þótt hálærður sé í Biblíufræðum
og hafi löngum haft orð „Meistar-
ans“ að leiðarljósi, eins og hann sjálf-
ur orðar það – og lítur um leið til
himins. En hvers vegna ætli Jón
Hjörleifur hafi gengið götuna fram
eftir veg, leiddur áfram af hugsjón-
um aðventista?
„Ég varð aðventisti einkum fyrir
tilstuðlan móður minnar. Hún var
skarpgreind kona og mikil áhuga-
manneskja um trúmál. Hún og
amma kynntust og tóku trú aðvent-
ista meðan ég enn var ungur piltur í
norðlenskri sveit og fræddu mig um
sjónarmið þeirra. Nokkru síðar varð
faðir minn aðventisti og þá fór nú að
þrengjast hringurinn, hann var hæg-
látur, hjartahlýr og hógvær en orð
hans vógu þungt. Mér þótti í fyrst-
unni ekki gott við þennan söfnuð að
hann hélt laugardaginn heilagan –
einmitt þann dag sem fótboltaæfing-
ar voru, sem var slæmt fyrir mig og
bræður mína en við vorum næstum
fæddir með fótboltann á tánum,“
segir Jón og hlær.
Hann tók þó eigi að síður trú for-
eldra sinna, Jóns Tómassonar frá
Skinnalóni á Melrakkasléttu og Guð-
rúnar Antoníu Jónsdóttur, og heitt-
elskaðrar móðurömmu sinnar,
Rebekku, en þær voru frá Núpi á
Berufjarðarströnd. Antonía var
systkinabarn við Ríkarð Jónsson
myndhöggvara. Afi Jóns var Jón
Bjarnason hákarlasjómaður, sem
hann heitir í höfuðið á.
En hvernig skyldi þessi fjölskylda
hafa lifað lífinu áður en hún flutti til
Reykjavíkur og tók að starfa af
krafti í söfnuði aðventista þar?
Kvöldvökur í sveit
„Við áttum heima á Arnarstöðum í
Núpssveit sem er skammt frá Kópa-
skeri og þar fæddist ég 27. október
1923, sjötti í röð níu systkina, fyrsta
barnið lést í fæðingu en hin komust
upp,“ segir Jón.
Hann uppljómast í andliti við að
rifja upp lífið á æskuslóðunum.
„Það voru jafnan um fimmtán
manns í heimili. Þá ríkti enn hin góða
sveitamenning með handverki og
hannyrðum. Ég tók þátt í þessu, bjó
til inniskó, heklaða úr grófu bandi,
og prjónaði sokka og vettlinga.
Mamma sagði mér til, hún var lærð-
ur skreðari, og einnig hjálpaði amma
Rebekka. Hún var í mínum huga
engill á jörð, trúnæm en laghent eins
og ættin og eins og stálfjöður við
vinnu. Þegar hún var t.d. úti að raka í
flekk sást tæpast í hana, heyið var í
loftinu allt í kringum hana. Á jólun-
um var jafnan mikil helgi, allir í nýj-
um fötum og skóm. Öllu varð að ljúka
fyrir klukkan sex, þá var orðið „heil-
agt“ síðan var lesinn húslesturinn.
Eitt aðfangadagskvöldið sat ég,
ekki hár í loftinu, á rúminu mínu og
áður en ég vissi af voru fæturnir
farnir að dingla, svo hugfanginn var
ég. Amma sat á móti mér og sá þetta.
Hún stóð upp og gekk hljóðlaust til
mín, sló arminum stundarþétt yfir
leggina á mér og hvíslaði: „Ertu að
dingla fótunum undir heilögum lestr-
inum barn?“ Ég hrökk við og gleymi
þessu aldrei.
Á kvöldin, þegar mannskapurinn
sat við handverk sitt, voru lesnar
sögur eða kveðnar rímur og sungið.
Geysilega mikið var sungið og lesið á
mínu æskuheimili. Lesnar voru t.d.
Íslendingasögurnar, uppáhalds-
menn mínir þar voru kannski hann
Gunnar minn, Skarphéðinn og Kári.
