Morgunblaðið - 15.09.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 15.09.2003, Síða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 13 SÆNSKA lögreglan dreifði í gær nýjum myndum úr eftirlitsmyndavél vöruhússins NK í Stokkhólmi, sem sýna mann sem svarar til lýsingar vitna á morðingja Önnu Lindh, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar. „Við viljum fá aðstoð almennings við að bera kennsl á manninn,“ sagði Mats Nylen, talsmaður lögreglunn- ar. Hann fullyrti þó ekki að mað- urinn á myndunum væri grunaður um að vera sá sem stakk Lindh til ólífis með hnífi á annarri hæð vöru- hússins sl. miðvikudag, en komst síð- an undan. Nylen sagði lögregluna hafa yfirheyrt allnokkra í tengslum við rannsóknina á morðinu. Myndirnar úr öryggismyndavél- inni sýna mann klæddan í gráan hettubol með stóru Nike-merki fram á, með ermarnar uppbrettar og með derhúfu á höfði. Ólíkt fyrstu mynd- unum sem lögreglan lét frá sér af manninum hafði ekkert verið átt við þessar myndir; þær sýna allt sem festist á myndband öryggismynda- vélarinnar. Andlit mannsins er þó að hluta hulið af derinu á derhúfunni og því erfitt að greina andlit hans, eins og sjá má af myndunum sem hér fylgja. Öryggismyndavélarnar náðu ekki að festa sjálfa árásina á myndband. Að sögn lögreglu passar mað- urinn við lýsingu vitna á árásar- manninum; hann sé um þrítugur Svíi, bólugrafinn með axlarsítt hár. Fram hafði komið að hann væri rið- vaxinn, en maðurinn á myndinni er meðalmaður að vexti. „Við höldum áfram að rannsaka þekkta glæpa- og ofbeldismenn, um tíu manna hóp. Það eru nokkur nöfn sem við viljum kanna sérstaklega,“ sagði annar talsmaður lögregl- unnar, Stina Wessling. Liðveizlu leitað hjá erlendum réttarrannsóknastofum Rannsóknir á morðvopninu – rauðskeptum skurðarhníf – og föt- um sem talið er að morðinginn hafi fleygt frá sér á flóttanum, stóðu enn yfir í gær. Sænska lögreglan hefur farið fram á aðstoð réttarrann- sóknastofa í Þýzkalandi og Bret- landi við að ná sem skýrustum fingraförum af morðvopninu og við DNA-greiningu á lífsýnum af hnífn- um og fötunum. Myndir af morðingjanum? AP Röð mynda af hinum grunaða úr öryggismyndavél, sem teknar voru skömmu áður en Anna Lindh var stungin. Stokkhólmi. AP, AFP. Í FYRSTU heimsókn sinni til Íraks frá því innrásarlið bandamanna steypti stjórn Saddams Husseins af stóli sagði Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í gær að sér litist vel á þær framfarir sem náðst hefðu að því marki að koma á sjálfsstjórn heimamanna í hinu her- setna landi. En hann sagði að yfir eftirlitslítil landamæri Íraks streymdu óvelkomnir hermdar- verkamenn sem væru staðráðnir í að grafa undan þessum framförum. Með Hoshyar Zebari, nýlega skip- aðan utanríkisráðherra bráðabirgða- ríkisstjórnar Íraks, sér við hlið á blaðamannafundi í Bagdad, bar Powell lof á pólitískar og efnahags- legar framfarir sem orðið hefðu í landinu frá því stríðsátökum lauk. Hann sagði stöðu öryggismála enn erfiða og henni stafaði „mikil ný hætta“ af „hryðjuverkamönnum sem eru að reyna að komast inn í landið í þeim tilgangi að spilla fyrir öllu ferl- inu“. Powell skaut á að um 100 slíkir óvelkomnir aðkomumenn væru nú í landinu og sagðist viss um að banda- ríska hernámsliðið væri fært um að fást við vandann. Hermaður fellur við Fallujah Zebari, sem tók við utanríkisráð- herraembætti bráðabirgðastjórnar- innar fyrir viku, sagði að það hvernig til tækist að halda stjórn á öryggis- málunum myndi hafa mikil áhrif á það hversu fljótt verði hægt að koma á raunverulegri sjálfstjórn Íraka. Hann sagðist vonast til að um mitt ár 2004 yrði „kjörin, lögmæt ríkis- stjórn“ tekin við stjórnartaumum í landinu. Árásir á liðsmenn hernámsliðsins, sem eiga sér stað nær daglega, héldu áfram í gær er sprengja sprakk á vegi nærri bænum Fallujah, um 50 km vestur af Bagdad. Einn banda- rískur hermaður lét lífið og þrír særðust, að því er hernámsyfirvöld greindu frá. Reiði ríkir enn meðal íbúa Fall- ujah vegna dauða átta íraskra lög- reglumanna, sem bandarískir her- menn skutu fyrir mistök fyrir helgina. Talsmenn hersins hafa beð- ist opinberlega afsökunar á atvikinu, en margir þeirra sem viðstaddir voru útför hinna felldu í gær sóru að halda áfram öflugri andspyrnu gegn hernámsliðinu. Um 155 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak frá því George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí sl. að hernaðinum í Írak væri að mestu lokið. Í stríðinu sjálfu fram að þeim degi féllu 138 hermenn úr bandaríska innrásarliðinu. Powell bjart- sýnn á framfarir Segir hermdar- verkamenn streyma til Íraks AP Bandaríski utanríkisráðherrann ávarpar blaðamenn í Bagdad í gær. Bagdad, Fallujah. AP. EHUD Olmert, varaforsætisráð- herra Ísraels, sagði í gær að til greina kæmi að drepa Yasser Arafat, á sama tíma og þúsundir Palestínumanna tóku þátt í kröfugöngum vítt og breitt um Vesturbakkann og Gazasvæðið til að sýna samstöðu með leiðtoga sínum. Olmert sagði í útvarpsviðtali að meðal kosta sem í stöðunni séu á því að fást við Arafat, frá bæjardyrum Ísraelsstjórnar séð, væri að reka hann úr landi, loka hann inni í herkví í bækistöðvum sínum „sem myndi ein- angra hann frá umheiminum“, eða að drepa hann. Virtist sem þessum af- dráttarlausu orðum Olmerts væri beint til annarra forystumanna Pal- estínumanna; þeim væri hollast að snúa baki við Arafat og að Ísraelar héldu sér öllum valkostum opnum. „Það er ótækt að Arafat hafi nokk- ur áhrif á gang mála hér lengur,“ tjáði Olmert ísraelska útvarpinu. Þessi ummæli varaforsætisráð- herrans sýndu svo ekki varð um villzt að hinn svonefndi Vegvísir til friðar, nýja friðaráætlunin sem Bandaríkja- menn voru meðal forgöngumanna um, er orðinn óframkvæmanlegur og að samskiptin milli Ísraela og Palest- ínumanna hafa sjaldan verið verri. Saeb Erekat, einn forystumanna pal- estínsku heimastjórnarinnar, sagði ummæli Olmerts sýna „hegðun og gerðir mafíu, ekki ríkisstjórnar“. Ítreka hótanir Ramallah. AP. AP Arafat veifar stuðningsfólki með sigurmerkinu í Ramallah í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.