Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 12
VESTURLAND 12 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STYKKISHÓLMSBÆR hefur keypt öll hlutabréf í Þór hf. sem er eigandi Hótel Stykkishólms. Stykk- ishólmsbær var langstærsti eigand- inn fyrir, en margir einstaklingar og félög í Stykkishólmi áttu litla hluti. Þá hefur Stykkishólmsbær keypt fé- lagasamtök út úr félagsheimili Stykkishólms sem er áfast hótelinu. Ástæðan fyrir kaupunum er að sögn Óla Jóns GTunnarssonar bæj- arstjóra að verið er að endurskipu- leggja fjárhag hótelsins. Með þess- um aðgerðum er verið að draga verulega úr fjármagnskostnaði hót- elsins og losna við óhagstæð lán eins og t.d. hjá Byggðastofnun. Þessar breytingar hafa engin áhrif á samn- ing við núverandi leigutaka. Hótel Stykkishólmur hefur rekið öfluga ferðaþjónustu í tæp 30 ár. Þrátt fyrir að oft hafi blásið á móti, er hótelið eitt af þeim fáu sem hafa staðið við sínar skuldbindingar gagnvart skuldunautum. Góð nýting í sumar Að sögn Óla Jóns Ólasonar, hót- elstjóra og leigutaka, hefur rekstur- inn gengið vel í sumar. Nýting á hót- elinu var 96% í júlí og um 84% í júní og ágúst. Horfur eru á að betri nýt- ing verði á hótelinu síðustu mánuði ársins, miðað við í fyrra. Hótelkeðjan sem leigir Hótel Stykkishólm rekur einnig hótelin í Reykholti og Ólafsvík og er að taka við rekstri á nýju hóteli í Kópavogi, Smárahóteli. Bærinn kaupir öll hlutabréf Morgunblaðið/Gunnlaugur Hótel Stykkishólmur. Stykkishólmur UPPBYGGINGU á húsum þeim sem hýsa eiga Menningarmiðstöðina á Hellnum og gestastofu þjóðgarðs- ins Snæfellsjökuls miðar vel. Að sögn Ketils Sigurjónssonar bygging- arstjóra urðu smá tafir í upphafi verksins af tæknilegum orsökum, en nú er kominn verulegur skriður á all- ar framkvæmdir. Stefnt er að því að koma húsunum sem fyrst undir þak svo innivinna geti hafist. Byggingarverktakar hafa ekki látið sunnanáttir og rigningu á sig fá og haldið sínu striki. Þegar fréttaritari átti leið hjá framkvæmdasvæðinu var verið að steypa, en Steypustöð Þorgeirs Árnasonar ehf. á Rifi sér um þann verkþátt. Menningarmiðstöðin á Hellnum Verkinu miðar vel áfram Hellnar Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Steypuvinna við væntanlegt hús- næði Menningarmiðstöðvar og gestastofu á Hellnum. ERLENDUR Sigurðsson og Gunnfríður Harð- ardóttur höfðu átt þann draum að flytja í Borgarfjörðinn og voru búin að finna sér hús í Borgarnesi þegar þau sáu íbúðarhúsið á Galt- arholti auglýst til sölu. Erlendur, sem er frá Urriðaá á Mýrum, hef- ur unnið við söðlasmíði og viðgerðir og var með verkstæði í Keflavík þar sem þau Gunn- fríður bjuggu áður en þau fluttu að Galtar- holti í byrjun febrúar á þessu ári. „Það stóð aldrei til að búa í Keflavík, þetta var svona millilending. Við vorum fegin að komast í sveitina og ég áttaði mig eiginlega ekki á hvað var fallegt útsýni héðan fyrr en ég var búinn að höggva trén sem voru fyrir eldhúsglugg- unum.