Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ ákváðum að láta sýninguna
heita Á floti af því að í rauninni eru
allar persónurnar í þessum sögum
að reyna að halda sér á floti og svo
náttúrulega leikararnir að reyna að
halda sér á floti fyrir framan áhorf-
endur með því að fitja sífellt upp á
nýjum sögum. Svo er hægt að setja
titilinn í enn víðara samhengi og
halda því fram að stór hluti Íslend-
inga sé alltaf að berjast við að
halda sér á floti,“ segir Vala Þórs-
dóttir um leikritið Á floti. Vala sem-
ur verkið í samvinnu við Ágústu
Skúladóttur leikstjóra og fimm
manna leikhóp úr Þjóðleikhúsinu.
„Okkur Ágústu langaði óskaplega
mikið til að gera tilraun til að skapa
leikrit í samvinnu við leikarahóp úr
Þjóðleikhúsinu. Hugmyndin fékk af-
ar jákvæðar viðtökur innan leik-
hússins og í framhaldi af því feng-
um við til liðs við okkur fimm úr
leikaraliðinu til að þróa áfram verk
á vegum Leiksmiðjunnar. Ég kom
sjálf með ákveðna grunnhugmynd
inn í vinnuna í upphafi, þ.e. að líta
svolítið gagnrýnum augum á sam-
tímann,“ segir Vala og tekur fram
að hún hafi einnig verið búin að
velta dálítið fyrir sér forminu. „Mig
langaði til að brjóta svolítið upp
þetta hefðbundna form, skapa op-
inn og ekkert endilega of „lógískan“
vettvang.“
Hópurinn kom fyrst saman
snemma í vor. „Við byrjuðum á því
að fara út um víðan völl. Ég kom
með alls kyns efni til að vinna út frá
og saman veltum við því fyrir okkur
hverju okkur langaði að koma til skila
í leikhúsinu. Eftir tveggja vikna vinnu
tókum við okkur svo frí hvert frá
öðru og ég fór að vinna að handrit-
inu í samræmi við hvaða hugmyndir
höfðu komið fram í hópnum,“ segir
Vala. „Við tókum síðan aðra þriggja
vikna törn áður en ég settist aftur
við skriftirnar. Núna er dálítið hlé af
því að margir leikaranna eru önnum
kafnir í undirbúningi fyrir Dýrin í
Hálsaskógi og Ríkarð III. Vonandi get-
um við haldið áfram að vinna í sýn-
ingunni um miðjan október.“
Svört kómedía
Vala semur ekki aðeins hefð-
bundinn talmálstexta í verkinu því
að hún er einnig höfundur söng-
texta. „Ég hef aldrei samið söng-
texta áður og verð reyndar að við-
urkenna að ég er ekkert rosalega
stíf á forminu. Þetta er kannski á
vissan hátt einhver leirburður,“ seg-
ir hún og getur ekki varist hlátri.
„Á floti verður á margan hátt sér-
stök sýning. Ekki aðeins hvað varð-
ar söngtextana, t.d. semja leik-
ararnir sjálfir tónlistina. Annars
samanstendur sýningin af stuttum
atriðum – eins konar smásögum.
Sögurnar eru í svona svörtum
kómedíustíl og fjalla einfaldlega um
lífið á Íslandi og svona í heiminum
almennt. Á floti snýst um að skoða
afkima samfélagsins og varpa nýju
ljósi á frekar venjulegar eða hefð-
bundnar aðstæður. Við erum svona
Stungið á kýlum samfélagsins
Vala Þórsdóttir
„ÁSTÆÐAN fyrir því að ég ákvað
að vinna með skáldsögu Hallgríms
Helgasonar Þetta er allt að koma
er í raun einföld. Ég kolféll nefnilega
fyrir aðalpersónunni, Ragnheiði
Birnu, þegar ég las söguna í fyrsta
skipti. Þessi persóna er ekki aðeins
ein af frumlegustu sögupersónum
íslenskra samtímabókmennta heldur
er hún með svo skemmtilegum
hætti lítill hluti af sjálfum mér og
svo mörgum öðrum. Ég held að
flestir listamenn kannist við eitt-
hvað af Ragnheiði Birnu í sjálfum
sér, hvort sem þeir eru tilbúnir til
þess að viðurkenna þá staðreynd
eða ekki,“ segir Baltasar Kormákur,
höfundur og leikstjóri leikgerðar upp
úr skáldsögu Hallgríms Helgasonar,
Þetta er allt að koma. Leiksýningin
verður jólasýning Þjóðleikhússins í
ár.