Ég trúi hverju orði sem í Íslendinga-
sögunum stendur,“ segir Jón og
brosir. „Þá kenningu að þetta séu
skáldsögur skrifa ég á reikning
minnimáttarkenndar þeirra sem
ekki geta skrifað svona vel og rétt.
Passíusálmarnir, ljóðabækur og
ýmsar aðrar bækur voru líka lesnar.
Söngbækur æsku minnar voru skóla-
ljóðin og sálmabókin.
Tvíbýli var á bænum, föðurbróðir
minn bjó á hinum bænum með konu
sinni og ellefu börnum. Faðir minn
og föðurbróðir spiluðu báðir á harm-
ónikku og þeir léku stundum saman
og þá var dansað á heimilinu. Sveit-
ungarnir komu stundum í heimsókn,
öndvegisfólk allt saman.“
Skuggahliðar
Blaðamanni þykir myndin sem
upp er dregin mikið björt – bar
kannski engan skugga á lífið í Núps-
sveit á þessum árum?
„Jú, vitaskuld voru skuggahliðar,
sú helsta var fátækin, sem var mikil.
Við lærðum að lifa við fátæktina. Ég
hef orðað það þannig að við strák-
arnir á gelgjuskeiðinu, botnlausir og
vaxandi, gátum borðað meira. En
öllu sem var til var skipt og mikið var
reynt að drýgja mat. Fjallagrös voru
mikið notuð, m.a. í slátur, brauð og te
sem var mikið drukkið þegar mjólk-
urlítið var. Amma safnaði tejurtum í
stóra sekki, svo sem blóðbergi,
rjúpnalaufi og vallhumli.
Farið var á sjó og dorgað fyrir
fiski og afurðir af fénu voru saltaðar,
súrsaðar og reyktar. Faðir minn var
með fremur smátt bú og við lifðum
algjörlega af búskapnum. Rjúpur
voru mikið búsílag á vetrum, rjúpur
voru í tugþúsundatali í nágrenninu.
Við fórum á rjúpnaskyttirí og kom-
um heim með hestklyfjar af rjúpum
að kvöldi. Fiðrið af rjúpunum var
notað í sængur og kodda. Stundum
flugu rjúpur á gluggana heima en þá
voru þær lífgaðar við sem hægt var
og sleppt. Þær áttu oft í höggi við
valinn, sem veinaði sárt þegar hann
hafði drepið rjúpu og kom að hjart-
anu í henni – enda segir þjóðsagan að
þá hafi honum orðið ljóst að rjúpan
væri systir hans.
Uppeldið á okkur var þannig að
við krakkarnir urðum að taka þátt í
öllum verkum sem við gátum, úti
sem inni. Þess á milli börðumst við
strákarnir með sverðum sem við
smíðuðum sjálfir.
Ég lærði að lesa þegar verið var að
kenna eldri systur minni þá list. Þar
sem stafirnir sneru öfugt við mér
lærði ég að lesa á hvolfi.
Barnaskóli var í sveitinni og við
vorum í honum annan hvern mánuð,
hinn mánuðinn vorum við heima og
bjuggum okkur undir skólanámið.
Okkur hungraði í bækur og lærdóm.
Við höfðum yfirmáta úrvalskennara,
Halldóru Friðriksdóttur frá Efri-
Hólum í Núpssveit. Ég tafðist í námi
og sá á eftir jafnöldrum mínum í
framhaldsskóla meðan ég var bund-
inn yfir búskap að hjálpa föður mín-
um. Það var erfitt en svona voru
kringumstæðurnar. Það bætti úr að
mikið félagslíf var í sveitinni, m.a.
íþróttafélag. Fimleikakennsla var
mikil, við nutum þess að Jóhann,
bróðir Halldóru kennara, kom nýút-
skrifaður frá Fimleikaháskólanum í
Ollerup í Danmörku og kenndi okkur
leikfimi.
Hugsjónir og andi ungmenna-
félaganna frá aldamótunum var enn
sterkur þegar ég var að alast upp í
Núpssveit, glímur stundaðar og ung-
ir menn í sveitinni voru hver öðrum
hraustari, “ segir Jón Hjörleifur.
