Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 16
Silfurrefurinn Suther- land í ræningjahópi Spennumyndin The Italian Job frumsýnd hér- lendis um helgina  ÍTALSKI meist- arinn Bernardo Bertolucci er enn á ný orðinn um- deildur og útlit fyr- ir að nýjasta mynd hans verði rit- skoðuð svo hún fá- ist sýnd í Banda- ríkjunum. Myndin heitir The Dream- ers eða Draum- órafólkið og byggir Bertolucci þar á eigin æsku- minningum um það þroskastig þegar kynhvötin vaknar. Hann sviðsetur söguna á tímum stúd- entauppreisnanna í París árið 1968 en hún lýsir samskiptum amerísks skiptinema og franskra systkina sem loka sig inni í húsi foreldranna þegar þau eru í burtu. Myndin, sem frumsýnd var á Fen- eyjahátíðinni, er sögð innihalda mjög opinskáar kynlífssenur, m.a. atriði sem jaðra við sifjaspell. Bertolucci, sem ekki er óvanur fjaðrafoki af þessu tagi eftir að Síðasti tangó í París gerði allt vitlaust árið 1972, kveðst undir það búinn að bandarískir áhorfendur fái ekki að sjá sömu útgáfu og sýnd verður í Evrópu. Aðalhlutverkin í The Dreamers leika lítt þekktir leikarar, Michael Pitt, Eva Green og Louis Garrel. Bertolucci klipptur og skorinn? The Dreamers: Bertolucci með leikurum sínum.  „HANN er efnilegasti nýliði norrænnar kvikmyndagerðar síðan Lars von Trier kom fram.“ Þetta sagði franski gagnrýnandinn Grégory Val- ens um danska kvikmynda- leikstjórann Christoffer Boe og mynd hans Reconst- ruction þegar tilkynnt var að hann hlyti verðlaun FI- PRESCI, alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda í ár fyrir besta leikstjórn. Re- construction hefur vakið gríðarlega athygli undan- farna mánuði án þess að hafa enn verið frumsýnd í heima- landi höfundarins. Hún hreppti tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor, gullkameruna, Camera d’or og verðlaun gagnrýnenda til ungra leikstjóra. Nýlega vann myndin Amandaverðlaun til handa besta norræna nýliðanum á hátíðinni í Haugasundi í Noregi. Reconstruction er „róm- antískt drama með sálfræðilegum undirtóni“, og lýsir sólarhringslöngu ástarævintýri tveggja leit- andi sálna sem Nikolaj Lie Kaas og Marie Bonne- vie leika. Frumsýning í Danmörku verður 29. sept- ember. Boe með byr í seglin Á verðlaunapalli í Cannes: Christ- offer Boe.  BANDARÍSKU grín- höfundarnir Peter og Bobby Farrelly fást í næstu mynd sinni við hlutskipti símaství- bura sem stefna til Hollywood og geta ekki losnað hvor við annan. Myndin heitir auðvitað Stuck On You og verður frum- sýnd í desember. Að- alhlutverkin leika Greg Kinnear og Matt Damon. Farrelly-bræður um tvíburabræður Farrellybræður: Áfastir tvíburar.  BANDARÍSKI leikstjórinn Sydney Pollack, sem hefur ekki leikstýrt nýrri bíómynd síð- an klúðrið Random Hearts birtist árið 1999, er að ganga frá samningum um að stýra kvikmyndun skáldsögunnar Shockproof Sydney Skate eft- ir Marijane Meaker, en hún kom út fyrir þremur áratugum. Steve Kloves, sem samið hefur handrit að öllum Harry Potter- myndunum, er að vinna að handritsgerðinni. Þar segir frá ungum manni sem er að hefja háskólanám en verður ástfanginn af ungri fyrirsætu sem svo vill til að lesbísk móðir hans er einnig ástfangin af. Hef- ur fólkið ekki heyrt um 101 Reykjavík? Pollack mun væntanlega einnig leikstýra á næstunni dram- anu The Interpreter, sem gerist á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og Nicole Kidman á að leika aðal- hlutverkið í. Sydney leikstýrir Sydney Sydney Pollack: 101 USA? „ÞAÐ var mjög erfitt að gera myndina enda enginn hægðar- leikur að fá nægilegt fjármagn til verksins,“ segir Sólveig Anspach, leikstjóri og handritshöfundur Stormy Weather eða Stormviðr- is, en myndin verður frumsýnd hérlendis fimmtudaginn 18. sept- ember og hefjast almennar sýn- ingar daginn eftir. „Ég er á því að það hafi fyrst og fremst verið vegna viðfangsefnisins sem menn hræddust að taka þátt í verkefn- inu, – að það hafi þótt of þungt. En eftir að þessir sömu sáu út- komuna hafa margir þeirra kom- ið til mín og beðist afsökunar á því að hafa ekki haft meiri trú á myndinni. Hið sama var reyndar upp á teningnum þegar ég gerði Haut les coeurs!