Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 11
istarar tvö ár í röð
heitir Urðir – rekstrarvörur og selur
rekstrarvörur fyrir tölvur. Hrefna
vinnur í Búnaðarbankanum og er í
fjarnámi í Ármúlaskóla og stefnir að
stúdentsprófi næsta vetur. „Ég er
ekki búin að ákveða hvað ég geri eftir
það,“ segir hún.
Kristján er fráskilinn og á tvö börn,
10 ára strák og 4 ára stelpu. Ætli
strákurinn sé í fótbolta? „Nei, hann
vill ekkert með hann hafa og er í fim-
leikum og ég er mjög sáttur við það
því fimleikar eru góður grunnur, bæði
varðandi liðleika og styrk. Ég er ekk-
ert að pressa á hann að fara í fótbolta
og vona að foreldrar séu hættir að
gera slíkt,“ segir Kristján.
„Nei, aldeilis ekki,“ grípur Hrefna
fram í. „Ég hef þjálfað talsvert og oft
eru þar börn sem hafa ekki nokkurn
áhuga á fótbolta og þegar maður spyr
hvers vegna þau séu þá að æfa er
svarið oft að mamma eða pabbi vilji
það,“ segir Hrefna.
Grobbi í miklu uppáhaldi
Hrefna segist ekki eiga sér neina
sérstaka fyrirmynd í knattspyrnunni.
Kristján nefnir hins vegar Bruce
Grobelaar, fyrrverandi markvörð Liv-
erpool. „Hann var alltaf í miklu uppá-
haldi hjá mér enda er Liverpool mitt
lið.“ Undir það tekur Hrefna en bæði
segja að það hafi verið erfiðir tímar í
haust að halda með liðinu, en eru
sannfærð um að það standi til bóta.
Þrátt fyrir að vel hafi gengið hjá
KR-liðunum í ár og í fyrra þá munaði
litlu að karlaliðið félli árið þar á und-
an. „Það munaði litlu, virkilega litlu,“
segir Kristján. „Þetta sýnir hversu lít-
ill munurinn er á liðunum, þegar illa
gengur þá er oft erfitt að rífa sig upp
úr lægðinni, þess eru fjölmörg dæmi.
Við héldum um tíma í sumar að svona
tímabil væri að koma hjá okkur en
sem betur fer náðum við að rífa okkur
upp úr því. Það eru helst Framarar á
haustin sem ná að rífa sig upp. Þeir
eru ótrúlegir,“ segir Kristján.
Tímabilið hjá Hrefnu er búið nema
hvað hún á væntanlega eftir að leika
þrjá landsleiki fyrir Ísland áður en
vetur skellur á. Hún er í París þessa
dagana og leikur með landsliðinu við
Frakka á morgun. „Það eru þrír
landsleikir fram undan og það verður
gaman. Okkur hefur gengið vel og þar
fylgist allt að, við erum trúlega orðnar
betri og svo er umgjörðin miklu betri
en áður. Áhorfendur koma á leikina
og þetta er mjög skemmtilegt og það
er líka ágætt að taka þátt í auglýs-
ingagerðinni sem hefur fylgt okkur að
undanförnu – þó svo það taki nokkuð
mikinn tíma,“ segir Hrefna um aug-
lýsingarnar sem birst hafa af kvenna-
landsliðinu síðustu misserin. Hrefna á
37 landsleiki að baki með landsliðum
Íslands og hefur gert sjö mörk í þeim.
Kristján á hins vegar 31 landsleik.
Tvær umferðir eru eftir af Lands-
bankadeild karla en titillinn er í höfn.
„Það er auðvitað talsvert spennufall
hjá manni, en bikarinn er eftir og við
ætlum okkur sigur þar – stefnum í það
minnsta að því að komast í úrslitaleik-
inn. Svo eigum við Eyjamenn heima
og fáum bikarinn afhentan eftir þann
leik og við ætlum að sjálfsögðu að
vinna því það væri grautfúlt að taka
við bikarnum eftir tapleik á heima-
velli,“ segir Kristján.
Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Þorkell
Styrkur heimavallarins í Frostaskjólinu er ekki síst fólginn í áhorfendum.
Morgunblaðið/Kristinn
Markadrottningin Hrefna Jóhannesdóttir í viðureign við gamla félaga í Breiðabliki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
meistarar 2003 og leikurinn frá síðasta ári endurtekinn.
Morgunblaðið/Jim Smart
viðureign við Fram í sumar.
Morgunblaðið/Kristján
Markverðir þurfa stundum að láta í sér heyra. Boltinn tekinn með tilþrifum.
Morgunblaðið/Sverrir
Valur var helsti keppinauturinn um Íslandsmeistaratitilinn í sumar.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 B 11
skuli@mbl.is
HREFNA er í sambúð með Sævari
Þór Gíslasyni, knattspyrnumanni í
Fylki, en þessi tvö félög, Fylkir og KR,
hafa barist á toppi deildarinnar í
sumar og raunar í fyrra einnig. „Ég
held að sjálfsögðu með KR, það er
engin ástæða til að halda með Fylki,“
segir Hrefna. Það stendur ekki á
svari hjá Hrefnu þegar hún er spurð
hvernig andrúmsloftið sé á heimilinu
þegar KR vinnur og hún er hress
með það en Sævar Þór kemur nið-
urdreginn heim eftir tap Fylkis. „Þá
tölum við ekki um fótbolta,“ segir
hún en viðurkennir að þar fyrir utan
sé talsvert mikið rætt um fótbolta.
„Fylkisstrákarnir klúðra þessu sjálfir
og verða að bæta sig ef þeir ætla að
ná lengra – það vantar eitthvað upp
á þetta hjá þeim,“ segir Hrefna.
Ekki talað um fótbolta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hrefna Jóhannesdóttir og Sævar Þór Gíslason.