Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 3
Hefur flú fengi› i›gjaldayfirliti›?
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin
iðgjöld á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2003.
Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina maí og júní sl. vanti á yfirlitið.
Mikilvægt a› bera saman yfirlit og launase›la!
Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hefur verið af launum þínum í
Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við
yfirlitið, þá vinsamlegast hafið samband við viðkomandi fyrirtæki og/eða
innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. október nk.
Gættu réttar flíns!
Mikilvægt er að fullvissa sig um að upplýsingarnar um iðgjöldin til
lífeyrissjóðsins sem tilgreind eru á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt lífeyrisréttindi
glatast.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
1
0
1
6
5
•
si
a
.i
s
Skrifstofa sjó›sins er opin frá kl. 8.30–16.30, Húsi verslunarinnar 4. og 5. hæ›, 103 Reykjavík
Til sjó›félaga
www.live.is
Enska fyrir börn
Það er leikur að læra
Barnanámskeið hefjast
20. september
Það er leikur að læra 6-7 ára
Talnanámskeið 8-9 ára, 10-12 ára
Unglinganámskeið 13-14 ára
Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk
588 0303 fyrir 13. sept.
f inn
um einmitt verið gagnrýnt harka-
lega fyrir að vanrækja íslenska
höfunda og samtalið við þjóðina.
En það ber auðvitað að þakka þeg-
ar íslenskir valdamenn hlusta á og
bregðast við gagnrýni með sveiflu.
Samt spyr ég: Hvar eru allar kon-
urnar?“
Yfir 20 ný íslensk leikverk
Hér á eftir fylgja stutt viðtöl við
leikskáldin 8 sem eiga verk í Þjóð-
leikhúsinu í vetur. Eitt þeirra, Jón
Atli, á reyndar annað nýtt verk,
Draugalestina, í Borgarleikhúsinu í
vetur. Önnur ný íslensk leik-
húsverk í Borgarleikhúsinu eru
Belgíska Kongó eftir Braga Ólafs-
son og Sekt er kennd eftir Þorvald
Þorsteinsson. Meðal fjölmargra
samstarfsverkefna Borgarleikhúss-
ins og smærri leikhópa má svo
nefna Þrjár Maríur eftir Sig-
urbjörgu Þrastardóttur.
Ef litið er til annarra leikhúsa
má nefna að Leikfélag Akureyrar
frumflytur Draumalandið eftir
Ingibjörgu Hjartar í vetur. Hafn-
arfjarðarleikhúsið frumflytur Vinur
minn Heimsendir eftir Kristínu
Ómarsdóttur í samstarfi við Vest-
urport og stefnir að því að setja
upp leikgerð Hilmars Jónssonar á
skáldsögunni Meistarinn og Marg-
areta. Ekki má heldur gleyma því
að Kómedíuleikhúsið á Ísafirði
vinnur að uppsetningu sýningar á
leikgerð Elfars Loga Hannessonar
um Stein Steinarr.
Af smærri leikhópum má nefna
að Furðuleikhúsið frumflytur Eld-
inn eftir Ólöfu Sverrisdóttur,
Stoppleikhópurinn frumflytur
Landnámu eftir Valgeir Skagfjörð
fyrir miðstig grunnskólans og Á
senunni frumflytur barnaleikritið
Ævintýri um augastein eftir Felix
Bergsson. Möguleikhúsið frum-
flytur þrjú íslensk barna- og ung-
lingaleikrit í vetur, þ.e. Hatt og
Fatt í nýjum ævintýrum eftir Ólaf
Hauk Símonarsson, Tvo menn og
kassa eftir danska leikstjórann
Torkild Lindebjerg og leikhópinn
og Landið Vifra byggt á barna-
ljóðum Þórarins Eldjárns í leikgerð
leikstjórans Ágústu Skúladóttur og
leikhópsins. Þess má svo að lokum
geta að dagskrá sjálfstæðu leikhóp-
anna verður sérstaklega kynnt um
miðjan þennan mánuð.
ago@mbl.is
Svavar Knútur Kristinsson spjölluðu við höfunda leikverkanna og veltu því
allt í vetur. Hvort íslenski leiklistarveturinn væri loksins runninn upp.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 B 3
Mey skal að morgni lofa
„Mey skal að morgni lofa,“ segir
Ólafur Haukur kíminn þegar hann er
spurður að því hvernig honum lítist á
þróun verksins á æfingatímabilinu.
„En þessir leikarar eru auðvitað allt
mjög traust fólk þannig að ég hef í
sjálfu sér engar áhyggjur af því að
ekki takist vel til á leiksviðinu. Ég hef
svo komið inn í þessa vinnu eins og
ég hef tamið mér við uppfærslu leik-
rita minna. Eftir að hafa fylgst með
fyrstu æfingatörninni hreinskrifaði ég
talsvert í sumar. Síðan er maður að
lagfæra smáhluti alveg fram á síð-
asta dag.“
Ólafur Haukur er með tvennt í tak-
inu um þessar mundir. „Ég er að
skrifa bæði skáldsögu og 12 þátta
sjónvarpsseríu um íslenskt fólk. Ef
framleiðslan verður að veruleika á
fjármagnið væntanlega eftir að koma
frá Kvikmyndasjóði en vonandi einnig
frá innlendum og erlendum fjár-
festum. Ríkissjónvarpið hefur lýst yfir
áhuga á því að kaupa seríuna á
grundvelli þess sem þeir hafa þegar
séð en Ríkissjónvarpið hefur því mið-
ur ekki nægilegt fjármagn til að
standa sjálft í alvöru framleiðslu á
leiknu íslensku efni. Stjórnmálamenn-
irnir okkar hafa greinilega ekki áhuga
á því að fjármagna rekstur raunveru-
legrar íslenskrar sjónvarpsstöðvar. Á
meðan svo er þá eru sjónvarpsstöðv-
arnar reknar eins og amerískar
myndbandaleigur.“
Hvernig gengur þér svo að lifa á
listinni Ólafur Haukur? „Ég er búinn
að skrölta í þessu í 30 ár þannig að
ekki fer ég að spóla til baka úr
þessu.“ Þú ert þá kannski kominn yfir
erfiðasta hjallann? „Kúnstin við að
lifa sem listamaður er að skipuleggja
einn dag í einu – tíu ár fram í tím-
ann.“