Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Með hverjum fórstu í frí? „Eiginkonunni, Margréti Pálsdóttur, og börnunum okkar Páli og Söru Margréti. Við flugum til New York og þaðan til Las Vegas. Þar fengum við okkur bílaleigubíl og ókum eftir tveggja daga dvöl áleiðis til San Francisco. Eftir vikudvöl þar flugum við heim í gegnum Minneapolis.“ Hvernig var Las Vegas? „Strax og við lentum á flugvellinum í Las Vegas var ljóst hvert við vorum komin því eitt það fyrsta sem mætti okkur á vell- inum þegar komið var úr vélinni voru skrautlegir spilakassar. Las Vegas er í raun furðulegur staður í miðri eyðimörk, tilbúin veröld með blikkandi neonljósum og ævintýralegum húsum sem eru máluð í ýmsum litum. Spilakassar og spilavíti eru nánast við hvert fótmál, íburðarmiklir skemmtistaðir þar sem boðið er upp á skrautlegar sýningar á hverju kvöldi og það er allt stórt í sniðum í Las Vegas. Það er búið að reisa hótelbyggingar við Las Vegas Boulevard sem eru nákvæmar eftirlíkingar af frægum mannvirkjum, Eiffel- turninn í París blasir til dæmis við gestum, pýramídi frá Egyptalandi, þekkt stórhýsi frá New York og svo mætti áfram telja. Þetta eru yfirleitt risastór hótel sem hafa sitt þema eins og Ítalíu, New York eða Gulleyjuna. Við höfðum pantað okkur á Netinu gistingu á Luxor-hótelinu sem var með egypskt þema. Luxor-hótelið getur tekið á móti nokkur þúsund gest- um. Frá Las Vegas er hægt að gera sér ferð til að skoða Mik- lagljúfur og Hoover-stífluna, sem við og gerðum, og það er óhætt að segja að stíflan er óhemjustórt mannvirki.“ Var gaman að aka leiðina frá Las Vegas til San Francisco? „Við ókum í gegnum Mojave-eyðimörkina yfir í San Joaquin- dalinn og síðan upp með ströndinni með það í huga að enda í San Francisco að nokkrum dögum liðnum. Eyðimörkin var vissulega eyðileg en þó leyndust stöku spilavíti við veginn. Við rákum síðan upp stór augu þegar við ókum fram á hundr- uð flugvéla sem geymdar eru á flugvelli í eyðimörkinni. Vél- arnar skemmast ekki þótt þær standi úti undir beru lofti því staðurinn er svo hátt yfir sjávarmáli og loftslag hagstætt. Ekki langt frá er Andrews-flugstöðin. Þarna eru gerð flugpróf á stórum herþotum og þotum til farþegaflugs. Fyrsti áfangastaður okkar var Kingsburg, sem er skammt frá Fresno, þar sem Sunmaid-rúsínur eru framleiddar. Við höfum um árabil átt viðskipti við fyrirtækið og fórum að skoða fram- leiðsluferlið en Sunmaid er stærsta rúsínufyrirtæki í heimi.“ Á leiðinni frá Fresno og upp til San Francisco skoðuðu þau Monterey-skagann, en hann er rómaður fyrir stórfenglega náttúru, og óku eftir frægri leið sem kallast „17 mílna ökuleið- in“. Í miðbæ Monterey, þar sem þau gistu, er sögusvið Æg- isgötu eða Cannery Row eftir John Steinbeck. „Ægisgata er vinsæll ferðamannastaður í miðbæ Monterey þar sem eru verslanir, veitingahús, sjávardýrasafn og margt fleira sem laðar að ferðamenn. Í Salinas er einmitt safn tileinkað John Steinbeck og einnig er fæðingarstaður hans opinn almenn- ingi. Á þessum slóðum bjó John Steinbeck þegar hann samdi mörg sín þekktustu verk eins og Ægisgötu, Mýs og menn og Þrúgur reiðinnar. Við stoppuðum einnig í Carmel, sem er fallegur bær þar sem Clint Eastwood var bæjarstjóri á sínum tíma og á þar nú veit- ingahús. Veitingahúsið var því miður lokað þegar okkur bar að garði. Í nágrenni við Carmel er hinn frægi Pebble Beach- golfvöllur.“ Átti San Francisco vel við ykkur? „Borgin er mjög skemmtileg og vel þess virði að heimsækja. Hún er öðruvísi en hefðbundnar bandarískar borgir, þetta er gönguborg ef svo má að orði komast og alls ekki nauðsynlegt að vera á bíl eins og víðast hvar í stórborgum Bandaríkjanna. Við notuðum okkur það óspart og gengum okkur upp að hnjám alla daga. Frá aðaltorginu í borginni, Union Square, liggja leiðir í allar áttir og á torginu er mannlífið mjög skemmtilegt og fjölskrúð- ugt. Þarna er leikhúslíf blómlegt og mikið framboð af menningarlegum viðburðum. Það er dálítil rússíbanastemmning í San Francisco, brekkurnar eru brattari en ég hafði ímyndað mér og ekki að undra að margur svæsinn eltingaleikur í kvikmyndum hefur verið festur þar á filmu. Þar sem þær eru brattastar leggja menn bílunum þvers- um í stæði. Borgin er vingjarnleg og fólkið elskulegt. Við skoðuðum auðvitað þekktustu kenni- leiti borgarinnar, Golden Gate-brúna og höfnina þar sem Fisherman’s Wharf er, en þar eru ótal sjávarréttastaðir. Þá verður að minnast á Alcatraz-fangaeyjuna. Til að komast þangað þarf allt að viku fyrirvara.