Morgunblaðið - 15.09.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.09.2003, Qupperneq 1
Botnbaráttan í Landsbanka- deildinni harðnar enn Íþróttir STOFNAÐ 1913 249. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Söðlasmíði í sveitinni Hann sér ekki fram úr verkefnum og frelsið skiptir miklu 12 Fjölnýting er framtíðin Íslendingar hafa náð lengra en flestir aðrir í nýtingu jarðhita 8 VIÐRÆÐUR ráðherra frá öll- um 146 aðildarríkjum Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO) um nýtt samkomulag um aukið frelsi í alþjóðavið- skiptum, sem staðið höfðu yfir í Cancun í Mexíkó í fimm daga, fóru út um þúfur í gær. Fulltrú- ar margra fátækra ríkja fögn- uðu niðurstöðuleysinu sem sigri í hagsmunabaráttu þeirra gegn ríku iðnríkjunum á Vesturlöndum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem sat fundinn fyrir Íslands hönd, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. Líklegt þykir að þetta muni seinka framkvæmd Doha-þróunaáætlunarinnar svonefndu, sem stofnunin samþykkti á síðasta ráð- herrafundi í Doha í Katar fyrir tveimur árum. Samkvæmt áætluninni var gert ráð fyrir að við- ræðulotunni að nýjum rammareglum um alþjóða- viðskipti, ekki sízt með landbúnaðarvörur, lyki fyrir ársbyrjun 2005. „Það hafði að mínu mati þokazt verulega í dag og við vorum búnir að sjá texta í landbúnaðarmál- um sem okkur fannst þokast verulega í átt til samkomulags. En síðan voru atriði, svokölluð Singapore-mál, sem varða m.a. fjárfestingar og fleira sem strandaði á. Við reiknuðum þá með því að þau mál yrðu sett til hliðar en það var ákveðið að gera það ekki, þannig að það hlýtur að vera eitt- hvað miklu meira sem menn hafa talið að stæði í veginum. […]Þetta eru mikil vonbrigði vegna þess að menn setja meiri svartsýni í hlutina og tefja fyr- ir þróuninni og verst er þetta fyrir fátækustu ríkin í heiminum að mínu mati.“ Halldór sagði stefnt að því að halda viðræðum áfram í Genf og þar kæmu saman háttsettir embættismenn eigi síðar en 15. desember nk. til að fjalla um framhaldið í þeim til- gangi að ljúka málinu á tilsettum tíma. Andstaða við aukið frjálsræði Singapore-málin, sem Halldór nefnir, snúa að auknu frjálsræði á sviði fjárfestinga yfir landa- mæri, stefnumótun í samkeppnismálum, afnámi viðskiptahindrana og opinberum útboðum. Kváðu ráðamenn þróunarríkja hafa lýst sig mjög andvíga auknu frjálsræði á þessum sviðum. WTO-viðræður út um þúfur Mikil vonbrigði að mati utanríkisráðherra Reuters Hnattvæðingarandstæðingar fagna í Cancun. Cancun. AFP, AP. Halldór Ásgrímsson EISTAR samþykktu aðild Eistlands að Evrópusambandinu (ESB) með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðarat- kvæðagreiðslu í gær. Samkvæmt bráðabirgðaúrslitum, er öll atkvæði úr hinum 652 kjördeildum landsins höfðu verið talin, studdu um 67% inngöng- una í ESB en 33% sögðu nei. Á kosningavöku á krá í miðbæ höf- uðborgarinnar Tallinn bar forsætis- ráðherrann Juhan Parts niðurstöðuna saman við daginn sem Eistland lýsti fyrst yfir sjálfstæði árið 1918. „Við verðum áfram eistnesk [innan ESB], en með þessari sterku tilfinn- ingu að tilheyra fjölskyldu … fjöl- skyldu Evrópuþjóða,“ sagði Parts. Kjörsókn var um 63%, en um 850.000 manns voru á kjörskrá. Eistar sam- þykkja ESB Tallinn. AP. ANDSTÆÐINGAR evrunnar fögnuðu í Svíþjóð í gærkvöldi eftir að Svíar felldu með yfirgnæfandi meirihluta að ganga í myntbanda- lag Evrópu (EMU) og taka upp hina sameiginlegu mynt Evrópu- sambandsríkjanna, evruna. Alls greiddu 56,2% þjóðarinnar at- kvæði gegn evrunni og 41,8% með. Kosningaþátttaka var 81,2%. Andstæðingar evrunnar