Baltasar segist ekki hafa farið að
velta því alvarlega fyrir sér að vinna
með skáldsöguna fyrr en eftir að
hann gerði kvikmyndina 101 Reykja-
vík eftir annarri skáldsögu Hallgríms
Helgasonar. „Eftir að ég las bókina
kom hún oft upp í huga minn án
þess að ég væri tilbúinn að ganga í
málið af einhverri alvöru fyrr en eft-
Kolféll fyrir aðalpersónunni
Baltasar Kormákur
fara að semja leikrit um þetta efni
þegar ég skrifaði undir samninginn
við Þjóðleikhúsið.“
Hávar lætur leikstjórann og leik-
arana frekar afskiptalausa á æfinga-
tímanum. „Þau þurfa sitt næði til að
skapa persónurnar og sýninguna.
Höfundurinn er heldur ekki endilega
besti lesandi verks síns. Hann veit
kannski ekkert betur en aðrir af
hverju persónurnar haga sér eins og
þær haga sér. Það er miklu meira
spennandi að sjá góða leikara finna
ástæðurnar fyrir orðum og gjörðum
persónanna en reyna að útskýra það.
En auðvitað er ég alltaf til taks ef á
þarf að halda. Ef nauðsynlegt reynist
að breyta einhverju þá er það sjálf-
sagt. Stundum kvikna góðar hug-
myndir á æfingatímanum sem kalla á
breytingar á texta. Frumuppfærslur
nýrra verka kalla oft á slíkt og end-
anlegt handrit nýs leikrits er ekki
endanlegt fyrr en á frumsýningu í
fyrsta lagi. Jafnvel síðar.“
Leikhópurinn unnið mjög vel
Pabbastrákur verður frumsýndur á
Litla sviðinu í september. „Mér líst
mjög vel á það sem ég hef séð á æf-
ingum og finnst leikhópurinn hafa
unnið mjög vel. Það verður svo
spennandi að sjá hvernig þetta virkar
á áhorfendur,“ segir Hávar.
Hann segist vera að skrifa leikrit
fyrir Borgarleikhúsið um þessar
mundir. „Það er fremur skammt á
veg komið og ómögulegt að segja
hvenær því verður lokið. Stundum
gengur vel að skrifa og stundum ekki
eins vel. Þetta fær þann tíma sem
það þarf.“
„STEFÁN Baldursson pantaði eig-
inlega verkið alveg ósamið. Ég hafði á
þeim tíma, í janúar 2002, óljósa hug-
mynd um einhverjar persónur og ein-
hvern söguþráð og byrjaði að vinna út
frá því,“ segir Hávar Sigurjónsson um
aðdragandann að leikriti sínu Pabba-
strák og upplýsir að strax hafi verið
ákveðið að Hilmar Jónsson leikstýrði
verkinu. Hann hafi gegnt mjög mik-
ilvægu hlutverki dramatúrgs meðan á
samningu þess stóð. „Mér finnst mjög
mikilvægt að geta átt þannig samtal
við leikstjóra meðan ég er að semja,
ég skrifa reyndar engar leiðbeiningar
um eitt eða neitt en heyri strax á leik-
stjóranum hvort textinn kveikir hug-
myndir um útfærslu og það nægir
mér að vita af því,“ bætir hann við.
