Morgunblaðið - 15.09.2003, Side 2

Morgunblaðið - 15.09.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVÍAR HAFNA EVRU Andstæðingar evrunnar fögnuðu í Svíþjóð í gærkvöldi eftir að sænskir kjósendur felldu með yfirgnæfandi meirihluta að ganga í myntbandalag Evrópu og taka upp hina sameig- inlegu mynt Evrópusambandsríkja, evruna. Alls greiddi 56,1% þjóð- arinnar atkvæði gegn evrunni og 41,8% með. Kjörsókn var rúm 80%. Myndir af morðingja? Sænska lögreglan birti í gær nýj- ar myndir úr eftirlitsmyndavél NK- vöruhússins í Stokkhólmi, sem sýna mann sem svarar til lýsingar vitna á morðingja Önnu Lindh, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar. WTO-viðræður stranda Viðræður ráðherra hinna 146 að- ildarríkja Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO) um nýtt samkomulag um aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum, sem staðið höfðu yfir í fimm daga í Cancun í Mexíkó, fóru út um þúfur í gækvöld. Ágreiningur milli fátækra ríkja og ríkra reyndist of mikill. Vilja enn sjá sameiningu Bankastjóri Landsbankans telur skynsamlegt að sameina SH og SÍF og forstjóri Íslandsbanka segir að sameining að hluta eða í heild hljóti að vera ein af þeim leiðum sem eig- endur félaganna muni skoða. Gjaldeyrir fyrir 31 milljarð Seðlabankinn hefur keypt gjald- eyri fyrir ríflega 31 milljarð frá því í fyrrahaust og á sama tímabili greitt upp allar erlendar skammtíma- skuldir sínar og er stefnt að því að gjaldeyrisforðinn verði 50 milljarðar um næstu áramót en það er 15 millj- örðum meira en verið hefur. Forysta í fiskveiðistjórnun Dr. Jeffrey D. Sachs, einn virtasti hagfræðingur heims, segir að Ísland geti gegnt mikilvægu hlutverki á sviði fiskveiðistjórnunar á heimsvísu og að mælingar Íslendinga á stærð fiskistofna geti nýst víða um heim. Elding skorar á Alþingi Fundur Eldingar, félags smábáta- sjómanna á norðanverðum Vest- fjörðum, hefur skorað á Alþingi að lögfesta án tafar samþykktir stjórn- arflokkanna um línuívilnun þannig að þær komi til framkvæmda eigi síðar en 1. nóvember. mánudagur 15. september 2003 mbl.is Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is • 4ra og 5 hæða lyftuhús • Sér inngangur í íbúðir af svalagangi • Þvottaherbergi í íbúðum • Vandaðar innréttingar • Steinsallað að utan • Stæði í bílageymsluhúsi • Frábær staðsetning • Hagstætt verð • Hægt að breyta íbúðum að innan eftir óskum kaupenda • Öflugt innra eftirlit með framkvæmdum Höfum til sölu skemmtilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4ra og 5 hæða lyftuhúsi á skjólgóðum og fallegum útsýnisstað í Grafarholti í Reykjavík. Stutt er í alla þjónustu og leikskóli er steinsnar frá húsinu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna (utan baðherbergis- og þvottaherbergisgólfa sem verða flísalögð). Sameign og lóð verður fullfrágengin. Fullbúin sýningaríbúð Hafið samband við sölufólk Verðdæmi: með sér stæði í bílageymsluhúsi 2ja herb. 72 fm verð frá 11.600.000 kr. 3ja herb. 84 fm verð frá 13.100.000 kr. 4ra herb. 103 fm verð frá 14.700.000 kr. Frábær staðsetning – hagstætt verð Þórðarsveigur 2–6 Grafarholti Góðar lausnir, vandaðar vörur Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Ofhitun // Hafnarbúðir // Kollsteypa? // Iðnverk                                                                                            !" #$%&' (  )*' +*!" , *- %%'   ./0112 *./0112 ' 3  ./0112 *./0112   5 5   1   55 5            !!!"  .071 .071 .071 .071 8 8 8  5 #  $ $ %#!  # #&& $ '   (             1 1 14  ))    )   1.1  ))    )    )  %     1 1655 1 GERA má ráð fyrir töluverðri ásókn í byggingarrétt á nýju athafnasvæði efst í norðanverðu Vatnsendahvarfi, sem Kópavogsbær auglýsir nú til út- hlutunar, en umsóknarfrestur renn- ur út í dag. Svæðið er ætlað fyrir verzlanir, skrifstofur og iðnað. Um er að ræða um fimm hektara lands, en aðkoma verður frá Breið- holtsbraut og fyrirhuguðum Arnar- nesvegi um Vatnsendahvarf og Vatnsendaveg. Á svæðinu verða alls átta lóðir frá 3.500 ferm. að stærð upp í liðlega 10.000 ferm. Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar um miðjan maí 2004. Á stærstu lóðinni, sem er rúmir 10.000 ferm., má reisa byggingu, sem verður 1–2 hæðir en að grunn- fleti um 4.400 ferm. Hægt verður að skipta húsinu í smærri einingar. Á næststærstu lóðinni, sem er rúmir 7.000 ferm., má reisa bygg- ingu á 1–2 hæðum að grunnfleti um 1.800 ferm. og hægt verður líka að skipta húsinu í smærri einingar Á hinum lóðunum, sem eru sex og á bilinu 3.500–5.000 ferm., má reisa byggingar á 2 hæðum, að grunnfleti um 750 ferm. Hægt verður að skipta húsunum í smærri einingar. Vakin er sérstök athygli á því, að umsóknum um byggingarrétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lána- stofnana um greiðsluhæfi umsækj- enda. Álitlegt svæði Þarna er um mjög álitlegt svæði að ræða, hvort heldur fyrir skrif- stofur eða léttan iðnað. Svæðið er í góðum tengslum við aðalgatnakerfið og ekki spillir að það er í jaðri úti- vistarsvæðisins í Elliðaárdal með af- ar góðu útsýni yfir Faxaflóann að Esjunni og í austurátt að Henglin- um. Skipulag svæðisins er hugsað þannig að fleiri fyrirtæki geti verið í hverri byggingu, sem skipta megi í nokkrar einingar. Umsóknarfrestur um þessar lóðir er til kl. 15.00 í dag samkv. framansögðu. Nýtt athafnasvæði í Vatns- endahvarfi til úthlutunar Morgunblaðið/Kristinn Um mjög álitlegt svæði er að ræða, hvort heldur fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. Víða hefur verið gripið til ýmissa ráða til að varna ofhitun. En kælitæki, sem hefur fengið það skemmtilega heiti „kæliraftur“, hefur verið lítið notað hér á landi.  16 Þar var aðstaða fyrir verkamenn og sjómenn og einnig gistiaðstaða. Ráðningarskrifstofa Reykjavíkur var þar og skrifstofur bæjar- stjórnar Vestmannaeyja í gosinu.  20 Líklegt er að almennur 90% lánsréttur leiði tll nýrrar kollsteypu í húsnæðismálum af svipuðu tagi og fyrri stórfelldar uppstokk- anir kerfisins hafa kallað fram.  27 Fyrirtækið var stofnað af nokkrum íslenzk- um fyrirtækjum gagngert til þess að selja vörur þeirra, sem áttu í mikilli samkeppni við innfluttar byggingarvörur.  32 SG-hús áSelfossi STARFSEMI SG-húsa hf. á Selfossi er mjög öflug um þessar mundir. Fyrirtækið er í röð stærstu fyr- irtækja hér á landi í framleiðslu timburhúsa og er nýlega flutt í 1.400 ferm. húsnæði á Austurvegi 69. Hjá SG-húsum starfa að jafnaði 35–40 manns, en fyrirtækið fram- leiðir fyrst og fremst timburein- ingar í hús og þar eru íbúðarhús langstærsti þátturinn, en sumar- hús, leikskólar, skólastofur og minni hús fyrir ýmsa aðila eru líka snar þáttur í framleiðslunni. Það er mikill kostur við timbur- hús, hve byggingartími þeirrar er stuttur. „Eftir að efnið er komið á byggingarstað, tekur ekki nema 8– 10 vinnudaga að reisa 150–160 ferm. íbúðarhús, þannig að það sé tilbúið til innréttinga,“ segja þeir Óskar G. Jónsson og Kári Helgason, framkvæmdastjórar SG-húsa, í við- talsgrein í blaðinu í dag. /26 2003  MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HEIÐAR OG RAGNHILDUR STIGAMEISTARAR/B12 BJARNI Skúlason, júdókappi, varði í 9.–13. sæti á HM í júdó sem fram fer í Japan. Bjarni keppti í -90 kílóa flokki. Fyrst lagði kappinn Wu frá Taívan á ippon, þá var Pereteyko frá Úsbekistan felldur mjög snaggaralega á ippon og röðin komin að Zvia- dayri frá Georgíu, en hann fékk silfur á HM síð- ast. Bjarni varð að játa sig sigraðan en sá georgíski komst í úrslitaglímuna en tapaði þar fyrir Hee Tae Hwang frá Kóreu. Bjarni fékk því uppreisnarglímu og mætti þar Gabriel Lama frá Chile og tapaði þeirri glímu en Lama varð í 7.