“ Stormy Weather segir frá frönskum geðlækni (Elodie Bouchez) sem fyrir tilviljun geng- ur fram á umkomulausa konu á lestarstöð í París og virðist hún í eins konar losti. Konan, sem skáldkonan Didda leikur, verður skjólstæðingur hennar, en hverf- ur af spítalanum. Geðlæknirinn kemst að því að hún er íslensk og fer á eftir henni til Vestmanna- eyja. Á daginn kemur að þörf læknisins fyrir að hjálpa þessari ókunnu konu er bundin þörf hennar fyrir að hjálpa sjálfri sér. Í öðrum aðalhlutverkum eru Balt- asar Kormákur, sem leikur lækni í Vestmannaeyjum, og Ingvar E. Sigurðsson, sem fer með hlutverk eiginmanns konunnar. „Þessi saga er mjög blátt áfram og mínimalísk, saga um samband tveggja kvenna,“ segir Sólveig í samtali við Morgunblað- ið. „Hún er ekki mynd einhverrar tegundar, ekki gamanmynd, ekki spennumynd og því spyr fólk mig stöðugt: Hvernig mynd er þetta? Er þetta lesbíumynd? Af hverju gekkstu þá ekki alla leið með það? Þetta er mynd um tvær ólíkar konur og þeirra samband. Það er það eina sem ég get sagt.“ Hún segir að kveikjan að myndinni sé grein sem hún las í blaði um konu sem dúkkaði upp minnislaus í ókunnu landi. „Þá langaði mig fyrst að gera heimild- armynd um málið. En svo setti ég mig í spor þess er vann með kon- unni og hjálpaði henni á stofn- uninni. Ég velti fyrir mér hversu langt ég hefði þá gengið til að reyna að ná við hana sambandi. Við það fór ég að skrifa handrit að leikinni bíómynd.“ Sólveig Anspach er fædd í Vestmannaeyjum og dvaldist þar á hverju sumri eftir að hún hafði flust með foreldrum sínum til Frakklands. „Mér fannst stór- kostlegt að vera í Vestmannaeyj- um á sumrin, fullkomið frelsi en um leið svo mikil einangrum. Það var alltaf meiningin hjá mér að nota það magnaða sögusvið.“ Stormviðri er samstarfsverk- efni Frakka, Belga og Íslendinga og er Sögn ehf. íslenski meðfram- leiðandinn. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og verður sýnd á Torontohá- tíðinni nú í september. Ísland er fyrsta landið þar sem Stormviðri er sýnd á almennum bíósýning- um. Agnes Johansen hjá Sögn ehf. segir að myndin hafi þegar verið seld til nokkurra landa og hún fari næst í kvikmyndahús í Frakklandi í nóvember. Kvikmynd Sólveigar Anspach, Stormy Weather eða Stormviðri, frumsýnd 18. september Saga um samband tveggja kvenna Konurnar tvær: Didda og Elodie Bouchez í kvikmynd Sólveigar Anspach, Stormviðri. SJÁLFSAGT láta milljónir manna umheim allan sig dreyma um að gera bíó-mynd og að hún verði síðan sýnd víðar en innan á augnlokum þess sem dreymir. Til- gangurinn er að deila draumi sínum með öðr- um sem bera hann þá saman við sína eigin drauma. Tölvutæknin hefur, sem kunnugt er, aukið möguleika manna í þessu efni með stór- fenglegum hætti. Stafrænu tökuvélarnar og eftirvinnslubúnaðurinn við klippingu og hljóðsetningu eru einhver afdrifaríkasta bylt- ing sem orðið hefur í aldarlangri sögu kvik- myndanna, að ekki sé minnst á óendanlega sköpunargetu tölvunnar við tæknibrellur og gerð gervileikmynda og jafnvel gervileikara. Enn höfum við ekki fengið nema smjörþefinn af því sem koma skal og engin leið að átta sig á hver hin varanlegu áhrif þessarar byltingar verða á börnin hennar, kvikmyndagerðar- mennina, áhorfendurna og kvikmyndirnar sjálfar. Þrátt fyrir feikilega nýja möguleika til að gera bíómynd er ekki þar með sagt að það sé beinlínis auðvelt að gera góða bíómynd, mynd sem stenst listrænar eða markaðslegar kröf- ur, en þetta tvennt fer nú ekki alltaf saman eins og menn vita. Enn erfiðara er að koma tilbúinni bíómynd alla leið upp á tjald svo hún nái til áhorfenda sinna. Þar eru margir um hituna og færri sem endist örendið. Breski handritshöfundurinn Simon Beaufoy, sem á að baki alþjóðlegan stórsmell í The Full Monty/Með fullri reisn, segir um þetta: „Bandarísku stórmyndirnar (blockbusters) hafa raunverulega kverkatak á bíóunum; hafi bíómynd engar stórstjörnur innanborðs og höfði hún ekki stystu leið til föstudags- afþreyingar fyrir markhópinn 18 til 24 ára verður hún ekki sýnd,“ segir hann í samtali við The Guardian nýlega. „Þær eru ótal margar, þessar góðu kvikmyndir sem ekki fá bíódreifingu.