Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 7 Ingvar Helgason F í t o n F I 0 0 7 7 1 9 Ingvar Helgason hf. · Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is frá 3.289.000 kr. TERRANO frá 4.590.000 kr. PATROL frá 2.490.000 kr. DOUBLE CAB frá 2.760.000 kr. X-TRAIL frá 3.860.000 kr. MAXIMA frá 2.260.000 kr. PRIMERA frá 1.650.000 kr. ALMERA frá 1.390.000 kr. MICRA Hann er japanskur og var valinn áreiðanlegasti bíll í sínum flokki af bresku neytendasamtökunum. Könnunin tók til bilanatíðni og gangsetningar og það var okkar bíll, Nissan Almera sem náði hæstu einkunn, einfaldlega 100% áreiðanlegur bíll. Nissan Almera er á einstöku verði miðað við búnað, þægindi og aksturseiginleika. Komdu í reynsluakstur, 100% bíllinn stendur þér til boða fyrir aðeins 29.929 kr. á mánuði. ÞETTA ER BÍLLINN NISSAN ALMERA frá 29.929 á rekstrarleigu í 3 ár. kr./mán. Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. Consumers’ Association 100% Var valinn áreiðanlegastibíll í sínum flokki af breskuneytendasamtökunum áreiðanlegur ÍSLENSK-KANADÍSKT verslun- arráð var stofnað í Toronto sl. föstu- dag en unnið hefur verið að stofnun þess um nokkurt skeið. Rúmlega 60 fulltrúar úr íslensku og kanadísku at- vinnulífi mættu til stofnfundarins sem fram fór á Delta-Chelseahótel- inu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði fund- inn og fór yfir aðstæður til viðskipta á Íslandi. Valgerður sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir því væri tekið í Kanada að skattur á fyrirtæki væri kominn niður í 18%. „Það að við erum aðilar að hinu Evrópska efna- hagssvæði styrkir okkur líka í þess- um viðskiptum og ætti að vera áhugavert fyrir Kanadamenn að eiga viðskipti við okkur þar sem þeir eru þá komnir inn á þennan 750 milljóna markað í Evrópu.“ Mörg fyrirtæki áhugasöm Valgerður bætti við: „Það er aug- ljóst eftir að hafa hlýtt hér á mál manna að viðskiptin hafa aukist verulega eftir að sendiráðið tók hér til starfa en það eru náttúrulega miklu meiri möguleikar og mjög mörg fyrirtæki sem hafa skráð sig sem áhugsamöm um viðskipti við Ís- land. Þannig að við sjáum þetta [stofnun verslunarráðs] sem mögu- leika á auknum viðskiptum, ég held að það sé ekki nokkur vafi á því að það eru ýmsir möguleikar,“ sagði ráðherra. Sendiherra Íslands í Kanada, Hjálmar W. Hannesson, átti frum- kvæði að stofnun íslensk-kanadísks verslunarráðs. Gordon Reykdal, for- stjóri og aðalræðismaður Íslands í Edmonton, var kjörinn fyrsti for- maður þess og Jóhann Valberg Ólafsson, svæðisstjóri Eimskipa í Kanada, varaformaður. Á fundinum hélt meðal annarra Hugh Porteous, yfirmaður rannsókna og fyrirtækja- samskipta hjá Alcan, erindi og lofaði hann mjög íslenskt viðskiptaum- hverfi og samskipti Alcan við íslensk fyrirtæki og stjórnvöld. Á Delta- Chelseahóltelinu þar sem fundurinn fór fram hefur undanfarna daga stað- ið yfir kynning á Íslandi, m.a. hafa veitingastaðir á hótelinu haft íslensk- an mat á boðstólum. Kynningin er hluti af markaðsstarfi „Iceland Nat- urally“-verkefnisins, sem er sam- starfsverkefni íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja í Norður-Ameríku. Rúmlega 60 fulltrúar mættu á stofnfundinn Ljósmynd/Jón E.G. Frá vinstri: Gordon Reykdal, forseti verslunarráðsins, Valgerður Sverris- dóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra, Hjálmar W. Hannesson sendiherra og Jóhann Ólafsson, varaforseti verslunarráðsins, á stofnfundinum. Íslensk-kanadískt verslunarráð stofnað í Toronto

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.