–8. sæti. Þessi árangur Bjarna tryggir honum ekki sæti í júdókeppni næstu Ólympíuleika. Bjarni Friðriksson og Vernharð Þorleifsson haf báðir náð sjöunda sætinu á HM, Vernharð 2001 en Bjarni 1989. Bjarni í 9.–13. sæti í Japan á HM í júdó Grosswallstadt stöðvaði sigur-göngu Lemgo á laugardaginn og sigraði, 26:24, í hörkuleik. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt marka Grosswallstadt en Heiko Grimm var atkvæðamestur í liðinu með 6 mörk. Svissnesku landsliðs- mennirnir Carlos Lima og Marc Baumgartner skoruðu 5 mörk hvor fyrir Lemgo. Grosswallstadt er þar með komið með 5 stig eftir þrjá leiki og virðist til alls líklegt í vet- ur. Einar Örn Jónsson skoraði 5 mörk og Rúnar Sigtryggsson eitt fyrir Wallau-Massenheim sem vann góðan heimasigur á Minden, 33:27. Jan Behrends var í aðalhlutverki hjá Wallau og skoraði 11 mörk. Sigfús Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg sem vann auðveldan sigur á Pfullingen, 38:27. Staðan var 20:11 í hálfleik og Al- freð Gíslason byrjaði strax í fyrri hálfleiknum að hvíla sína bestu menn. Gylfi Gylfason skoraði 4 mörk fyrir Wilhelmshavener sem tapaði fyrir Gummersbach á útivelli, 29:24. Kyung-Shin Yoon skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach í leikn- um. Guðmundur Hrafnkelsson og fé- lagar í Kronau-Östringen eiga erf- iðan vetur fyrir höndum. Nýliðarn- ir töpuðu fyrir Nordhorn á heimavelli, 22:29, og eru án stiga eftir fjóra fyrstu leiki sína. Jaliesky Garcia skoraði eitt mark fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Kiel á heimavelli, 21:26. Flensburg er á toppi deildarinn- ar með 8 stig eftir 4 leiki og vann Eisenach á útivelli, 33:25. Tíu mörk Guðjóns Vals gegn Wetzlar GUÐJÓN Valur Sigurðsson fór á kostum með Essen í þýsku 1. deild- inni í handknattleik í gær þegar lið hans vann stórsigur á Wetzlar, 32:20. Guðjón skoraði 10 mörk í leiknum, þar af 8 í fyrri hálfleik, og ekkert þeirra úr vítakasti. Essen fékk þar með sín fyrstu stig á tíma- bilinu en liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum. Gunnar Berg Viktorsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar en Róbert Sighvatsson komst ekki á blað. FIMM lið eru í mikilli fallhættu fyr- ir síðustu umferð efstu deildar karla í knattspyrnu sem leikin verð- ur á laugardaginn kemur. Und- anfarin ár hefur oft verið mikil spenna í fallslag deildarinnar á lokasprettinum en útlit er fyrir að í þetta sinn verði síðasta umferðin spennuþrungnari en nokkru sinni fyrr. Fjögur af þessum fimm liðum mætast í innbyrðis leikjum sem ger- ir spennuna enn meiri. Grindavík (22 stig) fær KA (21) í heimsókn og Fram (20) og Þróttur (22) mætast á sínum sameiginlega heimavelli, Laugardalsvellinum. Þar er staðan sú að Grindavík og Þrótti nægir stig til að halda sér í deildinni. Valur (20) sækir Fylki heim í Árbæinn og Hlíðarendaliðinu dugir ekkert ann- að sigur til að tryggja sér áfram- haldandi sæti meðal þeirra bestu. Ljóst er að 23 stig munu í öllum tilfellum nægja til að halda sér í deildinni en Þróttur og Grindavík, sem nú eru í 6. og 7. sætinu með 22 stig, geta bæði fallið á þeirri stiga- tölu ef úrslitin verða þeim óhagstæð í síðustu umferðinni. Fimm í fallhættu fyrir síðustu umferðina Morgunblaðið/Þorkell KR-ingar fengu Íslandsbikarinn afhentan á heimavelli í gær en þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir nokkru. Meisturunum tókst ekki að fylgja titilinum eftir með því að vinna í gær þegar þeir tóku á móti ÍBV, þeir töpuðu 2:0. Á myndinni tekur Kristján Finn- bogason, fyrirliði KR, við Íslandsbikarnum úr