“ Erlendur er búinn að innrétta bílskúrinn sem söðlasmíðaverkstæði og þar er hann einn- ig að koma upp lítilli hestavörubúð. Hann tók þvottahúsið líka undir starfsemina og innrétt- aði þvottaaðstöðu annars staðar, en á eftir að brjóta niður vegg á milli til að sameina pláss- ið. Auk þess flutti hann skúr sem hann stað- setti á bak við bílskúrinn þar sem hann verður með séraðstöðu til að sjóða járn. Hann vinnur eingöngu við söðlasmíði og viðgerðir og hefur nóg að gera. Hannaði hnakk fyrir fatlaða „Ég sé ekki fram úr verkefnunum eftir að ég kom hingað. Ég fæ verkefni í héraðinu, en einnig hafa komið verkefni af öllu landinu. Ég fékk til mín 30 hnakka á einu bretti frá Húsa- vík til viðgerða og gömlu kúnnarnir norðan úr Þingeyjarsýslu hafa sumir alltaf fylgt mér frá því ég bjó þar,“ segir Erlendur. „Ég er búinn að vera lengi með söðul sem ég ætlaði að gera upp þegar ég kom hingað. En það er búið að vera svo mikið að gera að ég hef enn ekki komist í það verk. Ég bjóst ekki við að hafa neitt að gera hérna til að byrja með, en það er öðru nær.“ Erlendur hannaði og hefur sérsmíðað hnakk fyrir fatlaða sem hann nefnir Seif. Hann segist hafa búist við því að hann seldist betur, en þeir sem hafa notað hann eru ánægðir. Önnu Bretaprinsessu var einmitt gefinn slíkur hnakkur sem hún tók við fyrir hönd fatlaðra barna í Bretlandi á Landsmótinu 2000 og Vikt- oríu Svíaprinsessu var gefinn annar sem ætl- aður var fötluðum börnum í Svíþjóð í sumar. Annars segist Erlendur aldrei hafa séð hnakk smíðaðan. Ástæðan fyrir því að hann fór út í þetta var að Guðrún Fjeldsted á Öl- valdsstöðum, sem mikið hefur unnið við reið- þjálfun fatlaðra, bað hann um að hanna og smíða hnakk til að auðvelda henni starfið. „Ég hafði auðvitað gert upp hnakka og vissi alveg hvernig þeir voru smíðaðir og hafði í raun smíðað öll stykki sem eru í hnökkum. Upp- haflega byrjaði ég á þessu þegar ég bjó fyrir norðan og ég fékk hvergi hófjárn. Það endaði með því að ég varð að smíða mér hófjárn. Það reyndist besta hófjárn sem ég hafði prófað og það endaði með því að ég smíðaði fleiri hundr- uð hófjárna og fyllti allar verslanir af þessu. Þetta var áður en einhverjum datt í hug að flytja þau inn. Þá byrjaði ég að smíða beislisstangir, eig- inlega þvingaður til þess af tveimur kunn- ingjum mínum á Akureyri. Ég sagði óvart já. Þær þóttu góðar og margir mætir hestamenn eignuðust slíkar stangir.“ Smíðar hnakka eftir pöntun Erlendur segist vera að fikra sig áfram í söðlasmíðinni og að hann sé alltaf að læra. Hann smíðar hnakka eftir pöntun, en auk þess saumar hann höfuðleður og tauma. Í búðinni er hægt að fá allt mögulegt þótt hún sé lítil. Þar er að finna hnakka, beisli, tauma, mél, píska, skæri og síðar ætlar hann að vera með skeifur, en ekki fyrr en í vetur þegar tími skaflaskeifnanna rennur upp. Þá verður einn- ig hægt að fá leðurfeiti og hestasnyrtivörur og ýmislegt fleira. „Þótt ég vinni svipaða vinnu og áður þá finnst mér allt annað líf að vera kominn í sveitina,“ segir Erlendur. „Maður er svo miklu frjálsari.