Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 26

Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 26
26 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁSGERÐUR Jónsdóttir skrifaði bréf til blaðsins sem birtist 30. ágúst sl. Hún óskar svara Landsvirkjunar um ýmis atriði er tengjast athugun á stífluhækkun í Laxá í Aðaldal. Lands- virkjun hefur áhuga á slíkri hækkun til að verja búnað og bæta rekstrarör- yggi. Veigamikil rök hníga einnig að því að slík aðgerð geti komið lífríki Laxár til góða. Ásgerður telur að það stríði gegn samkomulagi sem gert var við lok Laxárdeilna að Landsvirkjun hrindi af stað athugun og umræðum um mögulega stífluhækkun. Sam- komulag heimamanna og þáverandi eigenda Laxárstöðva fyrir um 30 ár- um kemur eins og annað til endur- skoðunar ef málsaðilar eru sammála þar um. Slíkt samkomulag liggur fyr- ir í þessu tilfelli. Ljóst er t.d. að mjög margir landeigendur í Aðaldal eru fylgjandi þessari athugun og nefna má að forsvarsmenn Rannsóknastofu lífríkisins við Mývatn hafa fyrir sitt leyti samþykkt að hún fari fram. Það er leitt að Ásgerður telji að Landsvirkjun og fólkið sem þar vinn- ur sé sekt um tvískinnung og reyni að slá ryki á augu almennings. Fyrir- tækið ætli sér að ganga lengra í þessu stíflumáli en látið sé í veðri vaka. Margt hefur breyst á sl. 30 árum, þ.á m. lagaumhverfið sem nú tryggir upplýsingagjöf, opna umræðu, að- komu almennings og lýðræðislega ákvörðunartöku í máli sem þessu. Ótti Ásgerðar um yfirgang Lands- virkjunar er ástæðulaus. Ásgerður spyr hvort ekki megi leysa vandamál tengd sandburði í ánni með öðrum að- gerðum en 10-12 m hárri stíflu. Því miður er svo ekki. Hennar er þörf til að hefta sandburðinn. Sandurinn mundi safnast í lónið að baki stíflunni og hægt yrði að fjarlægja hann eftir þörfum. Við núverandi aðstæður fer sandurinn í gegnum vélar virkjunar- innar, skemmir tæki og er síðan að margra áliti skaðlegur lífríkinu í Að- aldal. Ásgerður bendir réttilega á að mikilvægt sé að hefta sand sem berst með Kráká og varna þannig að hann fari í Laxá. Að þessu hefur Lands- virkjun einmitt staðið með heima- mönnum og Landgræðslunni í mörg undanfarin ár með nokkrum árangri en þó ekki nægum. Í Krákárbotnum eru hraun- og sandlög og áin grefur sand undan hrauninu og ber hann með sér niður í byggð. Sandlögin und- ir hrauninu verða ekki grædd upp. Á undanförnum árum hefur Lands- virkjun unnið með margvíslegum hætti að því að styðja og efla þann vaxtarsprota í sveitum landsins sem ferðaþjónusta er. Virkjanir hafa verið opnaðar gestum og til sýningahalds. Því fer fjarri að þessi viðleitni ein- skorðist við gylliboð í útvarpsauglýs- ingum. Landsvirkjun hefur virkjað fjölda aðila til samvinnu um útgáfu ferðakorta, gerð göngustíga og stikun gönguleiða, svo fátt eitt sé nefnt. Það ber að harma að Ásgerður telji þetta váboða um nýjar atlögur að náttúru Íslands. Þeir sem heimsækja virkjan- ir hljóta að mynda sér sjálfstæða skoðun á því sem þar ber fyrir augu. Sé afstaðan til Landsvirkjunar nei- kvæð eftir heimsókn í virkjun er ekk- ert út á það að setja. Það er hins veg- ar verra þegar afstaða manna mótast af fordómum, þ.e. fólk dæmir án þess að kynna sér málefnið. Þess vegna teljum við mikilvægt að opna gestum aðgang í virkjanir. Rétt eins og mikil- vægt er að umhverfisvæn raforku- framleiðsla á Íslandi sé löguð sem best að náttúrunni með vönduðum undirbúningi og rannsóknum þá hlýt- ur nútímafyrirtæki að huga að því hvernig það fellir starfsemi sína að samfélaginu og opnar fyrir samskipti við nágranna sína og almenning. Í þeim efnum vill Landsvirkjun koma fram af einurð og virðingu fyrir skoð- unum annarra. ÞORSTEINN HILMARSSON, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hækkun stíflu í Laxá Frá Þorsteini Hilmarssyni Í ÞJÓÐSÖGUNUM segir frá bónda sem missti hey út í veður og sagði þá og steytti hnefa: „Þú nýtur þess guð að ég næ ekki til þín.“ Eins getur borgarstjórinn í Reykjavík sagt út af góða veðrinu, en þeir hafa ráð til að hefna sín á fólkinu í Reykjavik. Núna í júní, júlí og ágúst hefur hiti í Reykjavík aldrei mælst meiri frá því að mælingar hófust og þá hættir fólkið að kynda en það lík- aði ekki borgarstjóranum í Reykjavík sem vildi að fólk kynti eins og í norð- anroki og 15 gráða frosti á þorra til að þeir fengju aura. Borgarstjórinn náði ekki til guðs til að hefna sín fyrir góða veðrið en þeir náðu að hefna sín á fólkinu í Reykjavík og hækkuðu heita vatnið. Rafmagnið hækkaði enn í annað sinn á þessu ári og ef góða veðrið helst fram eftir haustinu þá má búast við að ennþá verði hækkun, í það minnsta smá hækkun í jólagjöf. Hér áður og fyrr þótti gott að geta sparað að kynda í góða veðrinu en nú eru aðrir tímar og á meðan hitaveitan var hugsuð til að sinna borgarbúum í kuldatíð voru menn beðnir um að spara vatnið en núna eru menn eig- inlega sektaðir fyrir að nota ekki nóg vatn. Þó borgarstjórinn nái ekki til guðs frekar en bóndinn í þjóðsögunni þá hafa þeir tækifæri til að ná sér niðri á borgurunum með því að hækka vatnið. Þessvegna geta þeir sagt eins og karlinn „Þú nýtur þess guð að ég næ ekki til þín“ og bætt við „en við höfum önnur ráð, hækkum vatnið!“ GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178. „Þú nýtur þess guð að ég næ ekki til þín“ Frá Guðmundi Bergssyni FÖSTUDAGINN 12. september birti Morgunblaðið grein eftir mig sem ég ritaði um samkynhneigða. Með þessu bréfi mínu særði ég marga og vó að æru þeirra. Það var þó ekki tilgangurinn með bréfi mínu. Ég bið alla samkynhneigða og aðra sem ég hef sært afsökunar á skrifum mínum. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35,108 Rvk. Afsökunarbeiðni til samkynhneigðra Frá Einari Ingva Magnússyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.