höndum Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ. DARKO Ristic, körfuknattleiks-maður frá Serbíu-Svartfjalla- landi, hefur samið við nýliða KFÍ frá Ísafirði um að leika með þeim í úrvals- deildinni í vetur. Samkvæmt heima- síðu KSÍ er Ristic væntanlegur til Ísafjarðar um næstu mánaðamót. Ristic lék með Skallagrími eftir áramótin á síðasta tímabili og skoraði þá 14,2 stig og tók 7,3 fráköst að með- altali í níu leikjum með Borgnesing- um. Hann er 27 ára gamall framherji, um tveir metrar á hæð og lék lengi með Radnicki í Júgóslavíu, þar af tvö ár í úrvalsdeildinni. Hann spilaði með franska 3. deildarfélaginu Briochin síðasta vetur, þar til hann kom til liðs við Borgnesinga, og skoraði þar allt að 40 stigum í leik. Þar með teflir KFÍ fram þremur erlendum leikmönnum í vetur en auk Ristics verða Bandaríkjamennirnir Anton Collins og Jeb Ivey með Ísa- fjarðarliðinu. Þeir eru þegar komnir til landsins og fóru með KFÍ í æf- ingaferð til Englands fyrr í þessum mánuði. Darko Ristic til Ísfirðinga Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 24 Viðskipti 11 Bréf 26 Vesturland 13 Dagbók 28/29 Erlent 13 Staksteinar 28 Listir 14/16 Leikhús 30 Umræðan 17 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Minningar 20/24 Ljósvakar 34 Kirkjustarf 24 Veður 35 * * * ÞAÐ er víst komið haust þó að haustlitir trjánna láti enn bíða eftir sér. Haustsólin hefur skinið glatt yfir Reykjavík og börn og full- orðnir hafa nýtt sér góða veðrið til útivistar. Á Ægissíðu var hópur barna að skoða sig um þegar ljós- myndari átti leið þar um. Börnin höfðu húfu á höfði enda komið fram í september. Morgunblaðið/Ásdís Undir haustsól SEÐLABANKI Íslands hefur keypt gjaldeyri fyrir rúmlega 31 milljarð króna frá því í september í fyrrahaust. Á tímabilinu hefur bankinn greitt upp allar erlendar skammtímaskuldir sínar og stefnt er að því að gjaldeyrisforðinn verði um 50 milljarðar króna um næstu áramót, en það er aukning upp á tæpa 15 milljarða króna frá því sem verið hefur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að bankinn hafi byrjað að kaupa gjaldeyri á innlendum gjaldeyrismarkaði í september í fyrrahaust og frá því í maí í vor hafi bankinn keypt dag- lega 2,5 milljónir Bandaríkjadala á hverjum virkum degi eða 12,5 milljónir dala á viku. Samanlögð kaup bankans frá því í fyrrahaust nemi um 31 milljarði króna. Birgir Ísleifur sagði að gjaldeyr- isforðinn hefði verið orðinn óþægi- lega lítill meðal annars vegna þess að orðið hafi að ganga á forðann, þar sem bankinn hafi þurft að styðja við gengi íslensku krónunn- ar með sölu á gjaldeyri þegar gengi krónunnar hafi lækkað mjög mikið á árunum 2000 og 2001. Þá hafi Seðlabankinn haldið uppi forð- anum með skammtímalántökum í útlöndum, en miðað hafi verið við að gjaldeyrisforðinn væri um 36 milljarðar króna á hverjum tíma. „Við skulduðum orðið óþægilega mikið af þeirri upphæð þannig að við ákváðum að kaupa gjaldeyri til þess að styðja forðann fyrst og fremst. Reyndar er það orðið svo nú að við erum búnir að borga upp allar okkar erlendu skuldir og stefnum að því að gjaldeyrisforð- inn verði um 50 milljarðar króna um áramótin,“ sagði Birgir Ísleif- ur. Hann sagði að unnið væri að því að auka gjaldeyrisforðann frá því sem verið hefði. Jafnframt væri unnið að því innan bankans að setja nýjar viðmiðunarreglur varð- andi það hversu gjaldeyrisforðinn ætti að vera mikill. Það sama væri að gerast í nánast öllum seðla- bönkum í kringum okkur sem væru með sömu umgjörð peninga- stefnunnar, þ.e.a.s. miðuðu við verðbólgumarkmið. Gamla viðmið- ið hefði verið að gjaldeyrisforðinn dygði fyrir þriggja mánaða vöru- innflutningi, en það væri viðmið sem mjög margir væru hættir að notast við. Menn væru nú fremur að taka mið af erlendum