“ Flutti frá Keflavík í borgfirska sveit til að stunda söðlasmíði og viðgerðir Sér ekki fram úr verkefnunum Borgarbyggð Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Erlendur Sigurðsson við hnakkinn Seif í hesta- vöruversluninni í Galtarholti. ÞÁTTTAKENDUR á íbúaþinginu „Yfir til þín“, sem haldið var á Akranesi fyrir skömmu, vilja að unnið verði markvisst að nýsköpun í atvinnumálum og lögð verði áhersla á störf fyrir langskóla- gengna samfara framþróun í hefð- bundnum atvinnugreinum. Í því skyni mætti stofna sérstakan at- vinnuþróunarsjóð. Einnig vilja þeir auka sóknarfæri á sviði menntun- ar. Nefnd var aukin fjölbreytni í námsframboði Fjölbrautaskóla Vesturlands og nám á háskólastigi. Um 100 Akurnesingar sóttu íbúaþingið, en niðurstöður þess verða m.a. nýttar við endurskoðun aðalskipulags sem nú stendur yfir. Þingið var haldið að tilhlutan skipulags- og umhverfisnefndar Akraness, sem fékk ráðgjafarfyr- irtækið Alta til að sjá um fram- kvæmd þess. Ýmis sóknarfæri í nálægð Akurnesingar telja nálægðina við Reykjavík frekar vera kost en galla og sjá í því ýmis sóknarfæri fyrir bæinn. Þeir telja að Akranes bjóði upp á alla helstu kosti „smá- bæjarsamfélagsins“ þó bærinn sé við bæjardyr höfuðborgarsvæðis- ins. Akranes bjóði upp á minni hraða en í borginni, þægilegt and- rúmsloft, góð samskipti og fé- lagslega samkennd. Einnig kom fram að lækkun eða niðurfelling gjalda í Hvalfjarðar- göngin væri mikið hagsmunamál svo hægt væri að nýta til fulls þau sóknarfæri sem nálægðin við borg- ina býður upp á. Með því lækkaði kostnaður vegna aðfanga fyrir- tækja og aðgengi að stærri mark- aði opnaðist. Skiptar skoðanir um verslunarmiðstöð Mikið var rætt um skipulagsmál á þinginu og talið brýnt að marka skýra stefnu. Þá voru skiptar skoðanir um fyrirhugaða uppbygg- ingu verslunarmiðstöðvar á Skaga- verstúni og þær afleiðingar sem hún kunni að hafa á gamla miðbæ- inn á Akranesi. Áhersla var lögð á að leiða þetta mál til lykta sem fyrst. Lögð var áhersla á að auka vægi gangandi og hjólandi umferðar og almenningssamgangna innan bæj- arins. Þingið var haldið að tilhlut- an skipulags- og umhverfisnefndar Akraness, sem fékk ráðgjafarfyr- irtækið Alta til að sjá um fram- kvæmd þingsins. Fram kom að Skagamenn vilja að íþróttaaðstaða í bænum sé með því besta sem gerist. Það þurfi að auka fjölbreytni í aðstöðu til íþróttaiðkunar og bæta vetrarað- stöðu. Mikið var rætt um mik- ilvægi þess að bjóða upp á sem fjölbreyttast félagsstarf fyrir ungt fólk og talið að það væri besta leið- in til að efla forvarnir í vímuefna- málum. Góð aðstaða til útivistar er talin einn helsti kostur Akraness. Það þurfi að efla uppbyggingu göngu-, hjóla og reiðstíga með góðum tengingum. Akurnesingar telja að með stofnun íbúasamtaka gæti orðið til heppilegur samráðsvettvangur íbúa og bæjaryfirvalda enda sé það ósk íbúa að fá fleiri tækifæri til að hafa áhrif á þróun síns samfélags. Um 100 manns sóttu íbúaþingið „Yfir til þín“ á Akranesi Nálægðin við borgina felur í sér sóknarfæri fyrir Skagamenn Akranes Morgunblaðið/Sigurður Elvar Mikilvægi fjölbreytts félagsstarfs fyrir ungt fólk var rætt á íbúaþinginu. Þá vilja Skagamenn að íþróttaaðstaða í bænum sé með því besta sem gerist, en auka þurfi fjölbreytni í aðstöðu til íþróttaiðkunar og bæta vetraraðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.