“ Hann nefnir sem dæmi að á kvikmyndahátíðinni í Edinborg, sem haldin var nú í ágúst, hafi verið sýndur fjöldinn allur af góðum breskum myndum sem ekki nái svo lengra. Sýning á hátíðinni sé það lengsta sem þær komist áleiðis til áhorfenda. Og hvað er þá til ráða? Jújú, sjónvarps- stöðvar eru hugsanleg sýningarleið. Mynd- böndin líka. DVD. En Beaufoy, leikstjórinn Bill- ie Eltringham og framleiðandinn Mark Blaney ætla að veðja á nýja leið og urðu fyrst til þess í heiminum að nýta hana í fyrradag, 5. sept- ember, undir mynd sína This Is Not a Love Song. Þetta er upplýsingahraðbraut tölv- unnar, þ.e. Netið. This Is Not a Love Song er spennumynd og er ekki aðeins tekin á stafrænt myndband, heldur er hún sem fyrr segir fyrsta bíómynd- in í fullri lengd sem frumsýnd er í beinni á Netinu, nánar tiltekið á slóðinni thisisnotalove-song.co.uk á formatinu Wind- ows Media. Fyrstu tvö þúsund gestirnir áttu að geta séð myndina án endurgjalds en síðan yrði gjaldið á bilinu 2–3 sterlingspund. Auk þessarar sýningarleiðar átti að sýna This Is Not a Love Song í fyrrakvöld í fjórum kvik- myndahúsum með ólíkum aðferðum, þ.e. beint af Netinu, með 35 mm filmueintaki og loks af stafrænu myndbandi af gerðinni Digibeta. Aðstandendur myndarinnar hafa ekki að- eins unnið hana ódýrt og hratt – hún var sam- in á innan við tveimur vikum og tekin á álíka stuttum tíma – heldur komið henni ódýrt og hratt til áhorfenda. Beaufoy segist í viðtalinu við The Guardian vera sannfærður um að drjúgur áhorfendahópur sé á Netinu en við- urkennir að ekki sé ljóst hversu margir muni geta notið myndarinnar til fullnustu. Blaney framleiðandi segir að hún verði send út í mis- munandi stærðum sem hæfi mismunandi sendingarhraða á Netinu. En sagt er að trú- lega muni hún birtast lítil og hugsanlega rykkjótt gegnum 56K mótald og hæpið að fólk muni endast til að horfa á hana til enda með þeim hætti. Aðalatriðið er að hér er verið að senda bíómynd eftir nýrri, ódýrri og út- breiddri leið til almennings. Eftir að brautin hefur verið rudd má svo bæta hana og leggja bundið slitlag. Sem betur fer hefur íslenskum kvikmynd- um ekki reynst sérlega erfitt að komast alla leið upp á tjald. Öllu erfiðara hefur það reynst öðrum myndum en íslenskum og bandarísk- um og er ástandið í þeim efnum trúlega verra núna en nokkru sinni áður. Ekkert mun koma í staðinn fyrir kvik- myndasýningu á stóru tjaldi bíósins. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert kemur í staðinn fyrir hópupplifun á kvikmynd. Því munu kvik- myndagerðarmenn aldrei tjalda með verk sín einvörðungu og til frambúðar á tölvuskján- um. En þessi sýningarleið, sem í fyrsta skipti var reynd í fyrrakvöld, er viðbót og getur í sumum tilvikum verið lausn á vandanum við að koma kvikmynd á leiðarenda. Tjaldað á tölvuskjánum SJÓNARHORN Árni Þórarinsson „Tölvur eru vita gagnslausar. Þær geta bara veitt svör,“ sagði Pablo Picasso. Hann sá margt og skynj- aði meira, en framtíðarhlutverk og -möguleikar tölvunnar voru ekki þar á meðal. Tölvan getur þann- ig þjónað hlutverki pensils og skjár hennar verið sem léreft. Og hún keppir nú um stundir ekki aðeins við kvikmyndatökuvélina um gerð bíómynda heldur er skjár hennar óðum að nálgast hlutverk hvíta tjaldsins. www.thisisnotalove-song.com: Framtíðarbíóið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.