“ Eitt af einkennum borgarinnar eru spor- vagnarnir eða „Cable cars“ sem ganga upp og niður nokkrar af brekkunum og þau prófuðu að ferðast með þeim auk þess sem þau fóru í hefðbundna skoðunarferð. „Kínahverfið var einnig gaman að skoða en þangað fórum við og fengum okkur Dim Sum.“ Sverrir segist hafa gaman af því að fara á „Diners“, sem eru gamaldags bandarískir veitingastaðir þar sem ýmist er setið við eldhúsið eða í básum og pantaður matur eins og pönnu- kökur og eggjabrauð. Þau gengu fram á nokkra slíka staði í borginni og segja að gjarnan megi benda á Pinecrest og Café Mason, sem báðir eru við Masonstræti. „Þetta var vissulega fjölskylduferð, við fórum í skemmtigarð- inn Great America í Santa Clara þar sem farið var í alls kyns rússíbana, Margrét fór með Páli á Metallica-tónleika og einnig lá leiðin í kvikmyndahús. Þegar fjölskyldan er á ferðalagi er farið á fjölbreytta veitingastaði en við gátum öll sameinast í hrifningu okkar á pítsustaðnum California Pizza Kitchen, en þar eru pítsurnar mjög frumlegar og til dæmis hægt að fá sér pítsu með Pekingönd eða beikoni, salati og tómötum. Þessi keðja er í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og er óvenjuleg og skemmtileg.“ Er þetta ferð sem þið væruð til í að fara aftur? „Alveg tvímælalaust en líklega myndum við næst gera okkur ferð norður fyrir San Francisco því þar er líka mjög margt að skoða.“ Við förum yfirleitt í frí með skömmum fyrirvara segir Sverrir Egill Bergmann sem er nýkominn heim úr ferð með fjölskyldunni til San Francisco og Las Vegas. Í ferðinni var m.a. farið á Metallica-tónleika og á heimaslóðir rithöfundarins Johns Steinbecks. Ljósmyndir/Páll Bergmann Torgið Union Square í San Fransisco. Rússíbanastemmning í San Francisco  Hótel Luxor 3900 Las Vegas Blvd. South Las Vegas Sími: 00 702 262 4000 Vefslóð: www.luxor.com  The National Steinbeck Center One Main Street, Salinas, Sími: 00831 796-383300 Fax: 00831 796-3828 Tölvupóstfang: info@steinbeck.org Vefslóð: www.steinbeck.org/MainFrame.html  East Kern Airport District 1434 Flightline St. Mojave, Sími: 661 824 2433 Fax: 661 824 2914 Tölvupóstfang: : stuart@mojaveairport.com Vefslóð: www.mojaveairport.com  California Pizza Kitchen Veitingastaðirnir eru á nokkrum stöðum í San Francisco og eins víða í Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar fást á vefslóðinni: http://www.cpk.com/ Hvaðan ertu að koma? Sverrir Egill Bergmann Margrét, Páll og Sara Margrét. Í SUMAR hefur gróska verið í stikun og merk- ingu gönguleiða á Vestfjörðum. Strax í vor var gert átak á sunnanverðum Vestfjörðum, á Barðaströnd og í fyrrum Rauðasandshreppi. Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vest- fjarða, segir að unnið hafi verið að merkingu stíga og stikun í friðlandi Vatnsfjarðar í kringum Flókalund. „Þar unnum við með landverði og ferðaþjónustuaðilum í Flókalundi, merktum ýmsa stíga og stikuðum og klipptum til kjarr þar sem það var til trafala. Bæði var um að ræða merkingu stuttra og langra gönguleiða. Dorothee segir að þá hafi einnig verið gert átak í að merkja í kringum Látrabjarg, nánar til- tekið milli Sauðlauksdals, Látrabjargs og Breiðavíkur. Þar voru sett upp skilti, bætt við stikum og farið yfir vörður. „Nú er búið að merkja þar gönguleiðir sem tengja Sauðlauks- dal, Breiðuvík, Keflavík og Rauðasand saman og því ætti að vera auðveldara að rata en áður.“ Dorothee segir að sjálfboðaliðar úr Sjálf- boðaliðasamtökum um náttúruvernd (SJÁ) hafi unnið með henni í sumar eins og á undanförnum árum svo og aðrir áhugasamir. Á Barðaströnd voru á bilinu 25–30 við sjálfboðavinnuna þegar mest lét. „Þá tókum við einnig að okkur aukaverkefni í Árneshreppi á Ströndum og þar merktum við leið sem heitir Naustvíkurskarð milli Naustavík- ur í Reykjafirði og Trékyllisvíkur. Þetta er stutt og skemmtileg leið sem hentar eiginlega öllum. Við unnum einnig við Þórðarhelli í landi Litlu- Ávíkur í Árneshreppi en þar á galdramaðurinn Þórður Guðbrandsson að hafa falið sig þegar hann var að reyna að komast undan brennu árið 1654. Við hreinsuðum hellinn og bjuggum til þrep niður í hann. Um tveggja kílómetra ganga er frá Litlu-Ávík að hellinum. Þá merktum við einnig Grástein sem á að hafa rekið hingað á ísöld frá Grænlandi. Bergið er í landi Stóru-Árvíkur. Að lokum var merkt nokkur hundruð metra leið í Kistuvog sem er forn aftökustaður. Auk þess var farið yfir nokkrar leiðir í nágrenni Ísa- fjarðar og ýmis skilti voru sett upp í Dýrafirði á svæði vestfirsku alpanna og víðar.“ Nýjar gönguleiðir stikaðar og merktar á Vestfjörðum Sjálfboðaliðar stikuðu gönguleiðir í sumar og settu upp skilti víða um Vestfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.