Hávar segist hafa verið eitt ár að
semja leikritið. „Ég skilaði handritinu í
lok janúar 2003 og hef nánast engu
breytt síðan. En á meðan ég var að
semja verkið fékk ég þrisvar sinnum
hóp leikara í lið með mér til að lesa
textann fyrir mig og margt af því sem
þeir lögðu til málanna nýttist mér á
beinan eða óbeinan hátt.“
Pabbastrákur fjallar um fjórar per-
sónur, foreldra, son og elskhuga hans.
„Afstaða þeirra til samkynhneigðar
er viðfangsefni verksins en þau þurfa
líka að taka afstöðu til ástarinnar sem
þau bera hvert til annars og faðirinn
gengur í gegnum róttæka breytingu á
kynímynd sinni, sem veldur straum-
hvörfum í samskiptum þessa fólks,“
segir Hávar og tekur fram að við-
fangsefnið hafi ekki verið fyrirfram
ákveðið heldur sótt á huga hans eftir
að hann byrjaði að semja verkið. „Ég
hafði ekki hugmynd um að ég væri að
Samkynhneigð
í brennidepli
Hávar Sigurjónsson
VERKIÐ Vegurinn brennur eftir Bjarna
Jónsson verður sett upp í Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins í desember.
Bjarni segir persónurnar hafa verið að
þróast innra með sér í góðan tíma.
„Þetta er í raun afraksturinn af langri
gerjun. Kveikjan er eins og stundum er
að fólk labbar inn í huga manns og vill
koma sínum málum á framfæri.“
Ekki ólíkt sex persónum í leit að höf-
undi eftir Pirandello? „Einmitt, ekki svo
ólíkt því. Viðfangsefnið eru persónur
sem allar eiga sér mjög ákveðin mark-
mið í lífinu og allir eru að leita að hent-
ugustu leiðunum til að ná þessum settu
markmiðum. Því miður þurfa þær að
eiga í samskiptum við annað fólk, þann-
ig að það fer ekki alltaf eins og fólkið
hefur planað. Þetta gerist í samfélagi
sem er í rauninni alltaf á einhvers konar
hengiflugi. Það er svolítið uppkeyrt allt
saman, mjög hratt og uppspennt. Per-
sónurnar framkvæma og síðan kemur
allt annað í andlitið á þeim miklu seinna,
til dæmis tilfinningarnar, þær koma
seinna meir sem svona bakslag. Þetta
eru þannig persónuleg átök í samfélagi
þar sem efnishyggja skiptir máli.“
Bjarni segir það hafa tekið um fjögur
ár að koma leikritinu út úr höfðinu og
niður á fullmótað form, vissulega með-
fram öðrum verkefnum. „Það þýðir
ekkert annað í þessum bransa en að
hafa nóg á könnunni.“
Vegurinn fjallar um sex persónur, ein
þeirra er bæjarstjóri norður í landi sem
stendur í stórræðum á meðan eig-
inkona hans stendur á krossgötum í
höfuðborginni. Bróðir hans einbeitir sér
að því að hjálpa syni sínum að fóta sig
að nýju eftir meðferð. Þegar kærasta
sonarins byrjar að vera með dóttur
bæjarstjórans brjótast hins vegar út
heiftarleg átök á milli persónanna; stríð
sem vofði yfir og rekur upphaf sitt
langt aftur í tímann. „Það sem ég var
að reyna að gera með þessu verki var
að skapa persónur sem eru marg-
ræðar. Það þýðir að leikararnir fá tölu-
vert mikið rými til að ákveða með leik-
stjóranum hvers konar fólk þetta er og
hvernig það kemur fram hvað við ann-
að. Þegar maður skrifar leikrit er mað-
ur fyrst og fremst að búa til einhvers
konar rými fyrir alla þá vinnu sem leik-
arar, leikstjóri, leikmyndahönnuður og
fleiri eiga eftir að leggja til.“
Vegurinn brennur verður frumsýnt
Svamlað í brunarústum efnishyggju
Bjarni Jónsson