Ég hef við orð að mér finnist ég
helst stödd í miðju Dalalífi Guðrúnar
frá Lundi þegar ég heyri þessar lýs-
ingar. En Jón hlær og segir að svona
hafi þetta verið – mikið menningarlíf
hafi ríkt í íslenskum sveitum á þessu
árabili, leiklistarlíf, söngur og bók-
menntaáhugi.
„Ég söng í a.m.k. tveimur barna-
kórum, öðrum í barnaskólanum og
hinum á Kópaskeri, og það var við
hæfi því ég var alltaf sönglandi. Syst-
ur mínar, tvær þær elstu, gáfu mér
aukanafnið Jón söngur – þó varla í
viðurkenningarskyni. Viðkvæðið
var, þegar mig bar að þar sem þær
voru eitthvað að gera: „Nú, – kemur
nú Jón söngur,“ sagði önnur. Hin tók
við: „Hvað er þetta með þig drengur,
geturðu aldrei þagað?“
Þegar ég var krakki var ég lán-
aður sem snúningadrengur. En mér
brá við þegar ég kom í eina vistina.
Ég var látinn vinna mikið þar. Hús-
móðirin var værukær og lét mig um
að sjóða mat í stórum pottum, súpur
sem dugðu oft út alla vikuna en lá
sjálf í rúminu og las. Hún hafði mjög
mikið og fagurt hár og lét mig greiða
það og flétta. Þarna var ég í þrjú ár
og þótt gott að komast þaðan burtu
og heim að Arnarstöðum. Á öðrum
bæ þar sem ég var vikadrengur var
gott að vera. Heimilisbragur var þó
öðruvísi en tíðkaðist á mínu heimili.
Faðir minn var mikill reglumaður,
hann notaði aldrei tóbak en átti alltaf
vínflösku, tók hana bara fram þegar
komu gestir og gaf þeim þá úr henni
út í kaffið. Móðir mín gerði útræk af
sínu heimili blótsyrði og klám.
Vín var hins vegar töluvert haft
um hönd í síðarnefndri vist minni hjá
vandalausum. Mér leið þó mjög vel á
þeim bæ og fólkið var mér gott.
Það er bara svo gaman að vera til
Ég hef verið bindindismaður á vín
og tóbak um ævina, nema hvað ég
drakk tvisvar vín.
Í fyrra skiptið þegar ég var í
smalamennsku fyrir bóndann sem ég
var hjá í seinni vistinni. Kalt var í
veðri og ég illa klæddur. Bændurnir
sem með mér voru tóku eftir hvað ég
var kaldur og skjálfandi og gáfu mér
að drekka úr vasapelum sem þeir
voru með. Ég fékk mér aftur og aft-
ur. Þegar ég hélt heim á leið söng ég
bæði hátt og mikið og sleppti hest-
inum í túnið þegar ég kom heim á
bæ. Ég fór svo inn og hélt áfram að
syngja þangað til húsmóðirin kom og
horfði forvitnislega á mig og spurði:
„Hvers vegna syngur þú svona mikið
Jón?“
Ég svaraði „Það er bara svo gam-
an að vera til,“ og hélt áfram að
syngja þar til ég sofnaði.
Síðari víndrykkju mína bar að með
allt öðrum hætti. Þá var ég orðinn
fulltíða maður og farinn að starfa
meðal aðventista í Reykjavík. Þar
var ég annálaður fyrir söng minn og
tónlistaráhuga. Svo gerðist það að
ungur maður sem ég þekkti og mikl-
ar vonir voru bundnar við fórst í
slysi. Foreldrar hans báðu mig að
syngja yfir honum og mér fannst ég
ekki geta neitað þeirri bón. En ég
var hás eins og hrafn og vissi ekki
hvað ég ætti til bragðs að taka. Þá
datt mér í hug að fara í Ríkið og fá
mér vínflösku. Ég gerði þetta og fór
heim til systur minnar til að drekka
úr flöskunni. Henni leist ekki betur
en svo á yfirlýsingar mínar um að ég
ætlaði á fyllirí heima hjá henni að
hún fór upp á næstu hæð og fékk að
gista hjá vinkonu sinni þar með ungt
barn sitt. Ég sat svo í stofunni með
báða fætur ofan í bala með sjóðheitu
vatni og hafði hraðsuðuketil við hlið
mér og handklæði sem ég brá af og
til yfir höfuðið til þess að geta andað
betur að mér heitri vatnsgufunni.