skamm- tímaskuldum þjóðarbúsins. „En þetta er allt í vinnslu ennþá. Við erum ekki komnir með niðurstöðu í þessum efnum og verðum það ekki fyrr en seinna í haust,“ sagði Birgir Ísleifur enn- fremur. Gjaldeyrir keyptur fyr- ir 31 milljarð á einu ári Nýjar viðmiðunarreglur um upphæð gjaldeyrisforðans eru væntanlegar FARÞEGAR á leið til og frá Gríms- ey hafa lent í því að verða stranda- glópar þar sem farþegaferjan Sæ- fari hefur aðeins leyfi til að flytja tólf farþega frá 1. september. Þann- ig voru t.d. sex farþegar skildir eftir á Dalvík á föstudaginn og þá fengu einhverjir ekki pláss með skipinu frá Grímsey sama dag. Óttar Jó- hannsson, oddviti í Grímsey, segir flugvöllinn í Grímsey verða lokaðan allan október vegna mikilla endur- bóta og síðan aftur í svipað langan tíma næsta vor. Því sé alveg nauð- synlegt að fá bráðabirgðaákvæði vegna ferjunnar á þeim tíma. Sæfari má flytja 90 farþega á sér- stakri undanþágu frá reglum Evr- ópusambandsins yfir sumarmánuð- ina en þá er sett laust farþegahús á ferjuna. Fyrir tilkomu reglnanna var siglt með farþegaskýli frá 15. maí til 15. september og að sögn Óttars hefur þessi stytting á bæði vori og hausti valdið mönnum veru- legum vandræðum. Skrýtnar reglur „Sæfari má ekki sigla yfir sum- artímann með 90 farþega ef öldu- hæð er yfir 2,5 metrar á öldudufli á sundinu og hátti þannig til verður skipstjóri einfaldlega að tilkynna farþegunum á bryggjunni að hann verði að velja tólfs manns úr, hinir verði að vera eftir. Þannig að það geta líka komið upp vandamál á sumrin. Hins vegar eru reglurnar þannig að ef ölduhæðin er undir 2,5 metrum þegar ferjan siglir frá Dal- vík að morgni en eykst síðan veru- lega og er komin yfir 2,5 má ferjan samt sigla í land. Það finnst okkur auðvitað skrýtið.“ Óttar segir að eins og staðan sé nú dugi ekki að Sæfari fari aðeins með tólf farþega, staðan sé óviðun- andi og þetta geti ekki gengið svona, hvorki gagnvart ferðamönnum né fólki sem býr í Grímsey og allra síst mönnunum sem vinna í ferjunni sem lendi í því að velja 12 úr 90 manna hópi. Þá megi ekki gleyma að ferjan sé aðalþungaflutningaleið Grímsey- inga, öll aðföng komi með ferjunni og hún flytji allan fisk frá eynni. Flugið sé með póst og farþega. „Við erum hins vegar að vinna í þessum málum, bæði sveitarstjórn og samgönguráðherra setti á lagg- irnar nefnd til að ræða samgöngu- mál Grímseyinga almennt, bæði flug og ferjumál. Það er vilji hjá öllum, held ég, til þess að ná og finna ein- hverja lausn á þessu. Og menn hætta ekki fyrr en hún finnst.“ Grímseyjarferjan Sæfari má aðeins flytja tólf farþega í vetur Flugvöllurinn lok- aður allan október SEXTÁN ára ökumaður velti bíl og keyrði á ljósastaur á Staf- nesvegi í Sandgerði síðdegis í gær. Þrír voru í bílnum og var mesta mildi að þeir skyldu allir sleppa ómeiddir að sögn lög- reglunnar í Keflavík. Bíllinn er gjörónýtur. Sextán ára velti bifreið MAÐURINN sem slasaðist alvar- lega í bílslysi á Holtavörðuheiði á föstudag liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans og er líðan hans óbreytt, að sögn vakthafandi læknis. Óbreytt líðan ♦ ♦ ♦ BIFREIÐ og léttu bifhjóli lenti sam- an á Akureyri í gær og voru ökumað- ur og farþegi hjólsins fluttir á sjúkrahús, en annar þeirra var talinn lærbrotinn. Atvikið átti sér stað er hjólinu var ekið af gangstétt út á götu. Ökumaður bifhjólsins var rétt- indalaus, hjólið óskráð auk þess sem ólöglegt er að flytja farþega á léttu bifhjóli. Hvorugur var með hjálm. Keyrðu á kind og lömb Þá drápust kind og tvö lömb er keyrt var á þau á Laugarvatnsvegi við Apavatn aðfaranótt sunnudags. Engin slys urðu á fólki en bíllinn var óökufær á eftir. Réttindalaus ók á bíl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.