voru í meirihluta um nánast alla Svíþjóð, einungis á Stokkhólmssvæðinu og á Skáni, syðst í Svíþjóð, voru stuðningsmenn í meirihluta. Göran Persson, forsætisráð- herra og formaður Jafnaðar- mannaflokksins, hélt blaðamanna- fund þegar úrslitin voru ljós. „Þetta eru skýr úrslit, mjög skýr og kosningaþátttakan mikil,“ sagði Persson. Það yrði því auðvelt að virða niðurstöðuna. Hann sagði að ríkisstjórnin myndi nú reyna að gera hið besta úr stöðunni. Persson sagðist ekki geta metið áhrif þjóðaratkvæðagreiðslunnar til skamms tíma og hvað myndi gerast á mörkuðum. Til lengri tíma litið myndi þetta fela í sér verri tækifæri fyrir Svíþjóð. „En það vissi þjóðin,“ sagði Persson. Spjótum beint að stöðugleikasáttmála Maud Olofsson, leiðtogi Mið- flokksins, sem var einn helsti tals- maður andstæðinga evrunnar, fagnaði niðurstöðunni í gær. Hún sagði sænsku þjóðina greinilega gera sér grein fyrir að myntbanda- lagið stæði á brauðfótum og að stöðugleikasáttmálinn gengi ekki upp í raunveruleikanum. Þá hefðu Svíar seðlabanka sem gætið haldið verðbólgu í skefjum. Ulla Hoffmann, leiðtogi Vinstri- flokksins, sagði í gærkvöldi að hún teldi að nú ætti að endurskoða að- ild Svíþjóðar að stöðugleikasátt- málanum, sem setur ríkjum ESB þröngar skorður í ríkisfjármálum. Peter Eriksson, talsmaður Um- hverfisflokksins, sagðist búast við því að niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar yrði virt. Hann sagð- ist ekki eiga von á að úrslitin hefðu áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið við Jafnaðarmannaflokkinn. Eriksson sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann hefði verið viss um að morðið á Önnu Lindh myndi hafa meiri áhrif. „Ég var sannfærður um það í gærkvöldi að við myndum tapa,“ sagði Eriksson. Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, sagði niðurstöð- una mikil vonbrigði. Hann hefði vonast eftir öðrum úrslitum. Þegar hann var spurður um hvernig hann skýrði þessa niðurstöðu sagðist hann ekki telja að skýringarinnar væri að leita í sjálfri kosningabar- áttunni. Það sem kæmi á óvart væri að rúmur helmingur sænsku þjóðarinnar væri jafnandstæður Evrópusamstarfinu og þessi úrslit gæfu til kynna. Of fastir í tæknirökum Jafnaðarmaðurinn Gunnar Lund aðstoðarfjármálaráðherra, sem fer með málefni EMU í rík- isstjórninni, sagði greinilegt að ekki hefði tekist að koma til skila hinu stærra samhengi evrunnar, stækkun Evrópusambandsins og fjölgun aðildarríkja. „Við vorum of fastir í tæknilegri, efnahagslegri röksemdafærslu framan af kosn- ingabaráttunni,“ sagði Lund. Svíar hafna evru Reuters Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, yfirgefur kosningaskrifstofu jafnaðarmanna sem börðust fyrir evruaðild Svía, eftir að úrslitin voru ljós í gærkvöldi. Jafnaðarmannaflokkurinn var klofinn í evrumálinu.  Sænska þjóðin/18 Stokkhólmi. Morgunblaðið.  56,2% greiddu atkvæði á móti, 41,8% með  Persson: ger- um það besta úr stöðunniLÖGREGLAN í Stokkhólmi birti í gærmyndir úr eftirlitsmyndavél NK-vöruhúss- ins af manni sem leitað er vegna morðsins á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóð- ar. Þótt lögreglan segði ekki beint að hana grunaði að maðurinn sem sæist á myndun- um væri morðinginn túlka sænskir fjöl- miðlar birtinguna sem sterka vísbendingu um að maðurinn sé talinn vera sá sem réðst á Lindh. Í gærkvöldi höfðu lögregl- unni þó ekki borizt eins margar vísbend- ingar frá almenningi og hún vonaðist eft- ir, að sögn Dagens Nyheter á Netinu. AP  Myndir/13 Morðingi Lindh? Fimm geta fallið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.