Svo drakk ég og andaði að mér gufu,
þar til ég loks datt aftur fyrir mig og
svaf í sófanum í tólf klukkustundir.
Þegar ég vaknaði var hæsin horfin
og ég gat sungið við jarðarförina.
Þér skuluð bara alltaf lesa upphátt
Þegar þetta gerðist höfðu foreldr-
ar mínir fyrir margt löngu brugðið
búi, það gerðu þau 1942. Ég varð eft-
ir fyrir norðan til að ganga frá og
fékk mér svo um sumarið vinnu á
Stóru-Laugum í Reykjadal, rétt hjá
Laugaskólanum, og stundaði þar
nám í einn vetur. Í framhaldi af
þessu ákvað ég að halda áfram námi
og fór suður á Selfoss til foreldra
minna til að lesa utanskóla fyrir próf
upp í II. bekk Kennaraskólans. Ég
las allt gagnfræðastigið og kennslu-
efnið í fyrsta bekk Kennaraskólans,
las frá fjögur á morgnana til tíu á
kvöldin. Freysteinn Gunnarsson var
þá skólastjóri Kennaraskólans, gull-
menni algjört á alla vegu. Hann gaf
mér gott ráð við tungumálalesturinn,
en ég var ekki vel staddur í þeim
námsgreinum. „Þér skuluð bara allt-
af lesa upphátt,“ sagði Freysteinn.
Ég gerði þetta og komst inn í skól-
ann þótt ég væri ekki vel lesinn í
mörgum greinum. Ég var einkum
illa lesinn í mannkynssögu, sem dr.
Broddi Jóhannesson kenndi. Ég
reyndi að gleypa í mig námsefnið um
morguninn og gat svarað töluverðu,
– en ritgerðarefnið var mér allsendis
ókunnugt – Ríkarður ljónshjarta. Ég
bjargaði mér á þessari vísu:
Ríkarður með réttu skarta,
reynast mun í tímans harki,
lítið þó í ljónsins hjarta
lífið sé á þessu arki.
„Þú flýgur inn á þessari vísu,
seinna geturðu lesið þér til um Rík-
arð,“ sagði dr. Broddi. Ég stundaði
síðan nám til kennaraprófs og vann
við skurðgröft á sumrin.
Eftir kennarapróf og söngkenn-
arapróf 1948 fór ég til Danmerkur í
Vejlefjord á lýðháskóla aðventista og
síðar á fimleikaháskólann í Ollerup.
Jafnframt hafði ég hug á að fara til
Þýskalands og Frakklands í söng- og
tungumálanám. En þá hvatti Júlíus
Guðmundsson, formaður Aðvent-
kirkjunnar, mig til að koma og kenna
við skóla aðventista í Vestmannaeyj-
um, ella þyrfti að loka honum sökum
kennaraleysis. Ég fór til kennslu-
starfa í Vestmannaeyjum en stjórn-
aði jafnframt kirkjukór Aðventkirkj-
unnar og söng í Karlakór
Vestmannaeyja.
Hlíðardalsskóli
Meðan ég var í Kennaraskólanum
hafði ég unnið heilmikið við undir-
Í bjarma trúar
Í dagsins önn brá trúin
bjarma yfir líf Jóns Hjörleifs
Jónssonar, fyrrverandi skóla-
stjóra Hlíðardalsskóla. Hann
segir hér Guðrúnu Guðlaugs-
dóttur frá starfi sínu í þágu
Aðventkirkjunnar, sem og
ýmsu fleiru frá æsku- og full-
orðinsárum.
Morgunblaðið/Þorkell
„Mig dreymir um að sjá Hlíðardalsskóla í háveldi aftur eins og hann var þegar best gekk,“ segir Jón Hjörleifur Jónsson.
’ Mín skoðun er sú að unglingavandamálséu ekki til heldur aðeins heimilisvandamál,
– hjúskapar- og skilnaðarvandamál. ‘